Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.11.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 22. nóvember 1975. TÍMINN 13 Hjörtur E. Þórarinsson: HALLDÓR LAXNESS OG ROLLURNAR 1 nýju bókinni sinni, í túninu heima, kemst Halldór Laxness svo aö orði i byrjun 25. kafla, sem hann kallar Bústáng: ,,Ef bændafólk skyldi af tilvilj- un lesa þetta ágrip um lifið i sveitinni mundi mig ekki undra fþótt einhver upphæfist I þá veru hvort strákskrattinn hafi aldrei unnið handtak heima hjá sér...” Ekki er að efa, að æðimargt bændafólk mun lesa þessa bók, enda þótt Halldór eigi sennilega færri velunnara meðal sveita- fólks hlutfallslega heldur en i öðr- um stéttum. Þvi valda dólgslegir sleggjudómar hans um islenzkan landbúnað, sem hann hefur látið frá sér á þrykk út ganga fyrr og siðar. Nú vill svo til, að ég er einn þeirra, sem þegar hafa lesiö þessa siöustu bók skáldsins. Hún var lesin upphátt sem nokkurs konar framhaldssaga við morgunverðarborðið að aflokn- um fjósverkum siðustu daga októbermánaðar. Varð annað lesmál, meira að segja sjálfur Timinn að þola þá útreið að liggja ólesinn þá morgnana. Urðu þessir lestrar alllangir, svo morgun- verkin ódrýgöust iskyggilega meðan bókin entist. Þessi grein er skrifuð að öðrum þræöi til að þakka höfundinum fyrir bók, sem bæöi eldri og yngri mönnum á heimilinu þótti hin skemmtilegasta lesning. Það er ekki að spyrja að honum Halldóri. Enginn getur sem hann sagt hlut- ina þannig, að athygli lesandans haldist glaðvakandi og eftirvætn- ing þess, hvað komi næst. Það kalla ég aðalsmerki allrar góðrar lesingar. Þannig fór fyrir mér i þetta skipti þ.e.a.s. aftur á bls. 221. Þá gerðust ósköpin sem urðu þess valdandi, aö ég las siöustu 28 sið- urnar með hálfgerðri ólund og var að lokum alveg sama, hvernig bókin endaði. Þarna i lok bústángakaflans breytist skáld vort allt I einu I svolitiö geöstirðan rellukarl og eftirfarandi gullkorn skjótast fram af hinum heimsfræga penna: „Þó ótrúlegt sé rækta þeir það enn (þ.e. bændurnir sauðféð) til kjöts og reyna siðan aö troða kjöt- inu með rikismeðgjöf upp á út- lendinga sem fúlsa viö þvi.” Sið- an nokkur orð um skaösemi sauð- kindarinnar fyrir gróður landsins með tilvitnun I eyðimörkina Sahara og loksins þetta: „Sauöfjárbúskapur tilheyrir alltöðru menningarstigi og efna- hagskerfi en Islendingar búa við nú á dögum, og á eins og háttar til núna meira skylt við skemmtun eða sport en landbúnaö sem mark sé á takandi...” Miklu er hægt að koma fyrir af fjarstæðum i fáum linum, ef snillingur heldur á pennanum. Ætli ég skilji það rétt, að Halldóri Laxness geðjist ekki að kinda- kjöti? Sé svo er það að visu hábölvaður kvilli, af þvi að hann býr nú einu sinni á Islandi. En ekki réttlætir það þá áráttu hans að vilja endilega fjarlægja þann ágæta mat af borðum allra sam- landa sinna. Slikt er hreinn og beinn fantaskapur, og ekki siöur það að segja, að útlendingar fúlsi við kjötinu okkar. Það er nú eitt- hvað annað. Um öll Norðurlönd er rifizt um þaö litla, sem kemur i kjötbúðir af þessari gæöavöru. Til Noregs seljum við bróðurpartinn af þvi litilræði, sem við megum Hjörtur E. Þórarinsson. sjálfir missa af þessu eftirlætis- kjöti okkar. Og þar i landi er mik- ill fjöldi fólks, sem þekkir (og virðir) Island einna helzt fyrir það, að þaðan kemur bezta kinda- kjötið, já og reyndar fallegustu ullarvörurnar lika. Og