Tíminn - 03.01.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 3. janúar 1976.
TÍMINN
13
ImÍ!!IÍÍ..:1ÍI.II,I1.
í Timanum i dag (19/12) er sagt
frá þvi að fram hafi komið
frumvarp um heimild fyrir
rikisst jómina til að taka erlend
lán, að upphæð 3.580 milljónir
kr. Siðar kom i ljós að upphæðin
þurfti að vera nokkru hærri og
var þvi heimildin hækkuð i 4.610
millj. kr.
1 gær lagði svo fjármálaráð-
herra fram breytingartillögu
við frumvarpið og er þar farið
fram á að heimild til að taka er-
lend lán að fjárhæð allt að 6.665
millj. kr.
Þó maður sé orðinn ýmsu
vanur, hvert lánið upp á
milljarða króna tekið, finnst
manni þetta ótrúlegt. Hefir
rikisstjómin einhverjar huldar
tekjur á næstu árum til að
borga þessi siðustu lán, sem öll
eru stutt.
Og þetta eiga að vera erlend
lán. Þvi má ekki reyna að taka
einhvem kaupkraft úr umferð
innanlands, svo menn vilji
spara hér með þvi að kaupa
verðtryggð lán, verulega miklu
ódýrari fyrirrikið. Erlendis em
greiddir 9-11% vextir og auövit-
að allt verðtryggt. Mundu ekki
íslendingar reyndu að spara ef
þeir nytu sömu kjara? Og má
ekki greiða þeim lán miðuð við
dollara eða pund, eins og er-
lendum aðilum?
Nú virðist obbinn af þvi fólki,
sem kaupir jólagjafir, aðeins
hugsa um það, að koma aurun-
um f lóg áður en þeir verða enn
verðminni, en ef alltaf væru til
verðföst verðbréf, hygg ég, að
hugsunarhátturinn mundi
breytast. H.B.
Frá afhendingu listaverksins. Sigurður Lindal forseti lagadeildar, Jón Benediktsson og Friðrik
Sóphusson, formaður stjórnar Minningarsjóðs um Armann Svcinsson.
Lagadeild Hóskólans eignast listaverk
NÚ FYRIR jólin var lagadeild
Háskóla Islands afhent gjöf til
minningar um Ármann Sveinsson
stud. juris. Gjöfin er standmynd
úr járni og eir eftir Jón Bene-
diktsson og nefnist hún „Innan
vébanda” og er af tylftardómi að
störfum. Fyrirmyndin er sótt i
réttarsögulegar heimildir um
slika dóma. Friðrik Sophusson
lögfræðingur, formaður stjórnar
Minningarsjóðs um Ármann
Sveinsson, afhenti listaverkið i
Lögbergi fyrir hönd sjóðsins, og
Sigurður Lindal deildarforseti
lagadeildar veitti þvi viðtöku, en
viðstaddir voru kennarar laga-
deildar, fulltrúar nemenda og
nánustu ættingjar Armanns auk
listamannsins.
I ræðu formanns stjórnar
minningarsjóðs kom fram, að
sjóðurinn hefur starfað i rúm sex
ár. I samræmi við skipulagsregl-
ur hans var tvivegis veittur
styrkur úr sjóðnum til skrifa á
ritgerðum. Fyrri styrkinn hlaut
Ingvi Þorsteinssonmagister fyrir
ritgerðina „Gróðurvernd”, sem
Landvernd gaf út árið 1972, en
seinni styrkinn fékk Ingólfur
Hjartarson fyrir að skrifa um at-
vinnulýðræði, og var sú ritgerð
gefin út af Stjórnunarfélagi ís-
lands á þessu ári. Þá gaf sjóður-
inn út safn ræða og ritgerða Ar-
manns i bókinni Manngildi.
Afhending listaverksins til
lagadeildarinnar er annað af
lokaverkefnum sjóðsins, en starfi
hans lýkur með innréttingu bóka-
safns- og rannsóknarherbergis i
nýja Sjálfstæðishúsinu i sam-
vinnu við Samband ungra Sjálf-
stæðismanna, en Ármann Sveins-
son var framkvæmdastjóri þess
um skeið.
■■■ '■ t ’ lrt:. -£}■'-■ / ijjff 1
■V ' / 'Mmk\ » w í ^
Myndin er af INÚK-hópnum með nokkrar þeirra gjafa sem hópnum bárust f siðustu utanferð sinni. Frá
vinstri: Þórhallur Sigurðsson, Helga Jónsdóttir, Ketill Larsen, Brynja Benediktsdóttir, Kristbjörg
Kjeld, Þorlákur Þórðarson og Haraldur Ólafsson.
Inúk á lltla sviði Þjóðleikhússins
Enn eru að berast til landsins
leikdómar, timaritsgreinar og
lofsyrði um frægðarför ÍNÚK-
hópsins frá Þjóðleikhúsinu, en
hópurinn fór i þrjár utanlands-
ferðir á siðastliðnu ári. Margir
hafa látið i ljós áhuga á að sjá
leikinn á islenzku leiksviði, en
hann hefur aðeins tvivegis verið
sýndur á sviði Þjóðleikhússins.
Hins vegar hefur sýningin verið
sýnd um 80 sinnum fyrir félags-
samtök, hópa og i skólum
Reykjavikur og nágrennis, en
verkið var upphaflega samið til
sýninga i skólum.
