Tíminn - 04.11.1975, Síða 13

Tíminn - 04.11.1975, Síða 13
Þriðjudagur 4. nóvember 1975 TÍMINN 13 O Ræða Jóns ræðumaður, Tómas Arnason, spurði held ég a.m.k. 10 sinnum áðan: „Er það spilling að lána til þess að byggja skip? Er það spill- ing að lána til þess að byggja fisk- iðjuver?”, og svo fram eftir götunum, rétt eins og þessir pen- ingar hefðu ekki verið til i þjóð- félaginu og gengið til útlána, þótt ekki færu þeir i gegn um þennan sérstaka sjóð. Framkvæmda- stofnunin sem slik hefur enga nýja peninga skapað fyrir þjóð- félagsþegnana. Þeir voru og eru annars staðar fengnir og ekki skapaðir þar. Þannig að út af fyr- ir sig er það ekkert til að hrósa sér sérstaklega af, þó að lánaðir hafi verið peningar úr þeim sjóð- um, sem við hér á Alþingi höfum reynt að styrkja með riflegum fjárframlögum. En það eru bara ekki allir þingmenn, sem hafa svipaða sögu að segja af starf- semi Byggðasjóðsins. Ég get t.d. ekki farið f þennan stól og lofað óg prisað örlæti stjórnar Byggða- sjóðsins við lánveitingar i mitt kjördæmi. Ég hef áður vikið að þessu atriði hér á hæstvirtu Al- þingi nokkur undanfarin ár, og skal ekki endurtaka mikið. Ég verð þó að segja það, að það er meira en vafasöm skynsemi i þvi neita að lána, eins og gert var um tima, fé til skipakaupa eða við- gerðar á skipum á svæði eins og Suðurnesjum, gömlu útvegs- svæði, sem ár eftir ár, var eitt aðalútgerðarsvæði landsins, með þeim afleiðingum, að skipaflotinn þar er orðinn sá elzti og ófull- komnasti i landinu. Ég er ekki að segja, að það sé þessu eina að kenna, en eitt með öðru á þetta sök á þessu. (Nær samtimis þvi að ræða þessi var flutt, bárust fregnir af þvi, að um 1.400 starfsmenn i frystihúsunum á Suðvesturlandi væru að missa atvinnu sina, þvi að frystihúsin hygðu á lokun. Ástandið væri þó miklu verst á Suðurnesjum). Ég ætla að lýsa lánveitingum Byggðasjóðs miðað við kjördæmi i örfáum orðum, með þvi að lesa niðurstöður skýrslu, sem Fram- kvæmdastofnunin hefur sjálf gef- ið út, þ.e. i ársskýrslu 1974 þar sem er að finna yfirlit yfir skipt- ingu samþykktra lánveitinga og styrkja Byggðasjóðs árið 1974 eft- ir atvinnugreinum og fleira, og þeim er. skipt eftir kjördæmum. Og þetta eru nú ekki neinar smá- ræðis fjárhæðir. Þær eru samtals 661 millj. 799 þús., sem alls hefur verið veitt til þessara lána og styrkja. Það hefur verið lánað til fiskiskipa, til viðgerðar á fiski- skipum, til fiskyinnslu, til niður- suðu, til fiskmjölsverksmiðja, til framleiðsluiðnaðar, til þjón- ustuiðnaðar, til landbúnaðar, til sveitarfélaga, til vélgrafna og annarra vinnuvéla, vaxta, styrkja vegna raflínulána sveitarbýla, og til annars. Niður- staðan af þessu eftir kjördæmum 'er þessi: Vesturland liefur fengið 79 lán upp á 139 millj. 242 þús. Vestfirðir hafa fengið 82 lán, samtals að fjárhæð 115 millj. 92 þús. Norðurl. v. hefur fengið 48 lán upp á 76 millj. 57 þús. Norðurl. e. hefur fengið 89 lán upp á 123 millj. 858 þús. Austurl. hefur f'engið 97 lán upp á 125 millj. 223 þús. Suðurl. hefur fengið 42 lán upp á 58 millj. 417 þús. Svo komum við, vonda fólkið. Reykjaneskjördæmi hefur fengið 3 lán upp á 22 millj 910 millj. og Reykjavlk hefur fengið 1 lán upp á slétta eina millj. Þetta er niðurstaðan af lán- veitingum og styrkjum Byggða- sjóðs á árinu 1974. Ég reikna með þvi, að sumir háttvirtir þing- menn, sem hér eru, geti skilið, að þeim, sem eru fulltrúar fyrir þau hin afskiptu svæði hjá þessum sjóði, hitni nokkuð i hamsi, þegar svona staðreyndir eru lagðar á borðið. Það kom fram hér i ræðu hátt- virts síðasta ræðumanns áðan, Tómasar Árnasonar, að fólks- fjölgun úti á landinu á árinu 1974 hefði orðið meiri en á höfuð- borgarsvæðinu. Hann sagði lika, að verkefni Byggðasjóðs væri fyrst og fremst það, að koma i veg fyrir flótta fólks af landsbyggð- inni hingað til Suðvesturhornsins. En einmitt á þessu ári, 1974, er það staðreynd, að fólksfjölgun hefur orðið meiri utan höfuð- borgarsvæðisins en á þvi. Nú, ég skal ekki lesa upp meira úr skýrslum sjálfrar Fram- kvæmdastofnunarinnar. Ég tel, að það sem ég hef lesið, renni stoðum undir það, sem ég hef ver- ið að segja. Styrkum stoðum. Evrópumet í verðbólgu Almennt talað myndi ég segja, að þvi miður hefði reynslan af starfi Framkvæmdastofnunar rikisins ekki-orðið sú, sem ýmsir vonuðu i byrjun. Það er stað- reynd, að þótt hverfa hafi átt frá handahófskenndri uppbyggingu atvinnulifs i