Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 15
Laugardagur 22. nóvember 1975. TtMINN 15 Verð á unnum kjötvörum og olíu hækkar Rikisstjórnin samþykkti á mánu- dag hækkanir á unnum kjötvör- um og diseloliu, sem samþykktar voru á fundi verðlagsnefndar i siðustu viku. Hækkun á unnum kjötvörum er allt að 39,2% og hækkun á dieseloliu allt að 23%. Vinarpylsur hækka hvert kg úr 448 krónum i 509 krónur, eða 13,6%. Hvert kg af kjötfarsi hækkar úr 295 krónum i 300 krón- ur eða um 1,7%. Hvert kg af kindabjúgum hækkar úr 380 krón- um i 529 krónur eða 39,2%. Hvert kg af kindakæfu hækkar úr 545 krónum i 759 krónur eða 39,2%. Þetta er allt smásöluverð. Eru þessar hækkanir á unnum kjöt- vörum bein afleiðing af ákvörðun sexmannanefndarinnar um hækkun á landbúnaðarvörum. Olia til húsahitunar hækkar úr 20,20 krónum i 24.20 krðnur, til fiskiskipa úr 5,80 krónum i 9,80, olia til annarra nota úr 24 krónum i 29 krónur og til bifreiða frá dælu úr 26 krónum litrinn i 32 krónur. Er mesta hækkunin 23%. Útsöluverð oliu hefur verið óbreytt siðan 19. febrúar s.l. en á sama tima hefur innkaupsverð á oliu i erlendri mynt hækkað um tæp 15% og gengisfall islenzku krónunnar gagnvart dollar orðið um 12%. Þá hefur söluskattur hækkað úr 19 stigum i 20 stig. Oliufélögin hafa um margra mánaða skeið selt hvern litra af dieseloli'u allt að þvi 3,50 krónum lægri en vera ætti samkvæmt staðfestu kostnaðarverði. Skuld innkaupajöfnunarsjóðs við oliu- félögin vegna gasoliu af þessum sökum, er orðin um 400 milljónir króna. Rut Ingólfsdóttir ein- leikari ó næstu tón- leikum Sinfóníunnar Fagna útfærslu landhelginnar A fundi Sveinafélags málm- iðnaðarmanna á Akranesi nýlega var útfærslu landhelginnar i 200 milur fagnað og taldi fundurinn að ekki eigi að koma til neinnar tilslökunar i landhelgismálum Is- lendinga. Þá vöruðu fundarmenn við sifelldu tali um 50 milna mörk og telur það slæva vilja þjóðar- innar til samstöðu um málið. Einnig vill fundurinn minna á fyrri rök um að hægara sé að verja 200 milur en 50 milur. O Prentlistin frávikum. Lesandinn velur sina bók sjálfur. — Þó við litum á ekkert annað en geymdina og þjónustuna við einstaklinginn, hjálpina við persónulegan þroska hans, þá má öllum ijóst vera að bókin blivur þrátt fyrir allt, að prentlistin verðskuidar að þróast og þroskast með manninum, hér eftir eins og hingað til. Langt er siðan ritað var: Maöurinn er af konu fæddur, lif- ir stutta stund og mettast óró- semi. Það er mál margra að ó- rósemi mannkindarinnar hafi magnazt á siðustu og að þvi leyti verstu timum. — Bók er bóðberi, satt er það, og þess vegna fylgir henni hreyfing, jafnvel gustur. — En hún kemur heim til okkar og er ekki að flýta sér. Það gerir gæfumuninn. — Góð bók og vel gerð gegnir hlut- verki kjölfestunnar á siglingu um úfin höf. Að lokum góðir sýningar- gestir. Prentlistarsýning og bóka- gerðar tvinnar saman listsköp- un og iðnað, hugverk og handa. Hér verður saga rakin, allt frá dögum Gutenbergs, meistarans þýzka, og fram til þeirra tima er nú lifum við. Hér verður á- reiðanlega margt að sjá sem ber þess vott ,,að þar hafa verið að verki vitrir og tignir menn”. Hafi nú heila þökk allir, sem að þessari sýningu standa. Sýningin er opnuð.” Allgóð aðsókn hefur veriö að sýningunni, en hún er opin dag- lega frá kl. 16—22, en á laugar- dögum og sunnudögum frá kl. 14—22. Sýningunni lýkur 27. nóvem- ber. Jónas Guðmundsson, tók saman. Fimmtu reglulegu tónleikar Sinfóniuhljómsveitar tslands verða haldnir fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.30 i Háskólabiói. Stjórnandi verður Bohdan Wodiczko og einleikari Rut AAótmæla vínveitingaieyfi stúdenta Á þingi þingstúku Reykjavikur nýlega var eftirfarandi tillaga samþykkt i einu hljóði: Þingstúka Reykjavikur lýsir vanþóknun sinni á þvi, að Félagsstofnun er nú á þessu hausti veitt leyfi til vinveitinga. Hvort tveggja er' að annars er nú meiri þörf en að fjölga drykkjustöðum i borginni og kenna má við blygðunarsemi af námsmönnum, að vilja gera félagsstofnun sina að drykkju- stofu um leið ogþeir leggja mikla áherzlu á aukinn fjárhagslegan stuðning af opinberri hálfu. Ingólfsdóttir fiðluleikari. Fluttur verður forleikur eftir Stanislaw Moniuzko, skozk fantasia fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Max Bruch og Sinfónia nr. 10 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Athygli er vakin á þvi, að að- eins ein vika er á milli þessara tónleika og tveggja tónleika þar á eftir. 