Tíminn - 22.11.1975, Side 6

Tíminn - 22.11.1975, Side 6
6 TÍMINN Laugardagur 22. nóvember 1975. Framkvæmdir í borginni miðað við fjárhagsáætlun — Borgarstjóri svarar fyrirspurn frá Guðmundi G. Þórarinssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Alfreð Þorsteinsson í borgarstjórn Grundvöllur Æsku- lýðsráðs er rangur BH—Reykjavík. — Ég tel að grundvöllurinn undir starfi Æskulýðsráðs sé að mörgu leyti rangur og verið sé að skapa annað félagsmálaráð, aðeins á öðru aldursskeiði. Á sama tima og ljóst er, að skátafélögin og iþróttafélögin geta ekki tekið við fleiri unglingum vegna hús- næðisskorts og aðstöðuleysis, er verið að magna samkeppnisað- stöðu af hálfu borgarinnar með hvers konar fyrirgreiðslu og að- stöðusköpun. Hér er sannarlega um óæskilega þróun að ræða, að minu mati. Þannig komst Alfreð Þor- steinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, að orði á borgarstjómarfundi sl. fimmtu- dag, þegar loksins kom aftur á dagskrá borgarstjórnar endur- skoðaðar tillögur að samþykkt fyrir Æskulýðsráð Reykjavikur. Urðu miklar umræður um þetta mál og sýndist sitt hverjum. Komu enn fram breytingartil- lögur við samþykktina og voru velflestar samþykktar, en Alfreð Þorsteinsson lýsti þvi yfir, að hann myndi engan þátt eiga að afgreiðslu þessa máls, en koma fram með róttækari breytingar á reglugerð fyrir Æskulýðsráð siðar. Alfreð Þorsteinsson benti á, að hækkun framlags til Æsku- lýðsráðs væri tiltölulega meira en til hinna frjálsu æskulýðs- félaga, sem i borginni störfuðu. — Æskulýðsráð gripur meir ogmeirinn i félagastarfsemina, meðan frjálsu félögin i borginni eru i svelti, sagði Alfreð Þor- steinsson. 1 umræðunum kom margt fróðlegt fram, sem ástæða er til að geta sérstaklega. Fróðlegar voru upplýsingar Guðmundar Magnússonar skólastjóra, og borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, um fyrirhugaða félagsstarfsemi i skólum, eins og fyrir er mælt hana varðandi i grunnskólalög- unum. Virtist svo sem þetta hefði gleymzt i „flaustrinu” við að reka samþykktina saman! Þá barst talið að Tónabæ og „misskilningnum” i sambandi við þann stað, þvi að auðvitað væri allt i lagi með hann, meðan reksturinn væri fjárhagslega góður! Fjölmargir borgarfulltrúar tóku til máls um málið. Páll Gislason, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, kom að merku atriði varðandi árlegt, ráðgef- andi þing forystumanna frjálsu félaganna i Reykjavik, en auk þeirra, sem þegar hefur verið getið tóku til máls i þessum umræðum Davið Oddssqn (S) Markús örn Antonsson (S), og Þorbjörn Broddason (Albl.). BH-Reykjavik. — A borgar- st jórnarfundi sl. fimmtudag svaraði borgarstjóri, Birgir Is- leifur Gunnarsson, fyrirspurnum Guðmundar G. Þórarinssonar, þar sem óskað var eftir upp- lýsingum um, hvernig fram- kvæmdir borgarinnar standi mið- að við endurskoðaða fjárhags- áætlun ársins. 1. Hversu miklu cr lokið af ráð- gerðuin framkvæmdum ársins: a) hjá borgarsjóði? b) hjá hinum ýmsu fyrirtækj- um borgarinnar? 