Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. október 1975. TÍMINN 7 Geir Haligrímsson forsætisráðherra og Jón Sigurðsson, forstööumaður Þjóðhagsstofnunar, á tunu- inum með blaðamönnum í gær. Tímamynd: Róbert. Hreinni hlutaskipti og launakerfi, sem stuðlar að vöruvöndun og góðri meðferð rekstrarvara, er brýnasta framfaramál sjávarútvegsins nú Geir Hallgrfmsson boðaði biaðamenn á sinn fund i gær (Sjá frásögn á forsíðu). Þar var afhent eftirfarandi frá rfkis- stjórninni (Liðir 5—8 eru sam- komuiag það, sem samstarfs- nefnd sjómanna og fulltrúar stjórnvalda undirrituöu i fyrri- nótt): Forsætisráöherra hefur und- anfarna daga átt viðræður við forystumenn hagsmunasam- taka i sjávarútvegi, yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins og samstarfsnefnd áhafna þeirra fiskiákipa, sem hættu róðrum um sinn, um ástæður róðrastöðvunar og þann vanda, sem henni fylgdi. Helztu niðurstöður þessara viðræðna eru: 1. Fiskverösákvörðunin fyrir timabilið 1. október til 31. desember nk. var I alla staði I samræmi við lögin um Verð- lagsráð sjávarútvegsins, og var hún tekin með samhljóða at- kvæðum fulltrúa seljenda (sjó- manna og útvegsmanna) og kaupenda (fiskvinnsluaðila). Verðákvörðunin er óuppsegjan- leg að óbreyttum lögum, og felur þar með i sér lögboðið lág- marksverð til áramóta. 2. 1 viðræðunum kom skýrt fram, að allir aðilar i sjávarút- vegi eru sammála um, að ekki sé unnt að benda á heppilegri leið fyrir fiskverðsákvarðanir en þá tilhögun, sem felst i starf- semi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins, ekki sizt vegna þess, að þótt ákvarðanir ráðsins hafi oft verið umdeildar, hefur starf- semi þess tryggt starfsfrið i sjávarútvegi miklu betur en tókst með fyrri aðferðum. Rlkisstjórnin telur þvi mikil- vægt, að samningar, sem takast á vettvangi Verðlagsráðsins, séu virtir i hvivetna. 3. Fiskverðsákvörðunin frá 1. október sl. fól i sér 4,6% meðal- hækkun á lágmarksverði þeirra fisktegunda, sem um var fjall- að. Þessi meðalhækkun er mið- uð við tegundaskiptingu þess hluta ársaflans 1974, sem landað var hérlendis, skv. skýrslum Fiskifélags Islands, og við áætl- aða skiptingu i stærðar- og gæðaflokka. Sem kunnugt er var tekin upp ný stærðarflokkun helztu fisk- tegunda um sl. áramót, sem m.a. fól I sér, að upp var tekin þriskipting þorsks og ufsa eftir stærð og að þvl stefnt að halda i við verð á smáfiski en hækka verð á stórfiski. Aætlanir um stærðarskiptingu voru m.a. reistar á skýrslum Hafrann- sóknastofnunar. Niðurstöður aflaskýrslna Fiskifélags um stærðarflokkun þorskaflans vet- urinn 1975 benda til þess, að of- angreint mat á fiskverðsbreyt- ingunni 1. október sl. sé fremur of lágt en of hátt, e.t.v. svo nemi 0,5 til 0,7%. Mat Verðlagsráðs á fiskverösbreytingum hefur yfir- leitt verið miðaö við samsetn- ingu ársafla. Astæöurnar til þessa eru einkum tvær: í fyrsta lagi er það meginregla laganna um Verðlagsráð að ákveða skuli fiskverð „fyrir eitt ár i senn og aldrei fyrir skemmri tima en eitt veiðitimabil.” 