Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. janúar 1976. 11 Umsjón: Sigmundur Ó Steinarsson Rússarnir eru komnir — þeir keppa við íslendinga tvisvar sinnum um helgina í Laugar- dalshöllinni. — Björgvin, Axel og Gunnar geta ekki leikið með ís- lenzka liðinu gegn bezta landsliði heims BJÖRGVIN Björgvinsson, Axel Axelsson og Gunnar Einarsson leika ekki meö landsliöinu, sem mætir Rússum í Laugardalshöll- inni um helgina. Björgvin fær sig ekki lausan úr vinnu á Egilsstöðum, en þeir Axel og Gunnar eru í V-Þýzkalandi. Rússar, sem eiga nú á að skipa PUNKTAR • HEIMSMEIST- ARARNIR í HAM HAMBORG. — Heimsmeistar- arnir i knattspyrnu frá V-Þýzka- landi, tóku Tyrki i kennslustund um jólin, þegar þjóðirnar mætt- ust i Istanbul i Tyrklandi. V.- Þjóðverjar, sem sýndu sinn bezta' leik i mörg ár, unnu yfirburðasig- ur (5:0). Þessi stórsigur kom á ó- vart, þar sem Tyrkir höfðu sigrað (1:0) Rússa nýlega i Istanbul. 25 þús. áhorfendur sáu lið V-Þjóð- verja leika sér að Tyrkjum, eins og köttur að mús. Það voru þeir Heynches(2), Worm (2) og Beer — sem skoruðu mörk heims- meistaranna. 0 • RANGERS SIGRAÐI CELTIC GLASGOW — Glasgow Rangers vann góðan sigur (1:0) yfir Celtic á Ibroz-leikvellinum i Glasgow á nýársdag. 45 þús. áhorfendur sáu Perek Johnstone skora sigur- mark Rangers — meö skalla. Úrslit leikja i „yfirdeildinni” skozku urðu þessi á nýársdag: Dundee—Aberdeen..........1:3 Hibernian—Hearts.........3:0 Motherwell—Ayr...........1:0 Rangers—Celtic...........1:0 St. J ohnstone—Dundee U..1:1 Staöa efstu liðanna i Skotlandi er nú þessi: Celtic...... 19 11 3 5 37:22 25 Rangers..... 19 10 4 5 30:18 24 .Motherwell ... 19 9 6 4 35:26 24 Hibernian ....19 9 6 4 31:23 24 GUÐMUNDUR JÓNSSON. JÓHANNESATLASON. bezta landsliði heims, komu til Reykjavíkur i gærkvöldi. Þeir mæta is- lendingum í dag kl. 3 í Laugardalshöllinni og síð- an aftur annað kvöld kl. 20.30. Rússar komu með alla sína sterkustu leikmenn — eins og Maximow, sem er talinn einn bezti handknattleiksmaður heims, og hefur 118 landsleiki að baki. Rússar léku nýlega við Júgóslava og unnu þá stórsigur (20:13). — Rússarnir verða ykkur erfiðir. Þeir eru með geysilega sterkt landslið, sem leikur mjög kerfisbundinn handknattleik, sem er erfitt að hamla gegn, sagði Josip Mikovic, þjálfari Júgó- slava, þegar blaðamaður Timans spurði hann hvort Islendingar ættu einhverja sigurmöguleika gegn Rússum — eftir landsleiki Islendinga og Júgóslava fyrir jól- Viðar Simonarson, landsliðs- þjálfari, hefur valið þá leikmenn, sem leika gegn Rússum, en þeir eru: Ólafur Benediktsson, Val Guðjón Erlendsson, Fram Ólafur H. Jónsson, Dankersen Stefán Gunnarsson, Val Hörður Sigmarsson, Haukum Bjarni Jónsson, Þrótti Ingimar Haraldsson, Haukum Jón Karlsson, Val Ólafur Einarsson, Donzdorf Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Arni Indriðason. Gróttu Páll Björgvinsson, Vfking Þeir Hörður Sigmarsson. Bjarni Jónsson og Ingimar llar- aldssontaka sæti þeirra Gunnars, .Axels og Björgvins i landsliðinu. Það er mikill missir fyrir lands- liðið. að Björgvin skuli ekki geta leikið með þvi gegn Rússum. Möguleikar islenzka liðsins gegn Rússum eru litlir, en ef það nær sér á strik, þá ætti liöiö að geta veitt Rússum harða keppni. Guðmundur og Jóhannes ófram þjálfarar Fram Marteinn