Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. nóvember 1975. TÍMINN 3 Fiskiþingi lýkur í dag: SUMIR SJAVARUTVEGS- SJÓÐANNA LEIÐA TIL ÓHAGSÝNI í ÚTGERÐINNI segir í einni dlyktun þingsins gébé Rvik — í ályktun fiskiþings um sjóðakerfi sjávarútvegsins, bendir þingið á, að sumir þeir sjóðir, sem settir hafa verið á stofn á undanförnum árum, hafa beinlfnis leitt til þess að ekki er gætt þeirrar hagsýni i rekstri út- gerðar, sem nauðsynleg er, má þar sérstaklega nefna trygginga- sjóðinn og ollusjóðinn, sem skap- að hafa herfilegt misrétti milli út- gerðaraðila. Þá var þvi fagnað á þinginu, að skipuð hefur verið nefnd til þess að vinna að endur- skoðun á sjóðakerfi sjávarút- vegsins og leggur þingið áherzlu á, að nefndin geti lokið störfum á þessu ári. t gær höfðu flestar nefndir lokið störfum á fiskiþinginu, og voru ályktanir og tillögurnefndanna til umræðu á almennum þingfundi i gær. Eftirtalin mál voru til um- ræðu i gær: Sjávarútvegurinn og óðaverðbólgan, hið margumtal- aða sjóðakerfi, fiskmat, fiskileit og rannsóknir og lánamál sjávar- útvegsins. Marias b. Guðmunds- son, varaþingforseti, sagði i gærkvöld að búizt væri við að þinginu yrði slitið seinni hluta dags i dag, en sem kunnugt er hefur þingið staðið siðan s.l. mánudag. t ályktun þingsins um fiskileit og rannsóknir segir m ,a., að þing- ið feli stjórn Fiskifélags tslands og Fiskimálastjóra, að fylgjast með allri fiskileit og rannsóknum, sem hinar einstöku stofnanir sjávarútvegsins framkvæma og telur að þyrfti að gefa upplýsing- ar og gera áætlanir um hvernig hagkvæmt væri að standa að vinnslu á hinum ýmsu tegundum skeldýra eða fiska sem ennþá eru ónýttir. Nefnd sú, sem fjallaði um fiskileit og rannsóknir, hafði tal af forstöðumanni Hafrannsókna- stofnunar, dr. Jóni Jónssyni, og sagðisthann m.a. gera sér miklar vonir um, að með tilkomu þess skips sem væri búið að kaupa til fiskileitar og rannsókna, myndi aðstaða til þeirra verkefna, sem stofnuninni hefir verið falið, batn- a mikið. bá taldi Jón að sendi- geislar asdik-tækja gætu ekki haft áhrif á hvarf Norðurlandssildar- innar eða annarra fiskistofna á hvaða aldursskeiði sem þeir kynnu að vera. r Sambandsþing UMFI: Bygging iðnskóla hafin á Selfossi gébé Rvik — Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra tók á föstudag fyrstu skóflustunguna að nýjum iðn- skóla á Selfossi. Fyrirhugað er að þar verði til húsa verknáms- deild iðnskólans, og verði skól- inn einnig liður i byggingu fjöl- brautarskóla á Selfossi. Við athöfnina á Selfossi i gær, hélt Bjarni Pálsson, skólastjóri iðnskólans á Selfossi ræðu, sið- an tók ráðherra til máls og sagði: Við erum hér mætt til þess að hefja byggingarframkvæmdir við iðnskólann á Selfossi. bað verður hlutverk þess húss er hér skal risa, að vera miðstöð verk- legrar menntar á Suðurlandi. Hér verður og leitazt við að treysta tengsl með grunnnámi ungmenna og þeirri verkmennt un, sem þjóðfélagið þarfnast. Við biðjum blessunar þvi verki, sem hér er að hefjast og þeirri starfsemi, sem hér mun fram fara um ókomin ár. Ungmennabúðir með þátttak- endum frá öllum Norðurlöndun- um höfuðverkefni samtakanna á næsta ári 8,23% aukning kindakjötsframleiðslu frá því í fyrra Ekki liggur fyrir enn nákvæmt yfirlit um fjölda fjár, sem slátrað var á þessu hausti, en tekið hefur verið saman yfirlit um fram- leiðslu kindakjöts. Af dilkakjöti fengust 13.003 smálestir, en i fyrra reyndist magnið vera 11.966 smálestir. Heildarmagn kindakjöts nú varð 14.577 smálestir, það er 8.23% aukning frá árinu 1974. 