1 öðru lagi eru flestar heimildir, sem ráðið hefur á að byggja, reistar á árs- tölum og ársreikningum, t.d. rekstrarreikningar. Þrátt fyrir þessa verklagsreglu, er jafnan til þess litiö, að þegar verð hinna ýmsu fisktegunda breyt- ist misjafnlega, koma breyting- arnar misjafnlega niður eftir greinum útgerðar og árstiðum. Þannig var talið sýnt, að miðað við samsetningu haustaflans væri fiskverðshækkunin 1. okt. sl. mun minni en 4,6%, eða 3—3 1/2%, og er þá miðað við teg- undasamsetningu aflans mán- uðina október til desember 1974. Þessi áætlun er þó nokkru óviss- ari en áætlunin um verðhækkun ársaflans vegna þess, aö bein vitneskja um stærðarflokka- skiptingu haustaflans skv. hinni nýju flokkun er ekki fyrir hendi. 1 viðræðum við samstarfs- nefnd áhafna þeirra fiskiskipa, sem hlé geröu á róðrum um sinn, kom fram, að hún áliti, að hækkun á veröi haustaflans væri mun minni en 3%, eða jafn- vel væri um beina lækkun að ræða. Astæðan væri einkum sú, að áhrif lækkunar verðs á miðlungi stórum ufsa væri van- metin i þessari áætlun. Tölur um aflaverðmæti úr nokkrum veiðiferðum togskipa haustið 1975 taldi nefndin benda til þess, að veröhækkunin væri afar litil. 4. Vegna markaðsaðstæðna og þróunar innlends og erlends framleiðslukostnaðar var svig- rúm til fiskverðshækkunar frá 1. október sl. ekki til staðar. Einkum virtust verðlags- og söluhorfur á ufsaafuröum afar erfiðar, en undan er skilið tak- markað magn af söltuöum ufsa- flökum, sem unnin eru úr allra stærsta ufsanum. Allt þetta ár hefur fiskverð reyndar byggzt að nokkru leyti á framlögum úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins til frystihúsanna, og er talið, að þær greiðslur muni nema allt að 2.000 m.kr. vegna fram- leiðslu þessa árs. Við lok siðasta verðtimabils var svo komið, að innstæða frystideildar var til þurrðar gengin, og raunar námu greiðslur vegna nokkurra tegunda — einkum ufsa — hærri fjárhæðum en áður höfðu verið lagöar inn I sjóðinn þeirra vegna. Samtimis þessu var ljóst, að brýna nauðsyn bar til, að tekjur sjómanna af aflahlut og tekjur útgerðar yfirleitt ykjust a.m.k. sem næmi almennum launa- breytingum i landinu, en sem kunnugt er fólu núgildandi launasamningar i sér 3—4% meðalhækkun launa frá 1. októ- ber sl. (2.100 krónur á mánaðar- kauptaxta fyrir dagvinnu og hliðstættá aðra taxta). Við þess ar aöstæður var ljóst, að fisk- verðiö mánuöina október til desember yrði að byggjast á þvi, að rikisstjórnin ábyrgðist greiðslugetu frystideildar Verð- jöfnunarsjóðs fiskiðnaöarins til áramóta, og var þá miðað við greiðslureglur, sem rúmað gætu þær breytingar á fiskverði, sem eðlilegar voru taldar af öllum aðilum i yfirnefnd Verðlags- ráðs, til þess i senn að tryggja sjómönnum og útvegsmönnum tekjuauka og að laga hráefnis- verðhlutföllin að markaðsverð- um. Niðurstaðan varð siðan sú, að vegna markaðserfiðleika hlyti milliufsaverð að lækka, en sá ufsi fer nær allur til frystingar, en annað ufsaverð skyldi hald- ast óbreytt, hins vegar var þorskverð hækkað um 6—7% að meðaltali, ýsuverö um 4—5%, steinbitsverð um 3—4%, karfa- verð um 2,6% og aðrar fiskteg- undir hækkuöu yfirleitt um 4% i verði nema langa, sem lækkaði nokkuð i verði. 