Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 4. nóvember 1975 TÍMINN 19 O Ræða Jóns armikið atriði, að stofnun sem Framkvæmdastofnunin njóti trausts landsmanna. Ekki sizt er það nauðsynlegt, að hún njóti trausts svokallaðra aðila vinnu- markaðarins, ef vel á að fara. Það þarf að koma þar á góðu samstarfi. Ég dreg það mjög i efa, að Framkvæmdastofnunin hafi gott samst. við aðila vinnu- markaðarins. Ég dreg það mjög i efa, að þeir sjái i henni þá stofn- un, sem þeir telja að sinni sinu verkefni eins og þyrfti að gera, og þvi sé nokkur brotalöm i þessu llfsnauðsynlega samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Þetta er stærra atriði en menn kunna að halda, þegar þeir llta á þetta lauslega. Ovirk hag- stjórnartæki Við íslendingar, eins og ég sagði áðan, stöndum nú i einna mestri kreppu, sem yfir okkur hefur gengið um marga áratugi. 'Við höfum verið einstaklega fundvisir á það, að minu viti, að stjórna efnahagsmálum okkar eftir leiðum, sem — ef ég mætti segja það — þekkjast tæpast ann- ars staðar i löndum fyrir vestan okkur og austan, sem stjórna á menningarlegan hátt. Það er tal- að um, að hægt sé að styra efna- hagsmálum þjóða eftir tveimur meginleiðum. Það er svokölluð frjálshyggjuleið, þar sem fjár- festingin stjórnast af þvl, að menn vita að gildi peninganna er stöðugt. Menn hugsa sig tvisvar um, áður en þeir ráðstafa fé sinu i einhverja fjárfestingu, af þvi þeir vita að þeir þurfa að borga lánað- ar krónur með jafnverðmiklum krónum, þegar að skuldadögum kemur. Hér á Islandi hefur þessi leiö verið nálega óvirk um mörg ár vegna verðbólgu. Hér hefur aðalatriði i efnahagsstarfsemi of mikils hluta þjóðarinnar verið i þvi f ólgið að reyna að-kófesta eins stór lán og til eins langs tima og mögulegt er, til þess að fjárfesta I næstum hverju sem er. Hin leiðin er leíð skipulagshyggjunnar, sem menn hafa svo kallað og margir hafa skrifað um fallegar greinar og sagt um mörg fögur orð. Hún er á íslandi nánast eyðilögð eins og hin, með þvi sem ég hef hér verið að reyna að lýsa, með svo- kölluðu „kommissarakerfi", sem hefur stjórnazt meira af hreppa- pólitik og flokkahagsmunum þeirra sem ráða i rikisstjórn á hverjum tima, heldur en almenn- um hagsmunum islenzku þjóðar- innar. Það er hart að þurfa að segja þetta, en þetta er allt of satt. Ef sá tími.sem viðlifumnú, sú efnahagskreppa, sem við erum að sigla ínn f og erum ekki komin út úr enn, ef hann kemur engum manni til þess að igrunda, hvort við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg i stjórnun efna- hagsmála, ja, þá blasir ekki nema eitt við hér, og það er þjóðargjaldþrot, sem ekki verður aftur tekið, þegar slysið er stað- reynd. Ég viðurkenni, að það er afar- erfitt að ráða við hlutina i þjóð- félagi okkar eins og nú er komið. Það er ekki auðvelt að draga úr skriði dýrtiðarskútunnar, eftir að hún er einu sinni komin á þann skrið, sem húti er nú á, og það verður ekki hægt, ef við hér á hæstvirtu Alþingi, og mikill hluti landsmanna, ætlum að leyfa sér þann munað að feta troðnar slóðir við stjórn efnahagsmálanna. Þá lendum við á skeri, En meðal annarra orða: Hvað skyldu vinnubrögð þau, er ég var að lýsa eiga mikla sök á þvi að Island er orðið láglaunaland? o Stórtjón bergi, komst mikill sjór i kjall- ara og skemmdi tvær þvottavél- ar, lágu þær á hliðinni þegar heimilisfólk reis úr rekkju kl. 9.30oguggðisér einskis, en einn ig voru þarna tvær 500 litra frystikistur. Tvær fjölskyldur i húsinu áttu heimilistæki þessi. Voru þau komin I viðgerð og bú- ið að flytja matinn úr kistunum I geymslu I frystihúsinu, þegar Tímamenn komu þarna siðdegis. Miðstöð I húsinu skemmdist einnig. Hjá fólkinu á Sólbergi hafa sennilega orðið einna mestar skemmdir á heimilistækjum á einum stað, en viða urðu hliðstæðar skemmdir vegna flóðanna. 