Tíminn - 05.11.1975, Page 16

Tíminn - 05.11.1975, Page 16
16 TÍMINN IVIiðvikudagur 5. nóvember 1975 iA mætir bezta félagsliði Evrópu ★ Leikur Akurnesinga gegn Dinamo Kiev hefst d Melavelii kl. 20 i kvöld og er það síðari leikur liðanna í Evrópukeppni meistaraliða i KVÖLD kl. 20 hefst leikur sovézka ineistaraliðsins Dinamo Kiev og islandsmeistara ÍA á Melavellinum i Reykjavik, og er þetta siðari leikur liðanna i Kvrópukcppni meistaraliða. Þessi leikur er merkilegur ýmissa hluta vegna, — knatt- spyrnuleikir á isiandi á þessum tima árs eru afar fátiðir, og slórleikir hafa ekki fram til þessa vcrið iiáðir I nóvembermánuði hér á landi — liðið sem leikur gegn islandsmeisturunum Diiiamo Kiev, er almennt talið lie/.ta félagslið Evrópu um þessar mundir — og siðast enn ekki sizt, að leikurinn fer fram á Melavell- inum, ,,gamla góða Melavellin- uin’’ og áttu sennilega fáir von á þvi, að liann yrði aftur vettvangur stórviðburða á knattspyrnusvið- ÍIIU. Svo sem kunnugt er, unnu Sovétmennirnir ÍA i leiknum I Sovétrikjunum ekki alls fyrir löngu með þremur mörkum gegn engu. Þótti árangur islenzka liðs- ins mjög athyglisverður og hrif- ust sovézkir áhorfendur mjög af islenzku piltunum, sem börðust sem hetjur leikinn á enda. Þótt hér á landi sé allra veðra von á þessum árstima, eru þó lik- ur fyrir þvi, að veður til keppni verði ágætt i kvöld. Fyrirfram má búast við sigri sovézka liðs- ins, en Akurnesingarnir hafa æft vel að undanförnu á malavell- inum sinum, og mun það eflaust koma þeim til góða, þvi að Sovét- mennirnir eru óvanir þvi að leika á möl. En hvort það dugar Akur- nesingum til sigurs — það er önn- ur saga. Timinn hafði i gærdag tal af þremur leikmönnum Akraness- liðsins: — Sovézku leikmennirnir eru hreinir snillingar og liðið er það bezta sem ég hef séð, sagði Þröst- ur Stefánsson, — og langbezta lið, sem ég hef leikið á móti. Styrkur þeirra felst i þvi, hversu leik- mennirnir eru jafnir að getu, hraðinn er mikill, leikskipulagið mjög gott. Mér fannst t.d. lands- liðið, sem kom hingað i sumar, mun einhæfara en þetta lið, — Kiev-liðið er fjölbreyttara og leik- mennirnir skipta mikið um stöður á vellinum. Ég vona að þetta verði góður og skemmtilegur leikur — og það verður gaman að leika aftur gegn svona sterku liði. Ég held að þeir verði fljótir að venjast aðstæðum, og þær muni ekki hafa nein úrslitaáhrif. Dinamo Kiev verður örugglega i úrslitum i þessari keppni — ef við vinnum þá ekki , sagði Þröstur og hló. — Þetta eru yfirburðamenn, sagði Björn Lárusson. Mölin getur at visu haft neikvæð áhrif á þá, en þetta eru bara svo miklir yíirburðamenn að ég býst við að þeir verði fljótir að venjast þvi. Ég hef aldrei leikið á móti jafn- góðum knattspyrnumönnum, — þeir eru allir spretthlauparar og allir mjög leiknir. En við munum gera allt til að stöðva þá, sagði Björn. — Við munum örugglega gera okkar bezta, sagði Haraldur Stur- láugsson. Við höfum æft mjög vel og það hafa verið 100% mætingar á æfingar. Ég skal ekkert segja um sigurmöguleika okkar, en það getur hins vegar allt gerzt. Við leikum jú á móti einu sterkasta liði heims, og þar sem þeir eru al- vanir kulda og jafnvel snjó kemur það okkur ekki einu sinni til góða, sagði Haraldur. Vallargestum er bent á að leggja bilum sinum vestan við Melavöllinn, og sérstaklega skal þeim sem fyrst koma bent á að leggja bilum sinum sem næst Hótel Sögu. Þegar „uppselt” verður i þau bilastæði er fólki bent á að leggja bilum sinum á Háskólavöllinn. SÍDASTA ROSIN í HNAPPAGAT MELAVALLAR Leikur ÍA og Dinamo Kiev verður eflaust siðasti stórleikurinn, sem háður verður á Melavelli, og þar með siðasta rósin i linappagat vallarins. — Jú þetta verður vist siðasti stórleikurinn liér, þvi er nú verr og miöur, sagöi Baldur Jónsson, valiarstjóri i viötali við Timann i gær og bætti við. — Enda er þetta mjög verðugt verkefni fyrir Melavöllinn, hann hefur hýst marga stór- leiki og stór iþróttamót, svo þaö gat raunar ekki verið verðugra verkefni, sem hann tæki að sér svona i lokin. Baldur sagði, að ástand vallarins væri ágætt, og ef héldist þurrt yröi völlurinn mjög góður i