Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 19. desember 1975. Við skulum láta hann ganga i flokkinn, sögðu menn— þá verður hann kannski betri. En Spassky vildi ekki i flokkinn fara. — Ég sagði þeim að ég hefði hreint engan áhuga á stjórnmálum, sagði Spassky. — Þið hefðuð átt að sjá svipinn á þeim, þegar ég sagði þetta. Svo hélt hann áfram að notfæra sér þá aðstöðu, sem skákmeistara- titillinn veitti honum Hann er tvigiftur, og tviskilinn, og þar fyrir utan hefur hann átt vingott við fjölmargar konur aðrar en eiginkonur sinar tvær. En mönnum getur orðið hált á þvi, að vera of öruggir um sjálfa sig, og þannig fór fyrir Spassky. Hann varö fyrir þvi óhappi, að gera einmitt þau mistök. sem hann mátti ekki gera, en það var að tapa. Hapn tapaði heimsmeistaratitlinum á skákmo'tinu gegn Fischer hér i Reykjavik, og þar með var draumurinn búinn. Þegar svo Spassky kom aftur heim til Sovétrikjanna varð hann I fyrsta skipti ástfanginn fyrir alvöru. I veizlu hjá franska am- bassadornum hitti hann Marinu Stcherbatcheff, sem er þritug, græneygð, há og grönn og sér- lega smekklég i klæðaburði. Marina er franskur rikis- borgari, en hún er rússnesk að uppruna, sonardóttir liðs- foringja I herjum zarsins, en sá komst undan til Parisar i eina tið. Hún vann i sendiráðinu, þegar fundum hennar og Spasskýs bar saman. Nú er svo komið, að Marina er einmitt tækifærið, sem Sovétvald- hafarnir höfðu beðið eftir. Búið var að banna Boris Spassky að fara til útlanda, og af þvi leiddi, að hann gat ekki tekið þátt i skákmótum, og hafði þar af leiðandi heldur ekki tækifæri til þess að ná aftur titlinum, sem hann hafði tapað. Tvivegis varð Spassky fyrir þvi, að innbrots- þjófar komust inn i ibúð hans. Þeir stálu einhverju frá honum, og skemmdu og eyðilögðu heilmikið. Þeir fóru um leið i gegn um öll einkaskjöl skák- meistarans. Þetta voru nefni- lga engir venjulegir þjófar, heldur útsendarar KGB. En ástandið átti eftir að versna. Boris og Marina ákváðu að gifta sig. — Hún hafði mikil áhrif á hann, segja vinir þeirra. — Hann varð rólegri, og hætti að hafa jafnmikinn áhuga á úti- lifinu og hann hafði haft fram til þessa. t janúar sl. fluttu þau svo saman og sóttu um leyfi til þess að gifta sig. Nú kom bréf frá yfirvöldunum, þar sem Marinu var sagt, að hún yrði að fara úr landi. Svo kom annað bréf og Spassky var sagt, að þau gætu ekki fengið að gifta sig fyrr en 11. nóv, en Marina átti að vera farin úr landi I september. Það lá ljóst fyrir, aö þarna var komin hefnd yfirvaldanna. Spassky átti ekki að fá konuna, sem hann elskaði. Svo kom hótun frá KGB um að mál út af umferðaróhappi yrði tekið upp aftur gegn Marinu en henni var ráðlagt að fara úr landi til þess að losna við að svo færi. Það koma alls konar hótanir og ráðleggingar til skiptis frá yfir- völdunum, um það hvaö þau ættu að gera, og allt var það á þann veg að þau ættu ekki að fá að ná saman. Spassky varð stöðugt þunglyndari, og fór að drekka og Marina segir að um tima hafi hún óttazt, að hann væri að missa vitið. Nú var að- eins um eitt að ræða, beita áhrifunum að vestan. Spassky á marga vestræna vini, og hann greip til þess ráðs að fá þá til stuðnings við sig og Marinu. Mikið var rætt og ritað um hann og Marinu á Vesturlöndum, og þrátt fyrir það, að þessi skrif hafi engin áhrif meöal fólks i Sovétrikjunum, sem aldrei fær vestræn blöð, hafði þetta samt allt einhver áhrif og að lokum fengu Spassky og Marina að vita, að þau fengju að giftast, og þau eru það, eins og kunnugt er. Astin hafði sigrað leyniþjónustuna. Leyniþjónustan tapaði fyrir skákmeistaranum Valdhöfunum i Kreml heíur aldrei falliö sérlega vel við skákmeistarann Boris Spassky sem er nú 38 ára gamall. Þrátt fyrir þaö aö hann hefur verið einhver bezti skákmaður Sovét- rlkjanna hefur hann ekki fundið náð fyrir augum valdhafanna. Hann er bannsettur glaumgosi segja valdamennirnir — næst- um þvi kapitalisti. Það er ekk- ert verra til en að vera kapitalisti i Sovétrikjunum. Menn hafa svo sem ekkert á móti peningunum sjálfum, enda Samkvæmt reglum, sem settar voru i haust i Frakklandi, er al- gjörlega bannað að börn sitji i framsætum bila þar I landi. Börnin verða að vera i aftursæt- inu. Þá hefur einnig verið á- kveðiö, að ljós verði að loga á mótorhjólum jafnt þótt um há- bjartan dag sé. Fótgangandi vegfarendur verða að ganga á eru margir flokksleiðtogarnir þarna fyrir austan vell- auðugir, En það sem ekki er hægt að fella sig við, ér að fólk sé eitthvað öðruvísi en gerist og gengur. Maður má alls ekki láta á sér heyra, að maður hafi áhugaá einhverju öðru en lang dregnum flokksfundum, lof- ræöum um land og þjóð, og i mesta lagi ofurlitlu af vodka. Boris Spassky hefur syndgaö gegn öllu þessu. Til að byrja með er hann af Gyöinga-ættum, en það þykir ekki sérlega vinstri vegarbrún. Allir þeir, sem eru á vélhjólum verða að vera með öryggishjálma á höfð- inu, en fram til þessa hefur þessi regla aðeins gilt um þá, sem eru á kraftmiklum hjólum. Þá var ákveðið, að hámarks- hraði skyldi ekki aukinn á ný, en hann var lækkaður á meðan mestur skortur var i Frakklandi spennandi i Sovétrikjunum um þessar mundir. Hann hefur lika sérlega mikinn áhuga á öllu, sem hægt er að fá fyrir peninga — svo sem ameriskum bilum, itölskum fötum, frönskum vin- um og konum, hverrar þjóðar sem þær eru. Og konurnar vill hann hafa sem allra fallegastar og töfrandi fram úr hófi. Þetta urðu menn að fella sig við þarna fyrir austan, að- eins vegna þess aö Spassky er snillingur. Honum tókst aö verða heimsmeistari i skák. — á bensini vegna oliukreppunnar. Hámarkshraði er nú 130 km á klukkustundá hraðbrautum, 110 á öðrum brautum, sem þó er skipt með eyjum, en á öllum öðrum vegurn er hámarkshrað- inn 90 km, nema sérstaklega sé kveðið á um annað. ★ ★ Nýjar reglur í umferðinni í Frakklandi DENNI DÆMALAUSI Það er satt, þetta er hcldur hátt verð fyrir trommuna, en ég verð að fá aura til þess að kaupa jóla- gjafir handa pabba og mömmu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.