Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.10.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. október 1975. TÍMINN 9 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:' Heigi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur 1 Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur f Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð f lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. BlaöaprentH.f; Þorskastríð Það má nú telja fullvist, að ekki verði afstýrt nýju þorskastriði milli Breta og íslendinga. Eftir viðræðufundinn i London i siðustu viku eru sizt meiri likur fyrir þvi en áður, að samkomulag náist fyrir 13. nóvember, og öllu liklegast, að nýjar ráð- herraviðræður verði ekki haldnar fyrir þann tima, enda eru þær tilgangslitlar, nema einhver von sé um, að heldur þokist i samkomulagsátt. Viðræðurnar, sem fóru fram i London i siðustu viku, snerust að verulegu leyti um siðustu skýrslu islenzku fiskifræðinganna, þar sem lagt er til, að dregið verði stórlega úr þorskveiðum strax á næsta ári. Islendingar byggja afstöðu sina að sjálfsögðu á þessum niðurstöðum. Það kom hins vegar i ljós, að ótrúlega mikill munur er á niður- stöðum og spám islenzkra og brezkra fiskifræð- inga. Að þessu sinni gafst ekki ráðrúm til að gera nákvæma úttekt á þessum mismun. Niðurstaðan varð þvi sú, að brezkir fiskifræðingar skiluðu áliti um niðurstöður sinar og siðan hittast þeir og is- lenzkir fiskifræðingar til nánari viðræðna um þessi mál. Fundur þeirra verður sennilega haldinn i Reykjavik 4. nóv. næstk. Frekari viðræður milli rikisstjórnanna munu ekki fara fram fyrr en að loknum þessum fundi sérfræðinganna og getur hann ráðið miklu um, hvort þær verða einhverjar að sinni eða ekki. Flest bendir til þess, að þær verði ekki fyrir 13. nóvember, eða áður en núgild- andi samningurinn rennur út. Af hálfu Breta er það yfirlýst, að hafi nýir samn- ingar ekki verið gerðir fyrir 13. nóvember, muni þeir haga sér eins og gamli samningurinn sé enn i gildi. Jafnframt er gefið i skyn, að brezkum togur- um verði veitt vernd, ef þeir verði fyrir áreitni is- lenzkra fiskiskipa. Bretar telja, að úrskurður Haagdómstólsins hafi styrkt tilkall þeirra til sögu- legra réttinda á Islandsmiðum og sé þvi lagaleg staða þeirra öllu sterkari nú en 1973. Þýðingarlitið sé að skirskota til þróunar mála á hafréttarráð- stefnunni meðan ekki liggur þar annað fyrir en uppkast að viðræðugrundvelli og enginn geti sagt fyrir um hver endalok ráðstefnunnar verða. Þótt Islendingum þyki þessi afstaða Breta litið sanngjörn, þýðir ekki annað en að horfast i augu við hana og miða aðgerðir i landhelgismálum við hana. Þetta þýðir, að þjóðin verður að búa sig und- ir nýtt þorskastrið, sem getur orðið mun erfiðara en hin fyrri. Það getur nú bætzt við fyrri þorska- strið, að beitt verði ýmsum efnahagslegum þving- unum, sem mjög geta torveldað sölu islenzkra sjávarafurða. Vegna efnahagskreppunnar, sem fyrir er, eru Islendingar vanbúnari að mæta slik- um þvingunum en oft áður. Þetta mun i verki þýða það, ef þjóðin ætlar að berjast til sigurs i nýju þorskastriði, að hún verður að herða meira að sér og sætta sig um stund við þrengri lifskjör en hún hefur búið við um hrið. Með miklum rétti má segja, að