Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.11.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 4. nóvember 197 V£ **\r Enn sjatnar sýningaflóðið Ht- i6 I málverkasölum höfub- borgarinnar, ogblöðin hafa ekki undan, fremur en fyrri daginn. Stórviðburðir sfðustu vikna á stjórnmálasviðinu taka mikio rúm, sem e&lilegt yeröur aö teljast. Vi& þessu er ekkert a& gera, en ekki ver&ur unnt aO fjalla jafn ýtarlega um hverja sýningu og vert væri. Auk sýninga, sem á&ur hefur veri& geti& I fréttum, hafa a.m.k. tvær nýjar veriö opnað- ar, Tryggvi Ólafsson hefur opn- a& einhverskonar útibú á Mokka, þar sem hann sýnir teikningar, og Steingrlmur Sigur&sson er kominn austur I Sigöldu — væntanlega meö vi&- komuIBú&ardal. Þar mun hann spreyta sig á portrettum "'af' þungavinnufólki. Agúst Pétursson me& mynd sina af Eyjólfsstöðum I Vatnsdal. Ágúst Petersen Agúst Petersen sýndi I Nor- ræna húsinu dagana 18. til 28. október. Var hann þar með ein- hverja albeztu sýningu, sem hann hefur haldið, en hætt er við að hún hafi ekki vakið verðuga athygli af þeim ástæðum, sem um var getið í upphafi. Ágúst er ekki neinn nýgræðingur i mynd- list, þótt ekki séu nema tveir áratugir siðan hann fór að sinna myndlist einvörðungu. AgústPetersen fæddist I Vest- mannaeyjum árið 1909, og nálg- ast þvf eftirlaunaaldurinn. Hann stundaði nám I teikningu hjá hinum nafntogaða gullsmið og listmálara, Birni Björnssyni (1930-1931). I myndlistarskólan- um i Reykjavik var hann á árunum 1946-1953, og var að'al- kennari hans þá Þorvaldur Skúlason. Auk þess mun Agúst hafa farið i námsferðir til Frakklands og Bretlands. Á sýningunni I Norræna hús- inu sýndi hann 87 verk, sbr. sýn- ingarskrá, og voru þetta oliu- málverk, pastelmyndir og vatnslitamyndir. Aöal einkenni myndlistar Ágiists virðast vera einföldun. Þó er fyrirmyndinni fylgt af furðanlegri nákvæmni, það sést til að mynda á máíverki af Eyjólfsstöðum i Vatnsdal, en þar mun málarinn vera tiður gestur. Lfka má greina þetta á myndum af fólki, sem við þekkjum. Þegar einföldun er náð, leggst hinn mildi litur blið- legá á flötinn. Myndir hans eru aldrei „sætar", ekki heldur grófar, litharpan gefur frá sér mjúka sellótóna og birtan stendur aldrei kyrr. Ég hef ekki f yrr séð vatnslita- myndir eftir Agúst Petersen, svo ég muni. Þær eru mjög góð- ar, en pastelmyndirnar falla mér ekki eins vel i geð og hinar. Agúst Petersen er kominn langt að með þennan farangur, sem hann breiðir úr i Norræna húsinu, og hann er vel að sinu kominn. Rudolf Weissauer Þýzki málarinn og grafiker- inn Rudolf Weissauer opnaöi á dögunum sýningu á vatnslita- myndum og grafik i vinnustofu Guðmundar Arnasonar að Bergstaðastræti 15 i Reykjavík, en Weissauer hefur sýnt nokkr- um sinnum hér á landi. Má hik- laust telja hann meðal þekkt- ustu erlendu málara hér á landi. Rudolf, sem er fimmtugur að aldri, stundaði að afloknu stú- dentsprófi myndlistarnám við listaakademiuna i Múnchen, en auk bess fór hann til eins árs itmloM Weissauer dvalár við listaháskóla i Banda- ríkjunum og Frakklandi. Rudolf Weissauer er mjög kunnur grafiker i heimalandi sinu.ogmyndirhans eraðfinna I listasöfnum viðsvegar um heim, nægir aö nefna Museum of Modern Art i New York, Listasafn bandariska þingsins (Congress) i Washington og Konunglega danska listasafnið. Weissauer hefúr sýnt víða um heim, beggja megin Atlants- hafsins, og hann hefur haldið sýningar á öllum Norðurlöndun- um. Hann er búsettur i Munchen, en vinnur auk þess mikið að list sinni f Parísarborg og á Spáni. Hann er um þessar mundir viö kennslu í Myndlista- og hand- iðaskólanum, þar sem hann var fenginn til þessað kenna graffk, en talsverð áherzla er lögð á hana við skólann um þessar mundir. Myndir Rudolfs Weissauer eru . yfirleitt abstraktionir, draumkennd veröld, landslag ðgatvinnulif. Hann hefur orðið fyrhx stérkum áhrifum frá is- Ienzk>i náttúru, auðn og óbyggðum, eldgosum og hraun- um. Svarrandi brimið við ströndina og stormskýin hafa lfka heillað hann, sem og kvöld- kyrrðin, þegar fjöll standa i vatni. Weissauer ræður yfir sjald- gæfri tækni I teikningu og form- fræði, og liturinn er mildur og yfirvegaður. Myndir hans eru blessunarlega lausar við þann vandræðagang, sem oft ein- kennir myndir frá íslandi, sem málaðar hafa verið af erlendum mönnum. Hann hefur upplifað þetta land og skilið það eins við hin. Þetta var um grafikina. Um vatnslitamyndirnar er það að segja, að þær eru veru- lega áhugaverðar. Tækni