Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 20
IG0ÐI fyrirgóóan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS ■- " ' - ' VIÐRÆÐUR UM BREYTTA STJÓRNAR- HÆTTI HÓFUST í PORTÚGAL í GÆR Reuter/Lissabon. Leifttogar stjórnmálaflokka og hersins i Portúgal komu saman til fundar i gær til að ræða leiðir til að draga úr áhrifum hersins I stjórnmála- lifi landsins og hugsanlegar breytingar á rikisstjórninni. Á fundinum, sem hófst seint i gærkvöldi átti m.a. að ræða um breytingar og endurskoðun á samningi þeim, sem leiðtogar sjö helztu stjórnmáiafiokkanna i landinu undirrituðu vegna þrýstings frá hernum rétt áður en gengið var tii kosninganna i aprilmánuði sl. i samningi þess- um var stjórnm álahreyfingu hersins fengið löggjafarvaid i Norskir sjómenn styðja útfærsluna Þ.Ö.-Reykjavik. Samtök sjó- manna I Norður-Noregi héldu fund I Þrándheimi fyrir skömmu, og var á fundinum samþykkt yfirlýsing, þar sem fagnaö er útfærslu Islenzku landhelginnar, og lýst yfir ein- dregnum stuðningi við aðgerðir islendinga i landhelgismálinu. Ályktunin um stuðning við mái- stað tsiendinga var samþykkt samhljóða á fundinum. t ályktun fundarins i Þránd- heimi segir m.a. að sjómenn i Norður-Noregi skilji sjálfsagt betur en allir aðrir gildi þeirrar baráttu, sem islendingar eigi nú i til verndar fiskistofnunum við íslandsstrendur, með því að færa út islenzku fiskveiðilögsög- una I 200 milur. Þá segir og i ályktun fundar norsku sjómannanna, að þeir séu þess fullvissir, að islenzka rikisstjórnin muni koma á nauð- syniegum takmörkunum veiða innan hinnar nýju landhelgi, svo að stofnar mikilvægustu fisk- tegundanna nái eðlilegri stofn- stærð að nýju. Loks segir i ályktuninni, að norskir sjómenn séu i svipaðri aðstöðu og islenzkir starfsbræð- ur þeirra og þvisé þeim ljóst, að Norðmenn þurfi á nauðsynieg- um skilningi að haida vegna áforma um útfærstu norsku landheiginnar til verndar fiski- stofnunum við strendur lands- ins, en það sé iifsspursmái fyrir þá, sem af fiskveiðum lifi i Noregi. hendur og heimild tii þess að hafa afskipti af útnefningu forseta iandsins og manna I helztu ráð- herraembætti. Samning þennan undirrituðu stjórnmálaleiðtogarnir i vor af ótta við, að ella myndu hinar fyrirhuguðu kosninga (er fram fóru i april) ekki fara fram. Nú fara einnig fram viðræður milli Costa Gomes forseta og leiðtoga flokkanna þriggja, sem mynda rikisstjórn landsins, og snúast þær viðræður um breytingar á rikisstjórninni vegna þeirra deilna, sem átt hafa sér stað i PPD, miðdemókrataflokknum. Þeirn deilum lyktaði með þvi, að félagsmálaráðhr., rikistjórnar- innar, Jorge Sa Borges, og þrir aðstoðarráðherrar, sögðu sig úr flokknum. Er gert ráð fyrir þvi, að Borge og aðstoðar- ráðherrarnir þrir verði að vikja úr sessi og PPD skipi drottin- hollari flokksmenn i ráðherra- embættin, sem losna. Þá er og gert ráð fyrir þvi að nýr land- búnaðarráðherra verði skipaður, en þvi starfi gegndi áður kommúnisti. Að öðru leyti er gert ráð fyrir þvi að þriggja flokka sam- steypustjórnin, sem nú er við völd i landinu, verði óbreytt I öll- um aðalatriðum. I viðræðum þeim, sem nú fara fram milli fulltrúa stjórnmála- flokkanna sjö og hersins, er gert ráð fyrir þvi, að allir flokkarnir nema kommúnistar, hvetji ein- dregið til þess að samningurinn frá þvi i april verði numinn úr gildi og stjórnmálahreyfing hers- ins þannig gerð áhrifaíaus á lög- gjafarmálefni i landinu. Mjög háværar raddir eru um það, að kjöri forseta verði i framtiðinni hagað með öðrum hætti en nú gerist, þannig að hann verði kjörinn beinni kosningu i stað þess, að vera valinn af kjörmönnum