þetta fólk hefur aldrei lesið stafkrók eftir is- lenzkan rithöfund nema Snorra, sem það telur hafa verið norskan. Svipaöa sögu er að segja frá Sviþjóð, svo ekki sé nú minnzt á Færeyinga, sem senda sin hrað- skreiðustu skip upp til Aust- fjarðahafna eftir kjöti á haustin, þegar þeir fá þær fréttir að farið sé að slátra á íslandi. Hvar hefur Halldór eiginlega fundið þann þjóðflokk, sem þykist hafa efni á að fúlsa við íslenzku kindakjöti, eða nokkru kindakjöti yfirleitt? Mér þætti fróölegt, ef hann vildi nafngreina þá undar- legu þjóð. Einkennilegt er það lika, að skáldið skuli tala um það með fyrirlitningu, að sauðfjárrækt eigi skylt við „skemmtun eða sport”. Hvað er ljótt við það? Er ekki takandi mark á atvinnuvegi, ef hann er skemmtilegur? Við heyr- um að mörg starfsgreinin I þjóö- félaginu sé leiðinleg, meira aö segja steindrepandi leiðinleg. Og leiði fólks kemur fram i ýmsum myndum t.d. áhugaleysi, ódugn- aði, þvermóösku, þreytu og taugaveiklun. Helzta lækningin er að stytta vinnutímann, svo fólkið geti bætt sér upp leiðinlegan hversdagsleikann meö skemmtunum og sporti ýmiskon- ar. En sem betur fer eru enn til at- vinnuvegir, sem eru skemmtileg- ir I sjálfum sér, svo skemmtileg- ir, að þeir vekja i mönnum and- stæður þeirra neikv. einkenna, sem ég áöan nefndi, áhuga, dugn- að, likamlega velliðan og andlegt jafnvægi. Meðal slikra atvinnu- greina er t.d. mörg tegund sjó- mennsku, trúi ég. Og i þeim flokki, er sauðfjárrækt um allan heim, þvi sauðkindin byggir allan hnöttinn. Eins og maöurinn og hundurinn lifir hún góðu lifi á öll- um lengdar- og breiddargráöum frá Arkangelsk til Arabiu, frá Hyde Park til Himalajafjalla. Vist er sauðfj.rækt oft og viða erfitt starf, strit og strið, hlaup og stökk, sviti og svefnleysi. En yfir- leitt alltaf skemmtilegt starf, svo sauðbóndinn unir vel sinum hlut þótt litið sé um tækifæri til að stunda skemmtanir eða sport- mennsku utan starfsins. En „enginn einstakur skað- valdur hefur spillt Islandi eins og sauðkindin” segir skáldið i hneykslistón. Enginn heilvita maður neitar þvi að ofbeit sauð fjár spilli landi. Allir vita og hafa vitað i a.m.k. 900 ár, að gróðri landsins hefur hrakað gifurlega frá þvi land byggðist. Það var þegar orðin söguleg staðreynd á dögum Ara fróða. Allir eru ennfremur sammála um, að beit búpenings, einkum sauðfjár, eigi mikinn, liklega mestan þátt I spjöllunum. Að lokum eru nú nálega allir orðnir sammála um, að ofbeit sé enn stunduð i sumum hlutum landsins, og að þvi verði sem fyrst að linna., Allt þetta veit Halldór Laxness eins og aðrir. Hann hefur hugsað málið og komizt aö afar einfaldri niðurstöðu. Það á bara að leggja niður sauðfjárbúskap á íslandi, hann tilheyrir ekki þvi menningarstigi og efnahagskerfi, sem við búum við. Svona einfalt er það þá. Tökum hliðstæðu: Islenzk fiskimið eru ofnýtt, þeim hefur stórhrakað, rányrkj- an viðgengst enn og þessu verður sem fyrst að linna. Um það eru allir sammála. Er þá ekki bara sjálfsagður hlutur að við hættum að veiða fisk. Það samræmist hvort eð er ekki menningarstigi okkar að vera að eltast við þessi grey út um allan sjó, enda nóg aö gera i landi (þó ekki við sauðfjár- rækt). Fiskifræðingar og skynsamir sjómenn (þeir eru það þvi miður ekki allir) hugsa reyndar öðru- visi. Þeim hefur hugkvæmzt að takmarka og skipuleggja veið- arnar, svo fiskistofnarnir geti náð sér