Tíminn - 19.12.1975, Page 10

Tíminn - 19.12.1975, Page 10
10 TÍMINN Föstudagur 19. desember 1975. Lánsfjárdætlun 1976 1 gær var lögð fram á Alþingi skýrsla rikisstjórnarinnar um lánsfjáráætlun 1976. I inngangi skýrslunnar segir m.a. að á siöastliðnusumri hafi rikisstjórn- in ákveðið að fjármálaráðuneytið hefði árlega frumkvæði að gerð lánsfjáráætlunar, sem lögð skyldi fyrir rikisstjórn og alþingi fyrir lok fjárlagaafgreiðslu ár hvert. Siðan er i skýrslunni rakin helstu markmið rikisstjórnarinn- ar i efnahagsmálum og einnig er þar rætt um bankakerfið og fjár- festingarlánasjóði. Siðan kemur kafli um erlendar lántökur og lánsfjármagnaðar rikisfram- kvæmdir. Þar segir: Erlendar lántökur Stefnt erað þvi að draga Ur lán- tökum erlendis eftir þvi sem við verður komið. A undanförnum árum hefur fjárfesting, bæði á vegum opinberra aðila og at- vinnuveganna, byggst i vaxandi mæli á fjármagni erlendis frá. Greiðslubyrði erlendra lána er nú þegar orðin það þung, að gæta verður hófs í þessum málum, eigi lánstraust þjóðarbúsins að hald- ast óskert út á við. Áætlað er, að innkomin löng er- lendlán nemi 18.725 m.kr. á árinu 1976, en afborganir af eldri lánum verða samtals um 8.580 m.kr., þannig að nettóaukning erlendra lána verður um 10.145 m.kr., samanborið við 13.140 m.kr. nettóaukningu á árinu 1975. Eins og fram kemur i töflu XIII verða lántökur rikisfyrirtækja nokkru meiri en á yfirstandandi ári, sem stafar nær eingöngu af miklum virkjunarframkvæmdum. í heild er áætlað, að nettólántökur opin- berra aðila verði 1.065 m.kr. lægri en á yfirstandandi ári, enda hækka afborganir verulega, eða úr 1.780 m.kr. i 3.190 m.kr. Nettólántaka atvinnuveganna eráætluð 1.855m.kr. lægri en árið 1975, sem stafar einkum af minni skipainnflutningi, auk þess sem afborganir hækka verulega. Eins og fram kemur I kaflanum hér á undan, munu fjárfestingar- lánasjóðir byggja fjáröflun sina hlutfallslega meira á innlendu fjármagni á næsta ári en verið hefur. Erlendar lántökur fjár- festingarlánasjóða árið 1976 eru áætlaðar 2.045 m.kr. en 2.250 m.kr. árið 1975. Lánsfjármagnaðar rfkisframkvæmdir Eftir athugun á tillögum stofn- ana og ráðuneyta um fram- kvæmdir 1976, sem ráðgert er að fjármagna með lánum, er niður- staðan sú, að lánsfjárþörf verði i heild 9.770 m.kr. á þviári. Eru þá meðtalin öll vörukaupalán og sér- stök erlend lánsfjáröflun bundin ákveðnum verkefnum. í áætlun- um um fjárþörf til einstakra framkvæmda hefur verið tekið tillit til fjármagnsútgjalda, þ.e. endurgreiðslu lána á fram- kvæmdatímabilinu, þegar ekki er séð fyrir þessum greiðslum ann- ars staðar, svo sem i rekstri stofnana eða fjárveitingum á fjárlögum. Þá er gert ráð fyrir þvi i einu tilviki, þ.e. hjá RARIK, að fyrirsjáanlegur rekstrarhalli 1975 verði fjármagnaður með lán- töku á árinu 1976. Siðan er gerð grein fyrir fjár- þörf til einstakra framkvæmda. Steingrímur Hermannsson á Alþingi: HAFNARSJÓÐI VERÐI TRYGGT FJÁRMAGN TIL ÞESS AÐ BÆTA TJÓN Á SUÐUREYRI Tvenn lög samþykkt fró Alþingi í gær Tvenn lög voru samþykkt frá Alþingi i gær, voru það lög um vlsitölu byggingarkostnaðar, og