Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 4. nóvember 1975 TÍMINN 15 Þjálfciranum er líkt við taugaóstyrkan skólastrák — sem er að ganga undir próf, þegar hann horfir á strákana sína leika t i- Oleg Blokhin, sem hér sézt á myndinni er einn snjallasti knatt- spyrnumaðurheimsins idag. Þessifrábæri leikmaður leikur iDina- mo Kiev, sem mætir Akurnesingum annað kviild á Melavelli. ísland sigraði 5—0 — í badmintonlandskeppni við Færeyjar A föstudagskvöld háðu ts- lendingar og Færeyingar með sér landskeppni I badminton. Leiknir voru þrir leikir i einliðaleik og tveir i tviliðaleik. Það er skemmst frá að segja að ís~ lendingar unnu alla leikina, Ósk- ar Guðmundsson sigraði Petur Hansen 15:11 og 15:6, Friðleifur Stefánsson sigraði Hans Steen- berg 15:5 og 15:4 og Haraldur Korneliusson sigraði Poul Michelsen 15:6 og 15:9. t tviliða- KA ATTI I ERFIÐLEIKUM Akureyska liðið, KA, fór norður með 4 stig eftir tvo leiki hér syðra um helgina, — og mega þeir vel við una, þvi að þeir lentuímiklum erfiðleikum, sér- staklega i leiknum á móti Leikni. í þeim leik tryggðu þeir sér sigur að venjulegum leik- tima loknum — úr vitakasti. A sunnudaginn lék KA liðið við IBK og sigraði með 17-15. Bætti íslands- metið HÖGNI ÖSKARSSON bætti ts- landsmet sitt i maraþonhlaupi, er hann hljóp vegalengdina á 3 klst. 5 min. og 38 sek., i mjög l'jölmennu maraþonhlaupi i New York riki fyrir nokkru. Högni bætti tslandsmetið um tæpar IU min! Keppendur i þessu maraþon- hlaupi voru alls um 900 talsins og varð Högni nr. 179. Haukar 4 3 10 73-61 Vikingur 4 3 0 1 87-75 Valur 4 2 11 73-60 FH 4 2 0 2 81-76 Fram 4 12 2 58-56 Armann 4 112 56-76 Grótta 4 10 3 71-78 Þróttur 4 0 13 56-73 7 6 5 4 4 3 2 1 Markhæstu leikmenn mótsins: Hörður Sigmarsson, Haukum 30/10 PállBjörgvinsson, Vikingi 27/9 BjörnPétursson.Gróttu 19/9 Friðrik Friðriksson, Þrótti 19/3 Stefán Halldórsson, Vik.....19/3 GeirHallsteinsson, FH 17/3 Viðar Slmonarson.FH......17/6 leiknum sigruðu þeir Sigfús Æ. Arnason og Otto Guðjónsson þá Eigil Lyngsöe og Svend Stensborg 15:8og 15:11 og islðasta leiknum i keppninni unnu Haraldur og Steinar Petersen þá Poul Michel- sen og Petur Hansen 15:12 og 15:5. Að loknu mótinu afhenti for- maður iþróttafélags Færeyja Oskari Guðmundssyni fyrirliða islenzka landsliðsins bikar sem Færeyinga*- gáfu til þessarar keppni, c _, á að keppa um hann næstu fimm ár, þannig að lands- keppni milli þessara þjóða verður árlegur viðburður næstu árin. Opið badmintonmót var háð i Iþróttahúsinu I Garðahreppi á laugardaginn og voru allir Fær- eyingarnir meðal keppenda. I einlfðaleik vann Haraldur Korneliusson, i öðru sæti var Friðleifur Stefánsson, en keppni þeirra i úrslitum var geysispenn- andi. Færeyingarnir voru allir slegnir út i 1. umferð. I tviliðakeppninni voru Harald- ur og Steinar öruggir sigurvegar- ar. — MV—Gsal — ÞAÐ ER VÍST engum vafa undir- orpið að Dinamo Kiev, sovézka liðið, sem leikur slðari leik sinn við Akurnesinga i 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða á Melavellinum á morgun, — er sterkasta félagslið I Evrópu um þessar mundir. Liðið sýndi það svo um munaði fyrir