Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Laugardagur 3. janúar 1976. Fósturjörðin og sonur hennar Pálmi Hanncsson: FÓSTURJÖRÐ I. og II. 522 bls. Hannes Pétursson valdi efniö og annaöist útgáfuna. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1975. PALMI HANNESSON , fyrrum rektor Menntaskólans i Reykjavik, var einhver ágæt- asti maður, sem starfað hefur með þjóð vorri á þessari öld. Rektorsembættinu gegndi hann rösklega hálfan þriðja áratug, og svo hafa sagt mér gamlir nemendur hans, að nærri hafi mátteinu gilda, hversu leiðinleg þeim þótti einhver tiltekin námsgrein: ef Pálmi kenndi hana, varö hún skemmtileg. Hún gat meira að segja orðið að heillandi viöfangsefni, þegar rektorinn hafði lokið upp leynd- ardómum hennar fyrir nemend- um sinum. En Pálmi Hannesson var ekki einungis mikill fræðari i venju- bundinni merkingu þess orðs. Hann var lika mikill visinda- maður, einkum á sviði dýra- fræði og jarðfræði, og ritaði mikið um þau efni. Og þar, eins og við kennarapúltið, tókst hon- um jafnan að blása lifsanda i hvert það efni, sem hann fjallaði um, þvi að rithöfundahæfileikar hans voru miklir og ótviræðir. Sannaðist hér enn, hvilik náðar- gjöf slikir hæfileikar eru vis- indamönnum,sem kjósa fremur að tala til þjóða sinna en að kúra með þekkingu sina i filabeins- turnum. — bað er jafnvist eins og hitt, að illa skrifandi menn eru ekki liklegir til þess að hafa áhrif með penna sinum. Það efni, sem hér stendur saman, hefur áður birzt i bókum Pálma Hannessonar, Frá óbyggðum, Landinu okkar og Mannraunum.Þó er ekki svo að skilja að þessar öndvegisbækur, sem þjóðin bókstaflega svalg i sig jafnóðum og þær komu út, séu endurprentaðar hér frá orði til orðs, heldur hefur verið valið úr þeim. Visast um það efni til eftirmála, sem Hannes Péturs- son skáld skrifar, og birtur er aftast i siðara bindi, en þar seg- ir hann meðal annars: ,,í öðru lagi vlkur þessi útgáfa frá hinni fyrri að þvi leyti, að einnig var gert úrval úr Landinu okkarog Mannraunum: felld voru niður erindi um útlend efni, þar sem ég afréð, að ritið skyldi miðast sem allra mest við ísland, náttúru landsins, þjóð, sögu, tungu og bókmenntir....” Það er sem sagt ekki verið að velja Pálmi Hannesson af verri endanum, heldur er ritið látið fjalla um þau svið, sem Pálma Hannessyni voru án efa hugstæðust, og þar sem hann náði hvað hæst, bæði sem fræðimaður og rithöfundur. Hér mæta okkur margir gamlir kunningjar, eins og til dæmis Villa á öræfum.þar sem segir frá þvi, þegar Kristinn Jónsson, vinnumaður á Tjörn- um i Eyjafirði, villtist i göngum haustið 1898, og kom loks fram suður i Arnessýslu, tæpum fimmtán dægrum eftir að hann lagði af stað að heiman. ,,A þessum tima hafði hann gengið um 200 kilómetra eða að likind- um meira, þvi að vafalaust hafa orðið æði margir krókarnir á leið hans,” segir Pálmi Hannes- son. Og hér er hinn bráðskemmti- legi þáttur, Dirfskuför Sturlu I Fljótshólum, þess er gekk norðan úr Bárðardal suður yfir Sprengisand, allt að Skriðufelli i Gnúpverjahreppi, snemma vors 1916, til þess að hitta unnustu sina. Undirlok þessa þátta segir höfundur frá þvi, að eitt sinn hafi hann átt tal við Sturlu um för þessa, og hafi Sturla sagt sér nokkuð frá henni, ,,og þó heldur fátt. Spurði ég hann, hver nauður hefði rekið hann til að ráðast I svo tvisýna för. Svaraði hann