Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 3. janúar 1976. Hristingurinn heldur áfram í Kelduhverfi — snarpur kippur í gærmorgun,4,6 stig á Richter kvarða gébé Rvik — Nokkrir snarpir jaröskjálftakippir mældust á Kelduhvcrfissvæðinu á fyrsta sólarhring ársins. Sá stærsti reyndist vera 4,6 stig á Richter kvarða og að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjá lf ta- fræðings munu upptök hans liafa verið skammt suövestur af Núp- um en þessi kippur varð kl. 06:33 i gærmorgun. Ragnar Stefánsson sagði, að fyrst hefði allsnarpur jarð- skjálftakippur mælzt klukkan 02:15 aðiaranótt föstudags, og reynzt vera 4,3 stig á Richter kvaröa. Sagði Ragnar, að eftir þvi sem hann kærnist næst, hefði sá átt upptök sin um 10-20 kiló- metra austnorðaustur af Mý- vatni. Siðan kom stærsti kippur- inn klukkan rúmlega hálf sjö eins og áður sagði. Á áttunda timanum i gær- morgun mældust nokkrir kippir, sem voru allir rúmlega fjögur stig á Richter kvarða, og var sá stærsti þeirra 4,2 stig kl. 07:40. — Siðan þá hel'ur verið litið um jarð- skjálítakippi á Kelduhverfis- svæðinu, sagði Ragnar Stefáns- son i gærkvöldi. Verðlagsráð sjávarútvegsins: Breytingar á stærðarflokkum Samkomulagum verðákvörðun náðist ekki Verðlagsráð sjávarútvegsins hóf fundarhöld i byrjun desember til þess að ákveða almennt fisk- verð frá 1. janúar 1976. Með tilliti til þess, að ekki hafði unnist timi til þess að ljúka endurskoðun sjóðakerfisNsjávarútvegsins, varð að samkomulagi i Verðlagsráði, að næsta verðtimabil yrði aðeins janúarmánuður. Samkomulag náðist ekki um verðákvörðunina sjálfa, sem var visað til úrskurð- ar yfirnefndar þann 22. þ.m. Á fundi yfirnefndar i dag varð sam- komulag um breytingar á stærðarflokkun fisks, sem taka gildi frá 1. janúar. Breytingarnar voru þessar helztar: Rorskur: Smár þorskur telst nú 43 cm að 54 cm. Miðlungsþorskur telst nú 54 cm að 70 cm. Stór þorskur telst nú 70 cm og yfir. Ýsa: Smá ýsa telst nú 40 að 52 cm. Stór ýsa telst nú 52 cm og yfir. Ufsi: Smár ufsi telst nú að 54 cm. Sjópróf í dag FJ—Reykjavik — Sjópróf vegna ásiglingar Andromedu á varð- skipið Tý fara fram i dag. Bretum hefur verið boðið að vera við- staddir, en slikt boð höfðu þeir að engu, þegar sjöprófin fóru fram vegna ásiglinganna á Þór i mynni Seyðisfjarðar. Miðlungs ufsi telst nú 54 cm að 80 cm. Stór ufsi telst nú 80 cm og yfir. Auk þessa varð samkomulag um nokkrar aðrar verðbreytingar en að öðru leyti helzt verð i hverj- um stærðarflokki óbreytt út janúar. f yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, sem var oddamaður, Arni Benediktsson og Eyjólfur fs- feld Eyjólfsson af hálfu kaupenda og Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson af hálfu seljenda. Reykjavik, 30. desember 1975. Verðlagsráð sjávarútvegsins Að sögn Jóns Illugasonar i Reynihlið, hafa smákippir fundizt undanfarið og virðist frekar hafa aukizt siðustu tvo sólarhringana. Ekki kvaðst Jón vita til þess að sterki kippurinn sem mældist i gærmorgun, hafi fundizt við Mý- vatn, en að töluvert margir smá- kippir hefðu verið á Nýársdags- kvöld. — Lifið gengur sinn vana- gang hér, þrátt fyrir jarðskjálft- ana, þó er fólk að vonum orðið leitt á þessu, sagði Jón. Ekki kvaðst hann vita um neinar skemmdir aðrar en þær sem urðu á einu húsanna við Kisilverk- smiðjuna.