1 flestum sláturhúsum landsins, stendur nú yfir slátrun stórgripa. Reiknað er með nokkurri aukn- ingu á slátrun nautgripa. Sala á nautakjöti hefur verið mjög áþekk og undanfarin haust. Ekki hefur orðið sú aukning i sölu nautakjöts og gert hafði verið ráð fyrir, þegar ákvörðun var tekin um lækkun smásöluverðs þess. Astæðurnar er að nokkru hægt að rekja til nautakjöts-útsölunnar en þá seldust á skömmum tima rúmar 300 smálestir. Margt fólk hefur eflaust ekki ennþá áttað sig á að hægt er að gera hagstæð matarkaup á nautakjöti, þegar keypt er f 1/2 og heilum skrokkum. M.Ó. -Sveinsstöðum. —29. sam- bandsþing Ungmennafélags ts- lands var haldið að Varmalandi i Borgarfirði um siðustu helgi.. Hafsteinn Þorvaldsson formaður UMFÍ setti þingið, en þingforseti var kjörinn Jón Guðbjörnsson. Á þinginu var lögð fram itarleg skýrsla um starfsemi sam- takanna á liðnum tveimur árum frá þvi siðasta sambandsþing var haldið. Þar bar hæst landsmót UMFt sem haldið var á Akranesi i sumar sem leið. Einnig hefur félagsmálafræðsla ungmenna- félaganna sifellt aukizt og hafa nú verið haldin rúmlega eitt hundrað félagsmálanámskeið, sem allt að 2000 manns hafa sótt. Þá eru sifellt að aukast erlend samskipti á vegum samtakanna, t.d. kom fjöldi erlendra gesta hingað til lands á landsmótið i sumar og um 100 manna hópur is- lenzkra ungmennafélaga fór til Danmerkur að loknu landsmóti. Ýmsar aðrar ferðir voru farnar á vegum UMFÍ og tekið var á móti mörgum erlendum gestum. Hómarksvinna húsfreyju í sveit 1922 stundir — en í verðlagsgrundvellinum er miðað við 600 stundir á ári gébé—Rvik. — Hámarksvinnu- framlag húsfreyju i sveit, var Hinn árlegi basar Félags Fram- sóknarkvenna í Reykjavík verður að Hallveigarstöðum á sunnudag og hefst kl. 14:00. Að vanda er fjölbreytt úrval góðra og fallegra niuna á hasarnum á mjög sann- gjörnu verði. Myndin sýnir nokkra munanna. Timamynd: Gunnar 1922 klukkustundir á s.l. ári, eða rúmlega 37 klst á viku og rúmlega 5 klst á dag. 1 verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða, er reiknað með að húsfreyja skili 600 vinnu- stundum á ári við búreksturinn og samkvæmt vinnuskýrslum búreikninga hafa að meðaltali veriö færðar 666,8 vinnustundir á húsfreyju við búreksturinn, þar af eru 444 klst. við mjólkurfram- leiðsluna. Ef vinnustundir húsfreyju eru rétt færðar i búreikningum, þá má gera ráð fyrir að áætlaðar vinnustundir þeirra i verðlagsgrundvellinum sé ekki fjarri þvi rétta, þar sem búreikningsbúiö er 32% stærra en grundvallarbúið. Vinna húsfreyju á búreikningsbúum er mjög breytileg, en á allmörgum búum er engin vinna talin á húsfreyju við búreksturinn. Einstaka sinn- um hefur þvi verið haldið fram, að það sé vegna þröngsýni þeirra er semja fyrir hönd bænda- stéttarinnar um verðlagningu búvara, hvað vinna húsfreyju er talin litil i verðlagsgrundvellin- um. Fyrrgreindar upplýsingar eru frá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins. Mikið hefur verið rætt og ritað um jafnrétti kynj- anna að undanförnu, og er þá oft tekið sem dæmi vinnustundir húsfreyju i verðlagsgrundvellin- um, og þær konur sem vinna að bústörfum séu vanmetnar. Það er staðreynd, að margar húsfreyjur vinna mun fleiri vinnustundir en sex hundruð, miðað við 400 ærgildabú, og það er þvi ekki óeðlilegt að þær telji sér misboöið, en aðrar skili færri vinnustundum svo útkoman verð- ur þessi þegar meðaltal er fundið. A næsta ári verður stærsta verkefni samtakanna á sviði er- lendra samskipta, ungmenna- búðir sem UMFÍ ætlar að standa fyrir, en áætlað er að þar verði hátt á annað hundrað þátttakend- ur frá öllum Norðurlöndunum. A þinginu voru ýmis mál rædd og fjölmargar ályktanir samþykktar, m .a. var samþykkt ályktun um landhelgismálið, þar sem þingið fagnaði útfærslu is- lenzku fiskveiðilögsögunnar i 200 milur og lýsti yfir fullum stuðningi við þá ákvörðun. Þingið