þvi, að hann hefði átt kær- ustufyrir sunnan. Mér varð það eitt að orði, að þó að þrjátiu unnustur hefðu beðið min, hefði ég ekki árætt að leggja á Sprengisand einn mins liðs svo snemma vors. Hygg ég, að svo myndi fleirum fara, en nú geta aðrir svarað fyrir sig.” En þótt þessir og margir aðrir þættir, sem Pálmi Hannesson ritaði, hafði náð gifurlegum vin- sældum meðal lesenda hans, geri ég varla ráð fyrir að þeir verði taldir veigamesta efni þeirrar bókar, sem hér er til umræðu. Flestir munu vafa- laust nefna fyrr ritgerðirnar Borgarfjarðarhérað, íslands- lýsing Jónasar Hallgrfmssonar, Um jarðelda á tslandi, Frá Móðuharðindunum, — og sjálf- sagt enn fleiri. Sannleikurinn er sá, að hér er ekki auðvelt að gera upp á milli. Ritverk Pálma Hannessonar bera vott um, að honum hafi ekki verið mislagðar hendur: mál hans og still eru jafnan sjálfum sér lik, þótt frásagnar- efnin séu misjafnlega stór i sniðum. Sama er að segja um sjálfa fyrirferðina. Ritgerðir Pálma eru næstum alltaf stutt- ar, þvi að honum var sú list lagin að vera gagnorður. Hann getur i örstuttu máli leitt okkur me@ Jónasi Hallgrimssyni i kringum fjallið Skjaldbreið og sýnt okkur fram á, hversu náttúruskoðarinn Jónas Hallgrimssn sá hið fræga fjall með allt öðrum augum en skáld- ið Jónas Hallgrimsson. Pálmi leiðir okkur fyrir sjónir ævikjör Jónasar: ,,Og á þessum árum þótti heldra fólkinu i Reykjavfk minnkun að þvi að þekkja hann, hvað þá að umgangast hann og dást aðhonum”. Og öllu þessu, jarðfræði, innsýn i ævi- kjör stórskálds og siðast en ekki sizt ljóðrænni fegurð sem hvilir yfir meira en aldargamalli ferðasögu, — öllu þessu kemur Pálmi Hannesson fyrir á tiu blaðsiðum. (Fjallið Skjald- breiður, bls. 288-298). Rétt og slétt fimm blöð, það er allt og sumt. Einu atriði i þessari ágætu bók tekst mér ekki með neinu móti að koma heim og saman viö mina norðmýlsku landa- fræði. Pálmi Hannesson talar á einum stað um Smjörvatns- heiði, sem er SA við Vopnafjörð, og heiðalöndin inn af henni, og segir siðan á bls 492: „Vegur liggur utanvert um heiðina milli Fossvalla I Jökulsárhlið og Há- reksstaða eða Gunnlaugsstaða I Vopnafirði.” Mér er ekki kunn- ugt um neinn bæ eða bæi i Vopnafirði með þessum nöfn- um. Hins vegar eru til Háreks- staðir i Jökuldalsheiði, en þeir eru langt frá þeim vegi, sem hér er verið að tala um. Háreks- staðir eru álika innarlega og Skjöldólfsstaðir, en á milli Fossvalla og Skjöldólfsstaða eru fimm bæjarleiðir, sjálfsagt ekki undir þrjátiu kilómetra vegalengd alls, en sé linan tek- in: Fossvellir — Háreksstaðir, er þetta enn lengri leið. Engum manni, sem fer frá Fossvöllum til Vopnafjarðar gæti dottið i hug að krækja inn alla heiði, alla leið inn i Háreksstaði. Hins vegar lá gömul póstleið um Skjöldólfsstaði — Háreksstaði — Möðrudal, og er það i alla staði eðlilegt. En hverjir eru Gunnlaugs- staðir? Eins og ég sagði áðan, er mér ekki kunnugt um neinn bæ i Vopnafirði með þessu nafni, og ekki veit ég heldur til þess, að Háreksstaðir i Jök^Jdalsheiði hafi nokkurn tima heitið annað en Háreksstaðir. Nú er aftur á móti óliklegt, að slikur maður sem Pálmi Hannesson hafi skrifað þetta að óathuguðu máli. Sjálfsagt hefur hann stuðzt við einhverjar heimildir. En hverjar? Það væri gaman að vita, ekki sizt fyrir okkur, sem erum aðgrúska i heimildum um mannabyggð á þessum slóðum : Vopnafirði, Vopnaf jarðar- heiðum og Jökuldalsheiði. Skólaræður Pálma Hannes- sonar eru kapituli út af fyrir sig. Gaman væri að fjalla um þær sérstaklega, en ekki er hægt að teygja eina blaðagrein von úr viti. Viðhorf hans til nemenda sinna speglast ákaflega skýrt i tveim orðum, sem eru fyrirsögn á fyrstu skólasetningarræðu hans I Menntaskólanum i Reykjavik 1. okt. 1929. Þessi tvö orð eru: LeitiO sannleikans. Þá ræðu, eins og reyndar allar aðr- ar skólaræður Pálma Hannes- sonar, ættu þeir að lesa vand- lega, sem eitthvað fást við kennslu- og uppeldismál. Eins og fram kemur við upphaf þessarar greinar, hefur Hannes Pétursson skáld, bróð- ursonur Pálma Hannessonar, valið efni þessarar bókar og annazt útgáfu hennar. Það verk er prýðisvel af hendi leyst, eins og vænta mátti. Hannes getur þess I lok eftirmála, að i sinn hlut hafi komið að velja ritsafn- inu heiti. Trúlega hefur hann valið nafnið Fósturjörð vegna þess, að allt efni ritsafnsins fjallar um Island og islenzku þjóðina, tungu hennar, menn- ingu og lifsbaráttu. En nafnið leiðir einnig huga okkar að öðru. Þegar við lesum Fósturjörð, megum við gjarna minnast þess, að maðurinn, sem þar heldur á oenna, var einn af beztu sot.um fósturjarðar okkar, Islanús. — VS Fyrirmyndarkonan Hugrún: Farinn vegur. Ævibraut úr lifi Gunnhildar Ryel og Vigdisar Kristjánsdóttur Útgefandi: Bókamiðstöðin. Þó að ég kunni ekki allskostar viö það orðalag að tala um ævi- brot úr lifi er þó auðskilið að hér ersagt frá þessum tveimur kon- um án þess þó aö það sé sam- felld ævisaga. Þess þarf ekki til að koma þvi til skila sem merki- legast þykir og frábærast um konurnar, en vitanlega er til- gangurinn sá. Samt sem áður hafa menn ýmsar hugmyndir um það hvernig eigi að segja frá. Það er máske vafasamt hvort menn eigi að taka sér bók i hönd með slikar kröfur og kreddur i huga en við þvi verður ekki gert. En þessi hugleiðing er hér sett fram vegna þess að per- sónulega þykir mér það kostur á frásögnum úr manniifinu að timatal fylgi. Það þarf ekki mikið af ártölum til þess að les- andi geti áttað sig á þvi frá hvaöa tima er sagt. En auðvitað eru atvikin og ferillinn jafn- msrkur fyrir þvi. Og enginn skyldi taka þetta svo að um- ræddir þættir séu timatalslaus- ir. Hugrún hefur ætlað sér að segja frá merkum konum sem á ýmsan hátt mega vera til fyrir- myndar og gert það. Gunnhildur Ryel tók þátt i félagsmálum á Akureyri en Vigdis Kristjáns- dóttir er þjóðkunnur listamaður sm staðið hefur i starfi fram á þennan dag. Hún er þvi trúlega fleirum i huga eins og sakir standa. En i þætti Gunnhildar er sitthvað sagt frá lélagsmálum Akureyrar og brugðið upp mynd af konungskomunni til Akureyr- ar 1907. Nokkrar myndir fylgja þátt- unum að vonum. Það eru fjöl- skyldumyndir, og myndir af listaverkum Vigdisar og úr garði Ryelshjóna, sem e.t.v. má telja til listaverka. Prófarkalestur hefði mátt vera vandaðri. T.d. er verra þegar sami bærinn er ýmist nefndur Viðivellir eða Viðimýri. Við slikt má aldrei sættast. H.Kr. Ég óska yður öllum gleðilegs nýárs og þakka samfylgdina á liðnu ári. Og að þessu sinni ætl- ast ég til að kveðja min nái ekki aðeins til landa minna hér heima, heldur einnig til frænda vorra I Vesturheimi, sem á ný- liönu ári lögðu drjúgt af mörk- um til að færa út islenzka menn- ingarhelgi með þjóðhátið sinni, rækt við sameiginlegar