Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. nóvember 1975. TÍMINN 11 =Umsjón: Sigmundur ó. Steinarssor ÍR á toppn um ÍR-ingar og KR-ingarl mætast á morgun í 1 2. deiidarkeppninni í handknattleik ÍR-ingar, sem hafa verið óstöðv- andi i 2. deildarkeppninni, leika mjög þýðingarmikinn leik i Laugardalshöllinni annað kvöld — þá mæta þeir KR-ingum kl. 21.10. Það má búast við jöfnum og fjögruguin leik, þar sem KR-ing- ar og ÍR-ingar berjast nú um, að endurheimta 1. deildarsætið sitt aftur. IR-ingar voru i sviðsljósinu á miðvikudagskvöldið — en þá I unnu þeir stórsigur (35:13) gegn I Keflvikingum i Laugardals- I höllinni. Þá áttu KR-ingar i mikl- I um erfiðleikum með Fylkis-liðið | — þeir rétt mörðu sigur 19:16. STAÐAN IR-ingar hafa nú tekið for- ystuna i 2. deildarkeppninni, en staðan er nú þessi i deildinni: ÍR KA KR Leiknir Þór Fylkir Keflavik Breiðablik 4400 104:57 8 5401 108:91 8 4301 93:75 6 4202 84:87 4 5 1 0 4 108:114 2 3102 44:53 2 4103 68:90 2 3003 37:79 0 3 leikir í körfu- knattleik Þrir leikir verða leiknir í 1. deildarkeppninni i köruknattleik um helgina. 1 dag mæta Vals- menn KR-ingum kl. 2 i iþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi, og strax a eftir leikur Fram gegn Njarð- vik. Á morgun kl. 6 leikur ÍR-liðið gegn ÍS. Schmid fí k- að Hansa t? HANSI SCHMIDT... hefur vcrið marka- kóngur V-Þýzkalands undanfarin ár. Hann hefur skorað þetta 8 og alit upp i 13 mörk i Evrópuleikjum Gummersbach. — þessi skotglaðasti leikmaður heims verður í sviðsljósinu í Laugardals höllinni, þegar Víkingar mæta Gummersbach í Evrópukeppninni í dag Skotfastasti hand- knattleiksmaður heims — Hansi Schmidt og félagar hans úr Gummersbach, verða i sviðsljósinu i Laugar- dalshöllinni i dag þegar þeir mæta Vikingum i Evrópukeppni meistaraliða. Vikingar leika sinn fyrsta leik i Evrópukeppninni, og verður fróðlegt að sjá, hvernig þeim tekst upp gegn hinu fræga Gummersbach-liði, sem hefur fjórum sinnum tryggt sér Evrópu- meistaratitilinn. Róðurinn verður erfiður hjá Vikingum, enda mæta þeir sterkasta félagsliði heims. Takist Vikingum vel upp gegn Hansa Schmidt og félögum þá er engin ástæða til svartsýni. Vikingar verða að hafa gætur á Hansa, sem er harður i'hom að taka. Hann er frægur fyrir að reyna að æsa mótherja sina upp — með alls kyns brellibrögðum. Framkoma hans á leikvelli er þrauthugsuð, og oft stefnir hann að þvi að æsa mótherjana, þannig að þeir geri margar skyssur i æsingnum. Hansi er oft skemmti- lega ósvifinn — og hafa margir frægir leikmenn orðið fyrir barðinu á honum. Vfkingar verða að sýna allar sinar beztu hliðar, ef þeim á að takast að leggja Gummersbach að velli. Aðalatriðið er að þétta vörnina, og reyna að koma i veg fyrir leikfléttur og langskot Þjóðverjanna. Þá verður sóknar- leikur liðsins að vera liflegur og ógnandi. Það verður þvi hlutverk þeirra Páls Björgvinssonar, Stefáns Halldórssonar og Viggós Sigurðssonar,'að stjórna sóknar- leiknum. Með hraða, nákvæmni og útsjónarsemi gætu þeir hrellt vörn Gummersbach, sem er geysilega sterk. Evrópuslagurinn hefst i Laugardalshöllinni i dag kl. 3 og verður byrjað að selja miða kl. 1. Dómarar verða Norðmennirnir Odd Coper og Terje Antonsen Þeir eru þekktir fyrir, að Haukar mæta Gummersbach — í Laugardalshöllinni á morgun Hafnarfjarðarliðið Haukar mætir v-þýzka meistaraliðinu Gummersbacli i Laugardalshöllini á morgun. Þaö hefur verið mjög erfitt fyrir Vikinga, að fá lið til að leika aukaleikinn gegn Hansa Schmidt og félögum. FH-ingar treystu sér ekki til að leika gegn Gummersbach, þar eð margir leikmenn FH-liðsins eiga við mciðsli að striða. Þá gátu Valsmenn ekki leikið gcgn Gummersbach, þar sem Valsliðið leikur á Akureyri um helgina. Aftur á móti treystu Haukar sér til að leika gegn Gummersbach — þeir mæta v-þýzka meistaraliðinu i Laugardalshöllinni á morgun kl. 3. Þetta er fyrsti stórleikurinn, sem Haukar leika i mörg ár — og verður gaman aðsjá, hvernig þeim tekstupp gegn Hansa og félögum. ..Aukum allt unglingq- starf í framtíðinni,, — segir Ellert B. Schram, formaður K.S.Í. ★ Norðurlandamót drengja verður haldið hér næsta sumar — í tilefni af þessum timamótum, hefur stjórnin ákveðið að gangast fyrir Norðurlandamóti drengja á aldrinum 14-16 ára hér á næsta ári, sagði Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands íslands, eftir 1200- fund stjórnar sambandsins, sem var haldinn nú i vikunni. — Sú er von stjórnarinnar, að með þvi verði aukinn áhugi drengja á knattspyrnuiþróttinni, en það yrði henni til framdráttar og þeim til þroska og ánægju. Stefna stjórnarinnar er að auka sem mest allt unglingastarf i framtiðinni, og er þetta liður i þeirri viðureign, sagði Ellcrt. Knattspyrnusambandið var stofnað 26. marz árið 1947 — siðan hafa verið haldnir 1200 stjórnar- fundir. Jón Magnússon, varafor- maður K.S.I. hefur átt sæti i stjórninni i 23 ár af þeim 28, sem sambandið hefur starfað, eða lengur en nókkur annar. Hann hefur nú setið alls um 950 stjórnarfundi. -SOS. ELLERT B. SCHRAM....... for- maður K.S.t. JÓN MAGNÍJSSON.... varafor- maður K.S.Í. vera allt annað en mjúk- hentir Það eru engir aukvisar, sein koina hingað með Gummers- bach-liðinu — leikmenn liðsins hafa 379 landsleiki að baki fyrir V-Þýzkaland. Að sjálfsögðu er Hansi Schmidt fremstur i flokki, með 114 landsleiki, Klaus Kater, markvörður hefur leikið 71 landsleik, Jochen Feldoff, 68 landsleiki, Klaus Westebbe 51, Joachim Deckann 41, Heiner Brand 31, og Klaus Schlagheck 4 landsleiki. Þetta sýnir bezt. hvað Gum mersbach-liðiö er gevsi- lega sterkt. — i liðinu er valinn maður i hverju rúnii — leik- menn. sem eru þekktir fvrir að vera allt annað en mjúkhentir i keppni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.