1 næsta húsi skemmdist einnig þvottavél, miðstöð og nokkurt magn af kartöflum fór á fiot. Þar vaknaði rúmlega fimmtug- ur maður, Reynir Böðvarsson, upp við að sjórinn gjálfraði við rúmstokk hans, en hann hefur herbergi i kjallara. Reynir á gott bókasafn og skemmdust bækur i neðstu hillum hjá hon- um. Sjór fór einnig inn i vélsmiðju i þorpinu og plastiðjuna, en á siðari staðnum a.m.k. urðu eng- ar skemmdir. Erfiðlega gekk að fá tæki til Eyrarbakka, en engin dráttar- bifreið var i þorpinu i gær- morgun. Um hádegi komst vatnsleiðslan aftur i samband eftir að ljóst var hvað gerzt hafði við höfnina, en sem af- leiðing af þvi hafði miðlunar- tankur tæmzt. Rafmagnsbilanir voru fram eftir degi á Eyrarbakka og um allan Flóa og olli það erfiðleik- um. —;Við erum ákaflega uggandi um hvað hefur gerzt vestur við Olfusárósa, en þar er mikil landbrotshætta, sagði Þór Hagalin ennfremur. Á mýrun- um og engjunum þar yrði brúarstæði ef úr verður að brúa Olfusá, en það er von Eyrbekk- inga. Þeir eru einnig langeygir eftir úrbótum i hafnarmálum, en sið- ast sökk bátur I höfninni á gamlárskvöld. I frystihúsinu er einnig nýorð- ið tjón þegar veiðarfæra- geymsla brann þar um miðjan október. Ljóst er að óbætanlegt tjón hefur orðið á Eyrarbakka, en nýju lögin um viðlagatrygging- ar gera ráð fyrir 100.000 kr. sjálfsábyrgð hvers tjónþola. Styðja útfærsluna Á fundi bæjarstjórnar Kefla- vfkur nýlega var eftirfarandi samþykktgerð með 9 samhljóða atkvæðum: „Bæjarstjórn Keflavikur fagn- ar útfærslu Islenzku fiskveiðilög- sögunnr i 200 sjómilur. , Meðal annars vegna ógnvekjandi upp- lýsinga Hafrannsóknastofnunar- innar um ástand fiskstofnanna við landið, varar bæjarstjórnin við samningum um veiðiheimild- ir innan 50 milna markanna." Junior Chamber i Hafnarfirði hefur haldið sérstakan gestafund undanfarin ár. Þetta eru óform- legir fundir, sem hafa það að markmiði sinu að gefa félögum kost á að bjóða með sér gestum á J.C. fund, þar sem félagar og gestir þeirra eiga þess kost að ræða málefni, sem efst eru á baugi hverju sinni, við sérstakan gest félagsins. Hinn árlegi gestafundur J.C. Hafnarfjörður verður að þessu sinni haldinn fimmtudaginn 6. nóv. n.k., I sal iðnaðarmanna við Linnetsstig. Fundurinn hefst stundvislega kl. 20.30. Gestur fundarins að þessu sinni verður Einar Ágústsson utanrikisráð- herra, sem mun ræða um ýmis málefni og svara fyrirspyrnum. Utanrikisráðherra er gamall J.C. félagi — einn af stofnendum J.C. tsland á sínum tima. Auglýsid ?í Tí manutn Innritun nemenda í alla aldursflokka (yngst 4ra ára) fer fram i Alþýðuhúsinu í dag og á morgun frá k\. 7-7 báða dagana ATHUGIÐ! INNRITUN AÐEINS ÞESSA TVO DAGA! •" r ' r ¦ T ' I' f'" "" ""' scs KJÍ Aðalfundur FUF í Árnessýslu Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna i Árnessýslu verð- ur haldinn að Flúðum þriðjudaginn 4. nóv. kl. 21,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Halldór Ásgrimsson alþingism. ræðir stjórnmálaviðhorfið Magnús Ólafsson form. SUF. greinir frá starfi sambandsins önnur mál. Ungt fólk er hvatt til að fjölmenna. Ungar konur! Fjölmennið á fundinn og hefjið virkari þátttöku i þjóðfélagsmálum i framhaldi af velheppnuðum aðgerðum i kvennafrii. Stjórnin. Kjördæmisþing Norðurlands eystra Þingiðhefstlaugarsaginn 8. nóv kl. 13. Þátttakendum stendur til boða gisting á Hótel KEA á hagstæðu verði. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur um skattamál verður haldinn nk. fimmtudag 6. nóv. að Rauöarárstig 18 kl. 20.30. Frummælandi verður Halldór Asgrimsson alþm. Fjölmennið. Stjórnin. Eitt þekktasta merki á ^yNorðurlöndum^Q RAF- SVNNaK EMT7ERER STONNBK aATTERER GEYAAAR Fjölbreytt úrval af Sönnak rafgeymum — 6 og 12 volta — jafnan fyrirliggjandi ARAAULA 7 - SIAAI 84450 Eggjaframleiðendur athugið: 2ja mánaða gamlir hænuungar til sölu. Alifuglabúið Teigur, Mosfellssveit. Simi 66-1-30 og 66-4-95, á kvöldin. lullk ominu Pað má œtíð treysta Royal Timinn er peníngar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.