erfðir og höfðingsskap i garð fjölmargra islenzkra gesta. Ég veit að ófáir hér á landi munu taka undir með mér, þegar ég nú sendi þeim þakkir og árnaðaróskir vestur I fjarskann. Aramótum má likja við án- ingarstað, þar sem staldrað er við og hugað að hvernig ferðin sækist. í dag munu menn ef til vill rifja upp, að liðnir eru þrir fjórðungar þessarar aldar, sem hefur fætt og fóstrað oss flest sem nú lifum. Drjúgur er sá spölur, en þó eru þeir menn enn i hópi vorum sem muna siðustu aldamót, muna inngöngu hinnar 20. aldar og þau hughrif sem þá gagntóku þjóðina og fengu mál i Aldamótaljóöum Hannesar Hafstein. ,,Dagur er risinn, ár- degið kallar”, þetta voru bjarkamálin, sem islenzku þjóöinni gaf á að hlýða við ris- mál aldarinnar: „Strjúk oss af augum nótt og harmþess horfna, hniginnar aldar tárin láttu þorna”. A likingamáli skáldsins er liðna öldin nótt að baki, en upp- haf nýrrar aldar bjartur morgunn, dagskoma, og fram undan er dagurinn með fögur fyrirheit, en framar öllu mikið og gott starf. „Aldar á morgni vöknum til að vinna”. Og þaö voru ekki neinir smámunir, sem átti að koma i verk á þessum góða vinnudegi, ungu öldinni. Þó verður ekki með sanni sagt, nú þegar litið er um öxl, að hug- sýn skáldsins hafi verið hilling- ar einar, glýja i augum manns, sem ofmetur krafta sina að morgni dags. Siður en svo. Þetta mikla kvæði Hannesar reyndist að mörgu ieyti spá- mannlegt orð, auk þess sem það var lofgjörö og herhvöt. Og nú lifir aðeins fjórðungur þeirrar aldar, sem Hannes Haf- stein horfði fram til morgun- glaður. Ef vér gerðum oss það að leik að fylgja eftir likingu hans um öldina sem morgun og siðan dag mundi nú teljast kvöldsett og allskammt tii næt- .ur. Og kvöldi fylgir þreyta. Ef likingamálið er látið eiga við mannheim allan, má trúlega meö dæmum sýna að þaö stand- ist merkilega vel. Það er ein- hver hausthugur i veröldinni, kominn kvöldúlfur i mannkynið. „Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst”, kvað Steinn Steinarr fyrir mörgum árum, og nú er sungið viðsama tón á ótal þjóðtungum. Mennirnir eru óttaslegnir, þeir hræöast sjálfa sig fyrir að hafa getið fleiri af- kvæmi en skaparinn ætlaðist til þegar hann bauð hinum fyrstu mönnum að vera frjósöm og margfaldast og uppfylla jörð- ina, þeirhræðast verk sin, vitis- vélar sinar sem sifellt veröa fleiri og ægilegri, hræðast gegndarlausa sóun á gæðum þcssarareinu jarðarsem þeirra er. Svo segir ritningin einnig, að guð hafi boðið mönnunum að gera sér jörðina undirgefna og drottna yfir fiskum sjávarins og fuglum loftsins og öllum dýrum sem hrærasl á jörðinni. Mann- Laugardagur 3. janúar 1976. TÍMINN 9 kynið hefur vonda samvizku: það finnur að það hefur illa brugðizt þessum trúnaði. Þvi er það nú, að dauðans angist gref- ur um sig bæði leynt og ljóst, þvi hvað er það annað en örvænting skuldaskilanna sem á sök á þeirri óöld, sem nú gengur yfir og birtist í mörgum óhugnan- legum myndum viöa um heim. Jafnvel meðal þeirra þjóða, sem næstar oss eru og teljast til velmegunarþjóða, er ekki allt með felldu, þar liggur i lofti kviði og óvissa um framtiðar- horfur,atvinnuogafkomu. Ber- um orðum ersagt, að heimurinn sé aðkomast á heljarþröm, ein- hvers konar dómsdagur sé i nánd. Ekki verður annað sagt en þetta sé allt heldur kvöldlegt og sizt uppörvandi á aö hlýða. En hvort sem kallað er