—Jarðskjálftanna virð- ist litið gæta utan Reykjahliðar- hverfisins, sagöi hann, og botninn i vatninu hefur greinilega eitt- hvað lækkað, en mælingar sem þar hafa íarið fram eru ekki svo hárnákvæmar að hægt sé að segja til með nokkurri vissu hve mikið. Skrúðganga og ólfabrenna í Kópavogi ó sunnudaginn FB-Iteykjavik. Álfabrenna verð- ur á Smáhvammsvelli við Fifu- hvammsveg i Kópavogi á sunnu- daginn kl. 17. Það eru Tóm- stundaráð Kópavogs og Skáta- félagið Kópar, sem standa fyrir álfabrennunni. Hún hefst með skrúðgöngu, sem leggur af stað frá Vallargerðisvelli kl. 16.30, og l'ara hestamenn úr Gusti íyrir 1939-1942 var hann þingmaður Austur-Skaftfellinga. Kona Jóns, Guðriður Jónsdótt- ir, lézt fyrir fáum árum. Timinn færir Jóni Ivarssyni þakkir fyrir unnin störf á langri ævi. Jón Ivarsson 85 ára JÓN ivarsson, fyrrverandi kaup- félagsstjóri og alþingismaður, varð áttatiu og fimm ára á nýárs- dag. Hann er Borgfirðingur að upp- runa og stundaði snemma á ævi kennslustörf, en sneri sér siðan að verzlunarstörfum, varð kaupfé- lagsstjóri á Höfn i Hornafirði i ársbyrjun 1922 og gegndi þvi starfi i rúma tvo áratugi. Siðan var hann forstjóri Áburðarsölu rikisins og Grænmetisverzlunar rikisins á þrettánda ár, og á þvi skeiði átti hann einnig sæti i fjár- hagsráði. Mörgum öðrum trúnað- arstörfum hefur hann gegnt og hvarvetna reynzt allra manna traustastur og réttsýnastur. Árin Útför Bjarna læknis verður á mánudaginn göngunni, sem fer um Digranes- veg, Grænutungu, Eskihvamm á Smárahvammsvöllinn. Púkar og álfar, auk álfakóngs og drottning- ar munu taka þátt i göngunni. Sitthvað verður til skemmtunar á brennunni, t.d. koma þar Halli og Laddi, fluttur verður leikþátt- ur um Bakkabræður, Jólasveinar skemmta, Hornaflokkur Kópa- vogs leikur. Þá mun Árni Björns- son þjóðháttafræðingur tala, og aö lokum verður stórkostleg flug- eldasýning i umsjá Hjálparsveit- ar skáta. Aðgangseyrir fyrir börn er 100 krónur en 200 kr. fyrir fullorðna. Miðasala verður á Vallargerðis- velli og á Smárahvammsvelli. Þetta er annað árið, sem slik brenna er haldin, og er það von þeirra, sem að henni standa, að hún eigi eftir að verða fastur þátt- ur i bæjarlifi Kópavogs. 6 bifreiðar dregnar út Dregið var i happdrætti Styrktar- félags vangefinna á Þorláks- messu. Fyrsti vinningur Citroen CX 2000 kom á miða nr. Z-116. Vinn- ingar nr. 2-6, sem allir eru bifreið að eigin vali fyrir kr. 700,000.- komu á nr. R-31003, S-1142, Y-3865, R-42590 og G-10701. ÚTFOR Bjarna Bjarnasonar læknis verður gerð frá dómkirkj- unni i Reykjavik klukkan tvö á mánudaginn. Eftir merkan feril sem almennur læknir og sjúkra- húslæknir gerðist hann einn ötul- asti og einbeittasti striðsmaður- inn i baráttunni gegn krabba- meininu, og munu fáir eða engir hafa gengið jafnrösklega fram i þvi að vara þjóð sina við afleið- ingum sigarettureykinga. 