lög um Fiskveiðisjóð íslands. Þá var frumvarp til laga um fjáröflun til vegagerðar sam- þykkt frá efri deild til neðri deild- ar. í neðri deild var frumvarp um vörugjald samþykkt til efri deild- ar og i deildinni mælti Matthias Bjarnason fyrir frumvarpi um almannatryggingar. Frumvarpið var samþykkt frá efri deild i fyrradag. Steingrimur Hermannsson, gerði viö 2. um- ræðu fjárlaga grein fyrir þvi mikla tjóni, sem varð á Suð- ureyri við Súg- andafjörð nóttina 13.-14. þ.m. Hann kvað hafa verið athugað, hvaða sjóðir kæmu til greina til að bæta tjón þetta. Að sjálfsögðu yrði leitað til Bjargráðasjóðs og einnig taldi Steingrímur liklegt, að Byggða- sjóður mundi einhverja aðstoð veita. Hins vegar kvað hann ljóst, að Vegasjóður yrði að standa straum af kostnaði við miklar skemmdir á vegi og Hafnarbóta- sjóður vegna hinna tilfinnanlegu skemmda, sem urðu á höfn staðarins. Hins vegar kvað Stein- grimur Hafnarbótasjóð vera tóman, og lagði þvi fram eftir- farandi breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga: „Rikissjóði er heimilt að tryggja Hafnarbótasjóði fé með lántöku til þess að bæta tjón það, sem varð vegna fárviðris á hafnarmannvirkjum á Suðureyri við Súgandafjörð 13.-14. desem- ber s.l.” Steingrimur lagði áherzlu á mikilvægi hafnarinnar og sagði: ,,Að sjálfsögðu er á slikum stað allar bjargir bannaðar, ef hafnar- mannvirkin eru ekki i sæmilegu lagi.” Steingrimur ræddi sfðan al- mennt um meðferð fjárlaga. Hann lagði áherzlu á að afgreiða yrðihallalaus fjárlög, en vakti at- hygli á, að það mætti gera með tvennum hætti, annað hvort með þvi að skera niður útgjöld eða auka tekjur. Einsog nú stendur á taldi hann eðlilegt að fara báðar leiðirnar og lagði áherzlu á að gæta yrði þess að tryggja ýmsum nauðsynlegum þjónustuþáttum fjármagn, þannig að slikur rekst- ur stöðvaðist ekki á miðju ári. Þá yrði eflaust að bjarga með bráða- birgðaráðstöfunum, og væri það aðeinsaðfara úr öskunni i eldinn. 1 þessu sambandi ræddi Stein- grimur um fjármagn til rannsókna á ylrækt og fjárm. til viðgerðar á Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. Hann ræddi siðan um ýmsa félagsstarfsemi og sagði þá m.a.: Auka ber fjárveitingar til ýmissa félagslegra þarfa. Ég hef áhyggjur af fjárveiting- um til félagsstarfsemi eins og t.d. ungrhennafélaganna, sem eru ákaflega mikilvægur þáttur i uppeldi okkar unga fólks og eru i gifurlegum fjárþrengingum og fleiri félagsstarfsemi gæti ég nefnt. Ég vil einnig vekja athygli á hlutum eins og t.d. flóabátum og sjúkraflugi, sem i þessu fjárlaga- frumvarpi fær ekki einu sinni krónuhækkun, heldur 5% lækkun. Flestir flóabátanna verða ekki reknir út árið án styrkja. Það vita allir. Allur kostnaður við rekstur þeirra hefur hækkað um 40-50%. Það er alveg ljóst að á miðju ári hljóta forstöðumenn þessara báta að koma til rikissjóðs og leita eft- ir aðstoð og þá verður að ákveða hvort eigi að leggja niður þennan rekstureða útvega fjármagn eftir öðrum leiðum. Ég get einnig bent á litlu flug- félögin, sem veita ómetanlega Deilt um vörugjaldið Miklar umræður urðu i neðri deild Alþingis I