5. Með tilliti til allra aðstæðna og til þess að róðrar hefjist á ný, mun rikisstjórnin beita sér fyrir eftirfarandi ráðstöfunum til þess að eyða óvissu um tekjur á- hafna og útgerðar á yfirstand-' andi verðtimabili: a. Svo skjótt sem viö veröur komið að loknu verðtimabil- inu 1/10—31/12/75 mun rikis- stjórnin láta fara fram athug- un á þvi, hver hafi orðið raun- veruleg hækkun á verði þess fiskafla, sem berst á land mánuðina október, nóvember og desember 1975. Fulltrúum sjómanna mun gefast kostur á að fylgjast með þessari athugun. b. Sýni niðurstaða þessarar at- hugunar, að fiskverðshækk- unin þessa mánuði hafi, mið- að við heildarafla, sem landað er hérlendis, numið minna en 3 1/2%, mun ríkisstjórnin fela yfirnefnd Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins að ákveða sér- staka uppbót á stórufsa og milliufsa i 1. gæðaflokki, sem sé nægilega há til þess, að meðalfiskverðshækkunin fyr- ir haustaflann I heild nái þeim 3 1/2%, sem við var miðað i á- kvörðunum yfirnefndar Verð- lagsráðs og stjórnar Verö- jöfnunarsjóðs fyrir timabilið til áramóta. Með þessum hætti er m.a. dregið úr þeirri óvissu um tekjur af haustafl- anum, sem fylgir þvi, að litið kann að verða um siglingar togskipa með afla á erlendan markað á þessum vetri. c. Rikisstjórnin mun beita sér fyrir nauðsynlegum laga- breytingum, ef til þess kæmi, að ákveða sérstaka uppbót á ufsaafla á timabilinu okt,—des. 1975, sbr. b. hér að framan, og mun beita sér fyrir samkomulagi við fisk- kaupendur um það, hvernig undir hugsanlegum kostnaði, sem af þessu hlutist, yrði staðið. 6. Rikisstjórnin mun beita sér fyrir þvi, að uppbætur úr rikis- sjóði á linufisk I 1. gæðaflokki verði frá og með 1. október 1975 hækkaður úr kr. 0,60á hvert kg. i kr. 0,90 á hvert kg, enda hækki fiskkaupendur að sinu leyti linu- uppbætur að sama skapi. 7. Við fiskverðsákvörðun Verðlagsráðs sjávarútvegsins frá 1. janúar 1976 verður stærð- arflokkakerfið tekið til endur- skoðunar, og þá mun m.a. verða tekið tillit til þeirra sjónarmiða, sem fram hafa komið af hálfu sjómanna i þessum viðræðum. 8. Rikisstjórnin mun beita sér fyrir þvi, að störfum tillögu- nefndar um breytingar á sjóða- kerfi og hlutaskiptum i sjávar- útvegi veröi hraðað og að þvi stefnt, að tillögur komi fram fyrir mánaðamótin nóvember/ desember nk. Rikisstjórnin metur þær ábendingar, sem fram hafa komið frá sjómönn- um um ágalla sjóðakerfisins, og mun beita sér fyrir sem nán- astri samvinnu viö samtök sjó- manna og útvegsmanna i þessu máli. Hreinni hlutaskipti og launa- kerfi, sem stuðlar að þvi, að þeir, sem vel afla og fara vel með afla og útgerðarvörur og eldsneyti, njóti þess i sinum hlut, er tvimælalaust brýnasta framfaramál sjávarútvegsins um þessar mundir. Á hitt verður þó að benda, að vegna þess, hve þetta mál er margslungið og snertir ekki aðeins löggjöf, heldur ekki siður kjarasamn- inga, er naumast