Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. janúar 1976. TÍMINN 7 VMmi ...... / Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöti^, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal&træti 7, sfmi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingaslmi, 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. - — f Bla0aprentrr.fr Svigrúm til samninga nónast ekki neitt í áramótagrein Ólafs Jóhannessonar, for- manns Framsóknarflokksins, sem birtist hér i blaðinu á gamlársdag, vék hann að sjálfsögðu að þorskastriðinu við Breta og sagði m.a.: ,,Gert hefur verið bráðabirgðasamkomulag við Vestur-Þjóðverja. Það samkomulag var að min- um dómi rétt að gera. Það hefði reynzt okkur ofurefli að heyja landvarnabaráttu okkar við tvær stórþjóðir i senn. Það var nauðsynlegt að brjóta skarð i múrinn. Sú aðferð hefur löngum gefizt vel i striði. Þá er það ótalið, sem mestu máli skiptir, að efni samkomulagsins var þannig, að við gátum sætt okkur við. Nefni ég þar einkum til þrjú meginatriði: að frystitogarar og verk- smiðjuskip mega ekki veiða innan 200 milna, að veiðar eru hvergi leyfðar nálægt 12 milna mörk- unum og aðeins litið þorskmagn, eða 5000 tonn, er leyfilegt. Nú hafa Bretar verið einangraðir, og við getum einbeitt okkur að þvi að verjast innrás þeirra og ránskap á fiskimiðunum. Barátta við þá verður trúlega löng og ströng og kann að krefjast marg- vislegra fórna. Sú barátta er ekkert sport eða skopsjónarspil. Ég hef alltaf sagt, að hún yrði ekki unnin með neinu leifturstriði. Hún verður heldur ekki unnin með orðum einum eða æsi- fregnum. Hún verður aðeins unnin með staðföstu úthaldi og óbifanlegri viljafestu, sem miðar allt við leikslok en ekki við einstök vopnaviðskipti.” Ólafur Jóhannesson færði siðan rök að þvi, að Bretar ættu hvorki lagalegan né siðferðilegan rétt i þessari deilu. Hann sagði siðan: „Þrátt fyrir þessar staðreyndir, var ég þeirrar skoðunar, að sanngjörn, friðsamleg lausn væri báðum aðilum farsælli en ófriður og hefði viljað gefa nokkuð fyrir friðinn. En vegna hóflausrar ó- bilgirni Breta var enginn kostur á slikri lausn. Og þá er að taka þvi. Baráttunni við Breta mun haldið áfram með öllum tiltækum ráðum. Við höfum farið hæfilega stillt af stað, en baráttan mun smám saman hert, og allra ráða neytt. Samskipti okkar við Breta á öllum sviðum eiga að mótast af þvi, að við heyj- um við þá baráttu um lifshagsmuni okkar. Allar samningaumleitanir við Breta eru auð- vitað útilokaðar á meðan þeir halda uppi hernað- araðgerðum og ránskap á íslandsmiðum. Svig- rúm til samninga varðandi helztu nytjafiska er og litið og nánast ekki neitt. Það liggur ljóst fyrir, eftir að niðurstöður fiskifræðinga urðu kunn- ar.” Að lokum fórust Ólafi Jóhannessyni þannig orð um þorskastriðið, að Bretar myndu i augum heimsins fá á sig óafmáanlegt háðungarmerki fyrir að hafa þrisvar sinnum á tveim áratugum farið með hernaði á hendur vopnlausri smáþjóð, sem þeir eru i bandalagi við. Og það hefur ásann- azt, að hinir brezku sósialdemókratar eru i þess- um efnum á allan hátt illskeyttari en brezka ihaldsstjórnin var. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Fimmta herdeildin í Suðaustur-Asíu Færast ríkin þar undir áhrif Kínverja? þessum löndum. eiga marga banka, tryggingarfélög, veit- ingastaöi og kvikmyndahús, auk margvislegra iönaöar- fyrirtækja. Af hálfu stjórn- valda hefur sitthvað veriö gert til að takmarka áhrif þeirra og yfirráö, en leiðtogar Kina hafa þá jafnan veitt þeim stuöning, og hafa Maó og félagar hans ekki gert þaö neitt siöur en fyrirrennarar hans. Það á sinn þátt i þvi, að þessir kinversku útflytjendur hafa á siðari ár- um veriö aö styrkja tengslin við Kina að nýju. Eins og áöur segir, hvetur kinverska stjórnin þá til aö gerast rikis- borgara i umræddum löndum. Þeir, sem tortryggja hana, segja hana gera þaö i þeim til- gangi, að þannig geti umrædd- ir Kinverjar komiö ár sinni betur fyrir borö. Þaö er nefnt sem dæmi um aukin tengsli útflytjendanna viö heimaland sitt, að íjárflutningur á þeirra vegum til heimalandsins fari sivaxandi og munu t.d. hafa fimmíaldazt siöan 1955. Þetta er að sjálfsögöu ekki litið hýru auga i viökomandi löndum. 1 þessum löndum eru Kin- verjar fjölmennastir i Singa- pore, en þar eru þeir rúmlega 75% af ibúunum. Næstfjöl- mennastir eru þeir i Malasiu, en samkvæmt opinberum skýrslum eru þeir 35% ibú- anna. en sumar heimildir telja þá nálgast það að vera helm- ingur þeirra. 