Verða nú teknar upp sýningar á
INÚK á Litla sviðinu i Þjóðleik-
húskjallaranum og verður fyrsta
sýningin á þriðjudagskvöld, 6.
jan. kl. 20.30. INÚK hópurinn
hefur nú sýnt verk sitt i ellefu
löndum: á öllum Norðurlöndun-
um, i Þýzkalandi, Frakklandi,
Hollandi, Sviss, Spáni og Pól-
landi. Viðtökurnar erlendis hafa
alls staðar verið á einn veg: ákaf-
lega lofsamlegar og er óhætt að
fullyrða, að aldrei fyrr hefur
hróður islenzkrar leiklistar borizt
viðar en með sýningu Þjóðleik-
hússins á INÚK. Hópnum hafa
borizt fjölmörg tilboð um fleiri
leikferðir og er nú i ráði, að sýna
verkið á leiklistarhátið i Caracas
i Venezuela i april n.k.
Leikritið tNÚK fjallar um
Eskimóa á Grænlandi og viðar.
Þar er brugðið upp myndum af
menningu þeirra og lifsháttum og
jafnframt sýnd atriði sem snerta
upplausn samfélags vegna utan-
aðkomandi áhrifa. Höfundar
verksins eru Haraldur ólafsson
og leikararnir i hópnum en þeir
eru:
Kristbjörg Kjeld, Helga
Jónsdóttir, Ketill Larsen, Þór-
hallur Sigurðsson, og Brynja
Benediktsdóttir, sem er leik-
stjóri. Tónlistin i verkinu er
grænlenzk en Atli Heimir Sveins-
son var hópnum til fulltingis við
flutning hennar. Sýningarstjóri
og tæknistjóri er Þorlákur
•Þórðarson.
Þrjú umferðar slys í Reykjavík um
áramótin
FB—Iteykjavik. Rannsóknarlög-
reglumenn voru aðeins kallaðir út
þrisvar sinnum um áramótin
vegna umferðarslysa. I fyrsta
skiptið vegna manns, sem slangr-
aði út á götuna innarlega á
Laugavegi. Meiddist hann litil-
lega.
Annað umferðarslysið var á
nýársdagsmorgun við Réttar-
holtsveg. Þar missti ökumaður
vald á bil sinum og lenti upp á
gangstétt. Kona var þar fyrir og
lenti billinn á henni. Meiddist hún
nokkuð mikið, og var talið, að hún
væri hryggbrotin.
Alvarlegasta umferðarslysið
varð svo við Suðurlandsbraut 22.
Þar var Volkswagen-bill á ferð
Hugðist ökumaður fara fram úr
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
KLEPPSSPÍTALINN:
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR ósk-
ast á næturvaktir á Flókadeild nú
þegar eða eftir samkomulagi. Nán-
ari upplýsingar veitir yfir-
hjúkrunarkona simi 16630.
VÍFILSSTAÐASPÍTALI:
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR ósk-
ast nú þegar eða eftir samkomu-
lagi. Vinna hluta úr fullu starfi
kemur til greina. Upplýsingar veit-
ir forstöðukona, simi 42800.
Reykjavik 2. jan. 1976
SKRIFSTOFA
RlKISSPÍTALANNA
EIRIKSGÖTU 5, SÍM111765
Sauðárkrókur
— Leiguíbúðir
Bæjarsjóður Sauðárkróks auglýsir hér
með eftir umsóknum um leigu á 10 ibúðum
að Viðigrund 14-16, sem nú eru i byggingu
og byggðar eru samkvæmt reglugerð um
úthlutun lána og byggingu 1000 leiguibúða
sveitarfélaga.
Leigðar verða:
3 ibúðir 4 herbergja,
3 ibúðir 3 herbergja,
4 ibúðir 2 herbergja.
Jafnframt eru boðin út skuldabréf fyrir
20% af kostnaðarverði hverrar ibúðar
miðað við heildarframkvæmd, þar meðtal
in girt og ræktuð lóð, undirbyggð bilastæði
og frágengnir gangstigar. Skv. 8. grein
reglugerðarinnar er heimilt að veita þeim
aðilum, sem kaupa slik skuldabréf, rétt til
að ráðstafa þeirri ibúð er skuldabréfið
hljóðar upp á, þegar hún er leigð, en engan
frekari umráðarétt yfir ibúðinni eða ihlut-
un um rekstur hennar.
Umsóknir skulu hafa borist bæjarstjóra
Sauðárkróks fyrir 15. janúar 1976 á þar til
gerðum eyðublöðum, sem liggja frammi á
bæjarskrifstofunni og eru þar veittar nán-
ari upplýsingar.
Sauðárkróki, 22. desember 1975.
Pórir Ililmarsson.
bíl, en hætti við það. Missti hann
þá stjórn á bil sinum með þeim
afleiðingum, að hann lenti þvert
fyrir bil, sem var að koma inn
Suðurlandsbraut. Sex manns
voru fluttir á slysadeildina allir
nokkuð mikið slasaðir. Verst var
þó leikinn farþegi i bilnum, sem
ók inn Suðurlandsbraut, kona,
sem skaddaðist mjög mikið i and-
liti.
Ekki orðrétt
I FRÉTTAVIÐTALI við Guð-
mund skipherra Kærnested, sem
birtist i blaðinu á gamlársdag, er
vikið að 24. grein siglingareglna.
Segir i fréttinni að um orðrétta
tilvitnun sé að ræða i þessa grein.
Þetta er ekki rétt, þvi að tilvitn-
unin er efnisleg, en ek'ki orðrétt.