Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Þriðjudagur 4. nóvember 1975 92<2fi Eftirlaunamanninn Nixon dreymir aftur um völd Fyrir nokkrum vikum voru nýjar myndir af Nixon sjald- gæfar. Ljósmyndari frá kaliforniska blaoinu „Sun Post" lá til dæmis i felum dögum saman með sterka aðdráttar- linsu til að ná mynd af fyrrver- andi forseta & sveitasetri hans i San Clemente. Upp á siðkastið hafa aftur verið teknar „opinberar" myndir af Nixonhjónunum. Sagt er frá lifi mannsins, sem eitt sinn var einn af voldugustu mönnum jarðarinnar, en lifir nu á eftirlaunum. Fljótt á litið er Nixon hamingjusamur en bara fljótt á litiö. Hinn gleiðbrosandi, fyrr- verandi forseti, sem sat fyrir hjá Ollie Atkins, fyrrverandi ljósmyndra Hvita Hússins, breyttist i graman gamlingja, þegar hann hélt að enginn tæki eftir. Hann eybir orku sinni i at- hafnir, sem hljóta að vera auka atriði fyrir hann. Hann skrifar minningar sinar — er núna með kaflann um Watergate — fer oft i gönguferðir og leikur golf i klukkutima á degi hverjum. Valdamissirinn virðist hafa gengið nær honum, heldur en hann viöurkennir. Sumir halda þvl fram, að hann hafi enn (I laumi) pólitlsk áform. Nixonhjónin þykjast vera hamingjusöm. — Við elskum þennan stað, segir Pat Nixon. Hvað sem öðru liður, þá btia þau viö öll þægindi. Húsið er risastórt, troðfullt af húsgögn- um, og garðurinn er svo stór, að Nixon notar vélknúinn golfvagn til að fara frá ibúðarhúsinu niður á baðströndina. Nixon lætur ekkert I ljós um mihningar söiar. Julie Eisen- hower, dóttir hans segir: — Það verður kjarngóö bók með miklu af uppljóstrunum. Nixonhjónin i garðinum og stássstofunni Nixon i vinnuherbergi sinu. Er hann ao leggja drög að nýjum stjórnmálaferlí? ÖENNI DÆMALAÍJSÍ „(ióftan dag fagra veröld". „Það er eins gott fyrir okkur að fara á l'ætur iiiina."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.