nú sé að hefjast einn örlagarikasti þátturinn i landhelgisbaráttu Islendinga frá fyrstu tið. Veiðar útlendinga á ís- landsmiðum minnkuðu ekki eftir útfærsluna i tólf milur, þvi að það sannaðist, sem Islendingar höfðu haldið fram, að aukin friðun innan tólf milna, myndi einnig auka veiðar utan þeirra. Af útfærsl- unni i 50 milur hefur fram til þessa náðst sá árang- ur, að veiðar útlendinga á Islandsmiðum hafa minnkað um þriðjung. Það er þvi enn um mikið að berjast. Þvi riður nú á, að þjóðin sætti sig við þær byrðar, sem geta orðið óhjákvæmilegar til að tryggja lokasigurinn i landhelgisbaráttunni. Þ.Þ. AAagnús Ólafsson skrifar frá York: Efnahagsdætlunum { I I X Irlanas ógnao Herrema-málið skapar óvissu NÆR allan októbermánuð hafa fréttir frá Irlandi, þ.e. lýðveldinu trlandi, fjallað um ránið á holienzka kaupsýslu- manninum dr. Tiede Herrema. Þessi atburður hefur vitanlega vakið ugg i brjóstum manna þar i landi, þvi að ótti við útbreiðslu Bel- fastátakanna er mjög al- mennur. En likur má að þvi leiða. að mannránið geti haft önnur og meiri áhrif en „venjulegt” mannrán. Hér er átt við, að irsk stjórnvöld hljóta að hafa áhyggjur af hugsanlegum efnahagslegum áhrifum verknaðarins. SAG A trlands er saga dapurlegra og oftast blóðugra átaka við England. Áhrif Eng- lendinga á trlandi hófust þeg- ar á 12. öld, en takmörkuðust þá aðallega við austurströnd- ina, enda þóttu trar litt sam- starfsviljugir. Kom það vel i ljós á 16. öld, þegar Eng- lendingar gerðu biskupakirkj- una að rikiskirkju, en þá héldu trar fast við sina róm- versk-kaþólsku trú og i dag eru nær niu af hverjum tíu trum kaþólskir. Eftir trúar- bragðaskiptin má segja að saga trlands verði að einni samfelidri baráttu fyrir sjálf stæði. Uppreisnir voru tiðar. en jafnan bældar niður af mik- illi hörku. Cromwell lagði grundvöllinn að N-trlands-vandamálunum. er hann flutti þúsundir enskra og skozkra Inskupakirkju- ng Kalvinstrúarmenn til Ulster og hrakti hina fornu búendur á brott. Snemma á 20. öldinni færðust átök í aukana og ber þar hæst páskauppreisnina 1916, sem þjóðcrnissinnar gerðu með tilstyrk Þjóðverja. Eftir fyrri heimsstyrjöldina varðafstaða Breta raunhæfari og hilla tók undir sjálfstæði; Þó var hvert skref blóðugt, en sú þróun verður ekki rakin frekar á þessum vettvangi. En með þjóðarsamþykkt stjórnarskrárinnar 1937 fengu trar raunar fullt sjálfstæði enda þótt siðustu tengslin við Bretland, (s.s. strandvarnir o.fl.) hafi ekki rofnað fyrr en rúmum áratug siðar. ER kom fram á 8. áratuginn þótti irskum yfirvöldum kom- inn tfmi til aðgerða. Langvar- andi atvinnuleysi, litlar þjóðartekjur, tekjurýr land- búnaður sem aðalatvinnu- grein og hægfara þróun iðnaðarins voru viðfangsefni stjórnvalda. Töldu þau Ivær meginleiðir beztar til úrbóta. Anna'rs vegar að ganga i Efnahagsbandalag Evrópu og hins vegar var IDA (Industri- al development authority). Tilgangurinn með stofnun IDA var mjög einfaldur: Að skapa atvinnu i stað atvinnu- leysis, auka gjaldeyristekjur og undirbúa jarðveginn fyrir irska iðnbyltingu. Markmið- inu töldu írar sig bezt ná með þvi, að laða til írlands erlend fyrirtæki og fjármagn. Arið 1972 gerðist alburður, sem átti eftir að hleypa nýju blóði i starf IDA. Bandarisk lyfja- framleiðslusamsteypa, Merck