1 þess- ari óeigingjörnu baráttu, sem tók allan hug hans hin siðustu ár, hef- ur hann áreiðanlega unnið merka sigra og lengt lif margra manna. IS- útgáfu Ijóðasafns síns Nokkrir aldavinir Tómasar Guðmundssonar hafa fengið leyfi skáldsins til að gefa út á 75 ára af- mæli hans, 6. janúar n.k. sérstaka minningarútgáfu' af ljóðasafni hans. Verður hún i mjög tak- mörkuðu upplagi og öll eintökin tölusett og árituð af skáldinu. Er gert ráð fyrir að hvert eintak kosti kr. 5000.00, og er söluskatt- ur, 20% innifalinn i veröinu. Skáldið mun sjálft verða statt i Helgafelli við Veghúsastig klukkan 3—6 mánudaginn 5. janú- ar daginn fyrir afmæli sitt. Ennfremur verður bókin til sölu i bókabúðum borgarinnar, og eins geta bóksalar utan Reykjavikur pantað hana með simskeyti. Allur ágóði af bókinni mun verða afhentur skáldinu ásamt skrá yfir eigendur hvers eintaks af henni. Þessi afmælisútgáfa, helguð ágætasta Ijóðskáldi landsins, mun örugglega verða mönnum þvi dýrmætari, sem lengra liður, jafnt sem minningargripur og ættargripur — og sennilega má lengi leita að fegurri og kær- komnari vinargjöf. Tómas Guðmundsson. T'.ri ujjttx 33 BIÐU BANA I UMFERÐARSLYSUAA BH-Reykjavik. — Þrjátiu og þrir létust í umferðarslysum á árinu 1975, og er það þrettán fleiri en árið 1974. Meðalaldur þeirra er létust á árinu er 35.5 ár. Er það svipaður meðalaldur og árið 1974 en þá var hann 33 ár. 16 banaslys urðu i þettbýli á móti 11 slysum árið 1974 en 14 i dreifbýli á móti 9 banaslys- um 1974. 10 manns létust i um- ferðarslysum i Reykjavik. 1974 létust 9 manns i 9 slysum i Reykjavik. Karlmenn eru i miklum meiri- hluta þeirra serh látist hafa eða 24, en konur eru 9. Af þeim 33 er létust eru 4 börn 14 ára og yngri — 10 voru ökumenn bifreiða, 7 far- þegar, 11 gangandi vegfarendur, 2 ökumenn vélhjóla og 3 hjól- reiðamenn. Af 30 banaslysum áttu 8 sér stað við árekstur, 10 við bilveltu, ekið var á 11 gangandi vegfarendur og einn féll af reið- hjóli. Á þeim lOárum sem nú eru lið- in frá þvi fyrst var farið að skrá umferðarslys á Islandi, eða árið 1966, hafa 199 manns látist i 185 umferðarslysum. Auk ofan- greindra 33ja manna hafa 3 aðrir látist i slysum þar sem ökutæki átti aðild að, en þau slys falla ekki undir reglur um skráningu um- ferðarslysa. Segja má að meginisinn fylgi 50 sjómilna mörkunum fyrir Vest- fjörðum. Um 60 sml. 310 gr. r/v frá Bjargi beygir isjaðarinn i r/v vestur og 40 sml. r/v norður af Horni beygir hann i r/v 360 gr. Innan meginissins eru aðeins mjóar jakarastir og stakir jakar á við og dreif, en stór islaus svæði á milli. Út af Gelti og við mynni ísafjarðardjúps eru smájakar á stangli og sama er að segja um siglingaleið fyrir Straumnes — Kögur og Horn. Auður sjór er inn með Ströndum og segja má að sigling fyrir Horn sé greiðfær i björtu en aðgát þurfi i myrkri. Ný barnagetraun á þriðjudaginn Þau mistök urðu i prent- smiðju við vinnslu Jólablaðs Barna-Timans, sem kom á Þor- láksmessu, að i verðlaunaget- raun yngri barnanna týndust hlutar úr myndagetrauninni. Þessir hlutar hafa ekki fund- izt aftur og verður þvi önnur myndagetraun birt i þriðju- dagsblaðinu næsta og nýr skila- frestur settur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.