Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 22. nóvember 1975. LÖGREGLUHA TARINN 73 Ed McBain Þýðandi íaraldur Blöndal — Mér f innst aaman að sjá Tony öðru hverju. Hann er góður vinur minn. — Og þess vegna ókst þú alla leið niður í bæ til að hitta hann? — Einmitt. — Hvað tapaðir þú miklu í veðmálum heimsmeistara- keppninni? — Ekki mjög miklu... — HVE MIKLU? — Tiu dollurum eða eitthvað þar um bil. Hvernig veizt ÞÚ um það? — Voru það ekki fremur FIMMTIU dalir? — Það kann að vera. Ég man það ekki. Hvernig veizt þú um þetta? Hann sneri sér að Baum... — Hvernig vita þeir um þetta, spurði hann lögmanninn. — Hvernig vitið þið þetta, spurði Baum. Meyer varð fyrir svörum: — Ef þér er sama lögmaður góður þá ætlum VIÐ að spyrja spurninganna, nema þú hafir einhverju að mótmæla. — Éq hef enqu að mótmæla enn sem komið er. Þetta er allt innan leyfilegra takmarka. En ég vil gjarna vita HVERT þið stefnið með þessu öllu. — Það verður Ijóst innan skamms, svaraði Meyer. — Ég vil fá að vita hvað er um að vera nú þegar, Meyer leynilögreglumaður. Aðöðrum kosti neyðistég til að ráð- leggja skjólstæðing mínum að segja ekki fleira. Meyer stundi og Willis lét sér nægja að yppa öxlum. — Okkur grunar að skjólstæðingur yðar lumi á vit- neskju um yfirvofandi glæp, svaraði Meyer að lokum. — Hvaða glæp. — Ef yður þóknast að gefa okkur tóm til að spyrja hann... — Ekki fyrr en spurningu minni er fullsvarað, sagði Baum. — Við getum bókað kæru á hann fyrir 570. — grein hegningarlaganna eða við getum kært hann.... — Bíddu hægur ungi maður, sagði Baum. — Viltu út- skýra þetta aðeins nánar? — Sjálfsagt herra minn. Við höf um ástæðu til að ætla, að skjólstæðing yðar haf i verið boðið fé eða aðrar mútur fyrir að leyna glæp. Þetta er ódáðaverk eða beint lög- brot. Það fer eftir því hvers eðlis sá glæpur er, sem hann samþykkti að hafa hljótt um. Þér hljótið að vita þetta, herra. — Og hver er þessi glæpur sem hann samþykkti að leyna? — Við gætum einnig kært hann fyrir samsæri, grein 580, ef sannastað hann er í raun og veru ÞÁTTTAKANDI i þessum áætlaða glæp. — Hafið þið fulla vitneskju um að fremja eigi glæp, spurði Baum. — Við höfum allþokkalega vissu um það. — Þið gerið ykkur væntanlega Ijóst að samþykkið eitt getur aldrei jafngilt samsæri, nema eitthvað sé fram- kvæmt auk þessa samþykkis, sem áhrif hefur til að flækja málsaðila frekar. — Herra Baum, þetta er ekki réttarsalur. Við skulum ekki sækja málið né verja að sinni. Samþykkt? Við munum ekki leggja fram kæru gegn skjólstæðing yðar svo framarlega sem hann sýnir samvinnuvilja og svar- ar... — Vonandi greindi ég ekki hótun í þessari yfirlýsingu yðar, greip Baum fram í fyrir Meyer. — Nú tekur í hnúkana, sagði Meyer óþolinmóður.. — Við vitum að maður að nafni Anthony La Bresca og maður að nafni Peter Calucci hafa uppi áætlanir um að fremja glæp, lögbrot eða ódæði, hvaðsem þér viljið kalla það. Við höf um einnig ærna ástæðu til að halda að skjól- stæðingur yðar viti FYLLILEGA hvað þeir ætlast fyrir. Við höfum einnig gildar ástæður til að áætla að skjól- stæðingur yðar hafi krafizt f jár af þeim fyrir að halda leyndri slíkri vitneskju eða upplýsingum og hindra að slikt bærist lögreglunni til eyrna. Þessi glæpur verður framinn f immtánda marz. Reynið að skilja eftirfarandi herra Baum. Við viljum ekki handtaka La Bresca og Calucci fyrir samsæri. Ástæðurnar eru a) Við gætum ekki staðið undir þeirri ákæru án þess að þeir aðhefðust eitthvað f rekar, eins og þér nef nduð. b) við gætum endað með léttvæga kæru um ódæðisverk. Það fer eftir þvi hvað þeir eru að bralla. Yður er sjálfsagt jafnljóst og mér, að glæpurinn sem þeir hafa á prjónunum er annað hvort morð, barnsrán eða rán af fyrstu gráðu, vopnað rán. Eða þá eiturlyfjasölu, f járkúgun eða íkveikju. Ef þeir hafa gert eitthvað annað en að samþykkja þátttöku í f ramkvæmd glæpsins þá er sérhver þeirra sekur um lög- brot. Ég þykist einnig vita að yður sé kunnugt um, að margir háttsettir embættismenn borgarinnar hafa ný- lega verið myrtir. Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi Laugardagur 22. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugreinar dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Guörún Guðlaugsdöttir les „Eyjuna hans Múminpabba” eftir Tove Jansson (21). Tilkynningar kl.9.30. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúkiingakl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsddttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Iþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan Björn Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir islenzkt mál Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag. flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 F'réttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 A minni bylgjulengd Jökull Jakobsson við hljóð- nemann i 25 minútur. 20.00 Hljómplötusafnið Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 A bókam arkaðnum. Umsjón: Andres Björnsson. Dóra Ingvadóttir kynnir. — , Tónleikar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 22. nóvember 17 00 Iþróttir. Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. 18.30 Dóminik. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 2. þáttur. HúsnæOi til leigu. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Læknir I vanda.Breskur gamanmyndaflokkur. Mannamunur. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Vetrarakstur. Umferðarfræösla. Um- sjónarmaður Arni Þór Ey- mundsson. 21.10 Kvöldstund meö Lionel Hampton. Lionel Hampton og hljómsveit hans leika jasslög. I þættinum koma fram ýmsir gestir, svo sem söngkonan Dusty Spring- field og hljómsveitin Ocean. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.55 Svalbaröi. Norsk heim- ildamyndum líf veiöimanns á eynni. Þýðandi og þulur Jén O. Edwald. 22.20 Ast og afieiöing. (Love With The Proper Stranger). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1963. Leikstjóri er Ro- bert Mulligan, en aðalhlut- verk leika Natalie Wood, Steve McQueen, Edie Adams og Herschel Bernardi. Ung stúlka verður þunguö af völdum manns, sem hún vill ekki giftast og hyggst láta eyða fóstrinu. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 23.55 Dagskráriok. Auglýsitf íTímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.