Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. janúar 1976. TÍMINN 3 Sauðárkrókur um áramótin: Lögreglumenn grýttir við störf sín FB-Reykjavik. Skrilslæti settu leiðiniegan svip á áramótin á Sauðárkróki að þessu sinni eins og reyndar mun einnig hafa verið undanfarin ár, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar þar. Milli 100 og 150 börn og unglingar tóku þátt i óeirðunum, og i þeim slösuðust tveir lögregluþjónar, annar á höfði og hinn á fæti, svo þeir eru nú báðir frá störfum. Jón Hallur Jóhannsson varðstjóri á Sauðárkróki sagði svo frá, að kveikt hefði verið á bálkesti um kl. 9 á gamlárskvöld. Litill sem enginn áhugi hefði virzt vera á brennunni, en þess i stað hefðu unglingar tekið að flykkjast út á aðalgötur bæjarins og bera á þær ýmiss konar drasl til tál- munar umferðinni. Meðal annars var hvolft úr öskutunnum og vir- ar strengdir yfir göturnar svo nokkuð sé nefnt. Þá gekk þetta svo langt, að kveikt var i rúslinu á götunum. Ellefu lögreglumenn voru á vakt, og voru þeir hvað eftir annað hindraðir i þvi að gegna störfum sinum. Skrillinn braut að minnsta kosti 8 rúður, þar af eina i bil. Spjöllvoru unnin á grindverkum húsagarða, og grjóti var kastað Kynvillingurinn í 45 daga gæzlu- varðhald í viðbót Kópavogsbúi sá, sem setið hefur i gæzluvarðhaldi frá 4. ágúst i sumar vegna kynvillu- sambands við börn og ung- linga, var á gamlársdag úr- skurðaður i 45 daga gæzlu- varðhald til viðbótar. Leó Löwe fulltrúi bæjarfó- geta i Kópavogi sagði þegar Timinn spurðist fyrir um mál þetta i gær, að mál manns þessa hefði verið sent sak- sóknara i október og þar lægju öll málsskjöl enn, og væri ekki enn búið að ákæra manninn. Dýnamítþjófar í gæzluvarðhald A gamlársdag voru tveir ungir menn úrskurðaðir i gæzluvarð- hald i Kópavogi fyrir þjófnað á dýnamiti.sem þeir höfðu ætlað að sprengja á gamlárskvöld. Leó Löwe fulltrúi bæjarfógeta sagði i viðtali við Timann, að einungis annar mannanna hefði játað og meginástæða þess, að mennirnir voru úrskurðaðir i gæzluvarðhald hefði verið sú, að óvist var hvort allt dýnamitið hefði verið komið i leitirnar. að lögreglustöðinni, og rúða brotin þar. Tveir lögreglumenn á götuvakt urðu fyrir grjótkasti, eins og fyrr sagði, og slösuðust þeir nokkuð. Varðstjórinn sagði að erfitt væri að gizka á fjölda unglinga, sem þátt tóku i óeirðunum, en þarna hefðu að minnsta kosti verið 100-150 unglingar. Reyndar voru þeir sem þarna voru á aldrinum frá 10 til 20 ára og einnigyngri ogeldri. Augljóslega voru ákveðnir forsprakkar, sem stýrðu ólátunum, og þar af sumir hverjir fullorðnir menn sem höfðu þau áhrif á unglinga að þeir mögnuðust mjög, vegna stuðnings hinna eldri. Sumir þessara fullorðnu manna, hafa verið meðal forsprakka undan- farin ár. Nokkuð bar á ölvun unglinga, og jafnvel ungra barna. Allmargt fólk varfært á lögreglustöðina og geymt þar misjafnlega lengi, við erfiðar aðstæður, en aðeins þrir fangaklefar eru á stöðinni. Að sjálfsögðu voru börn ekki sett i fangaklefana, heldur þeir full- orðnu. Fulltrúar Barnaverndar- nefndar voru hafðir á lögreglu- stöðinni, og aðstoðuðu þeir lög- regluna við að flytja börnin heim og afhenda þau foreldrum. Það vildi þó brenna við, að sömu börnin væru tekin aftur siðar um nóttina við spellvirki. Ólátunum var að mestu lokið upp úr miðnætti, en þó hafði lög- reglanafskipti bæði af börnum og unglingum fram undir morgun. Dansleikur hófst að Bifröst kl. 24 og stóð til kl. 4 á nýársdags- morgun, og fór hann allsæmilega fram... Jón Hallur sagði að lokum, að hann harmaði það, að slikir at- burðir skyldu þurfa að koma fyrir á Sauðárkróki á hverju einasta gamlárskvöldi, enda teldi hann að þetta ætti að heyra fortiðinni til, og væri þessi framkoma blett- ur á bænum. — Það er heldur leiðinlegt, sagði hann, — þegar fólk kemur út á nýársdagsmorgun, að helztu götur bæjarins skuli lita út eins og sorphaugar, eftir að hvolft hefur verið úr ruslatunnum á þær. Ég vil einnig bæta þvi við, að lög- reglan hefur gert itrekaðar tilraunir til þess að hafa ofan af fyrir