Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. nóvember 1975.
TÍMINN
7
ÍJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500
— afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I
lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi.
BSaöaprent K.f.
Þýzku samningarnir
Samninganefnd sú, sem fór til Vestur-Þýzka-
lands undir forystu Einars Ágústssonar utanrikis-
ráðherra til viðræðna um veiðiheimildir til handa
vestur-þýzkum skipum innan islenzkrar fisk-
veiðilögsögu, hefur sem kunnugt er komizt að
samkomulagi um drög að sáttmála. Þessi drög
verða nú lögð fyrir rikisstjórnina og siðan alþingi.
Þegar þetta er skrifað, er ekki kunnugt, hvað i
þessum drögum felst i einstökum atriðum, nema
hvað miðað er við sextiu þúsund lesta afla á ári, að
mestu leyti ufsa og karfa, og tveggja ára gildis-
tima, auk þess sem veiðiheimildin tengist á vissan
hátt sölu á fiski i vestur-þýzkum höfnum og toll-
friðindum þeim er okkur hefur verið neitað um
hingað til. Loks er einnig kunnugt, að hinir stóru
togarar Þjóðverja verða að halda sig utan tvö
hundruð sjómilna markanna.
Hvað i þessum drögum felst að öðru leyti mun
fljótlega verða gert heyrinkunnugt, og verða ekki
hafðar uppi umræður um þau, er á rökum séu
reistar, fyrr en öll málsatriði hafa verið skýrð,
nema þá á þeim grundvelli, hvort átt hafi að leitast
við að ná samningum eða ekki. En islenzkum
stjórnvöldum hefur ekki þótt á öðru stætt en reyna
samningaleiðina, þótt þau hafi engan veginn verið
reiðubúin til þess að ganga að neinum ókjara-
samningum eins og kom fram i viðræðum við
brezku fulltrúana.
Refskók og kviðrista
Enn gerast ævintýri. Nýjustu fregnir af rann-
sókn þeirri, sem fram hefur farið um skeið á ráða-
gerðum og athöfnum bandarisku leyniþjónustunn-
ar, CIA, bera með sér, að ekki hefur brostið hug-
myndaflug i þeirri stofnun, hvað sem annað má
um hana segja. Til viðbótar ýmsu misjöfnu, sem á
undan var gengið er nú komið á daginn, að rædd
var og reifuð sú hugmynd að sviðsetja endurkomu
Jesú Krists til jarðarinnar og láta þennan endur-
skapaða og umskapaða mannkynsfrelsara leyni-
þjónustunnar komast i kast við Fidel Kastró i
þeirri von og trú, að Kúbubúar létu blekkjast.
Svona hugvitssamir geta menn verið i refskák
sinni.
Það fer auðvitað eftir viðhorfum manna, hvort
þeir hafa margumrædda stofnun að háði og spéi
fyrir annað eins og þetta, eða hneykslast á siðleys-
inu og ófyrirleitninni. Stúdentinn færeyski, er af
spéskap hleypti af stokkunum himnabréfinu, sem
felldi Estrupmanninn i þingkosningum einum
fyrir siðustu aldamót, myndi vafalaust reka upp
hrossahlátur, ef hann væri ofar moldu, En fólk,
sem gætt er trúaralvöru, mun aftur á móti tæpast
telja það broslegt að hafa uppi ráðagerðir um þvi-
lika blekkingu við saklaust og grandalaust fólk,
heldur telja það guðlast af versta tagi. En allir
munu sammála um, að ósvifnin er fáheyrð.
Á hinn bóginn er það þakkarvert, að gerð skuli
hafa verið ærlega kviðrista á þessari dæmafáu
stofnun, sem allir vita nú, að teygt hefur anga sina
um viða veröld, lagt á ráð um morð, valdarán og
hvers konar ihlutun og óhæfu, rétt eins og gert var
á svörtustu miðöldum, og illu heilli tekizt að fram-
kvæma sumt af þess háttar ráðagerðum sinum.
En svo margt sem komið er á daginn, þá er sitt-
hvað enn, sem ekki hefur verið gert uppskátt, og
liklega sumt, sem verður þaggað niður eða skrin-
lagt undir blæju gleymskunnar.
Helge Wdle í Arbeiderbladet:
Konungsstóll d Spdni hef
ur löngum reynzt valtur
Fjörutiu og fjögur ár eru lið-
in siöan konungdæmi var lagt
niður á Spáni. Það stjórnar-
form hafði þá staðizt mikil
átök i mörg ár, þótt gengi þess
væri oft lágt skráð og upp-
reisnartilraunir og samsæri
margsinnis ógnað þvi og kóng-
ar oltið úr sessi, áður en dauð-
inn kom og sótti þá.
A miðöldum voru á Spárii
mörg konungdæmi eða fursta-
dæmi, likt og á ítaliu og i
Þýzkalandi. En árið 1489 varð
breyting á þessu. Ferdinand
konungur i Aragóniu gekk að
eiga ísabellu frá Kastiliu, og
þannig urðu tveir meginhlutar
landsins, þar sem spænska
var töluð, eitt konungsriki.
Ferdinand var af ætt Habs-
borgara, en sú ætt vék af svið-
inu þar syðra með dauða
Karls II árið 1700.
Þá var það, að Bourbon-
ættin kom til sögunnar. Þetta
var upphaflega frönsk aðals-
mannaætt, en hafði viða fest
rætur og hafizt á stóla kon-
unga og fursta. Karl II
Spánarkonungur var barn-
laus, og hann ákvað i erfða-
skrá sinni, að sonarsonur Loð-
viks XIV í Frakklandi skyldi
erfa konungsstól á Spáni.