skemmstu, þegar það vann Bayern Munchen I „Super-cup" 2:0 er leikið var i Kiev, en þýzka liðið vann sem kunnugt er Evrópubikar- meistaratitilinn I fyrra. Það var samdóma álit manna, að sovézka liðið hefði i þeim leik sýnt nokkra yfirburði, og að markatalan gæfi ekki alveg rétta mynd af leiknum. Sovézka liðið kom til Islands i gær, og i dag munu þeir heim- sækja Akranes, en leikmennirnir höfðu eindregið óskað eftir þvi að fá að sjá heimabæ ÍA-liðsins, voru þeir vist vantrúaðir á, að ÍA-liðið væri frá jafn fámennum kaupstað og leikmenn þess sögð- ust vera. Annað kvöld rennur upp sú stóra stund, að 1A og Dinamo Kiev mætast á Melavellinum, og hefst leikurinn kl. 20. Það verður nú að segjast eins og það er, að sigurmöguleikar lA-liðsins eru ekki miklir, en þó má búast við að leikmenn liðsins, — sem æft hafa velá malarvellinum uppi á Skaga að undanförnu — muni berjast eins og ljón við sovézka björninn og gefa hvergi eftir. Taka verður það með i dæmið, að sovézka liðið er alls óvant þvi, að leika á malarvelli, og & velli sem rúmar jafn fáa áhorfendur og Mela- völlurinn gerir. Lobanovski, þjálfari Dinamo Dinamo Kiev mætir Akurnesinqum á Melavelli annað kvöld kl. 20 Kiev, hefur verið likt við tauga- óstyrkan skólastrák, sem er að ganga undir próf, þegar hann horfir á strákana sina leika. Sovézka liðið, Dinamo Kiev, sem er jafnframt annað landslið Sovétrikjanna, hefur á að skipa mörgum snjöllum leikmönnum og ber þar hæst, snillingurinn Oleg Blokhin sem er talinn einn af beztu knattspyrnumönnum heimsins i dag. Þennan frábæra leikmann fá Islendingar að sjá á Melavellinum á morgun. I marki sovézka liðsins verða annað hvort Jévgeni Rúdakof eða Valerf Samokhin. Sá fyrrnefndi er 33 ára.og var m.a.kosinn bezti knattspyrnumaður Sovétrikjanna árið 1972. Samokin er 27 ára,hefur tekið stöðu Rúdakof alloft að undanförnu. Aðrir leikmenn eru: Vladimir Trosjkin, varnarmað- ur, 28 ára og mjög sókndjarfur varnarmaður. Hann var áður miðvallarleikmaður og hefur mikil áhrif á leikstfl Dinamo Kiev. Stefan Resjko, varnarmaður, 28 ára. Mikhail Fomenko, varnar- maður, 27 ára. Viktor Mativienko, varnar- maður, 27 ára. Anatoli Konkof, varnar- eða miðvallarleikmaður, 26 ára og mjög traustur leikmaður, sem hefur fullkomið vald á knettinum og er óþreytandi jafnt i vörn sem sókn. Vladimir Vereméef, miðvallar- leikmaður, 27 ára. Vladimir Múntjan, miðvallar- leikmaður, 29 ára. Viktor Kolotof, miðvallarleik- maður, 26 ára og fyrirliði liðsins. Mjög snjail leikmaður eins og aðrir miðvallarleikmenn liðsins, en þessir leikmenn myndá sterk- asta kjarna þess. Oleg Blokhin, framherji, 23 ára og einhver besti knattspyrnu- maður i heiminum i dag. Hann skoraði öll mörkin þrjú gegn Bay- ern Miinchen I keppninni um titil- inn meistarar meistaranna ný- lega. Vladimir Onisjenko, framherji, 26 ára. Mjög áræðinn og duglegur leikmaður, sem leggur mjög hart að sér i leik. Hann hefur mjög næma tilfinningu fyrir réttum staðsetningum og er einkar lag- inn við að „pota" boltanum i net- ið. Valeri Lobanovski, þjálfari Dinamo Kiev er 40 ára. Hann var lengi vinstri útherji hjá Dinamo Kiev og