eins og hingað til, en siðast var það stjórnmála- hreyfing hersins, sem valdi for- setann. Kissinger bjartsýnn Reuter/Paris. Fulltrúi trans- stjórnar visaði á bug i ræðu, er hann flutti I gær á orkumála- ráðstefnunni i Paris, þeim full- yrðingum Henry Kissingers, utanrikisráðherra Banda- rikjanna, að núverandi ástand efnahagsmála i heiminum væri oliuútflutningsrikjum að kenna. Sagði hann, að ástand þetta væri ekki neinum sérstökum um að kenna, og nefndi hann I ræðu sinni ýmis atriði, sem leitt hefðu til hins versnandi ástands efnahags- mála svo sem hækkaðs verðs innfluttra matvæla o.s.frv. Umræður á ráðstefnunni voru öllu einarðari i gær, og t.d. réðist utanrikisráðherra traks harka- lega að fulltrúum iðnaðar- rikjanna á ráðstefnunni. Einnig fór hann hörðum orðum um arðrán heimsvaldasinna. Hvatti hann til þess i ræðu sinni, að skyndiákvarðanir til lausnar efnahagsvanda rikja heims yrðu ekki teknar, þa’r sem slikt gæti haft mjög skaðleg áhrif i för með sér. Kissinger, sem hélt til Banda- rikjanna I gær, eftir að hafa skýrt stefnu stjórnar sinnar, sagði við brottförina frá Paris, að hann væri vongóður um, að árangur yrði af störfum ráðstefnunnar. Fulltrúi Svia á ráðstefnunni hvatti iðnaðarrikin til að tvöfalda framlagsitt til þróunarlandanna. Fundur um Angola 10. jan. Reuter/Lagos, Nairobi. Talið er fullvist, að leiðtogafundur Ein- ingarsamtaka Afrikurikja, OAU, muni koma «aman 10. janúar á næsta ári \il að ræða um ástand- ið i Angoia, að þvi er fram- kvæmdastjóri bandalagsins, Wiiliam Eteki Mboumoua, sagði á blaðamannafundi I gær. Verður fundurinn haldinn I Addis Ababa, en þar hafa Einingarsa mtökin aðsetur sitt. Nokkur deila hefur staðið um dagsetningu fundarins, en nú er sem fyrr segir allar likur á þvi að samkomulag hafi tekizt. Leið- togafundurinn verður undirbúinn af tveggja daga ráðherrafundi, sem ákveða mun dagskrána i ein- stökum atriðum. Framkvæmdastjórinn sagði, að ekki væri enn ljóst, hvort Idi Amin, Ugandaforseti, og núver- andi forseti Einingarsamtakanna yrði I forsæti á leiðtogafundinum, þar sem aidrei fyrr hefði verið boðað til skyndifundar sem þessa. Mboumoua sagði, að 15 af 46 aðiidarrikjum OAU hefðu þegar viðurkennt stjórn MPLA hreyfingarinnar i Luanda, sem hina lögiegu stjórn I Angola. Hann kvað myndun nýrrar rikis- stjórnar ekki vera viðfangsefni fundarins heldur sameining landsins, og er henni hefði verið náð, gætu landsmenn sjálfir ákveðið, hvaða stjórn skyldi rikja. „Við viljum ekki, að Angola skiptist niður i striðandi riki,” sagði framkvæmdastjórinn. Forsætisráðherra Luanda- stjórnarinnar er nú kominn tii Lagos I Nigeriu til viðræðna við leiðtoga þar, og er þetta i annað skiptið, sem hann kemur þangað frá þvi MPLA lýsti yfir sjálfstæði Angola. Varnarmdlaráðherra S-Afríku viðurkennir: Herlið Suður- Afriku er í Angola Reuter/Pretoria. Suður-Afriku- stjórn tilkynnti i gær, að hún ætiaði sér að senda varaiið her- manna inn á styrjaidarsvæðið i Angola og viðurkenndi þar með þegjandi, að nú þegar væru nokkrar hersveitir frá Suður-Afriku komnar langt inn i Angola, þar sem hörð átök geisa milii MPLA annars vegar og UNITA og FNLA hins vegar. Varnarmálaráðherra Suö- ur-Afriku sagði I tilkynningu I gær, að varaliðið yrði þrjá mán- uði i Angola i stað hins venju- bundna þriggja vikna þjálfunartimabils. Hann sagði og, að dvöl sjálfboðaliða I hern- um yrði framiengd um einn mánuð, þ.e. til 6. febrúar n.k. Kvaðhann ákvörðun þessa ekki tekna að óyfirveguðu máli held- ur til aukinna áhrifa, eins og hann oröaði það. EBE um innflutningshöftin í Bretlandi: Ekki tímabært efnahagsúrræði Reuter/London. Brussel. Brezka stjórnin tilkynnti formlega I gær, að hún hefði ákveöið takmarkanir á innflutningi nokkurra iðnaðar- vara á næsta ári. Markaðsnefnd Efnahags- bandalags Evrópu lét i gær i ljós mikil vonbrigði vegna þessarar ákvörðunar Breta, og sagði i til- kynningu nefndarinnar, að inn- flutningshöft væru ótimabært úr- ræði til lausnar efnahagsvanda eins og nú sé ástatt I efnahags- málum heimsins. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að brezka stjórnin hafi ekki ráðgazt við markaðs- nefndina um fyrirætlanir sínar, eins og henni ber skylda til sam- kvæmt samningi við bandalagið, en þess i stað lýst þvi yfir ein- hliða, að húnhyggðist gripa til framangreindra úrræða. Með hliðsjón af þessu lýsti markaðs- nefndin þvi yfir, að hún drægi mjög i efa réttmæti þeirra ákvarðana, er brezka stjórnin hefði nú gripið til. Hefur brezku stjórninni verið kunngert þetta álit Efnahagsbandalagsins. Makaðsnefnd Efnahagsbanda- lagsins mun nú taka mál þetta til frekari meðferðar, þegar fundur verður hjá nefndinni 22. desem- ber, og verður þar rætt um við- eigandi viðbrögð af hálfu banda- lagsins, að þvi er segir i' fréttum, sem bárust frá Brússel i gær. Vestur-Sahara: Vinstri sinnar í Beirut: HOTA AÐ SPRENGJA SKIP í LOFT UPP Reuter/Beirut. Vinstrisinnaðir skæruliðar i Beirut hafa hótaö að sprengja f ioft upp 500 tonna flutn- ingaskip frá Panama, sem nú hefur viðkomu i Tripoli. Virðist nú margt benda til þess, að 16. vopnahlé deiiuaðila sé að fara út um þúfur. Bardagar voru I Beirut og utan við borgina og til átaka kom I Tripoli. Blaðiö An-Naher, sem cr vinstri sinnaö, hefur skýrt frá þvi, að skæruliöarnir ætli að sprengja skipið i loft upp, verði verka- mönnum I efnaverksmiðju i borg- inni ekki veitt launahækkun. óljósar fréttir eru af atburðum þar sem simalinur til Tripoii eru slitnar. Ráöizt var á hverfi múhamcðstrúarmanna í Beirut, sem ekki er langt frá forsetahöll- inni, og jók það mjög á spennuna i borginni. Útvarpið I Beirut skýrði frá þvi, að bardagar heföu geisað á svæðinu milli Tripoli og tveggja nærliggjandi þorpa. Barizt um hafnar- borgina La Guera Reuter/Ma drid . Spænsk hernaðaryfirvöld skýröu frá því í gær, að bardagarnir I Vestur-Sa- hara miiii Polisario hreyfingar- innar, sem nýtur stuðnings Alsir-stjórnar og herfylkja Mauritaniustjórnar stæðu enn yf- ir. Heimildir frá E1 Aaiun, höfuð- borg Vestur-Sahara herma að Mauritaniuhermennirnir hafi byrjaö átökin fyrir þremur dög- um með árásum á bæinn La Guera, en ekki tekizt að ná honum úr höndum skæruliða Polisario. La Guera hefur mikla hernaðarlega þýðingu. Hún er á skaga einum, sem gengur fram I Levrirflóann, andspænis aðal- hafnarborg Mauritaniu, Etienne. Skæruliðarnir náðu La Guera á sitt vald i siðasta mánuði, þegar spænski herinn hélt þaðan með allt sitt hafurtask. Það landvarnarlið úr spænska hernum, sem er næst La Guera, er i Villa Cisneros, næststærstu borg Vestur-Sahara, 600 kHó- metra inn með ströndinni. Heim- ildir herma og, að hersveitir Marokkóstjórnar séu I E1 Aaiun, en hafi ekki haldið áleiðis til landamæra Mauritaniu. Mauritania, Marokko og Spánn komu á þriggjaflokka bráða- birgðaríkisstjórn I Vest- ur-Sahara, og á hún að vera við völd þar til i febrúar, þegar spænski herinn verður með öllu farinn frá landinu. Arás Mauri- taniu á La Guera er fyrsta vopn- aða áhlaup Mauritaniumanna á Vestur-Sahara. Talið er, að mannfall hafi verið meira i liði Mauritaniumanna. Diplómatar frá Mauritaniu út- skýrðu i gær fyrir spænsku stjórninni hernaðarlegt mikil- vægi La Guera fyrir Mauritainu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.