gærum vörugjald. Tómas Arnason gerði grein fyrir tillögum fjárhags- og viðskipta- nefndar, en siðan töluðu Lúðvik Jósefsson, Gylfi Þ. Gislason, Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra, Magnús Torfi ólafsáon, Sighvatur Björgvinsson og Matthias Matthiesen fjármála- ráðherra. Stóðu umræður lengi og lýstu þingmenn stjórnarandstöðunnar sig andvíga frumvarpinu. Þá kom fram að þeir bjuggust ekki við að vörugjaldið yrði lækkað i áföng- um, eins og ráð er fyrir gert. Sighvatur Björgvinsson og Lúðvik Jósefsson fluttu skriflega breytingartillögu við frumvarpið þess efnis, að óheimilt væri að leggja heildsölu- og smá- söluálagningu á vörugjaldið. Um tillöguna var nafnakall og hún felld með 25 atkv. gegn 10. Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra gerði grein fyrir atkv. sinuogsagði: „Égtel óeðlilegt að Alþingi fari að taka ákvarðanir um einstök verðlagsákvæði, eins og hér er lagt til. Þvi get ég ekki fallizt á þessa tillögu. Það úti- lokar hins vegar ekki að þetta mál verði tekið til athugunar hjá réttum aðilum þ.e.a.s. hjá verðlagsnefnd. Þar eigi að ákveða slik mál. Þvisegi ég nei.” þjónustu vfða um landið, svo mikia, að fæstir sem ekki þekkja tií af eigin raun, gera sér grein fyrir þvi, að þau flytja sjúklinga á milli staða, þegar allt er lokað eða lækna á milli staða. Þessir aðilar hafa notið styrkja af sjúkraflugsframlagi. Það hækkar ekkert, en rekstrarkostnaður þessara litlu flugfélaga hefur hækkað mjög mikið. Mér er kunn- ugt um að slikur flugmaður á Vestfjörðum hefur ekki getað tek- ið úr rekstri nægilegt fé til að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða i ár. Og það er alveg ljóst, að hann hættir upp úr áramótunum, ef engin breyting verður. Það getur ekki hjá þvi farið. Maðurinn getur ekki haldið þannig áfram að safna skuldum, og þannig mun þá verða um fleiri nema þá náttúr- lega þá stóru eins og Flugleiðir sem hafa hlotið rikisábyrgð, sem nemur kr. 120 þús. á hvern ibúa i landinu. Þarna er dálitið ójafnt skipt. Fleira gæti ég nefnt. En ég ætla að láta þetta nægja. Ég nefni þetta fyrst og fremst til þess að vara viðsvona meðferð á þessum málum. Ég held, eins og ég segi, að menn verði að gera það upp við sig strax, hvort þessir þættir eiga niður að leggjast. Ég geri mér grein fyrir því, að vandinn er ákaflega mikill og okkur er brýn skylda á herðum að ganga vandlega frá fjárlaga- frumvarpinu, draga einsogmest má vera úr þenslunni. Þó vil ég leggja áherzlu á það sem allir þingmenn, sem ég hef heyrt, hafa lýst yfir, að samdráttur má ekki leiða til atvinnuleysis. Við verðum að rata hinn gullna meðalveg. Ég veit, að hann er vandrataður og fyrir mitt leyti vil standa að heilbrigðri af- greiðslu fjárlaga. En ég endurtek það, sem ég hef sagt, þótt nauðsynlegt sé að afgreiða fjár- lög af fullri ábyrgð, verður einnig að sýna þá ábyrgð með tilliti til hinna ýinsu rekstrarþátta. Enn var láns- heimildin hækkuð Fyrir nokkru kom fram á Alþingi frumvarp þar sem sótt var um heimild fyrir rikisstjórnina að taka erlend lán að upphæð 3.580 millj. kr. Siðar kom i ljós að upphæðin þurfti