viö þvi að bú- ast, að það verði leyst i skyndi I heilu lagi. Að þessu veröur kappsamlega unniö á næstu vik- um, 9. Ráðstafanir þær, sem lýst er i 5. til 8. hér að framan, eru gerðar i trausti þess, að róðrar hefjist á ný þegar i stað. Rikis- stjórnin itrekar þá skoðun sina, að tilgangurinn með þessum að- gerðum sé fyrst og fremst sá að draga úr óvissu um tekjubreyt- ingar sjómanna á þessu hausti og nánast að ábyrgjast að for- sendur fiskverðsákvörðunar yfirnefndar Verðlagsráðs frá 1. október til 31. desember stand- ist. Rikisstjórnin er þess full- viss, að sjómannastéttin i heild þekkir sinn vitjunartima og veit hvenær á riður að sýna raunsæi og hófstillingu I kröfugerö. Sá timi er einmitt nú. Nú er mikil- vægara en nokkru sinni, að sjávarútvegurinn gangi snurðu- laust. Að þvi mun rikisstjórnin vinna og leita samstarfs við samtök sjómanna. Reykjavik, 27. október 1975. Kvenfélag Breiðholts: HAFA LÁTIÐ SIG VARÐA FLEST FRAMFARAMÁL í BREIÐHOLTI KVENFÉLAG Breiðholts var stofnað aö frumkvæði kvenna, sem nýfluttar voru i Breiðholts- hverfi, er þaö var I uppbyggingu. Undirbúningsfundur var hald- inn I april 1970, og stofnfundur 21. okt. sama ár. Þann fund sátu 105 konur. Fyrsti formaður félagsins var kosinn kosin Birna G. Bjarn- leifsdóttir. Markmið félagsins er: Að efla félagslegt starf meöal kvenna i Breiðholtshverfi, og að styðja eft- ir megni aö æskulýðs- og uppeld- ismálum og öllu þvi, sem horfir til framfara Það sem háir félags- starfi einna mest er, aö ekkert húsnæði er til fundahálda i' Bakka- og Stekkjahverfi. Þvi var eðlilegt, að eitt fyrsta áhugamál félagsins væri, að byggð yrði fé- lagsmiðstöð. Frá fyrstu tiö hafa fundir fé- lagsins verið haldnir i húsakynn- um Breiðholtsskóla, og hefur fé- lagið notiö þar velvildar skóla- stjóra og fyrirgreiðslu núverandi umsjónarmanns, enda er ekki I annað hús að venda. Þau mál, sem félagið hefur lát- ið sig varða, eru t.d. strætis- vagnaferðir, æskulýðsmál, ung- barnaeftirliti, útivistársvæði og skipulagning þess. í okt. mán. 1972 söfnuðu félagskonur undir- skriftum vegna sundlaugar. Aðal fjáröflunarleiðir kvenfé- lagsins, eins og flestra annarra félaga, eru basar fyrir jól, köku- sala og flóamarkaður. Hafa fé- lagskonur unnið af miklum áhuga og dugnaði, og hefur það gert félaginu kleyft að starfa að mark- miðum sinum. M.a. má nefna, að félagið gaf til Bústaðakirkju við vigslu hennar og Breiðholtssöfn- uði við stofnun hans, og einnig siðar. Félagið hefur styrkt börn til sumardvalar i sveit, og viljað sýna samúð þeim, sem um sárt hafa átt að binda. Félagsfundir eru auglýstir i fé- lagslifsdálkum dagblaöanna. Jólabasarinn verður að þessu sinni i anddyri Breiðholtsskóla 6. des. n.k. Velunnarar félagsins eru minntir á það tækifæri, sem nú gefst til að leggja góðu máli lið og gefa á basarinn. Félagi vill hvetja konur til að ganga i kvenfélagið, og sýna á þann veg samstöðu og styrk til aö örva til framkvæmda i sem flest- um frafaramálum Breiðholts- hverfis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.