2. Hvaða framkvæmdum, sem ráðgerðar voru, verður: a) ekki byrjað á? b) ekki lokið við? 3. Hvernig standast kostnaðar- áætlanir framkvæmda? Svar borgarstjóra var hið itar- legasta, og skal hér birt það helzta, sem þar kom fram, en auk þess fjallaði hann sérstaklega um Rafmagnsveituna, Vatnsveituna Hitaveituna og Reykjavikurhöfn, sem sleppt er hér. Byggingarframkvæmdir samkv. áætlun um eignabreytingar borgarsjóðs 1) Helztu framkvæmdir, sem lok- ið verður við á árinu eru þessar: a) Skólar: Fellaskóli, kennsluálma Fjöl- brautaskólans i Breiðholti (II. áf. l.s.), iþróttahús Hagaskóla, Hólabrekkuskóli I. áf„ auk þess sem öðrum áfanga Foss- vogsskóla lýkur að mestu og komið hefur verið fyrir 6 færanlegum kennslustofum með tengigöngum á lóð öldu- selsskóla. Þá lauk einnig gerð Öskjuhliðarskóla, en rikið hef- ur yfirtekið hann á sama hátt og eldri áfanga Vogaskóla. Heildaráætlun um byggingar- kostnað skólamannvirkja á ár- inu 1975 var kr. 481.8 millj. þegar ekki eru meðtaldar þær byggingar, sem eru á vegum rikissjóðs, þ.e. öskjuhliðar- skóli, Vogaskóli og III. áf. Langholtsskóla. Hins vegar eru þá meðtaldar ýmsar minni háttar framkvæmdir, s.s. við lóðarlögun o.fl., sem ekki eru i framangreindri upptalningu. Aætlaður kostnaður þessara mannvirkja á árinu verður hins vegar 520.8 mkr., eða 39.0 mkr. umfram áætlunarfjár- hæð. b) Æskulýðsmannvirki: Lokið var frágangi i Fellahelli og unnið að viðgerð bátaskýlis i Nauthólsvik. Þá er unnið fyr- ir áætlaöri fjárhæð við æsku- lýðsmiðstöð i Bústaðakirkju. Til æskulýðsmála var áætlað að verja kr. 15.7 millj. á árinu, áætluð útkoma er kr. 10.6 millj., eða 5.1 mkr. undir áætl- un. c) iþróttamannvirki: Lokið var við að girða iþrótta- velli i Laugardal og lögð var hlaupabraut undir stúkunni á Laugardalsleikvangi. Af öðrum framkvæmdum er rétt að geta um Sundlaug Vesturbæjar og skiðasvæðið i Bláfjöllum, sem verulega hef- ur verið unnið við á árinu, svo og endurbætur á Laugardals- velli, sem ekki voru á fjár- hagsáætlun, en þær fram- kvæmdir voru samþykktar sérstaklega i borgarráði á s.l. hausti. Framkvæmdir vegna iþrótta- mannvirkja voru áætlaðar i hlut borgarsjóðs kr. 40.2 millj., en verða sennilega um kr. 75.5 millj., eða verulega fram úr áætlun. d) Sjúkrastofnanir: Lokið var að mestu smiði dag- heimilis Borgarspitalans, en framkvæmdir við þjónustu- álmu ganga nú samkvæmt áætlun. Hins vegar hafa orðið umtalsverðar tafir við 2. áfanga Arnarholts. Hlutur borgarsjóðs vegna heil- brigðismála var áætlaður kr. 107.6 millj. og fer sennilega 8.3 mkr. fram úr áætlun. e) Barnaheiniili: Lokið var við miklar breyting- arog endurbætur á dagheimil- inu að Hliðarenda og vöggu- stofu Thorvaldsenfélagsins, auk þess sem stefnt er að þvi að ganga frá samningum um húsnæði undir skóladagheimili á næstunni, annað hvort með kaupum, eða leigusamningi til langs tima. Aætlaður hlutur borgarsjóðs i stofnkostnaði barnaheimila var kr. 54.0 millj., en verður væntanlega kr. 27.3 millj., eða verulega undir áætlun. Skipt- ing er sýnd á sérstöku yfirliti og þar kemur einnig fram, að framkvæmdir við leikvelli verða kr. 11.3 millj. eða 1.3 millj. kr. umfram áætlun. 2) Helztu ráðgerðar framkvæmd- ir, sem ekki var lokið við eða byrjað á: a) Skólar: III. áfangi Langholtsskóla er nokkru siðar á ferðinni en ráð- gert var, en samkvæmt samn- ingum um yfirtöku rikis á hús- næði i eldri áföngum Voga- skóla, sér rikið um byggingu hans. b) Æskulýðsmannvirki: Ólokið er viðgerð á stein- bryggju i Nauthólsvik, sem fyrirhuguð var i sumar, og undirbúningi að gerð Æsku- lýðsmiðstöðvar i Arbæjar- hverfi hefur miðað hægar en gert var ráð fyrir i fjárhags- áætlun. c) iþróttamannvirki: Framkvæmdum við Sundlaug Vesturbæjar lýkur ekki fyrr en á næsta ári, en þeim átti upp- haflega að ljúka i ár. Þá var engum fjármunum varið til undirbúnings