Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Laugardagur 3. janúar 1976.
Óvelkominn qestur
játast mér, þegar þú ákvaðst að koma hingað, Jane. Þú
hefðir ekki verið að koma alla þessa leið, ef það hefði
ekki verið hugsunin, sagði hann ásakandi.
Það var snemma kvölds og þau gengu í rólegheitum út
að einni girðingunni, þar sem hestarnir hlupu um og
þyrluðu upp rykinu. Sólin var að setjast og sendi rauð-
gula geisla yfir landið og hlöðurnar og útihúsin virtust
standa í björtu báli. Slétt yf irborð litlu tjarnarinnar við
hlið girðingarinnar breyttist í logandi spegil. Fjöllin
virtust svört og óhugnanlega nálægt. Það var næstum
eins og þau snertu toppa trjánna, sem þau Dick og Jane
stóðu undir.
— Ég get ekki neitað því, sagði Jane lágt. — En ég var
ekki viss og nú er ég ennþá síður viss. Hún hikaði.— Neil
er víst illa við mig...og mömmu þinni líka.
— Hvaða vitleysa. Dick tók um hönd henni. — Mamma
sagði síðast í gær, að þú værir indælis stúlka. Hann sneri
andliti hennar upp að sinu og kyssti hana af tilfinningu.
— Ertu ekki vissari núna? spurði hann blíðlega og með
sigurvissu.
Jane horfði upp í laglegt andlit hans og velti fyrir sér,
hvers vegna hún fyndi ekki lengur spenninginn, þegar
hann kyssti hana. Það var rauður bjarmi sólargeislanna
á Ijósu hári hans. Hann var sjálfsagt ennþá sá sami, lífs-
glaði Dick og hann hafði verið. En þó vantaði eitthvað....
Hún ýtti honum varlega frá sér. — En frændi þinn?
spurði hún spennt.
Dick hrukkaði ennið. — Hvers vegna ertu alltaf að tala
um hann? Ég er búinn að fá nóg af honum í dag. Gerðu
þetta og gerðu hitt, skipar hann, þangað til ég verð dauð-
leiður á öllu saman.
— Hvers vegna læturðu hann þá gera það? spurði Jane.
— Þú þarft þó ekki að hlýða honum, ef það ert þú sem ert
erfinginn að þessu öllu.
Dick yppti öxlum. — Þú skilur þetta ekki, Jane og ég
vil ekki eyða þessum dýrmætu mínútum í að tala um Neil
Komdu....Við skulum halda áfram. Vinnumennirnir búa
í húsunum þarna og þeir verða bráðum allir farnir að
stara á okkur.
Jane brosti með sjálf ri sér. Eftir því sem hún haf ði séð
af kúrekunum, voru þeir allt of kurteisir til að stara á
neinn. Flestir þeirra voru ungir, vinnusamir menn eins
og Dick. Á þessum tíma sólarhringsins voru þeir
áreiðanlega að hvfla sig og áttu það skilið eftir trausta
máltíð í matsalnum. Hún hafði skipzt á nokkrum orðum
við fáeina þeirra, þegar þeir voru að gera við og styrkja
girðingarnar svo þær yrðu í lagi, þegar nautgripirnir
kæmu í þær.
Greinilegt var á því sem þeir sögðu, að þeir höfðu mik-
iðað gera þessa dagana. Þeir, sem ekki voru að gera við
girðingar, voru að smíða ný merkijárn eða taka til ótal
flöskur af bóluefni handa kálfunum. Aðrir, þeirra á
meðal Dick, f óru og náðu í hesta sem voru á beit langt í
burtu. Stundum Urðu þeir að sofa úti, þegar þeir voru of
fjarri til að ná heim í háttinn.
Hún hafði ekki mikið saman við Neil að sælda og var
þakklát fyrir það, því að hann gerði hana svo ringlaða,
að hún var í uppnámi margar klukkustundir á eftir, þeg-
ar hún hafði hitt hann af tilviljun einhvers staðar úti við.
Stundum kom hann inn og bað um mat, öruggur um að
einhver myndi þegar í stað koma með föt og diska fyrir
hann. Jane hugsaði með sér, að Wilma dekraði of mikið
við hann, því að hvað sem hún var að gera, þá hætti hún
við verkið til að stjana við Neil, þegar hann var annars
vegar.