and company, ákvað aö fjár- festa 25 milljónir punda i framleiðslu sina á trlandi, en þegar til kom fannst hvergi na'gilega vel menntaöur irsk- ur starfskraftur og allar að- stæður þóttu svo bágbornar, að fyrirtækið gaf þessar áætlanir upp á bátinn. trsk yfirvöld ætla ekki aö láta slikt atvik henda aftur og úr Tveir helztu valdamenn irlands, Liam Cosgrave forsætisráð herra og Garett FitsGerald utanrikisráðherra. háskólunum streymir nú tæknimenntað fólk. Að undanförnu hefur IDA birt auglýsingar i brezkum fjármálablöðum og vafalaust öðrum, þar sem stórfyrirtækj- um er bent á að alhuga gang sinn. Hafa fyrirsagnir t.d. hljóðað: „Hvers vegna 600 alþjóðleg fyrirtæki velja trland sem Evrópubækistöð sina”. Siðan koma skýring- arnar og kennir þar margra grasa. Þau hvatameðul, sem IDA hefur yfir að ráða eru ekki af verri endanum: Mikið og ódýrt vinnuafl, útflutnings- tekjur skattfrjálsar til 1990, hagstæð fyrirgreiðsla við upp- hyggingu verksmiðja og fleira. Enda hefur IDA orðið ágengt i starfi sinu. Um alla Evrópu stendur starfslið stofnunarinnar i ströngum viðræðum. Vitað er um 400 fyrirtæki, sem að undanförnu hafa sýnt áhuga á f járfestingu á Irlandi. Stóru alþjóðabank arnir ihuga að l'lytja ýmsa grundvallarstarfsemi sina til trlands, eins og stjórnun og tölvuvinnslu. Væri það góö viðbót á þá 900 milljón punria fjárfestingu, sem IDA hefur aflað á fimm ára starfsferli sinum. svo ekki sé talað um þau 78 þúsund störf, sem orðið hafa til vegna atbeina stofnunarinnar. Það var þvi á viðkvæmu augnabliki, sem Herrema-málið kom upp. DR. HERREMA er fram- k v æ m d a s t j ó r i h j á Ferenka-steel. sem er dóttur- fyrirtæki AKZO i Hollandi og framleiðir stálnagla fyrir bif- reiðaiðnaðinn. Fyrirtækið hefur verið eitt það umsvifa- mesta á trlandi og er heildar- fjárfesting þcss þar komin upp i 20 millj. pund með 1200 starfsmenn, mest heimilisfeð- ur. Eins og kunnugt er. hafa mannræningjarnir — sagðir klofningsbrot úr IRA -- krafizt lausnar þriggja félaga sinna úr fangelsum. Þá hafa þeir krafizt, að FERENKA hætti allri starfsemi svona ..lil að sýna vingjarnlegheit". Lokun fyrirta'kisins helur þegar kostað um 300 þúsund pund. þvi að verkamennirnir fá fullt kaup borgað. irska stjórnin hefur þótt sýna harða afstöðu i málinu og algjörlega neitað að verða við kröfum ræningjanna. Eftir að felustaður ræningjanna upp- götvaðist virðist Dublin-lög- reglan ætlaaðbeita sömuað- ferð og starfsbræður þeirra i Lundúnum völdu, með svo góðum árangri, i hinu nýliðna „Spaghetti-m áli”. Kemur þessi harða afstaða að miklu leyti til af þvi að aukakosning- ar fara fram i einu kjördæmi landsins eftir 2-3 vikur. Sam- steypustjórn Fine Gael. sem er hægfara þjóðernisflokkur. og verkam annaflokksins. hefur sáralitinn þingmeiri- hluta og geta þessar auka- kosningar ráðið úrslitum um völd stjórnarflokkanna á Dail (þingi tra). trskir kjósendur vita um mikilvægi hinna erlendu fjárfestinga fyrir efnahag lándsins og þeir óttast stöðnun á uppbyggingu iðnaðarins. nema til komi einarðar að- gerðir stjórnvalda til að sporna við útbreiðslu N-trlands átakanna. Og hvort Herrema-málið á eftir að draga alvarlegan dilk á eftir sér kemur i ljós á næstu mánuðum eða svo.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.