upp og gefiö siöan hámarks- afla til frambúöar. Og einmittþetta sama er stefna sérfræðinga landbúnaðarins og skynsamra bænda (við erum þaö þvi miður ekki allir). Það er að takmarka og skipuleggja beit búpeningsins aö þvi viöbættu, sem ekki verður svo auðveldlega komið við I djúpum hafsins, að rækta upp ný beitilönd, þar sem náttúrunni aldrei tókst það hjálparlaust. I þessa átt erum viö að þukla okkur áfram með tilraunum og rannsóknum. Og við munum halda áfram á þeirri braut með vaxandi öryggi og haldbetri reynslu. Þetta er verkefni okkar og að þvi munum við vinna næstu árin, en ekki leggja niöur sauðfjárrækt og þar með byggð i landinu hálfu. Við ætlum sem sé aö halda áfram aö leggja á þjóðarborðið heimsins bezta kjötmeti, og vef- urum og prjónakonum landsins (Vefarinn mikli, prjónastofan Sólin) ætlum við að leggja i hend- ur heimsins beztu ull til að klæöa kuldann af þjóðarlikamanum og gleðja þjóðaraugað með litskrúði hennar. Og jafnframt munu fjármenn landsins skemmta sér konung- lega við þetta þjóðþrifastarf sitt, sem unnið er i sambýli og sam- vinnu við sjálfa náttúru landsins hreina og ómengaöa. Og svo vil ég bara vona, að skáld vort, Halldór Laxness, megi lengi lifa, svo að hann megi ásamt öllum hinum skáldunum halda áfram að gleðja og þroska þjóðarsálina meö ritverkum sin- um og reyna, ef mögulegt væri að koma i veg fyrir það, að þjóðin detti ofan á annað og lægra menningarstig i öllu þessu rollu- stússi. Húsbyggjendur — Verkkaupar Tilkynning frá Ákvæðisvinnustofu Félags löggiltra rafverktaka í Reykjavík og Félags íslenzkra rafvirkja Að gefnu tilefni skal húsbyggjendum og verkkaupum bent á, að ákvæðisvinnu- reikningar frá rafverktökum teljast þvi aðeins fullgildir að þeir séu endurskoðaðir og stimplaðir af Ákvæðisvinnunefnd F.L.R.R, og F.Í.R. Greiði verkkaupi óstimplaða ákvæðis- vinnureikninga, missir hann rétt til end- urmats og leiðréttingar skrifstofunnar á magntölum verksins, svo og rétt til gæða- mats á vinnU, en verkkaupi á rétt á þess- ari þjónustu endurgjaldslaust, ef ákvæðis- reikningur er stimplaður þegar hann er sýndur eða greiddur. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu nefndarinnar að Hátúni 4A, simi 14850. Reykjavik, 19. nóvember 1975. f.h. Ákvæðisvinnunefndar F.L.R.R. og F.Í.R. Andrés Andrésson, formaður. Lífeyrissjóðurinn Hlíf Sjóðsfélagafundur verður haldinn i húsi Slysavarnafélags íslands, Grandagarði i dag kl. 14. Dagskrá: 1. Lögð fram ný reglugerð fyrir sjóðinn. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar sjóðsins fyrir árið 1974. 3. Stjórnarkosning samkvæmt 5. grein reglugerðar sjóðsins. 4. önnur mál. Stjórnin. Umboðssala Hlutafélag með umboðs og heildverzlun á Norðurlandi vantar vörul i umboðssölu. Allt kemur til greina. Upplýsingar i dag og næstu daga i sima 23776 frá kl. 9 til 14. . etf; $ p> >.Ls 'Sr"4 &S ú 1 & Skipulag Breiðholtshverfanna Sýning í Fellahelli Siðara sýningartimabil frá 22. nóv. til 28. nóv. l.augardagur 22. nóv. 13—19 Sunuudagur 22. nóv. 13—22 Mánudagur 24. nóv. 17—22 Þriðjudagur 25. nóv. 13—18 Miðvikudagur 26. nóv. 17—22 Kimmtudagur 27. nóv. 13—19 Föstudagur 28. nóv. 13—17 Skipulagshöfundar eru viðstaddir á laugardag og sunnudag og tvo siðustu sýningartimana á virkum dögum. $ V# J& $ $5 £ •U: r'ír e •iri M Þróunarstofnun Reykjavikurborgar. ,1; . AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.