Þessi franski prins gerðist sið-
an spænskur konungur og
nefndist Filippus V. Þrisvar
hafa niðjar hans verið reknir
af konungsstóli — fyrst er
Napóleon hernam landið árin
1808-1814. I næsta skipti varð
valdamissir langærri. ísabella
II var lýst fullveðja þrettán
ára gömul, og hennar beið
mikill mótgangur. Að sjálf-
sögðu voru það ýmsir ráðgjaf-
ar og embættismenn, allir
ákaflega afturhaldssamir,
sem höfðu völdin i sinum
höndum næstu ár. Andúðin á
þessum herramönnum, sem
fóru með völd án þess að
stjórnarskráin ætlaði þeim
það, birtist i hverri uppreisn-
inni á fætur annarri. Alvarleg-
ust var hip svokallaða bylting
i september og október 1858.
tsabella varð að flýja með rik-
isarfann, Alfons prins af
Astúriu, er þá var ellefu ára.
Þau mæðgin settust að i
Paris, og þar dó drottningin
eftir langa útlegð árið 1904,
sjötiu og fjögurra ára gömul.
Eftirmælin, sem hún hlaut,
eru ekki sérlega lofsamleg.
Þau má lesa i alfræðiorðabók-
um. I einni segir, stutt og lag-
gott? „Hún var alkunn
sakir léttúðar sinnar og
margra friðla”.
Stjórnmálaástandið á Spáni
var heldur losaralegt eftir
flótta Isabellu, og árið 1873
lýsti þingið Spán lýðveldi.
Samtimis hófst mikill áróður
konungssinna, sem vildu fá
Alfons heim og hefja hann á
konungsstól. Þeir komu sinu
fram. Prinsinn hélt innreið
sina i Madrid árið 1875, átján
ára gamall, og nefndist Alfons
XII. Fjórum árum siðar gekk
hann að eiga Mariu Kristinu
prinsessu. En hjónabandið
varð ekki langt, þvi að hann
lézt árið 1885.
Drottningunni fæddist sonur
fáum mánuðum eftir dauða
konungs, og hafði hún með
höndum æðstu stjórn landsins,
þar til þessi sonur, Alfons
XIII, fékk konungsnafn árið
1902, sextán ára gamall.
Arið 1905 tók hann til drottn-
ingar Viktoriu af Battenberg,
dótturdóttur Viktoriu Eng-
landsdrottningar og frænku
Mau drottningar i Noregi.
Brúðkaupið stóð i Madrid, og á
brúðkaupsdaginn var
sprengju kastað að brúðar-
vagninum. Margt fólk beið
bana, en tilviljun réði, að
konungur og drottning sluppu.
Alfons konungur XIII braut
ekki stjórnarskrána beinlinis
Viðhöfn var mikil, þegar Júan Karlos gekk að eiga Soffiu
prinsessu, og fulitrúar flestra konungsætta, hvort heldur
þeirra, sém velli halda eða hinna föllnu, voru þar við-
staddir.
Hann hélt af landi brott með
fjölskyldu sina og dvaldist
siðan oftast i Róm, unz hann
dó að fáum árum iiðnum.
Raunar afsalaði hann sér
aldrei formlega konungdómi,
og það gerði sonur hans, Don
Júan, greifi af Barsilóna, ekki
heldur. Hann hefur lengi hafzt
við i Portúgal. Naut hann
stuðnings hreyfingar i heima-
landinu, sem vildi, og vill enn,
fá haim á veldisstól feðra
sinna. Þetta fólk kallar
þennan konungkynjaða greifa
enn „Hans hátign”.
Mörgum til mikillar undr-
unar varð það sonur hans.
Júan Karlos, sem Frankó út-
nefndi konung Spánar að sér
gengnum. Prinsinn hefur notið
uppeldis og menntunar i anda
einræðisins til þess að gerast
þjóðhöfðingi lands sins. Hvaða
framtið biður hans og spænsku
þjóðarinnar veit enginn. En á
næstu mánuðum kann margt
að gerast, er orðið getur vis-
bending um það, hvaða gifta
fylgir honum, ef einhver er.
Júan Karlos er nú þrjátiu og
sjö ára gamall. Hann er
kvæntur Soffiu prinsessu,
dóttur Páls konungs og
Friðriku drottningar i Grikk-
landi. Hún er systir hins land-
flótta konungs, Konstantins.
Júan Karlos og kona hans eiga
einn son og tvær dætur. Bæði
eiga ætt sina að rekja til
Viktoriu Englandsdrottningar
og Kristjáns Danakonungs IX.
svo að þau eru tiltölulega
nákomin þeim fáu konungs-
ættum, er ekki hafa horfið i
djúp aldanna.
fram að heimsstyrjöldinni
fyrri. En hann beitti valdi sinu
óspart. A styrjaldarárunum
hélt hann Spáni hlutlausum i
orði kveðnu, en andstæðingar
hans staðhæfðu, að hann
reyndi á alla lund að styðja
Þýzkalandskeisara, að svo
miklu leyti sem það var ger-
legt, án þess að kasta grim-
unni.
Arið 1920 var enn á ný orðin
mikil ókyrrð á Spáni. Um tima
var Primo de Rivera einræðis-
herra i skjóli konungs, en lýð-
veldissinnar náðu undirtök-
um, þegar til lengdar lét, og i
aprilmánuði 1931 var Alfons
steypt af stóli.
JH