Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 22. nóvember 1975. Rachel Welch: — Ég er ánægð kynbomba Flestar hinna svokölluðu kyn- bomba, eins og Marilyn Monroe, Jane Russell og Kim Novak, hafa kvartað undan þvi að vera einungis metnar sem slikar. Rachel Welch, harðsvir- aðasta kynbomban i dag, er annarrar skoðunar: — Ég var uppgötvuð og komst áfram sem með að vera kynbomba, ég lifi á þvi, það er min atvinna og mér likar hún vel. Það má ekki gleyma þvi, að Rachel er orðin nokkuð gömul i hettunni. Hún hefur verið ó- þreytandi Hollywoodstjarna i 12 ár, leikið i 26 kvikmyndum og ekki lagt sig niður við nein smá- tilboð. Hún litur ekki við neinu tilboði undir 300.000 dollurum, og það litla sem hún kemur fram i næturklúbb i Las Vegas færir henni 25.000 dollara viku- laun. Það er fyrir löngu farið að taka skoðanir hennar alvarlega, enda lætur hún ekki vaða ofan i sig. Til dæmis varð leikstjóri nokkur að biðja opinberlega af- sökunar á hegðun sinni gagn- vart henni, er hann hafði komið of frjálslega fram við hana. Hún er lika samvizkusöm móðir tveggja barna frá fyrsta hjóna- bandi. Sonur hennar. Damon er 16ára og dóttirin Tahnee 14 ára. Það, sem hún er stoltust af i dag, er samt sennilega það, að hún veitir forstöðu herferð gegn krabbameini á vegum Krabbameinsfélags Bandarikj- anna. — í ár, segir hún, — hafði ég meiri tima heldur en i mörg ár áður til að hugsa um, hvaðég gæti gertfyrir aðra. Svo ég hringdi i Bandariska Krabbameinsfélagið og bauð fram aðstoð mina. — Þeir sögð- ust mjög gjarnan vilja hafa mig sem forstöðukonu fyrir söfnun- arherferð ársins 1975. — Þá gagnrýni sem hún hefur sætt i þessu nýja hlutverki sinu, skýr- ir Rachel Welch með þvi, að það sé alveg sama hvaða kvik- myndastjarna geri, alltaf væri reynt aö rífa það niöur. Rachel Welch hét áður Rachel Tejada. Hún fæddist i Chicago 5. sept. 1940. Faðir hennar var frá Boliviu, en móðir hennar bandarisk. Á skólaárunum varð hún ástfangin i bekkjarbróður sinum, James Wesley Welch, sem hún giftist seinna i skyndi af þvi að hún var ófrisk. Hún átti með honum tvö börn. Hún hafði leikið i skóla og ætlaði til New York til að leggja fyrir sig leik- list. En hún var með tvö börn og vann fyrir sér sem þjónustu- .stúlka á bar — og Hollywood var nær. Þar kynntist hún Patrick Curtis, sem sá strax hvað i henni bjó og lét hana gangast undir nefaðgerð, og auglýsti hana upp af öllum kröftum. Hann varð seinni maður henn- ar. Hjónabandið entist i 4 ár en vinátta þeirra I 8. Núna heitir vinur hennar Ron Talsky. Hann , er tizkuteiknari, og hún reynir að koma honum á framfæri, en það gengur illa, þvi að þótt hann hafi verið búinn að geta sér góð- an orðstir áður en þau kynntust, veldur það tortryggni, þegar hún stingur upp á honum i eitt- hvert verk. DENNI DÆMALAUSI Ég vil fara i baðið mitt. Heil flaska af ilmvatninu hennar Möggu, tappinn losnaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.