landsliðinu, en þjálfar nú bæði þessi lið. Hann þótti mjög sérstæður leikmaður. Lobanovski hefur verið likt við taugaóstyrkan skólastrák, sem er að ganga und- ir próf, þegar hann horfir á strák- ana sfna leika. Óskar Guðmundsson, fyrirliði islenzka landsliðsins I bad- minton sigraði Pétur Hanson i einliðaleik i Landkeppninni við Færeyjar nú um helgina, en islendingarnir unnu alla leikina i þessari fyrstu lands- keppni. Island auðveld bráo Englendingar sterkari en búist var vio Ekki tókst islendingum að ógna Englendingum i blaki nú um helgina, en þjóðirnar háðu með sér tvo landsleiki, en þetta voru fyrstu blakleikirnir milli þessara þjóða. Fyrir leikina var litið vitað um getu Englendinganna i blaki, og gerðu sumir þvi skóna að tslendingar ættu að vinna þessa leiki. Þessar bjartsýnis- vonir urðu að engu, þvi að Eng- lendingarnir sýndu okkur fram á það, að við eigum mikið eftir ólært i sambandi við blak. Eng- lendingar unnu báða leikina með 3:0. 1 fyrri leiknum byrjuðu Is- lendingarnir nokkuð vel, komust i 9:10 i fyrstu hrinunni. Þá tdku Englendingar af skarið og sigruðu 15:9. 1 annarri hrinu var um algjöra einstefnu að ræða og Englendingar unnu 15:2. I þriðju hrinu var næstum sama sagan ; endurtekin og nú unnu Eng- lendingar 15:5. Mistök einkenndu leik islenzka liðsins og virtist það stafa mikið til af þvi, að leikmenn tala alls ekki nógu mikið saman sin á milli. Leikmenn islenzka liðsins voru að vonum óhressir með þessi úrslit, en ætluðu að reyna að bæta þetta upp í seinni leiknum. En i seinni leiknum á sunnudag endurtók sig saiha sagan. Ein- stefna hjá Englendingum. Unnu 1. hrinu 15:4, 2. hrinu 15:10 og 3. . hrinu 15:1. Tvær aukahrinur voru siðan leiknar og unnu Eng- lendingarþærbáðar, 15:3 og 15:6. Þessir leikir voru þvi fremur daufir á aðhorfa, yfirburðir Eng- lendinga voru~ of miklir. Þeir hafa á að skipa hávaxnari og leikreyndari mönnum en við. En við verðum að læra af reynslunni og hver veit nema að Island standi framarlega i blaki innan fárra ára. Dómarar voru þeir Perry Joseph frá Englandi og Guðmundur Arnaldsson. -MV. ÞRJÚ LIÐ EFSTOG JOFN — í meistaraflokki kvenna í handknattleik FRAMSTULKURNAR komu I veg fyrir að Valsstúlkunum tæk- ist að næla sér I Reykjavlkur- meistaratitilinn I handknattleik kvenna á sunnudagskvöld. Fram- stúlkurnar sigruðu I leiknum með eins marks mun, 10:9. Nú er kom- in upp sú staða i Reykjavlkur- mótinu, aðþrjií lið eru efstog jöfn að stigum, Valur, Armann og Fram og eiga öll þessi þrjú lið eft- ir að leika einn leik f mótinu. Valsstúlkurnar eiga eftir ac leika við Viking og ætti það að vera auðveldur leikur við Val, þvi Vikingur hefur til þess ekki hlotið stig i mótinu. Fram og Armann eiga hins vegar eftir að keppa innbyrðis og þar má búast við hörkuskemmtilegum leik. Þessir leikir verða leiknir 12. nóv. n.k. I fyrrakvöld sigruðu KR-stúlkurnar Viking með 10:6. (iuðmuiidur Pálsson, lyrirliði islen/.ka landsliðsins i blaki, sést hér „smassa" á móti Knglendingunum, sem voru miklu betri en islenzka liðið, ()!', uniiu allar hrinurnar i báð- um landsleikjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.