Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 1
Leiguf lug—Neyðarf lug HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTOÐIN HF Byssan komin á Baldur Viðgerð á skut- togaranum Baldri er nú að Ijúka, en sem kunnugt er reyndust vinnubrögð Pólverja slik, að skipið var ekki nothæft til landhelgis- gæzlustarfa, þegar það kom úr viðgerð frá þeim. Baldur fer svo senn til gæzlustarfa og í gær var komin byssa um borð. Tímamynd: Gunnar. Á annað þús- und manns Átök milli ölvaðra manna á Suðureyri: Stunginn meS hnífi bíða eftir flugferðum —- er til læknisaðgerðar á Borgarspítalanum gébé—Rvik. — A annað þúsund manns bíða eftir flugi, bæði i Reykjavik og á þremur stöðum úti á landi. Ekki hefur verið unnt að fljúga til eða frá Akureyri síð- an á sunnudagskv. 28. desem- ber, ófært var til Vestmannaeyja i gær og fjöldi manns biður á llúsavik, þó tekizt hafi að fljúga þangað eina ferð i gær. Samkvæmt upplýsingum þeim sem blaðið aflaði sér frá vakt- stjóra á Reykjavikurflugvelli i gærkvöldi, voru farnar 2 ferðir til tsafjarðar i gær, tvær til Egils- staða, tvær til Sauðárkróks og ein ferð á eftirtalda staði: Horna- fjörð, Þingeyri, Patreksfjörð og Húsavik. bað munu vera um 800-900 manns, sem biða i Reykjavik og á Akureyri til að komast þar á milli, en i gærkvöldi voru engar likur á, að hægt yrði að fljúga, þvi igærkvöldi var skafrenningur og úrkoma mikil fyrir norðan. BH-gébé-Reykjavik. —Maður frá Suðureyri við Súgandafjörð ligg- ur á Borgarspitalanum i Revkja- vik til aögerðar, eftir að hafa fengið hnífstungu i brjóstið, og voru upplýsingar um liðan hans ekki fyrir hendi, þegar Timinn fór i prentun i gærkvöldi. Áverkann fckk maðurinn að morgni nýárs- dags. en ekki reyndist unnt að flvtja hann suöur fyrr en i gær, og var það flugvél frá Flugfélaginu Vængjum. sem sótti manninn. Málsatvik eru þau, að um sjö-leytið á nýársdagsmorgun kom til átaka á milli tveggja manna á Suðureyri við Súganda- fjörð, en mennirnir voru báðir undir áhrifum áfengis. Lauk viðureign þeirra með þvi, að ann-_ ar fékk holstungu i brjóstið með eldhúshnif. Á Suðureyri er enginn lögreglu- maður, og þar hefur um skeið verið læknislaust. Varþvi brugðið til þess ráðs að sækja héraðs- lækninn á ísafirði til Suðureyrar og kom hann í fylgd tveggja lög- regluþjóna á nýársdag. Gerðist það ekki fyrr en undir kvöldið, þvi að ekki var álitið, að áverkar mannsins væru það alvarlegir, að þörf væri læknisaðgerðar. Undir kvöldið var hins vegar orðið ljóst, að svo myndi vera. Á nýársdag var ekkert flugveð- ur, en strax og létti til i gær, hélt flugvél frá Vængjum hf. til Suður- eyrar og sótti manninn, sem fyrir hnifstungunni varð, svo og héraðslækninn, Stefán Matthias- son, sem fylgdi manninum á Borgarspitalann. Var maðurinn tekinn til meðférðar strax við komuna, og reyndist ógeríegt að afla upplýsinga um liðan hans i gærkvöldi. Olíuverð til fiskiskipa óbreytt Með tilvisun til tilkynningar nr. 40/1975 frá Verðlagsstjóra um nýtt hámarksverð á gasoliu til is- lenzkra fiskiskipa. hefur rikis- stjórnin ákveðið að oliuverðið til fiskiskipta verði óbreytt fyrst um sinn. VIÐURKENNA FLUTNING Á EINHVERJU ÚT FYRIR BÆ FJ-Rcykjavik. Rannsóknin á hvarfi Guðmundar Einarssonar heldur áfram, en sem kunnugt er sitja fjórir menn i gæzluvarðhaldi lians vegna. Sumir þeirra hafa viðurkennt, að þrir liafi verið saman i húsi i llafnarfirði og kvatt þangað þann fjórða sem bil- stjóra umrædda nótt. Frá húsinu var siðan farið með einhvern hlut og var liann fiuttur i farangurs- geymslu bilsins út fyrir bæinn, þar sem þremenningarnir losuðu sig við hann, en bilstjórinn beið i bilnum á meðan. Bilstjórinn neitar að vita nokk- uð um, hvað það hafi verið sem hinir þrir voru að losa sig við og þeir hafa ekki viljað viðurkenna neitt þar um ennþá. Ekki hefur tekizt að fá fram nákvæma stað- setningu á þvi, hvar mennirnir fóru út úr bilnum og losuðu sig við þennan hlut, sem var allstór og vafinn innan i lak eða eitthvað þess háttar. en það var einhvers stgðar i hrauninu fyrir sunnan Hafnarfjörð. Um það sem gerðist i húsinu hjá þeim þremenningum, áður en þeir kvöddu bilstjórann til, er ekki allt komið á hreint, en grun- ur rannsóknarlögreglunnar um að þessir menn hafi fyrirkomið Guðmundi Einarssyni styrkist »með hverjum deginum. SAMNINGAAAÁLIN: FUNDIRAÐ NÝJU EFTIR HELGINA BH-Reykjavik. — Rólegt hefur verið yfir samiiingamálum um hátiðaruar, en l'ullur skriöur kemst á þau aö nýju eftir helgina. Á máuudaginn verður haldinn fundur i baknefnd ASÍ og á þriðju- daginn verður fundur með samninganefndunum hjá sáttasemj- ara. Dagsbrún hélt fjölmennan félagsfund á milli jóla og nýjárs, og barþareinna hæst kröfur nokkurra félagsmanna um að rjúfa samstööuna með öðrum launþegasaintökuni innan ASÍ um kjarasamninga. Illaut sú krafa lélegar Undirtektir á fundinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.