1 Thailandi eru þeir færri, en þó taldir um 10% ibúanna samkvæmt opinber- um skýrslum. A í'ilippseyjum eru þeir einna fæstir eða um tæp milljón, en ibúatala lands- ins er um 40 milljónir. Hins vegar eru þeir taldir áhrifa- miklir þar, sökum þátttöku sinnar i verzlun og iönaði. Loks eru svo nokkrar milljónir Kinverja i indónesiu, en tala þeirra er talsvert á reiki. Þar hafa þeir veriö umsvifamiklir i verzlun og öörum þjónustu- greinum. enda er dugnaður Kinverja slikur, aö þeir koma sér alls staðar vel fyrir. Atökin um Suðaustur-Asiu munu vafalaust harðna á komandi árum. Flest bendir til. aö hinir mörgu Kinverjar sem eru búsettir þar, muni á margan hátt. reynast Kina mikill iiösauki i þessum átök- um. Þaövrði Kina ómetanleg- ur styrkur sem heimsveldi. el' öll Suöaustur-Asia, þar sem mikið er af hvers konar náttúruauöæfum, yröi áhrifa- svæöi þess. þ,p>. FLESTUM, sem hafa ritað um helztu erlenda atburði árs- ins 1975, kemur saman um, aö endalok Vietnamstriösins hafi verið stærsti atburður þess. Ekki sizt er ljóst, að þau geta haft sögulegar afleiðingar. I hinum þremur löndum Suðaustur-Asiu, sem hafa nú komizt til fulls undir stjórn kommúnista, þ.e. Vietnam, Laos og Kambodiu, er hafin hörð barátta milli hinna kommúnistísku heimsvelda um að tryggja sér fylgi þeirra. Erfitt er að spá um, hvernig þessari baráttu muni ljúka. Eins og er, virðist Rússum veita betur i Vietnam, en Kin- verjum i Kambódiu. Hins veg- ar virðist Laos ætla að reyna að halda sér á hlutleysislin- unni. Ósennilegt er ekki, að þessi þrjú riki reyni þegar fram liða stundir að verða - óháð báðum kommúnistisku heimsveldunum og myndi sér- stakt óháð rikjabandalag. Meðal forustumanna þeirra er jafnvel farið að ræða um viö- tækt bandalag rikja i Suðaust- ur-Asiu, án tillits til stjórnar- hátta. Þetta bandalag gæti i fyrstu snúizt um efnahagslegt samstarf, en siðan gæti það einnig náð til stjórnmálalegs samstarfs, t.d. gagnvart öör- um heimshlutum. ÞAU LÖND, sem hér er um að ræða, auk hinna þriggja áöurnefndu, eru Indónesia, Filippseyjar, Thailand, Mala- sia og Singapore. Það voru viðbrögð allra þessara landa, nema Indónesiu, að leita eftir bættri sambúð við Kina strax eftir endalok Vietnamstriös- ins. Tun Abdul Razak, for- sætisráðherra Malasiu, hélt fljótlega eftir striðslokin til Peking og kom á stjórnmála- sambandi milli landanna. I slóð hans fóru svo Kukrit Pramoj, forsætisráðherra Thailands og siðar Ferdinand Marcos, forseti Filippseyja. Bæði þessi riki hafa nú tekiö upp stjórnmálasamband við stjórnina i Peking og rofiö sambandið við útlagastjórn- ina á Taiwan. Bandarikja- menn hafa orðiö aö sætta sig við þessa þróun, jafnhliða yfirlýsingum um, að Thailand og Filippseyjar vilji sem fyrst losna við bandariskar her- stöðvar. Thailand hyggst þeg- ar gera það á þessu ári, en Filippseyjar fara hægar i sak- irnar, en hafa þó eigi aö siður látið þennan ásetning skýrt i ljós. Vafalaust munu þó þessi riki leggja áfram áherzlu á traust tengsli við Bandarikin, en þó sýna i verki, að þau séu orðin óháð þeim, eins og glöggt hefur komið i ljós á vettvangi Sameinuðu þjóö- anna. Bandarikin munu sætta Maó og Marcos Maó og Kukrit Pramoj sig viö það, ef þau gerast ekki i staðinn háð Kina. Þaö er nú sameiginlegur ótti Bandarikj- anna og Sovétrikjanna, að þessi riki muni smátt og smátt lærast undir áhrifavald Kin- verja, nema helzt Indónesia, en þar situr nú herstjórn að völdum, sem ekki verður sagt um hvað traust er i sessi. Hún komst til valda eftir byltingar- tilraun kommúnista og er þvi mjög andvig kommúnisma. ÞAÐ eykur mjög ugg Bandarikjamanna og Rússa, að Kinaveldi hefur efniviö i öfluga fimmtu herdeild i þessum löndum, þar sem eru þeir Kinverjar, sem hafa tekið sér þar búfestu. Þegar áöur- nefndir þjóöarleiötogar heimsóttu Peking á síðastl. ári, var þvi lýst hátiölega yfir af kinverskum leiötogum, að þeir myndu ekki reyna. neitt til þess að hafa áhrif á þessa landa sina, heldur hvetja þá til þess að gerast rikisborgarar umræddra landa og vera trúir þegnar þeirra. Kina myndi ekki heldur gera neitt til að ýta undir skæruliöa i þessum löndum. Þrátt fyrir þetta, er sá ótti vaxandi, að umræddir Kinverjar gerist eins konar fimmta herdeild Kinaveldis. Þeir höfðu margir náin tengsli við Kina og ættingja sina íyrir byltinguna og hafa verið aö endurnýja þau i vax- andi mæli á siöastl. ári. Marg- ir i hópi þessara Kinverja hafa komið sér vel fyrir, t.d. á sviði verzlunar og iðnaðar og hafa þvi hlutfallslega meiri áhrif en ella. Þeir ráða yfir stórum hluta verzlunarinnar i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.