skautasvells i Laugardal. d) Sjúkrastofnanir: Sýnter, að framkvæmdir við 2. áfanga Arnarholts ná ekki áætlun i ár, auk þess sem dreg- ið var úr fjárveitingu rikis til þjónustuálmu Borgarspitala, þótt verkið gangi nú sam- kvæmt áætlun. e) Barnahcimili: Fyrirhugað var að hefja bygg- ingu tveggja leikskóla i Hóla- og Seljahverfi á þessu ári, en nú er sýnt, að framkvæmdir við byggingu þeirra hefjast ekki að marki fyrr en á næsta ári. Að þvi er varðar kostnaðar- áætlanir þá sýna yfirlit þau, sem visað hefur verið til, að þær standastærið misjafnlega. Þá má telja árangur viðun- andi, nema hvað snertir kostn- að við Sundlaug Vesturbæjar og girðingar iþróttavalla i Laugardal, en þar hefur áætlanagerð farið mjög úr- skeiðis og þarf það mál að at- hugast sérstaklega. Af öðrum atriðum, sem rétt er að nefna um framkvæmdir borgarsjóðs, er bygging ibúða fyrir aldraða við Furugerði hafin og verður kostnaður á árinu sennilega um kr. 43.0 millj., en i fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 50.0 millj. kr. framlagi. Hönnunarkostnaður Borgarbóka- safns verður sennilega um kr. 5.7 millj. i stað kr. 4.0 millj. áætlun. Þá er borgarfulltrúum kunnugt um, að sérstakt framlag til stofn- ana i þágu aldraðra er að mestu ónotað, en kostnaður við breytingar á Hafnarbúðum verð- ur væntanlega greiddur af þessu framlagi. Þá er rétt að fram komi, að framlag borgarinnar til byggingarsjóðs verkamanna þarf væntanlega að verða um kr. 40.0 millj. hærra en áætlað var, þar sem framlög eru háð breytingum á byggingarvisitölu. Gatnagerð. 1) Framkvæmdir, sem lokið er við á árinu 1975: Eftirtaldar götur hafa verið malbikaðar á þessu ári: Kleppsvegur — Elliðavogur, ein akbraut frá Laugarnesvegi að Holtavegi, Sundagarðar að Kleppsvegi, Langholtsvegur að Kleppsvegi, Baugatangi, Kvistaland.seinni hluti, Siðu- múli frá Háaleitisvegi að Ár- múla, Breiðholtsbraut, fram- hald tengingar frá Breiðholts- braut að Suðurfelli og Selja- braut. t Ennfremur i nýjum ibúðar- hverfum: Seljabraut, Flúða- sel, Fifusel, Fljótasel, Fjarðarsel, Grófarsel, Gilja- sel, Gljúfrasel, Grjótasel, Seljaskógar, Yztasel, Vaðla- sel, Vaglasel, Vatnasel, Voga- sel, Tjarnarsel, Stúfsel, Stuðlasel og Strýtusel. Af nýlegum götum hefur verið sett sett yfirlag á Suðurgötu sunnan við Grimshaga, Dal- braut og Vesturberg, en ekki var sett yfirlag á Kalkofnsveg, Sundagarða, Súðarvog, Breið- holtsbraut og Reykjanesbraut, sem voru á áætlun. Af gangstigum voru eingöngu á áætlun stigar i Breiðholti III. Lokið er við stíga i Fellunum og við Vesturberg, nema við undirgöng, en lokið er við að steypa undirgöngin og verður byrjað á stignum i þessari viku, ef veður leyfir. Vinna er hafin við stiga i Hólahverfi. Þá er lokið við 2 stiga i Stekkjun- um og verið að vinna við 2 aðra, ennfremur er lokið við að malbika upphitaðan stig frá Hátúni 10 að Laugavegi. Af öðrum verkefnum er lokið við tengiræsi frá Kleppsvegi og Elliðavogi, framlengingu Laugardalsútrásar, hliðarræsi við Vesturhóla og Suðurhóla, holræsi i Vatnagarða auk hol- ræsa i flestar af þeim götum, sem malbikaðar voru á árinu. Þá hefur á árinu verið unnið við ýmsan frágang á vegum gatnagerðar að upphæð kr. 21.9 millj. og undir liðnum um- hverfi og útivist var aðallega unnið við svæði i Fossvogi og i Breiðholti I og III, sennilega fyrir allt að kr. 15.0 millj. Fjárveiting til nýbyggingar gatna og holræsa var um kr. 517.0 millj. Um siðustu mánaðamót var kostnaðurinn við þessar framkvæmdir orð- inn um 410 millj. kr. og er gert ráð fyrir að hann verði um 510 millj. kr. um áramót. 