hans i meðferð vatnslita stendur oft feti framar. Einnig þar kemur fram þessi ótrúlega mýkt i teikningu, sem hann hefur til- einkað sér. Myndirnar eru allar málaðar á Islandi af islenzkum mótivum, en málarinn hefur sem kunnugt er oft dvalizt hér langdvölum. Sýningu Weissauer lýkur i næsta mánuði, þegar hann hefur lokið störfum við Myndlista- og handíðaskólann. Hún er opin daglega frá kl. 10-18, en lokað er á sunnudögum. Ein af myndum Tryggva Ólafs- sonar. Hún er af Þorgeiri Þor- geirssyni, rithöfundi. Tryggvi óláfsson opnar útibú Tryggvi Ólafsson listmálari hefur opnað nokkurskonar útibú frá sýningu sinni I Gallerí Súm. Eru það rúmlega 20 tússmyndir, teikningar. Myndir þessar gerir Tryggvi með sérstökum hætti. Hann teiknarfyrirmyndinaoftast eftir ljósmynd. Ef gjöra þarf lag- færingar, sker hann með rak- blaði burtu það sem hann telur, að betur megi fara, en Hmir hvltt blað undir. Þegar myndin er fullgerð, tekur hann af henni ljósmynd, og vinnur endanlega mynd eftir henni. Teikningar Tryggva eru af þekktum kommúnistum, lista- mönnum og svo ýmsum snill- ingum öðrum, mönnum sem haft hafa djúp áhrif á hann með persónu sinni, eða með öðrum kynnum. Þessar teikningar bera svip af oliumálverkum Tryggva, eru litleysingjar þeirra, væri nær að segja. Sýning Tryggva I Galleri Súm stendur enn, og hefur hún vakið nokkra athygli og margar myndir hafa selzt. Drifu — börn halda sýningu Börn Drifu heitinnar Viðar héldu sýningu á nokkrum verk- um móður sinnar i Bogasal Þjóöminjasafnsins á dögunum. Var það Þorvaldur Skúlason', sem lagði ráðin á, valdi myndirnar og bjó þeim röð og stað. Drifa Viðar hlaut góða mennt- un f myndlist, bæöi vestan hafs og austan, þar sem hún lærði hjá ágætum kennurum og • iáimK ú iLi 'i l* f'm 't 9K1 wm k L ^ SIÐBUI UMMÆ UM KU Verk Drifu Viðar hengd upp. Einar Hákonarson. meisturum. Hún mun á hinn bóginn ekki hafa getað sinnt myndlist sem skyldi. Um það eru fjögur börn (sem voru að vinna að sýningunni) ef til vill nærtækasta vitnið. Drifa Viðar hefur ekki sett ár- töl á myndir sinar, og Þorvaldur Skúlason hefur ekki raðað þeim eftir röð áranna. Þessvegna er erfitt fyrir mann, sem vindur sér inn úr dyrunum og gerir stuttan stanz, að dæma um þró- un og möguleika Drifu Viðar sem málara. Nógu mikið fáum við þó að sjá, til þess að skilja, aö þarná voru hæfileikar og sú viösýni, sem nauðsynleg er til árangurs í myndlistarstarfi, og reyndar öllu starfi að list. Ég veit ekki hvort Drifa Viðar héít málverkasýningar, en ég vissi, að hun málaði myndir. Af . þeim myndum, sem þarna voru saman komnar, má ráða, að þarna hafi hæfiíeikamanneskja farið meö liti og form. Einar Hákonarson Málverkasýning Einars Hákonarsonar stóð dagana 18.-30. október, að báðum dög- um meðtöldum. Sýningin var haldin I sal, sem byggingaþjón- usta Arkitektafélags íslands hefur til umráöa og lánar FIM til afnota fyrir félagsmenn. Sýningarsalurinn er allgóður, en fyrst gengur maður gegnum forsal.þarsem ýms innyfli húsa er til sýnis, fittingsrör og kló- sett, og annar lager húsbygg- inga. Þessi áhrif leiða hugann að þvl, að um margt má telja málverk til byggingavöru, þvi talsverður munur er á húsum eftir þvi hvort listaverkum eða listmunum er þar fyrir komið eða ekki. Einar Hákonarson verður að teljast i hópi yngri málara, þótt ekki sé hann lengur yngstur i þeirra hópi, og hann er vel sjóaður I list sinni og nafn hans er þekkt viða. Það sem einkum vekur at- hygli okkar er, að núna sýnir hann minni myndir en oft áður. Þaö tekur svolitinn tima áð venjast þessum smámyndum, þvimaðurvaref til vill ennmeð hugann við þjóðhátiðarmynd- ina, sem nú er I Vegamötaútibúi Landsbankans, eða hina mynd- ina, sem hann gerði i tilefni þjóðhátlðarinnar. Þótt Einar sé ungur að árum, hafa afskipti hans af myndlist haft töluverð áhrif hér á lanrli. Hann verður fyrstur manna hér á landi til þess að tileinka sér stiltegund, sem fer einhverja millileið milli súrrealisma, ab- straktlistar og realisma. Myndirnar eru oft einfalt tákn- mál, örlitil saga, en stundum eru þær hreinar abstraktsjónir. Það skal játað, strax, að manni finnst kröftugur still málarans henta betur i stórar myndir en litlar, og liturinn er orðinn of einhæfur. Þegar hann er búinn úr þeim túbum, sem hann á, ætti að hann að fá sér nýja liti. Þessu til stuðnings skal bent á eina brúna mynd, sem virtist áhugaverðari en hinar. Sú mynd hékk frammi við dyr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.