landinu, eftir að hún kom á fót, og hverfa til skipulegri vinnubragða, þá hefur geisað óðaverðbólga nær allan timann, m.a. vegna þess, að litil sem eng- in stjórn hefur verið á heiidar- framkvæmdum i landinu undan- farandi ár. Við höfum ráðizt i miklu meira en við höfum getað ráðið við, með þeim afleiðingum, að hér hefur orðið Evrópumet i verðbólgu. Min skoðun hefur ver- ið sú, að fyrsta og aðalástæðan fyrir þvi, að siðasta vinstri stjórn gafst upp eftir 3 ár, hafi verið sú, að það tókst ekki að reka efna- hagspólitik, sem tryggði það, að hún gæti lifað lengur. Það gerðist m.a. vegna þess, að sú skipu- leggjandi stofnun, sem átti að sjá um skipulag og uppbyggingu at- vinnuveganna, brást að verulegu leyti. Verkfræðingur óskast Orkustofnun óskar eftir að ráða vélaverk- fræðing. Starfssviðið verður rannsóknir og at- huganir á hagnýtri notkun jarðvarma. Umsóknum með upplýsingum um nám og fyrri störf, sé skilað til starfsmannastjóra Orkustofnunar fyrir 15. desember n.k. Orkustofnun. UTBOÐ Tilboö óskast i framkvæmdir við lagningu 2. áfanga aðal- æðar og aðalræsis Vatnsveitu Reykjavikur frá vatnsból- umi llciðmörk til Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri.Frikirkjuvegi 3 gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3 gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 19. nóvember 1975 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Fiskstofnar í hættu Nú stöndum við á þrepskildi nýs þorskastrfðs við Breta. Við stöndum frammi fyrir þeirri óþægilegu staðreynd, að fiskimið- in við ísland hafa verið rányrkt i mörg ár. Það hefur komið fram, m.a. I sjónvarpi hjá einum kunn- asta fiskifræðingi okkar, að jafn- vel þó að okkur tækist að reka alla útlenda veiðiflota af miðunum út fyrir 50 milurnar, þá væri vitur- legt af okkur að draga verulega úr okkar eigin sókn á fiskimiðin. Fiskifræðingarnir hafa varað sterklega við þvi, að ef ekkert verði gert i þessum efnum, þá standi íslendingar frammi fyrir þvi eftir 2-3 ár, að hrygningar- stofn helztu nytjafiska við landið verði orðinn það litill, að veiði muni hrapa á íslandsmiðum með afleiðingum fyrir þjóðina, sem ekki þarf að rökstyðja nánar hér. Háttvirtur þingmaður, Tómas Árnason, sagði áðan, að þegar þeir togarar væru komnir til landsins, sem umsamdir væru en ættu eftir að koma, þá væri togarafloti okkar orðinn 80 skip. Það má renna, po eg ætn ekki að gera það núna, fyllilega haldbær- um stoðum undir það, að hag- kvæmni i rekstri fiskveiðiflota okkar sé miklu minni en þyrfti að vera, fyrir það að skipin eru of mörg. Ég er sammála þeim, sem segja, að við eigum að reka fisk- veiðar, eins og raunar alla aðra starfsemi i landinu, á sem af- kastamestan hátt. En ef hætt er á þvi, að þau hin nýju og betri skip verði of mörg, þá á að kaupa þau eldri út, svo við getum mannað skipin, og svo við getum nýtt fiskimiðin á sem hagkvæmastan hátt, en þó ekki umfram þol þeirra. Þetta höfum við ekki gert, og þá komum við m.a. óbeint inn á athafnasemi og starfssvið Fra mkvæmdastofnunarinnar. Hvernig stendur á þvi, að þróunin i þessu sambandi hefur orðið sú, að við höfum nú of stóran flota? Ég veit ekki hvað menn gera sér háar hugmyndir um, að við get- um rekið öll útlend skip úr okkar fiskveiðilandhelgi næstu tvö árin. En það er alveg augljóst mál, að ef við getum það ekki, sem þvi miður verður að teljast sennilegt, þá erum við i miklum vanda með okkar eigin flota og verðum að leggja einhverjum hluta hans. Framkvæmdastofnun og aðilar vinnu- markaðsins Þá er það siðasta atriðið, sem mig langar til að koma að i sam- bandi við reynsluna af starfsemi Framkvæmdastofnunarinnar. Það er að minu viti afar þýðing- Framhald á bls 19 HMV sionvarps- t'æki r Meö 20" og 24" skjá. Áratugsreynsla á islenzkum markaði. Hagstætt verð. — Góð greiðslukjör. Fást viða um land. Hvað er í JROPICAHA ? Engum sykri er bætt f JROPICANA Engum rotvarnar- efnum er bætt í JROPICANA Engum bragðefn- um er bætt í JROPICANA Engum litarefnum er bætt í JRDPICANA JROPICANA er hreinn appelsínusafi og í hverju glasi (200 grömm) af JRDPICANA er: A-vltamln 400 ae Bi-vltamln (Thiamln) 0,18 mg B2-vltamln (Rlboflavln) 0,02 — B-vítamlni8 Niacln 0,7 — C-vltamln 90 — Járn 0,2 — Natrlum 2 — Kallum 378 — Calclum 18 — Fosfór 32 — Eggjahv.efni (proteln) 1,4 g Kolvetni 22 — Orka 90 he Fékkst þú þér JRDPICANA í morgun?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.