kvöld. Sovézku leikmennirnir skoðuöu völlinn i gærmorgun, og að sögn Baldurs leizt þeim ágætlega á allar aðstæður. Sovétmennirnir æföu sig á vellinum i þrjá stundarfjórðunga i gærmorgun, og i gærkvöldi var önnur æfing hjá þeim á Mela- velli, og þá tók Róbert þessa mynd hér fyrir neöan. — Gsal. Dinamo Kiev: NÝBAKAÐIR ÍSLANDSMÓTIÐ, 1. DEILD: Óli Ben. í banastuði — varði m. a. öll vítaköst Ármanns fjögur að tölu. Valur sigraði auðveldlega 21:13 ' LANDSLIÐSMARK- VÖRÐURINN Ólafur Benediktsson i Val var maðurinn á bak við stór- sigur Valsliðsins gegn Ármanni i gærkvöldi i Laugardalshöll. Óli Ben. varði öll vitaköst Ár- menninga, fjögur að tölu, auk fjölda annarra skota. Sérstaklega kvað mikið að Óla Ben. i sið- ari hálfleiknum en þá fengu Ármenningar dæmd vitaköstin öll, og áttu auk þess allmörg hraðaupphlaup, sem Óli Ben. varði. Það er góðs viti að Óli skuli nú aftur vera kominn i slikan ham, enda margir stór- leikir framundan hjá landsliðinu. Valsmenn tóku strax leikinn i gærkvöldi i slnar hendur og fyrr en varði var staðan orðin 4-1. Ár- menningar skoruðu næstu tvö mörk og minnkuðu muninn niöur I eitt mark. Vörn Armenninga var nú allt önnur og betri en I leiknum á móti Gróttu og áttu Valsmenn oft erfitt með að finna leið i gegn- um varnarmúrinn. Engu að siður var ljóst, að Armenningar áttu við ofurefli að etja, þarsemVals- liðið var, og smátt og smátt varð sýnt að hverju stefndi. Um miðj- an fyrri hálfleik var staðan orðin 7-4 og nokkru siðar bætti Jón Ingi áttunda markinu við. Þennan mun náði Armannsliðið aldrei að jafna. Staðan ihálfleik var 11-6. Strax á fyrstu minútunni fengu Ár- menningar dæmt vitakast, en Óli Ben. gerði sér litið fyrir og varði skotið frá Herði Kristinssyni. Stefán bætti siðan tólfta markinu við, Pétur Ingólfsson skoraði sjöunda mark Armanns — og siðan komu tvö mörk frá Val og staðan orðin 14-7 fyrir Val. Eftir þetta kom bezti kafli leiksins og mörkin hrönnuðust upp, en þá voru Ármenningar einnig fádæma óheppnir og áttu hvert stangarskotið á fætur öðru, auk vitanna sem fóru forgörðum. Þegar tólf minútur voru tii leiks- loka var staðan orðin 19-9. Siðustu minútur leiksins réttu Armenningar aðeins úr kútnum og lokatölurnar urðu 21-13. Valsliðinu fer stöðugt fram og má sjá framfarir hjá liðinu með hverjum leik. Vörnin er hreyfan- leg með Stefán Gunnarsson sem bezta mann, og þegar Óli Ben. hefur góða vörn fyrir framan sig er ekki að sökum að spyrja. Sóknarleikur Valsliðsins er einnig á mikilli uppleið, þótt ekki sé hægt að segja að hann sé góð- ur. En Valsliðið er orðið samstillt og liðið hefur á að skipa mörgum ungum og efnilegum leikmönn- um, sem lofa góðu. Lið Ármanns sýndi litt merki- legan leik, utan kvað vörnin var nú með skásta móti. Sóknarleik- urinn er enn i algjörum molum, ogmarkvarzlan var á núlli I þess- um leik. Hornamaðurinn snjalli, Jens Jensson var meiddur og gat þvi ekki leikið með og munar um minna hjá Ármanni. Mörk Vals: Jón Pétur Jónsson 4, Þorbjörn 4, Bjarni 4, Stefán 2, Steindór 2, Jón Karlsson 2, Jón Ingi 2, Guðjón 1. Mörk Ármanns: Jón Viðar 4, Pétur Ingólfsson 3, Jón Astvalds- son, Hörður Kristinsson, Gunnar Traustason, Olfert Nobye og Stefán Hafstein 1 hver. ÓVÆNT ÚRSLIT í GÆRKVÖLDI: Fram vann Víking 20:19 SOVÉTMEISTARAR DINAMO KIEV eru nýbakaöir Sovét- meistarar í knattspyrnu, og er þetta annað árið í röð, sem liðið vinnur þann eftirsótta titil, Dinamo Kiev urðu Sovétmeistar- hafði möguleika á að ná Kiev-liðinu að stigum. Á laugardaginn féku sovézku meistararnir við Zenit i Leningrad og lauk þeim leik með jafntefli (1:1). Aðeins ein ar á sunnudaginn, þegar Dinamo Moskva gerði jafntefli við Dinamo Tbilisi (1:1) en Moskva- liðið var eina liðið, sem umferð er nú eftir i deildar- keppninni sovézku, og leikur þá Dinamo Kiev við Torpedo Moskvu, en úrslit þess leiks munu ekki hafa nein áhrif á stöðu efstu liðanna i deildinni. Leikmenn Dinamo Kiev hampa nú annað árið i röð bikarnum, sem gefur til kynna aö þeir eru sovézkir meistarar i knattspyrnu. Myndin er frá þvi i fyrra, þegar þeir tóku viðþessum sama bikar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.