Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 21

Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 21
Föstudagur 19. desember 1975. TÍMINN 21 Umsjón: Sigmtjndur ó. $teinarssftcij Júgóslavar höfðu algjöra yfirburði þeir tóku Islendinga í kennslustund f gærkvöldi og unnu yfirburðasigur, 24:18 Olympíumeistararnir frá Júgóslavíu tóku islendinga i kennslustund i Laugardalshöllinni í gærkvöldi, þegar þeir unnu yf irburðasigur (24:18) í undankeppni Olympíuleikanna. Þeir höfðu algjöra yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins — kraftur, mýkt, hraði og leikni þeirra var nokkuð sem ráðvilltir íslendingar réðu ekki við. Leikmenn íslenzka liðsins voru sem kyrrstæðar brúður á fjölum Laugardalshallarinnar, náðu aldrei að sýna júgóslavnesku snillingunum keppni — svo mikla yfirburði höfðu Júgóslavarnir. Það var rétt i byrjun leiksins, að tslendingum tókst að klóra Júgóslövum, en þegar staðan var 4:4 um miðjan fyrri hálfleikinn, settu Júgóslavar á fulla ferð og sýndu þá oft á tiðum stórkostleg- ar leikfléttur, sem opnuðu is- lenzku vörnina þannig, að leik- menn islenzka liðsins ráfuðu um völlinn, á meðan Júgóslavarnir gengu fram hjá þeim. Þeir gátu hæglega tekið nokkur dansspor við linuna, áður en þeir létu knött- inn syngja i netamöskvum Is- lendinga. I vörninni voru þeir einnig frábærir — þeir léku fasta og ákveðna vörn, en þó ekki grófa — þannig að leikmenn islenzka liðsins voru algjörlega óvirkir. Til að byrja með léku þeir hraðan varnarleik, þannig að þeir fóru langt út fyrir punktalinu og gerðu sóknarleik Islendinga algjörlega óvirkan. Langskyttur okkar kom- ust aldrei i skotfæri i leiknum og reyndu íslendingar þvi mest að beita linuspili. Júgóslavar voru komnir með fjögurra marka forskot (12:8) i hálfleik, en i byrjun siðari hálf- leiks gerðu þeir út um leikinn, en þá náðu þeir fijótlega 6 og siðan 7 marka forskoti, sem þeir héldu út leikinn og sigruðu örugglega 24:18. Það var greinilegt, að Júgóslavar fóru að slaka á, þegar ÓLAFUR J. OG BJÖRG- VIN í HAAA ÓLAFUR JÓNSSON...átti stórkostlegan leik í gærkvöldi. Hér er hann búinn að rlfa sig lausan og skorar. (Timamynd Róbert). staðan var 17:11, enda var botn- inn dottinn úr leik islenzka liðs- ins. Allt spií islenzku leikmann- anna var þá fálmkennt og ör- væntingarfullt og beittu þéir oft- ast happa og glappa aðferðinni i sóknarleik sinum. Júgóslavar léku flata vörn i siðari hálfleikn- um, þannig að þeir gáfu lang- skyttunum okkar aldrei friö. Það sýnir bezt hvað varnarleikur Júgóslavanna var sterkur, að Is- lendingar skoruðu aðeins eitt mark I leiknum úr langskoti — það var Axel Axelsson sem það gerði, þegar aðeins 5 min. voru til leiksloka. Þáð kom greinilega fram i þessum leik, að við eigum langt i land til að eignast landslið, sem getur ógnað sterkustu þjóðum heims. Júgóslavar sýndu okkur fram á það, en þeir léku oft stór- kostlega i leiknum. Hroje Horvat var beztur Júgóslavanna — frá- bær leikmaður, sem er útsjónar- samur og sterkur, bæði i vörn og sókn. Annars eru Júgóslavar allir mjög góðir — liprir og leiknir sem hafa yfir miklum kraft að ráða, enda vel þjálfaðir. Mt. rk Júgó- slaviu skoruðu þessir:! lorvat 5, Miljak 5 (2 viti), Karalic 4, Pokrajac 4, Pobovic 3, Radjenovic 3 og Serdarusic, eitt. -SOS BJÖRGVIN BJöRGVINSSON...svifur hér inn i teiginn og það var ekki að sökum að spyrja — knötturinn hafnaði i markinu. (Timamynd Róbert) — þeir skoruðu heiminginn af mörkum íslenzka liðsins Sjónaukar I ÚRVALI POSTSENDUM SPORTS4L CHPEMMTorcjj Verð fró 6.550 krónum ÓLAFUR JÓNSSON sýndi stór- kostlegan leik gegn Júgóslövum — þessi kraftmikli og útsjónar- sami leikmaður og félagi hans á linunni Björgvin Björgvinsson, voru beztu leikmenn Islenzka liðsins. ólafur og Björgvin voru ekki öfundsverðir að leika á lin- unni, inn á milli hinna sterku Jugóslava, sem tóku þá engum vettlingatökum. En það var oft aðdáunarvert, hvernig þeir rifu sig lausa frá Júgóslövunum og skoruðu glæsilega, oft með 1-2 Júgóslava á bakinu. Þá var samvinna þeirra ólafs og Björgvinsog glæsileg, en ólaf- ur gaf þrjár linusendingar á Björgvin, sem allar gáfu mörk. Aðrir leikmenn islenzka liðsins léku langt undir getu, enda fengu þeir engan frið og voru teknir föstum tökum af Júgóslövunum. Stórskytturnar Axel Axelsson og ólafur Einarsson hurfu algjör- lega i leiknum, sérstaklega ólaf- ur, enda fékk hann litið að leika. Axelurðu á margar ljótar skyss- ur. ólafur Benediktsson stóð i markinu i fyrri hálfleik og var hann vægast sagt lélegur — varði ekki skot. Það er þó hægt að af- saka markvörzlu hans, þar sem vörnin fyrir framan var afar léleg og þá skoruðu Júgóslavar flest mörkin hjá honum, annaðhvort eftir hraðupphlaup, eða af linu. Guðjón Erlendsson stóð I mark- inu I siðari hálfleik og varði þá oft ágætlega — 8 skot. tslendingar skoruðu 8 mörk i fyrri hálfleik — úr 21 sóknarlotu, en i siðari hálfleik skoruðu þeir 10 mörk úr 26 sóknarlotum. Eins og sést á þessu, var sóknarleikur þeirra ekki góður. Mörkin sem skoruð voru i leiknum, voru skor- uð þannig — 6 úr vitaköstum, 7 af linu, 2 eftir hraðupphlaup, 2 eftir gegnumbrotog eitt eftir langskot. Arangur einstakra leikmanna var þessi — fyrst mörk (viti), þá skottilraunir og siðan knetti tap- að: Ólafur J ... 5 — 6 — 2 Biörgvin .. 4 — 4 — 1 Jón 3 (2) — 6 — 0 Gunnar ... 4 (4) — 7 — 4 Axel 1 — 3 — 4 Páll 1 — 2 — 1 Stefán 0 — 3—1 ÓlafurE .. 0 — 1 — 0 Sigurbergur 0 — 1 — 3 Ólafur Jónsson átti 3 linú- sendingar, sem gáfu mörk, en þeir Gunnar Einarsson, Axel og Sigurbergur, eina hver. — SOS SMÁSJ POSTSENDUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.