Frú Conway var ekkert betri, hugsaði Jane. Hún varð
einsog önnur manneskja, þegar Neil var nálægur...hún
brosti og gerði sig til fyrir hann eins og hann væri ein-
hver guð. Hann brást við þessu eins og hann ætti það
fyllilega skilið og það gramdist Jane. Hún varð að viður-
kenna það fyrir sjálfri sér, að það fór í taugarnar á
henni, hvernig hann kom fram. Hann varaldrei ókurteis,
en stöku sinnum var framkoma hans alveg á mörkum
þess leyfilega.
Ef ekki hefðu verið Wilma og David, hefði hún farið
heim eftir nokkra daga, á meðan hún hefði getað það, án
þess að virðast ókurteis. Fyrstu tvo dagana hafði Wilma
verið stutt í spuna, þegar Jane spurði hana einhvers, en
varð svo mjög vinsamleg, þegar hún fann að Jane gerði
sitt bezta til að hjálpa öllum. Hún bar fram af borðinu
fyrir hana og gekk f rá óhreina leirtauinu á eldhúsbekkn-
um og þvoði síðan upp án þess að segja orð. Wilma var
sjálf fátöluð og kunni að meta það, að Jane truf laði hana
ekki með óþarfa málæði, þegar hún var önnum kaf in.
— Það lítur út fyrir, að þú sért einmitt manneskjan,
sem ég þarfnast. Aukahendur. Ég þarf mikið að hafa
fyrir frú Conway með öllum þessum aukamáltíðum í
rúmið og blöðin út um allt hús. Það er rétt að mér tekst
llHiiIíl
Laugardagur
3. janúar
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Ingibjörg Þorbergs les
siðari hluta sögu sinnar
„Bettu borgarbarns”. Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
milli atriða. óskalög sjúk-
linga kl. 10.25: Kristin
Sveinbjörnsdóttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 íþróttir Umræður i út-
varpssal: Umsjón: Jón Ás-
geirsson.
14.00 Tónskáldakynning Atla
Heimis Sveinssonar.
15.00 Vikan framundan Björn
Baldursson kynnir dagskrá
útvarps og sjónvarps.
16.00 Fyrri landsleikur Islend-
inga og Sovétmanna i hand-
knattleik. Jón Asgeirsson
lýsir.
16.15 Veðurfregnir tslenzkt
mái Jón Aðalsteinn Jónsson
cand. mag. flytur þáttinn.
16.40 Popp á laugardegi
17.30 Tónleikar. Tiikynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Að hafa umboð fyrir al-
mættið Siðari þáttur Árna
Þórarinssonar og Björns
Vignis Sigurpálssonar.
20.05 Hljómplöturabb Þor-
steins Hannessonar.
20.50 Heim til islands Margrét
Jónsdóttir sér um þátt með
viðtölum frá Kanada.
21.20 Tónlist eftir Johann
Strauss Strauss-hljómsveit-
in i Vinarborg leikur.
(Hljóðritun frá austurriksa
útvarpinu).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Danslög
23.55 Fréttir i stuttu máli.
HVELL
G
E
I
R
I
D
K
I
K
U
B
B
U
R
Dagskrárlok.
Laugardagur
3. janúar 1976.
17.00 Iþróttir-Umsjónarmaður
Bjarni Felisson.
18.30 Dóminik. Breskur
myndaflokkur fyrir börn og
unglinga. 8. þáttur. Ævin-
týramaðurimuÞýðandi Ell-
ert Sigurbjörnsson.
19.00 Enska knattspyrnan.
Hlé.
20.00 Dagskrá og auglýsingar.
20.30 Læknir i vanda. Breskur
gamanmyndaflokkur. Flýg-
ur fiskisagan. Þýðandi
Stefán Jökulsson.
20.55 Daganir lengjast* Arni
Johnsen syngur ljóð við
eigin lög og annarra Stjórn
upptöku Andrés Indriðason.
21.10 Kennslustund i hebresku
Sjónvarpsleikrit, sem gerist
á trlandi, árið 1921. Ungur,
irskur uppreisnarmaður
leitar hælis i bænahúsi
Gyðinga að næturlagi. Aðal-
hlutverk Milo O’Shea og
Patrick Dawson. Þýðandi
Jón Thor Haraldsson.
21.40 Sagnaleikur (Charade)
Bandarisk biómynd frá
árinu 1963. Leikstjóri er
Stanley Donen, en aðalhlut-
verk leika Cary Grant og
Audrey Hepburn. Eigin-
maður frú Lampert deyr á
dularfullan hátt, og i ljós
kemur, að hann hafði i fór-
um sinum allstóra fjárupp-
hæð, sem enginn veit hvar
er. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
23.30 Dagskrárlok