and- varaleysi og sjálfsblekking eða eðlisgróinn lifsvilji alls lifanda, sjálfsvörn lifsins, þá er það svo að innst inni trúa menn ekki slikum illspám. Hvort tveggja er að menn eru ýmsum veður- hljóðum vanir, enda er manneskjan þannig af guði gerð að hún finnur sér undanfæri, hugsar sér lif eftir dauða, jörð úr ægi eftir ragnarök. Það væri að visu blindur maður, sem ekki sæi að mikil hörmung rikir nú viða i heimi, en mannkynið heldur áfram vegferð sinni svo sem eigi það lif e©ekki dauða fyrir höndum. Menn lifa i þeirri von að eftir þrengingar rofi nú til eins og jafnan áöur, enda væri þá fokið i flest skjót i mannheimi ef menn gæfu upp vonina. Ef til vill má með sanni segja, að hugleiðingar á borð viö þess- ar séu að þvi leyti hvorki á rétt- um stað né stundu fram bornar, að á voru landi sé engin uppgjöf um þessi áramót, hvað þá held- ur örvænting. Þetta er vitaskuld rétt.svo erhamingjunni fyrir að þakka. En farnaður heims- byggðarinnar er oss Islending- um ekki óviðkomandi fremur en öðrum. Þjáningar og rangiæti, hvarsem það viögengst, er mát allra manna, hvar sem þeir búa. Og örlög sjálfra vor ráðast á margan hátt af þvi sem yfir aðra gengur. Vandamál um- heimsins sækja oss vissulega heim i ýmsum myndum. Svo er um hina efnahagslegu ringul- reið, sem hrjáir margar þjóðir og aldrei ætlar að linna. Ekki höfum vér farið varhluta af henni, heldur hefur skuggi hennar grúft yfir öllu mannlifi i landinu i háa herrans tið, svo aö menn hafa varla séð til að gleðjast yfir öllu þvi sem áunn- izt hefur og til góðs horfir, og það er þó ekkert litið. Þeir eru þreytandi til lengdar þessi um- hleypingar. Nú hefur það gerzt um sinn, að margt leggst á eitt til að gera oss þungt undir fæti, það er kunnara en frá þurfi að segja og það munu stjórnmála- menn vorir nógsamlega útlista fyrir þjóðinni eins og rétt er og eðlilegt. Bati verður að koma og hann mun koma, en fari svo að hans verði aö biða enn um sinn, er einboðið að taka þvi með skynsemi og þrautseigju og leita beztu kostanna. Eitt er aö finna til þreytu og annað að gef- ast upp, og illa væri þá þessari kynslóð i ætt skotið ef hún gerði það, alira helzt ef það er rétt, sem glöggir menn og kunnugir kennileitum þykjast sjá, að örðugasti hjallinn sé nú senn að baki. Stundum er sagt að ts- lendingar séu óstýrilátir og sundurþykkir i velgengni, en aö sama skapi úthaldsgóðir og samtaka þegar á móti blæs. Ef þetta er rétt er það sennilega af- leiðing af þvi uppeldi sem þetta blessað mislynda land hefur veitt þjóðinni um aldir. Nú blæs i fangið að sinni, og þá er tæki- færi til, og ber nauðsyn til, að láta á sjá að þetta sé orð að sönnu. Vissulega er heimilt að segja þeim mönnum hug sinn allan, sem til forustu hafa val- izt, enda væri synd að segja að það væri sparað. Þeirra er að sjá um fararbroddinn, og þaö er hvers manns réttur að hafa gát á úrræðum þeirra og atferli. En það kaupir engan undan þeim þegnskap að hafa um leið gát á sjálfum sér. Hér þarf enga mittisól að spcnna, hér er nóg handa öllum að bita og brenna. Um hitt er að ræða að skipta svo sameiginlegum aflahlut þjóðar- innar, að til jafnaöar horfi og svo þá góðu gömlu dyggð að fara vel með það sem hver og einn ber frá borði. Arið 1868 punktaði Bólu-Hjálmar þessi orð á blað: ,,Vér lifum hér undir ofriki náttúrunnar, umflotnir af ver- aldarhöfum, og eigum