Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 18. desember 1975. TÍMINN 13 Jólatré í fullum skrúða Það er hreint ekki slök frétta- þjónusta, sem sjónvarp, útvarp og dagblöð halda uppi árlega af þeim stórviðburðum, þegar ljós eru tendruð á jólatrjám i Reykjavik. Fluttir eru þættir úr afhendingarræðum og svarræð- umk ásamt tilheyrandi mynd- um, og atburðinum nákvæm- lega lýst. Stórtjón af völdum ofviðris úti á hinni litilfjörlegu landsbyggð, sem svo er nefnd til aðgreining- ar frá merkilegri stöðum, hverfur náttúrlega alveg i skuggann, svo að ekki séu nefnd jafneinskisverð atriði og það, hvernig þeir fiska fyrir vestan og austan, eða hvernig árar til búskapar fyrir norðan og sunnan. Jólatrén i Reykjavik — það er sko vegurinn, sannleikurinn og umfram allt lifið. Það er helzt, að tiðindi af Guðna i Sunnu geti eitthvað keppt við jólatrén. En það eru náttúrlega lánin hans eins, sem eru athugaverðar — hvergi blettur á skjallhvitim örkunum annars staðar. Hvað annað — vitaskuld ekki farið að eins og i happdrætti, þegar fara skal með einhvern upp á kross- inn. Enginn, sem hvislar bak við tjöldin: Þið gefið okkur að minnsta kosti Barrabs lausan. Megi ljósin loga skært á hin- um skreyttu jólatrjám. Eintak af homo sapiens. MÁL OG MENNING — HEIMSKRINGLA Auglýsið í Tímanum HAUSTSKIP eftir Björn Th. Björnsson. Ein sérstæðasta bók ársins. Hún opn- ar ný og áður óþekkt sögusvið Islandssögunnar, hún greinir frá þjóðinni týndu þegar valdsmenn seldu almúgafólk mansali, eins og réttlausa þræla. Björn fer hér á kostum sem rithöfundur. EDDA ÞÓRBERGS kvæðabók Þórbergs Þórðarsonar. Þar er að finna flest það sem Þórbergur orti bundnu máli, — skáldskapur sem engan á sinn lika. ! OflGBÆKUR WIUIAM 1871MOIIIS1873 1)8 ÍSlANOSfíRDUM FAGRAR HEYRÐI EG RADDIRNAR Safn islenskra þjóðkvæða. ,,Hér getur að lita þjóðina með von- um hennar og þrám, draumum bæði illum og góðum, sigrum og ósigrum, sorg og gleði. Tærari skáldskap en sumar visur i þess- ari bók er ekki að finna á islensku.” VÉR VITUM El HVERS BIÐJA BER útvarpsþættir eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnarstöðum. Skúli er löngu þekktur fyrir ritstörf sin. Hér getur að lita úrval á út- varpsþáttum hans. KYNLEGIR KVISTIR eftir Maxim Gorki i þýðingu Kjartans ólassonar. Þetta eru þætt- ir úr dagbók skáldsins, sem bera mörg helstu einkenni endur- minninga hans. VATNAJÖKULL texti eftir Sigurð Þórarinsson með myndum Gunnars Hannes- sonar er fróðleg og afar falleg bók um þessa undraveröld frosts og funa. Hrikaleiki einstakrar náttúru, sem hvergi er að finna nema á íslandi, er aðalsmerki bókarinnar. LEIKRIT SHAKESPEARE VI i þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Snilldarþýðingar Helga eru löngu landskunnar. t þessu bindi eru leikritin: Rikharður þriðji, óþelló, Kaupmaður i Feneyjum. DAGBÆKUR UR ISLANDSFERÐUM 1871-1873 eftir William Morris. Höfundur, enskur rithöfundur og stjórn- málamaður, var mikill aðdáandi íslands og segir i bók þessari frá tveim ferðum sinum hingað. EDDA RAUÐI SVIFNÖKKVINN eftir ólaf Hauk Simonarson og Valdisi óskarsdóttur. Þetta er einskonar opinberunarbók i ljóðum og myndum — einkar hag- lega samsettum ljósmyndum teknum á þjóðhátiðarári. Á þessu ári hafa ennfremur komið út nýjar prentanir að BRÉFI TIL LARU og OFVITANUM. Aðeins fáein eintök eru eftir af ÆVISÖGU SÉRA ARNA ÞÓRARINSSONAR, ISLENSKUM AÐLIog FRASÖGNUM. I SUÐURSVEIT eftir Þórberg Þórðarson. Hér er að finna i einni bók’æskuminn- ingar Þórbergs, sem áður komu út i þrem bókum — Steinarnir tala, Um lönd og lýði og Rökkuróperan — en auk þess fjórðu bók- ina, sem nú er prentuð i fyrsta skiptið. YRKJUR eftir Þorstein Valdimarsson. Sjöunda ljóðabók þessa skálds mun verða hinum mörgu lesendum hans ærið fagnaðarefni. æ r Vérviíuni ei hvers hiðja ber .SkeiEin m KJÖRGARÐl SI'MI. 16975 SMIDJUVEGI6 SÍMI44544 Skodsborgarstóllinn Hátt sæti. Háir armar, höfuðpúði og íhvolft bak fyrir góða hvíld. Ný stóltegund hönnuð fyrir þá, sem erfitt eiga með að risa upp úr djúpu sæti, þurfa góðan stuðning og þægilega hvfldarstellingu. Stóllinn er framleiddur fyrir áeggjan forstöðumanna elli- og endurhæfingarstofnana hér á landi. Nafnið gáfum viö honum án nokkurrar hugmyndar um hvort svo góöur stóli sé til á þvi fræga hvíldarsetri. Opið til kl. 22 föstudag og laugardag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.