Geirsson hefur fengið boð frá Dundee United Þjálfararnir kunnu Guðmundur Jónsson og Jó- hannes Atlason hafa verið endurráðnir þjálfarar Fram-liðsins í knattspyrnu. Jón Ragnarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði i stuttu viðtali við Tímann, að Framarar teldu sig mjög heppna, að þeir Guðmundur og Jóhannes yrðu áfram þjálfarar Fram-liðsins. — Æfingar byrja af fullum krafti hjá ■ Fram-liðinu um miðjan janúar. Við munum undirbúa okkur vel undir keppnistimabilið — og stefn- um að sjálfsögðu að meistara- titlinum, sagði Jón. Allir þeir leikmenn, sem léku með Fram-liðinu sl. keppnistima- bil, verða áfram með þvi. Það er þó óvist, hvort Marteinn Geirsson leikur með liðinu — hann hefur mikinn áhuga á aö gerast atvinnuknattspyrnu- maður. Marteinn hefur fengið boð frá skozka liðinu Dundee United — um að koma til Dundee og gerast þar leikmaður. Litlar likur eru þó á þvi, að Marteinn taki boði Dundee-liðsins — sem á i erfiðleikum um þessar mund- ir. Fram-liöið er þriðja 1. deildarliðiö. sem hefur ráðið islenzka þjálfara. Sölvi óskarsson verður með nýliöa Þróttar og Þorsteinn Frið- þjófssonhefur verið endurráð- innþjálfari Breiðabliksliðsins. Þá hafa KR-ingar ráðið til sin skozkan þjálfara — Alex Willougliby. — sos. Rogers leikur ekki meðÁrmanni gegn IR — hann og „Trukkurinn" hafa verið dæmdir í eins leiks íeikbann — 0 — • 8 FARA TIL INNSBRUCK REYKJAVIK—Atta Islendingar hafa nú verið valdir til að keppa á vetrarólympiuleikunum i Inns- bruck I Austurriki i byrjun febrú- ar. Fjórir karlar hafa verið valdir til að keppa i Alpagreinum og tveir kvenmenn. Þá keppa tveir i göngu. Þeir, sem fara til Inns- bruck, eru: Alpagreinar: Arni Óðinsson, Akureyri Tómas Leifsson, Akureyri Sigurður Jónsson, tsafirði Haukur Jóhannsson, Akureyri Jórunn Viggósdóttir, Reykjavík Steinunn Sæmundsd., Reykjavik Ganga: Halldór Matthiasson, Akureyri Trausti Sveinsson, Fljótum eða Magnús Eiriksson, Fljótum Armenningar leika án Banda- rikjamannsins Jimmy Rogers, þegar þeir mæta íslands- meisturum tR i dag I íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi. Rogers og Curtis „Trukkur” Carter voru dæmdir I eins ieikja keppnisbann, fyrir framkomu sina i Laugardalshöllinni, þegar Armann mætti KR. Það er mikil bióðtaka fyrir Armanns-liðið að Jimmy Rogers leiki ekki meö þvi gegn tR-liöinu. Armenningar styrkja lið sitt með Simoni Ólafssyni, sem er staddur hér á landi i jólafrii — en hann stundar nám i Bandarikjun- um. Það má búast við jöfnum og skemmtilegum leik, þegar þessi tvö topplið okkar mætast kl. 2. IR-ingar eru ákveðnir að stöðva *sigurgöngu Ármenninga, sem hafa skorað yfir 100 stig i þremur af fjórum leikjum i 1. deildar- keppninni. Strax á eftir leik 1R og Armanns leika nýliðar Fram gegn V'alsmönnum. Staðan er nú þessi i 1. deildar- keppninni i körfuknattleik: Arm. 4 4 0 406:327 8 ÍR ...............5 4 1 435:381 8 KR ............. 4 3 1 373:302 6 IS................5 3 2 403:405 6 Njarðvík......... 5 2 3 405:405 6 Fra m............ 3 1 2 236:230 2 Yalur.............4 0 4 233:407 0 Snæfell.......... 4 0 4 257:388 0 Stigahæstu menn: Jimmy Rogers. Armanni........135 Curtis Carter. KR ...........129 Kristinn Jörundsson. ÍR.......123 Bjarni Gunnar. 1S.............100

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.