undir höggi að framandi þjóðir færi oss árlega okkar lifsnauðsynjar, hverjar þvi heldur ættu að brúk- ast með sparsemi og forsjá, og forðast að selja frelsi vort fyrir neitt það sem vér getum veí án verið”. Prédikun gerir vist litla stoð. En altént er það fróðlegt að leiða sér i huga Hjálmar skáld, snauðastan meðal snauðra i baðstofukytru sinni norður á Minniökrum, þar sem hann sit- ur og krotar á blað þann texta, sem hittir samtiö vora svo markvist, að margur landinn, sem nú liti i eigin barm i ljósi hans.mundi ekki komast undan að finna, aö þar er til hans talaö. Ofriki náttúrunnar, það þekkjum vér vel og kunnum aö taka þvi. Nú hefur enn einu sinni jörð brunnið og hótað að bregða fætifyrir bjargráð/sem eru lifs- nauðsyn og kostað hafa of fjár. Um slikt er ekki að sakast held- ur sá einn fyrir hendi að snúast til varnar með þeim ráðum sem íiltæk eru. Glima við eld og is eru aðeins ein hliö þess að vera tslendingur. Ofriki manna, það þekkjum vér einnig, nú upp á siðkastið i mynd svonefndra þorskastriöa. Þetta eru örlagatimar fyrir þjóö vora, og ef til vill á það eftir að sjástenn betur siðar, i ljósi sög- unnar, en vér sjáum það nú. Þorskurinn var i merki islenzku þjóðarinnar um aldir og sómdi sér vel. Segja má, að hann sé þaðreyndarenn.ósýnilegur. Ég sagði fyrr I máli minu, að Alda- mótaljóðin væru að mörgu leyti spámannleg. Þó er þar mis- brestur á. „Auðlindir sjávar ótæmandi bruna”, segir skáldið i texta vorum. Þessi ummæli eru sinna tima tákn, en nú eru þau orðin að öfugmæli. Einmitt af þvi' að auðlindir sjávar eru fjarri þvi aö vera ótæmandi er nú einn angi af örvæntingar- striði jarðarbúa um lifsupp- spretturnar kominn hér heim undir bæjardyr hjá oss. Enginn Islendingur heilsar svo þessu nýja ári, að honum verði ekki hugsað til þess. Vér höfum neyöst út i ófrið við grannþjóð vora og gamla viðskiptaþjóö, sem vér viijum i raun og veru aöeins eiga góð og friðsamleg skipti við. Hér er komið i óvænt efni,enum það tjóar þó ekki um að fást, þvi að lif liggur við. Þessi nýársdagur er að þvi leyti meiri timamót en aðrir nýárs- dagar, að aldrei áður hefur þetta islenzka einkunnarorö verið viðlika skýru letri skráö, svart á hvitu: fiska eða farast. Þetta er ágreiningslaust sam- mæli allra, og i þvi felst ekkert vanmat á öðrum atvinnuvegum þjóðarinnar og ekki heldur það, að Islendingar hafi þorskinn fyrir einskonar guð, eins og ein- hver útlendur maður komst að orði fyrir skömmu. Hitt er ann- að mál, að þorskurinn er islenzk guðsgjöf. Vér getum tekið oss i munn orö Petters Dass i Noregi, sem sagði endur fyrir löngu: „Ef þorskurinn bregzt oss, hvað bjargar oss þá?” Þetta er hin mikla spurning dagsins, og ekki siður ef höfð eru á henni enda- skipti: Ef vér bregðumst þorskinum, hver bjargar honum þá? Fyrir þann tvieina málstað, sem þessarspurningar vikja að, eigum vér nú i striði einu sinni enn. Fyrir þann málstað hætta vaskir islenzkir sjómenn lifi og limum, fyrir þann málstað kost- um vér til fé og kröftum. sem næg önnur verkefni kalla á. Sá málstaður verður að sigra. Enn má vona að sigurinn megi vinn- ast með friði, en vinnast verður hann hvaö sem i skerst, það blasir nú við oss I skæru ljósi. Sizt þarf að lá neinum’að hann sá ekki fyrir þremur aldar- fjórðungum aö auðlindir sjávar eru ekki ótæmandi. Augu sjálfra vor hafa einnig verið haldin að þessu