þessum börnum á gamlárs- kvöld, ef það mætti verða til þess að stemma stigu við þessum skrilslátum, en engin félagasam- tök, né aðrir aðilar virðast hafa nokkurn áhuga á málinu, og ekki heldur bæjaryfirvöld. Þess má að lokum geta, að ibúar Sauðárkróks eru milli 1700-1800 talsins, svo það er nokkuð stór hluti ibúanna, sem tekur þátt i þessum skrilslátum á gamlárskvöld. Til samanburðar mætti reikna með að fjöldinn hér i Reykjavik yrði ekki innan við 10 þúsund, sem lögreglan þyrfti að kljást við, ef hlutfallið væri svipað. Um þrjúleytið i gær varö það óhapp, að dráttarvél féll niður um isinn á Tjörninni. Starfsmaður iþróttavallanna hafði verið þarna að vcrki, og hugðist skafa isinn af Tjörninni, svo hann yrði betri fyrir þá, scm vilja stunda skautaiþróttina. Fór þá svo illa, að dráttarvélin fór niður um is- inn rétt við tjarnarbakkann við Bjarnargötuna. Maðurinn komst i land af eigin rammleik og varðckki meint af. (Timamynd Róbert) Jónas Kristjánsson ásamt styrkþegunum, Birni Bjarman og Jóni Björnssýni. Timamyndir G.E. „Lukkulegur og undrandi" — segir Björn Bjarman, sem hlaut styrk úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins ásamt Jóni Björnssyni — sagði Björn Bjarman i viðtali við Timann, en hann hefur gefið út tvær bækur smásögurnar 1 heiðinni og skáldsöguna Tröllin. — Ég taldi mig ekki nógu mikinn rithöfund til að eiga von á slikri viðurkenningu. — Hvort ég er að vinna að rit- verki núna? Auðvitað er maður alltaf með eitthvað i takinu. En það gengur seint. Ég er starfandi kennari við Vogaskóla og það er ekki gott að koma þessum tveim viðfangsefnum heim og saman. Að visu er ég i hálfu orlofi i vetur og kenni ekki nema hálfa kennsluskylduna. — Jón Björnsson á sér lengri rit- höfundarferil að baki en Björn Bjarman. Meðal verka hans er skáldsagan Valtýr á grænni treyju, sem hann jafnframt færði i leikritsgerð, sem komið hefur út á prenti og flutt hefur veriðá sviði Þjóðleikhússins. SJ—Reykjavik. A gamlársdag var að vanda úthlutað styrkjum úr Rithöfundasjóði Rikisútvarps- ins. Að þessu sinni hlutu rit- höfundarnir Jón Björnsson og Björn Bjarman þá og komu 200.000 kr i hlut hvers um sig. Athöfnin fór fram I Þjóöminja safninu og afhenti Jónas Krist- jánsson formaður úthlutunar nefndar rithöfundunum styrkina. — Ég var ákaflega lukkulegur og jafnframt undrandi að mér skyldi vera veittur þessi styrkur, Frá athöfninni i Þjóðminjasafninu. Skipstjórinn ó fsafold: „Skruppum bara heim í jólafrí" tsafoldin i Slippnum á föstudaginn. BH-Reykjavik. — Við skruppum bara heim i jólafri og notuðum tækifærið til að setja skipið i smá- klössun i Slippnum, sagði Arni Gislason. skipstjóri á tsafold HG 209. þegar Timinn hafði samband við Arna og spurði hvort þcir ætluðu að vera með á loönuvertið i ár. — Nei, við verðum ekki með i ár, svaraði Arni. Við fengum leyfi i fyrra en við notuðum það aldrei og við höfum ekki endurnýjað það. Við förum héðan beint i Norðursjóinn og verðum þar og leggjum upp i Hirsthals. Það er einsog menn vilji gleyma þvi, að þetta er danskt skip, danskt at- vinnubótatæki, þótt áhöfnin sé is- lenzk, en samkvæmt þvi verðum við að haga okkur. Okkur fannst mikið til um, hvað Timainynd: Gunnar þetta var myndarlegt skip og höfðum orð á þvi við Arna. Þetta er afskaplega gott veiðiskip, svaraði Árni og ég tel engan vafa á þvi að hefði það is- lenzkt skrásetningarnúmer væri þetta fullkomnasta veiðiskip flotans á sinu sviði. þ.e.a.s. sem skilar hráefninu i land, en vinnur það ekki um borð. Víðast friðsælt um áramótin FB-Reykja vik. Aramótin voru hin friðsamlegustu viðast hvar á landinu, utan á Sauðárkróki, en frá þvi er skýrt á öðrum stað i ►blaðinu. t Reykjavik var fátt um tiðindi hjá lögreglunni, og sömu sögu var að segja á Akureyri og i Keflavik. A Xkranesi gerðist heldur ekkert markvert um ára- mótin sjálf, en aðfaranótt föstu- dagsins var þar brotizt inn i sölu- turn og einhyerju stolið af tóbaki og sælgæti. Ekki hafði þjófurinn náðst i gærkvöldi. samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.