að vera nokkru hærri og var þvi heimildin hækkuð i 4.610 millj. kr. 1 gær lagði svo fjármála- ráðherra fram breytingar- tillögu við frumvarpið og er þar farið fram á heimildað taka erlent lán að fjárhæð allt að 6.665 millj. kr. Jafnframt er I breytingar- tillögu fjármálaráðherra ný grein um að heimilt sé að endurlána Framkvæmda- sjóði allt að 2.045 millj. kr. Sverrir Bergmann: BRÁÐABIRGÐALAUSN ÁVANDANUM Miklar umræður hafa orðið á Alþingi um Almannatryggingar, en sem kunnugt er er það stjórnarfrumvarp, sem felur m.a. i sér að hækkuð skuli gjöld þau, sem greidd eru fyrir lyf svo og fyrir viðtöl við sérfræðinga. Jafn- framt skulu sveitarfélög innheimta eitt % á gjaldstofn til útsvars og skal gjald þetta renna til sjúkrasamlaganna. Við umræður um þetta mál flutti Sverrir Bergmann (F) ræðu i efri deild alþingis og sagði þá m.a.: — Þótt ég sé alls enginn tals- maður fyrir þessum breytingum, sem hér eru lagðar til, liggja nokkrar ástæður til þess að ég mun fylgja þessu frumvarpi. Fyrst vil ég nefna, að ég tel að hér sé um bráðabirgðalausn vandamáls að ræða, meðan fram fer allsherjar endurskoðun á lög- um um almannatryggingar. Þeirri endurskoðun á að ljúka fyrir næsta haust. Vænti ég þess, að sú endurskoðun leiði til bóta, og með henni finnist leiðir, til að mæta þeim kostnaði sem óhjákvæmilega lendir á al- mannatryggingum. I grundvallaratriðum er ég sammála um að sveitarfélög taki beinan þátt i kostnaði við rekstr- arkostnað sjúkrahúsanna. Hins vegar hefði ég viljað, að jafn- framthefðu þau fengið aðstöðu til að eiga hlutdeild i stjórnun þeirra. Min skoðun er þvi sú, að um leið og þessi hluti var færður yfir á sveitarfélögin hefði einnig hlutur þeirra i stjórninni átt að aukast. Með þessu frumvarpi er i raún ekkert annað að gerast en sveitarfélögin eru látin innheimta fjárhæðir fyrir rikissjóð. Þessu næst vék þingmaðurinn að auknum hlut fólksins i lyfja- og sérfræðikostnaði og sagði: — Þetta ákvæði er ekki spor afturábak þvi að þetta er óbreytt ástand frá þvi sem verið hefur. Þótt hækkanir séu nokkrar eru þær langtum minni, en hinn raun- verulegi kostnaður hefur aukizt. Hins vegar er hér ekki um að ræða spor fram á við, og min skoðun er sú, aöfólk, sem þarf að leita læknis eða fá lyf eigi ekkert að greiða. Þó er rétt i þessu sambandi að geta þess, að þessi ákvæði koma alls ekki verst niður á þeim, sem versteru settir, og oftast þurfa að leita læknis. Margar undanþágur eru fyrir það fólk til að losna viö þessar greiðslur. Einnig er reyndin sú, að flestir sérfræðing- ar taka fullt tillit til þessara sjúklinga, og sleppi þvi oft á tið- um við greiðslur. Þetta eru i stórum dráttum ástæðurnar fyrir þvi að ég hef ákveðið að greiða þessu frum- varpi atkvæði. Betra skipulag sparar milljónir Þessu næst ræddi þingmaður- inn um kostnað við heilbrigðis- þjónustuna. Sagði hann að öllum væri ljóst að með þessu frum- varpi.væri ekki verið að spara nokkurn hlut i heilbrigðisþjónust- unni, jafnvel þótt i upphafi hafi verið látið i það skina. Það væri Framhald á 23. siðu. Hfl

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.