Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 19. desember 1975. Maj-Britt Imnander lætur af störfum „NORRÆNA HÚSIÐ HEFUR STYRKT á næsta ári Hafísinn út af Vestfjörðum Vifiáttumiklar hafisdreifar eru Ut af Vestf jörðum, yfirleitt mjög kurlaður is og litið af stórum jökum. Norðar og utar eru miklu þéttari istungur, sem bugðast um stór svæði og teygja odda i ýmsar áttir, en á milli er þar auður sjór. Veru- legar isdreifar eru tiltölulega skammt undan landi, og fer það eftir straumum og vind- um, hvort isinn berst upp að eða lónar frá. Ljósmyndirnar, sem hér birtast, voru teknar á þriðjudaginn, er einn af ljós- myndurum Timans, Róbert Agústsson, flaug umhverfis landið. Leikarar segja upp samningum Aðalíundur Félags isl. leikara var nýlega haldinn I Þjóðleikhús- kjallaranum. Nær 80 félagsmenn voru mættirá fundinum, en félag- ar munu nú alls rösklega 150. Félag isl. leikara er nú eitt fjöl- mennasta bandalagsfélagið innan Bandalags Isl. listamanna. Jón Sigurbjörnsson hefur gegnt störfum formanns meirihluta ársins, en hann tók við þvi starfi af Klemenzi Jónssyni, sem lét af störfum formanns um leið og hann var ráðinn leiklistarstjóri hjá útvarpinu. Það kom fram i skýrslu fram- kvæmdastjóra, að þetta hefur verið mjög annasamt ár hjá stjórn félagsins. Haldnir voru rösklega 40stjórnarfundirá árinu og álika margir fundir um samn- inga- og kjaramál. Alls voru haldnir þrír félagsfundir á árinu. Ollum samningum félagsins við leikhús höfuðborgarinnar hefur verið sagt upp frá og með 1. janú- ar n.k. að telja. Ennfremur hefur samningum við sjónvarpið verið sagt upp. Talsverðar umræður urðu á fundinum um Þjóðleikhús-laga- frumvarpið. En eins og kunnugt er, hefur frumvarp til laga um Þjóðleikhús lengi verið I undir- búningi og þrivegis verið lagt fram á Alþingi. Fundurinn fól stjórninni að skrifa menntamála- ráðherra bréf og skora á hann að leggja þetta frumvarp fram á þvi þingi, sem nú situr. A fundinum var Klemenzi Jóns- syni þakkað fyrir hans mikla og langa starf fyrir félagið, en hann hefur setið i stjórn þess I s.l. 19 ár og hefur verið formaður þess i s.l. 8 ár. Þessir voru kjörnir I stjórn félagsins: Formaður var kjörinn Gisli Alfreðsson, ritari Sigurður . Karlsson, gjaldkeri Bessi Bjarna- son, varaformaður Helgi Skúla- son og meðstjórnandi Briet Héðinsdóttir. Samvinnuferðir taka til starfa snemma EINS OG á undanförnum árum er jólatréssala að Laugarnesvegi 70, þar sem seld eru jólatré og greinar frá Landgræðslusjóði. Ljós- myndari Timans, GE, var á ferð um Laugarnesveginn nýlega og tók þá þessa mynd. TENGSL NORÐURLANDAÞJOÐANNA Rætt um Norrænt hús í Finnlandi Gsal-Reykjavik — Mér hefur fundizt þetta mjög skemmtilegt og spennandi starf, jafnframt þvi sem starfið er óvenju frjálst, sagði Maj-Britt Imnander, for- stjóri Norræna hússins i samtali við Tímann i gær, en starf for- stjóra Norræna hússins hefur nú verið auglýst laust til umsóknar frá og með 1. júli 1976, en það veitist til fjögurra ára i senn. Maj-Britt sagði, að hún hefði tek- ið við starfinu I október 1972, og þvi væri á sumri komanda hart- nær fjögur ár liðin frá því hún tók við stöðu forstjóra. — Það er margt, sem gerir það að verkum, að heppilegra þykir að skipta um þessa stöðu á sumri en hausti, sagði Maj-Britt. Hún sagði, að persónulega kæmi það henni betur, en auk þess teldist það heppilegra að nýr forstjóri hefði hluta af sumrinu til að undirbúa sig undir vetrarstarfið. Maj-Britt kvaðst halda aftur til Sviþjóðar, þegar nýr forstjóri hefði verið ráðinn við húsið. — Það sem kemur fyrst upp I huga mér i sambandi við þetta starf er það, hversu góðar undir- tektir við höfum fengið i öllu, sem