Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. desember 1975. TÍMINN 3 VEIÐISKIP KÆRÐ gébé-Rvik. — Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur kært seytján sildveiðiskip fyrir að veiða meira magn en kvóti þeirra sagði til um, þar að auki er eitt skipið, Gullberg VE, einnig kært fyrir að hafa veitt siid viö suðurströnd tslands og selt afla sinn i Dan- mörku. Hafa mál þessi verið send til yfirvalda i heimahöfnum skipanna og verða tekin fyrir fljótlega. Heildarkvótinn á siðustu sildar- vertið var ákveðinn tiu þúsund tonn, en reyndist i lok vertiðar nær eitt þúsund tonnum meiri, að sögn Jóns B. Jónssonar i sjávarútvegsráðuneytinu. Veiðiheimild var gefin til 44 skipa og fékk hvert þeirra leyfi til að veiða 215 tonn. Sú ákvörðun var tekin i ráðuneytinu, að sækja ekki til saka þá, sem höfðu veitt 235 tonn, en skip með hærri afla en það, voru kærð, eins og áður segir. — Fyrstu leyfin voru gefin út 17. september i haust, sagði Jón, en fáir byrjuðu veiðar svo snemma og raunar voru bátarnir að byrja veiðar allt fram i nóvembermán- uð. Sildveiðarnar stóðu til 1. desember, en þá þegar var komið i ljós að mörg skipanna höfðu veitt gróflega meira heldur en aflakvoti þeirra sagði til um. Eitt af skilyrðum i veiðiheimild ráðuneytisins, var að þeir, sem ekki hlýddu takmörkun veiði- kvótans, gætu átt á hættu að fá ekki veiðiheimild á næstu vertið. Verðlauna- getraunir í jólablaði Barna-Tímans Á Þorláksmessu mun fylgja Timanum sérstakt jólablað Barna-Timans. t Barna-Timanum verður fjölbreytt efni til að stytta stundirnar þangað til jólahátið- in gengur i garð og einnig verða verðlaunagetraunir i blaðinu. Getraunirnar verða tvær, önnur fyrir börn 10 ára og yngri og hin fyrir börn 11 ára og eldri. Fyrstu verðlaun i báðum hópum verða glæsileg reiðhjól frá Fálkanum og sjást þau á með- fylgjandi mynd. Hjólið, sem drengurinn er með, verða fyrstu verðlaun i eldri flokknum og hitt verða fyrstu verðlaun i yngri flokknum. Önnur verðlaun i eldri flokknum verða plötuspil- ari og ferðaútvarp i yngri flokknum. Auk þessa verða svo hljómplötur til verðlauna, og verða það plöturnar, sem telpan er með á myndinni. Plöturnar eru frá Faco. Eftirlitsskipið Miranda ásamt einum brezku veiðiþjófanna. Myndin var tekin á miðunum fyrir austan land i gær. Timamynd Róbert. Veiðiþjófum fjölgar á ný Gsal-Reykjavlk. — Brezku togurunum við Islandsstrendur hefur fjölgað á ný, að sögn Land- helgisgæzlunnar. t gær voru brezku togararnir alls 19 hér við land, samkvæmt tölum frá Land- helgisgæzlu, en voru sautján deginum áður. Mjög óvenjulegt er að brezkum togurum f jölgi hér við strendur þegar liða tekur að jólum. Jón Magnússon, talsmaður Oó-Reykjavik. Stjórn Happ- drættis Háskóla Islands sendi i fyrradag frá sér tilkynningu þess efnis, að bankaviðskipti happ- drættisins væru i alla staði eðli- leg, og að bankainnistæður eru samkvæmt bókhaldi happdrættis- ins I viðskiptabönkunum. Vegna orðróms um viðskipti happ- drættisins og forstöðumanns þess i Alþýðubankanum óskaði stjórn happdrættisins eftir upplýsingum bankaráðs um hvort og hvernig HHÍ tengdist útlánastarfsemi bankans. I svarinu kom fram, að HHf hefur um árabil verið inni- stæðueigandi i Alþýðubankanum, og hafi verið um heilbrigð inn- lánsviðskipti að ræða,t)g sé happ- drættið ekki skuldskeytt bankan- um né innistæðurþess veðbundn- ar. Tekið er fram I tilkynning- unni, að bein tengsl liggi ekki fyr- ir milli innistæðna HHl og skuld- skeytingar forstöðumanns þess við bankann. Timinn lagði þá spurningu fyrir Guðlaug borvaldsson, háskóla- rektor, sem er formaður stjórnar Happdrættis Háskóla Islands, hvort viðskipti forstöðumanns happdrættisins við Alþýðubank- ann væru i athugun. Það mál er i athugun, sagði há- skólarektor að ég vona hjá réttum aðilum, en málið er i athugun hjá bankaráðinu og Seðlabankanum og allt sem við