2) Framkvæmdum frestað frá endurskoðaðri áætlun. Ekki er hafin gatnagerð á nýj- um miðbæ eða i iðnaðarhverfi við Vesturlandsveg. Vinna er hafin við tengingu Stekkjar- bakka og Höfðabakka, en hluti framkvæmdarinnar færist á næsta ár. Frestað er að leggja holræsi meðfram Hafnar- fjarðarvegi og hluta af Klepps- vegi. Af þeim verkefnum, sem voru á Frá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins hafa eftirfarandi upp- lýsingar komið uni búreikninga á s.l. ári: A árinu 1974 færðu 166 bændur búreikninga i samvinnu við Bú- reikningastofnun landbúnaðar- ins, þar af voru 128 búreikningar teknir til endanlegs uppgjörs. Kúabú voru 42, sauðfjárbú 38, en blandaðan búskap höfðu 48 bænd- ur. Meðalstærð búreikningabú- anna reyndist vera 529 ærgildi, eða 129 ærgildum stærra bú, en verðlagsgrundvallarbúið. Meðal- O Þingflokkar ningsdrögunum við Þjóðverja sé kveðið á um 60.000 tonna há- marksafla þeirra hér við land, þýðir það með öðrum orðum tæplega 12% afia- minnkun miðað við áðurnefnda tölu. Timinn innti utanrikis- ráðherra álits á þessu með tilliti til skýrslu Hafrannsóknarstofn- unar. — Á siðastliðnu ári hafði land- helgisgæzlan ekkert annað verk- efni en að koma i veg fyrir veiðar Þjóðverja, og ennfremur verða menn að hafa það i huga, að árið 1973 veiddu þeir 93 þús. tonn og árið þar á undan 120 þús. tonn, sagði ráðherra. áætlun, hefur verið frestað að hefja framkvæmdir við eða verður ekki lokið við verkefni, sem voru áætluð á um kr. 160 millj. 3) Kostnaðaráætlanir. Allar tölur um kostnaðar- áætlanir hér nefndar eru miðaðar við verðlag i des. 1974. Er talið, að meðalhækkun á kostnaði við framkvæmdir á árinu frá áætlun sé 35-40%. Má i þvi sambandi minna á hækk- un á gjaldskrá vinnuvéla um 55% i lok april 1975, en i reynd varð hækkunin mun meiri á gjaldskrá vissra tegunda vinnuvéla. Guðmundur G. Þórarinsson þakkaði borgarstjóra greinargóð svör og benti á nauðsyn þess, að borgarfulltrúar hefðu tölur þess- ar og upplýsingar i höndum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár, en afgreiðsla hennar fer fram i næsta mánuði. fjölskyldulaun af landbúnaði og vextir af eigin fé reyndust vera 1.010 þús. kr. Á s'fðastliðnu ári voru sauðf jár- búin með litið eitt hærri fjöl- skyldutekjur en kúabúin, minnst- ar tekjur gáfu blönduðu búin. Framleiðslutekjur voru að meðaltaii 2.548.265 kr. launa- greiðslugeta á vinnustund reynd- ist vera 205 kr. Að meðaltali keyptu bændurnir tilbúinn áburð fyrir 254 þús.kr. og kjarnfóður fyrir 387 þús. kr. Veltan jökst um 52% miðað við árið áður, en framleiðslukostnað- ur hækkaði um 48%. Meðal nyt kúnna var 3.144 ltr„ og fram- leiðslutekjur á árskú voru rúmar 112 þús þús. kr„ en breytilegur kostnaður 51þús. kr. og framlegð þvi 60 þús. kr. Mjög mikill munur var á tekj- um, mjólkurframleiðendur, 12 bændur höfðu yfir 80 þús. kr. framlegð á árskú, en 5 minna en 40 þús. kr. Meðalfallþungi dilka var 14.47 kg„ kjötþungi eftir kind var 17.32 kg. kjarnfóður var gefið að meðaltali 15,9 kg. á kind og að auki 3,3 kg. af graskögglum. Meðal framlegð á kind var 3.892 kr. eða 1.309 kr. meiri en árið áð- ur. Heildar framleiðslutekjur á kind voru 5.357 kr. 166 bændur færðu bú- reikninga árið 1974

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.