taldi, að hér væri um lifshags- munamál þjóðarinnar að ræða, sem beri 'að vernda eftir föngum og telur að með tilliti til nýút- kominnar skýrslu Hafrannsókna- stofnunarinnar þurfi að leggja meiri áherzlu á það en nokkru sinni fyrr að koma i veg fyrir of- veiði innan fiskveiðilögsögunnar. Þá voru fjármál samtakanna mjög til umræðu og var á það bent, að á fjárlögum fyrir árið 1975 hefði framlag til UMFl að- eins verið 15% af framlögum, sem veitt voru til frjálsrar iþróttastarfsemi i landinu. Væri það i engu samræmi við starf ungmennafélaganna, þvi sam- kvæmt skýrslum iþróttanefndar er hlutur þeirra i iþróttastarf- seminni um 40%. Skoraði þingið þvi á Alþingi að leiðrétta þetta misræmi og gerir þá kröfu að UMFl verði tryggður tekjustofn sem brúi þetta bil. Framundan eru merk tfmamót i sögu ungmennafélags- hreyfingarinnar og var á þinginu hvatt til þess, að þessara tima- móta væri minnzt með viðeigandi hætti. Benti þingið á ýmis atriði, i þvi sambandi, m.a. að haldinn verði hátiðafundur á Akureyri i tilefni af stofnun ungmennafélags Akureyrar fyrir 70 árum. Þá verði stefnt að útgáfu afmælisrits á 70 ára afmæli UMFÍ og efnt verði til veglegra iþróttahátiða sem viðast um land árið 1977. Þá var samþykkt að koma á stað auglýsingaherferð i þeim tilgangi að vekja athygli á og efla islenzka framleiðslu. Var samþykkt að auglýsa i útvarpi i 232 daga samfellt undir kjör- orðinu „Islandi allt”. Stjórn UMFl var falin umsjón þessa verks. Þá var ályktað um hin tiðu um- ferðarslys og allir landsmenn hvattir til að taka höndum saman i baráttunni gegn þeim. Fjöl- margar aðrar ályktanir voru samþykktar, en i stjórn UMFl voru kosnir Hafsteinn Þorvalds son, formaður — meðstjórnendur Þóroddur Jóhannsson, Guðjón Ingimundarson, Jón Guðbjörns- son, Ólafur Oddsson, Björn Agústsson og Bergur Torfason. íshúsfélag ísfirð- inga styrkir menningarlífið í bænum GS-lsafirði. Aðalfundur Ishús- félags Isfirðinga var haldinn fyrir skömmu. Við það tækifæri gaf félagið 300.000 kr til menntunarmála, sem skiptust i þrjá staði. Sunnukórinn fékk 100.000 kr, Tónlistarfélag Is- firðinga 100.000 kr. og Litli leik- klúbburinn 100.000 kr. íshús- félagið og Hraðfrystihúsið Norðurtanginn hafa áður styrkt starfsemi þessara aðila meö fjár- framlögum. Líklegt að Gullberg hafi veitt síldina við Islandsstrendur gébé Rvik — Það bendir allt til þe ss að sildin sem Gullberg VE seldi i Hirtshais á dögunum, sé veidd við tslandsstrendur, sagði Jón B. Jónasson í sjávarútvegs- ráðuneytinu í gær. Rannsóknir liafa farið fram á sýnum af Norðursjávarsíld og síld veiddri við Bjarnarey, og sá Egill Jóns- son hjá Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins um þær rannsóknir. — Fitu- og vaxtarmælingar voru gerðar á sildarsýnum, og samanburður á sild úr Norðursjó og sild veiddri hér við land benda eindregið til þess, að sild sú sem Gullberg VE seldi i Danmörku 11. nóvember hafi verið veidd hér sagði'Jón B. Jónasson. Búizt er þvi við að forráðamenn skipsins verði kærðir, og þvi málið sent til bæjarfógetans i Vestmannaeyj- um til frekari rannsóknar og sið- an til saksóknara, sem tekur ákvörðun um frekari meðhöndlun málsins. Eins og komið hefur fram i fréttum hér i blaðinu, seldi Gull- berg VE rúmlega 35 lestir /yrir 5.236.442.- kr. og reyndist meðal- verð sildarinnar á kg vera 146,79 kr., sem er rúmlega tvöfalt meira en islenzku sildveiðiskipin hafa selt i Danmörku i ár. Gullberg er enn við veiðar i Norðursjó, en þar sem sildveiðum islenzku skip- anna lýkur þar 25. nóvember, er búizt við skipinu hingað til lands um n.k. mánaðarmót og munu þá fara fram yfirheyrslur yfir skips- höfninni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.