leyti. Það er fyrst nú. þeg- ar komið er fram undir aldar- kvöld, að vér sjáum nakinn sannleikann i þessu efni og ger- um oss ljóst að við háskanum verður að snúast með snarræði ogeinurð, ef ekki á allt að verða um seinan. Oft er það i koti karls sem kóngs er ekki i ranni. Þcgar aldamótakvæðið mikla megnaði ekki að leggja til hæfilega til- vitnun. kemur nafnlaus kátleg- ur kviðlingur hérna úr nágrenn- inu til bjargar og leggur oss orð á tungu: Alftnesingurinn úti liggur ogaldrei sefur, dregur meira en drottinn gefur dyggðasnauður maðkanefur. Þaö er býsna skemmtilegt, að þetta gamla visutetur skuli geyma slikt snjallyrði. Reyndar sagði vitur maður nýlega, að hann þættist þekkja fingraför Jónasar Hallgrimssonar á vis- unni, og þarf þá ekki að sökum að spyrja. En hvað er það að draga meira en drottinn gefur? Er það hið sama og vorir fyrstu foreldrar geröu þegar þeir átu eplin af skilningstrénu? Menn vissu þegar i fornöld eöa fundu á sér hvað þar lá við, og menn finna gjörla nú hvernig sú höfuösynd brennur á baki að misnota eða hartnær gjöreyöa þeim guðsgjöfum, sem menn- irnir þurfa til að halda lifi og þeim hefur verið trúað fyrir. Að draga meira en droltinn gefur, það er meðal annars að draga oliuna úr iðrum jarðar þangað til ekki er deigur dropi eftir. Það er sérhver eyöilegging á náttúr- unni og lffi hennar. Það er lika að lifa um efni fram. Og það er margt og margt. Það er öll of- dirfð og sjáiftekt andspænis þeim lögmálum himins og jarð- ar, sem ekki má brjóta eða snið- ganga ef lif og samfélag á að standast. Vér tslendingar höf- um verið harðleiknir við land vort og gróður þess. Og vér höf- um ásamt öðrum dregið meira en drottinn gefur á fiskislóðun- um kringum það, meira en það sem náttúran hefur undan að endurnýja. Þau met verðum vér sjálf að jafna meö þvi að bæta ráð vort. Við þjóð vorri blasa nú mörg og brýn úrlausnarefni, sum sem kenna má við hinn rúmhelga dag á liðandi tið, önnur sem eru stefnuskrármál framtiðar. og þar ber það hæst sem ég hef vik- ið að hér og áreiðanlega er ofar- lega i huga yðar sem þetta lesið. Þaö verður verkefni vort á þessu ári sem nú hefur göngu sina, og þó enn meir þegar af er þessi vandra'öatið og betra ráð- rúm veröur til að einbeita sér. að finna og virða það meðalhóf milli verndar og nýtingar. sem eitt er sæmandi og eitt stýrir góðri lukku. Súer ósk og von vor allra á þessum nýársdegi. að héöan i frá verði ræktun láðs og lagar i heiðri höfö, jafnframt þvi sem leitað verði allra til- tækra bjargræðisvega sem vax- andi þjóö er áreiöanlega mikil nauðsyn. islendingar eru að upplagi oguppeldi bjartsýnir og trúa á framtiðina. Vist skelfur jörð i sumum héruðum og jarð- eldar sjóða upp úr og eru til i allt. Vist er þorskastriö og vist er þröngt i sameiginlegu búi voru Allt er þetta háskasam- legt. það væri barnaskapur að dyljast þess. En i þjóðl'élagi voru er lika mörgu goðu að hrósa, ef hið betra væri talið. og þjóðin er æðrulaus og að ég hygg i góðum hugum og tekur uiidir mðurlagsorð Aldamóta- ljóöanna: „Munaftur morgna". nú þegar vér leggjum á siðustu fjórðungsáfanga þessarar ald- ar. sem hefur fært oss flest það sem skáldið lét sig drevma um. Ég óska öllum landsins lýð friðar og farsældar. styrks i starfi. gleði i leik og liknar i þraut. Gleðilegt nýár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.