Tíminn - 11.12.1975, Side 13

Tíminn - 11.12.1975, Side 13
Fimmtudagur 11. desember 1975. TÍMINN 13 H.F. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON Málverkasýning Jörundar Pálssonar, arkitekts stendur nú yfir í sýn- ingarsal Arkitektafél. islands 1 húsi Ma'larans við Grensásveg. Þarna sýnir Jörundur nokkra tugi mynda af fjallinu eina: Esjunni og engu öðru. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld. Hvítklæddar konur — ný bók eftir Frank G. Slaughter í NÝJUSTU bók Frank G. Slaughter, sem komin er út á is- lenzku, eru það konurnar sem gegna mikilvægustu hlutverkun- um, en bókin nefnist Hvitklæddar konur.Bókin er gefin út hjá Bóka- forlagi Odds Björnssonar hf. i þýðingu Hersteins Pálssonar. — Það eróþarfi að kynna höfundinn. Frank G. Slaughter, fyrir is- lenzkum lesendum, en bækur hans hafa náð feiknalegum vin- sældum hér á landi. Efni bókarinnar snýst um ung- ar og dugandi hjúki'unarkonur. færan skurðlækni, sem glatað hefur öllu sjálfstrausti, og fjallar bókin um vandamál þessa fólks á stóru sjúkrahúsi, bæði i einkalifi og atvinnu. Er bókin í hættu? Ég hef stundum á þessu ári heyrt í blöðum, að timi bókar- innar sé liðinn. Hún eigi eftir að hverfa. Þessar hrakspár hafa komið illa við mig, þvi að ég álit að bókin hafi skipað virðulegan sess i lifi allra menningarþjóða. Og sjálfur er ég i mikilli þakkarskuld við bækur. Við eigum gullaldarbók- menntir — íslendingasögurnar og Heimskringlu — sem lyft hafa þessari fámennu þjóð á það menningarstig að standa jafn- fætis öðrum menningarþjóðum álfunnar og varðveitt hina fögru tunguokkar framá þennan dag. Þar við bætist að við höfum átt mörg ágæt skáld á 19. og 20. öld sem lyft hafa hugsunarhætti þjóðarinnar og fágað hann. Hvaða kosti hefur bókin? Hvað á að koma i staðinn fyrir hana? Hún hefur þann kost, að við veljum hana sjálf okkur til ánægju i tómstundum til að fylla ut i eyður i lifi okkar. Hún vekur nýjar hugsanir innra með okkur meðan við lesum hana. Hún er góður vinur, sem glæðir og göfgar kenndir i sálarlifi okkar, ef hún á það skilið að teljast góð bók. Og hvað á að koma i staðinn fyrir bókina? Útvarp, sjónvarp og hljómplötur. En þetta er allt valið af öðrum. Við erum mötuð á þessu. Sumt gott, annað verra eins og gengur. Þetta er allt bundið við einhverja tækni, sem knýr okkur til að hlusta eða horfa á vissum timum. Bókina getum við tekið i hönd hvenær sem okkur langar til og verið ein með henni og nærst af þeim boðskap, er hún flytur. Það væri freistandi að ræða hér nánar um útvarp og sjón- varp, en verður sleppt að þessu sinni en aðeins rætt um bækur. tslendingar hafa verið taldir bókaþjóð. Hér á landi er mikil bókaútgáfa og mikið lesið-Enda mun islenzk alþýða vera betur að sér en viða þekkist með öðr- um þjóðum. Bókagjafir um jól er góður siður. Fátt er hægt að gefa vini sinum betra en góða bók. Til hennar er hægt að leita oftar en einu sinni. En nú hefur verð á bókum hækkað mikið hin siðustu tvö ár, eins og allt annað. Þó er enn erfitt að fá góða gjöf, sem er ódýrari en bókin. Ég sá i blaði i sumar skýrslu frá einhverjum útlendingi, sem var að kynna sér islenzk heimili i sambandi við einhverja félags- málakönnun, að hann hefði at- hugað um bókakost á islenzkum heimilum, einkum i sveitum. A mörgum þeirra var mikið til af bókum en öðrum svo að segja ekki neitt. Ekki fór þetta eftir efnahag heimilanna heldur þvi hvort fólkið var bókhneigt. Þegar ég kem á heimili lit ég oft eftir, hvort söguleg átthagarit, islenzkar skáldsögur og ljóða- bækur séu þar i hillum. Ef að- eins sjást þýddar skáldsögur eru það gjafabækur og ekki keyptar bækur á þvi heimili. Þarer þvi ekki að vænta mikils af góðum bókum. Sá hugsunarháttur frá fátækt 19. aldar er enn rikjandi, að is- lenzk heimili hafi ekki efni á að kaupa bækur. Þetta er mikill misskilningur. ..Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði." Út frá þessu kom mér til hug- ar, að hvert heimili ætti að verja 1-2 af hundraði af tekju.m sinum til bókakaupa, málverk á vegg cða hljóðfæri. Allt þetta gerir heimili að menningarheimili. Með þvi móti mundi hvert heimili eignast dálitið heimilis- bókasafn. Það er mikils virði, einkum þar sem börn alast upp. Einkum er þetta nauðsynlegt til sveita,þar sem bókasöfn eru oft litil. Hins vegar dettur mér ekki i hug, að menn geti keypt allar þær bækur sem þá langar til að eignast. Þá koma héraðsbóka- söfnin að notum og þarf að efla þau. En mikill munur er að eiga bók eða fá hana lánaða. Mál þetta væri þess virði að ræða það á Búnaðarþingi, þar sem bókasöfn eru minni og fá- skrúðugri i sveitum en i bæjum. Eirikur Sigurðsson. Um þessar mundir stendur yfir sýning á vatnslitamyndum Eyjóifs Einarssonar i vinnustofu Guðmundar Arnasonar að Bergstaðastræti 15 Rvk. Eyjólfur sýnir þar 20 vatnslitamyndir og hefur sýningunni verið vel tekiö og höfðu 5 verk selst á fyrstu tveim dögunum. Sýningu hans lýkur á laugardag..................

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.