viðhöfum tekið okkur fyrir hend- ur. Það hefur verið mjög jákvætt að vinna hér, bæði vegna þess að okkur berast margar hugmyndir og okkar starfi hefur verið vel tekið. Ég verð að segja það, að þetta er óvenjulega skemmtilegt starf. Maj-Britt sagðist vera þess fullviss, að stofnun eins og Nor- ræna húsið væri mjög þörf og Norræna húsið hefði sýnt á þess- um árum sem þaö hefði verið starfandi, að það mætti ekki missa sig. Hún sagði, að hlutverk Norræna hússins væri mikið varðandi tengsl Islands við hin Norðurlöndin. — öllum Is- lendingum finnst eðlilegt að hafa góð samskipti við Norðurlöndin og Norræna húsið hefur stuðlað að enn frekari tengslum, sagði Maj-Britt. Akveðið hefur verið, að setja á fót i Færeyjum, sams konar stofnun ogNorræna húsið er hér á landi, en að sögn Maj-Britt hefur þó ekki endanlega verið ákveðið hvenær sú stofnun ris i Færeyj- um. Hún sagði,' að enn væri óákveðið á hvaða grundvelli Nor- ræna húsið i Færeyjum yrði rek- iö, en það mál væri til umræðu um þessar mundir. — Ég gæti hugsað mér, að stofnun sem Norræna húsið ætti einnig erindi i Finnlandi, sagði Maj-Britt. — Þar eru að mörgu leyti svipuð vandamál og á Is- landi — og i Færeyjum. Tungu- mál Finna er óskylt tungumálum hinna Norðurlandanna og þar eru t.d. að ýmsu leyti aðrar aðstæður en á öðrum Norðurlöndum. — Hefur stofnun Norræns húss I Finnlandi verið rædd formlega? — Ekki beinlinis svo ég viti. Hins vegar hefur þetta mál borið á góma svona óformlega. Maj-Britt sagði að lokum, að húnhefði ekki búizt við þvi, þegar hún kom hingað til lands þeirra erinda að taka við starfi forstjóra Norræna hússins, að hægt væri að reka svona stofnun hér á landi á jafn breiðum grundvelli og raun hefði orðið. — Ég óttaðist að stofnun sem Norræna húsið ætti einkum við þá hættu að etja, að einangrast um of, en raunin hefur orðið allt önnur. Það eiga furðu margir alltaf erindi hingað og aðrir Norðurlandabúar hafa tekið þvi mjög vel, þegar óskað er eftir þvi að þeir komi og taki þátt i starfi Norræna hússins. Maj-Britt Imnander og starfsvettvangur hennar undanfarin ár — Norræna húsið. Maj-Britt hefur getið sér hið bezta orð þann tima, sem hún hefur unnið hér á landi og öllum, er kynnzt hafa störfum hennar að eflingu norrænnar samvinnu, þykir miður, að hún skuli nú láta af embætti. Timamynd G.E. „Við gerum ráð fyrir, að ferða- skrifstofan, sem samvinnu- félögin eru að stofna, Sam- vinnuferðir, taki til starfa fyrri hluta næsta árs,” sagði Erlend- ur Einarsson, forstjóri S.l.S. I gær, er Timinn spurðist fyrir um þessi mál. — Það eru lög i ianái hér, að for stöðumaður ferðaskrifstofu verði að hafa slik störf áður með höndum i þrjú ár hið minnsta, og höfum við ráðið Þorleif Þórðárson, sem áður stýrði ferðaskrifstofu rikisins, til þessarar forstöðu, sagði Er- lendur enn fremur. Fram- kvæmdastjóri verður Böðvar Valgeirsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Sam- bandsins i Hamborg. Erlendur lét þess einnig getið, að um þessar mundir væri verið að leita eftir húsnæði handa þessari nýju ferðaskrifstofu i miðbæ Reykjavikur, en frá samningum um það hefði ekki verið gengið. Stálu áfengi úr skipi Gsal-Reykjavik. — Þrir menn voru handteknir i fyrrakvöld grunaðir um að hafa stolið tveimur kössum af bjor og þrem- ur flöskum af áfengi frá skipverja á skuttogaranum Bjarna Bene- diktssyni. Að sögn rannsóknar- lögregiu fannst hluti góssins hjá þremenningunum, en þá höfðu þeir ekki játað á sig þjófnaðinn. Þessir þremenningar eru allir sibrotamenn, að sögn rann- sóknarlögreglu, og var einn þeirra úrskurðaður i gær i allt að 60 daga gæzluvarðhald vegna sibrota.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.