6. reglulegu tónleikarnir verða haldnir 4. desember, og 7. tónleikar 11. desember. Tónleik- unum 4. desember stjórnar Vladimir Ashkenazy, og einleikari verður Radu Lupu pianóleikari, sem leikur pianó- konsert nr. 4 eftir Beethoven. Onnur verk á efnisskránni eru Egmont forleikurinn eftir Beethoven og Sinfónia nr. 1 eftir Brahms. Kasten Andersen stjórnar tónleikunum 11. desember, og verður þá flutt Carmina Burana eftir Carl Orff. Flytjendur auk Sinfóníuhljómsveitarinnar eru einsöngvararnir Ólöf Harðardótt- ir, Þorsteinn Hannesson og Garð- ar Cortes og Söngsveitin Filharmónia. Miövikudaginn 12/11, 1975, afhenti Kiwanisklúbburinn Ölver, barna- skólanum I Þorlákshöfn peningaupphæð að gjöf til kaupa á Ijósbaös- tækjum og bókakaupa. Sigurður Helgason forseti ölvers (t.v.) afhenti Gunnari Markússyni (t.h.) skólastjóra gjöfina. Eitt ár er nú liðið frá stofnun ölvers og fannst stjórn klúbbsins vel til fallið að halda upp á afmælið á þennan hátt. Gunnar þakkaði kiwanismönnum þann vinarhug sem að baki þessari gjöf lægi, og væri hún ekki minna.viröi en fjárupphæðin. Einnig tók til máls Ragna ölafsdóttir og þakkaði Kiwanismönnum fyrir hönd skóla- nefndar. Handunnið keramik frá Glit fæst í öllum beztu verzlunum landsins umJ GLIT HF HÖFÐABAKKA9 REVKJAVlK ICELAND listrœn gjöf VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viðtals að Rauðarárstig 18, laugardaginn 22. nóv. kl. 10-12. Norðurlandskjördæmi vestra Kjördæmisþing Framsóknarflokksins I Norðurlandskjördæmi vestra verður haldið i Miðgarði, Varmahlið, laugardaginn 22. nóv. og hefst kl. 10.00 árd. Auk venjulegra þingstarfa flytur Olafur Jóhannesson viðskiptaráðherra erindi um stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin. Framsóknarfélag AAiðneshrepps Aðalfundur Framsóknarfélags Miðneshrepps, verður haldinn þriðjudaginn 25. nóv. kl. 9 e.h. að Vallargötu 8. Venjuleg aðal- fundarstörf. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing. Stjórmn. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing Framsóknarmanna i Reykjaneskjördæmi verð- ur haldið sunnudaginn 7. desember i Félagsheimili Kópavogs og hefst kl. 10. Stjórnin KFR. Vesturlandskjördæmi Laugardaginn 22. nóv. 1975 verður 15. kjördæmisþing sambands Framsóknarfélaga i Vesturlandskjördæmi haldið i félagsheim- ilinu Valfelli i Borgarhreppi, og hefst það kl. 10 árdegis. Dagskrá verður samkvæmt lögum sambandsins. Stjórnin. f % f : átk ráðstefna Samband Ungra Framsóknarmanna og Verkalýösmálanefnd Framsóknarflokksins efna til ráðstefnu um verkalýðsmál 29. og 30. nóvember. Raðstefnan verður að Hótel Hofi Rauðarárstig 18 og hefst kl. 10.00 laugardaginn 29. nóv. Dagskrá ráðstefnunnar: 1. Avarp: ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins. 2. Framsóknarflokkurinn og verkalýðshreyfingin, Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður. 3. Vinnulöggjöfin: Egill Sigurgeirsson, hæstaréttarlögmaður. 4. Skattamálin og launþegar: Halldór Ásgrimsson, alþingism. 5. Atvinnulýðræði og samvinnurekstur: Axel Gislason, verkfr. 6. Skipulag verkalýðshreyfingarinnar og heildarkjarasamning- ar: Daði Ólafsson, form. Sveinafélags bólstrara. Forseti ráðstefnunnar: Hákon Hákonarson, vélvirki. Almennar umræður verða um hvern málaflokk og umræðuhópar starfa. Allt Framsóknarfólk velkomið. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Framsóknarflokksins s. 24480. Undirbúningsnefndin Framsóknarfélag Kjósasýslu Aðalfundur félagsins verður að Fólkvangi Kjalarnesi miðviku- daginn 3. des. kl. 20. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. 2. Laga- breytingar. 3. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjör- dæmaþing Jón Skaftason mætir á fundinum. Kaffiveitingar fyrir þá sem óska. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvislega. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.