höfum gert i sam- bandi við þetta mál höfum við skýrt rikisendurskoðanda frá, en okkur þótti tilkynningin eiga er- indi til fjölmiðla happdrættisins Gæslunnar, sagði i samtali við Timann i gærkvöldi að 16 brezkir togarar hefðu verið á miðunum út af Langanesi, en 2 út af Reyðar firði. Nú eru allir dráttar- bátarnir, nema Europeman, farnir heim á leið, en eftirlits - skipin sem hér eru nú, eru Mirandaog Hausa, svo og frei- gáturnar Leander og Brighton. Nýtt birgðaflutningaskip kom á miðin i gær, Olwen að nafni, og vegna, og viljum lita svo á, að viðskipti Páls séu okkur óviðkom- andi. Okkur er tjáð, að viðskipti hans við Alþýðubankann séu i at- hugun, og að sjálfsögðu munum við fylgjast gaumgæfilega með þvi. BH—Reykjavík. Menntamála- ráðherra hefur skipað byggingar- nefnd Listasafns tslands. I nefnd- inni eiga sæti: Guðrhundur Þórarinsson, verkfræðingur, sem jafnframt hefur verið skipaður formaður nefndarinnar, dr. Selma Jdnsdóttir, forstöðumaður, Runólfur Þórarinsson, stjómar- ráðsfulltrúi og myndlistarmenn- irnir Jóhannes Jóhannesson og Steinþór Sigurðsson. Timinn hafði samband við formann nefndarinnar.Guðmund G. Þórarinsson i gærkvöldi, og tjáði hann okkur, að nu væru á fjárlögum 30 milljónir áætlaðar til Listasafns Islands. Væri ráð- gert að verja þeim peningum til þess að lagfæra gamla ishúsið við Tjörnina, sem er i eigu safnsins, þannig, að það geti verið þar til kemur það i stað Tidepool. Nýja skipið er nokkru stærra en Tide- pool. Skartgripa- þ|ófurinn fundinn Gsal—Reykjavik. —Rannsóknar- lögreglan hefur nú haft hendur i hári mannsins sem stal tæplega sjötiu gullhringum úr verzlun einni við Laugaveg ekki alls fyrir löngu. Maðurinn sem er sibrota- maður, hefur verið úrskurðaður i allt að tuttugu daga gæzluvarð- hald. Megnið af þýfinu er komið til skila. Að sögn rannsóknarlög- reglunnar var maðurinn undir áhrifum áfengis er hann framdi innbrotið Þýfinu kom hann til kunningja sins og bað hann geyma það fyrir sig. Þessi kunningi fór með þýfið til ættingja sinna, þar sem hann faldi það i þvottaefnispakka. húsa og jafnvel að byggja við hús- ið, ef nauðsynleg leyfi fást, og sagði Guðmundur, að húsameist- ari rikisins væri að vinna að skipulagsmálum Listasafns Islands um þessar mundir. Týndi 110 þús. kr. Um tvöleytið á miðvikudag varð ungur maður fyrir þvi óhappi að glata 110 þús. krónum. Peningana hafði hann sótt i Verzlunarbank- ann i Bankastræti, en á leið á vinnustað, prentsmiðjuna Eddu, Lindargötu 9A, hafa peningarnir fallið úr vasa hans. Féð var allt i 5 þús. krónu seðlum, sem heftir voru saman með bréfaklemmu. Skilvis finnandi er beðinn að koma þessu fé á skrifstofu prent- smiðjunnar gegn fundarlaunum. Viðskipti HHÍ og Alþýðubankans eðlileg: Viðskipti bankans og forstjórans eru enn í athugun Menntamálaráðherra skipar bygginganefnd Listasafns íslands Hjón og þrjú börn sluppu naumlega úr eldsvoða á Akranesi G.B. Akranesi. — I gærmorgun eyðilagðisti eldi húsið nr. 115 við Vesturgötu á Akranesi, en það er járnvarið timburhús. I húsinu bjó Jón Jóelsson, kennari með konu sinniog þremur börnum, 5, 7og 10 ára. Sluppu þau naumlega og allslaus út úr hinu brennandi húsi, sem er nú ónýtt ásamt öllu Knnbúi. Starfsmaður i Sementsverk- smiðjunni, Páll Indriðason, átti leið fram hjá húsinu um 7 leytið i morgun, og sá að reyk lagði upp af húsinu. Brá hann skjótt við, þaut inn i húsið og gat vakið fjöl- skylduna, sem þá var öll i fasta svefni, en mikill reykur var þá kominn um allt húsið. Fullyrða má, að snarræði Páls hafi orðið fólkinu til bjargar. Slökkviliðið kom fljótlega á vett- vang, og lagði til atlögu við eld- inn. Bæði húsið og allt innbú þess gjöreyðilagðist i eldsvoðanum. Húsið er lágt metið til bruna- bóta og innbú mun einnig lágt vá- tryggt. Tjón fjölskyldunnar eru þvi mjög tilfinnanlegt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.