Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 18. janúar 1976 Eru tilraunir á dýrum afsakan legar? Auk nagdýra eru þessir fjörugu Beagle hundar mikiö notaðir viö rannsóknir i lyfjaiönaðinum. Deilan um, hvort gera megi til- raunir meö dýr og deyöa i þágu vfsinda, blossar alltaf upp aftur og aftur. Rotturnar I tilraunastofnun lyfjafyrirtækisins Merck I Graf- ing hjá Munchen, lifa á einhliða fæöu. Þær eru I þrifalegum búr- um en láta lifið fyrir visindin. t fæöu þeirra er blandað efnum, sem veriö er aö rannsaka áhrifin af. Tilgangurinn er aö fá vitneskju um, hvaö veröur um efniö i llkama dýranna og hvaöa áhrif þaö hefur á efnaskiptin. Hvaöa liffæri skilja efniö úr likamanum og hversu fljótt það gerist, og i hvaöa liffærum efnið safnast helzt saman. Svar verður að fást við öllum þessum spurningum, áður en vfsindamennirnir geta tekið þá mikilvægu ákvöðun hvort nota eigi efniö sem lyf fyrir sjúklinga, þannig að ekki þurfi að óttast aukaverkanir. Þettaereina leiöin til aö prófa læknislyf. Margar dýrategundir eru notaöar i tilraunaskyni. Allt frá frumstæöum dýrum upp i ketti, hunda, svin, asna og hesta. Um það bil 90 af hundraöi allra til- raunadýra eru nagdýr. Nýjasta aöferðin til að fylgjast meö efnisögnum i likama dýr- anna er aö gera þau geislavirk. Dr. Andreas Garbe, lifefna- fræöingur við rannsóknarstöðina i Grafing útskýrir þá aðferö á eftirfarandi hátt: — öll nútima læknislyf eru gerð úr lifrænum efnum. Þau inni- halda þvi alltaf kolefni. Þess vegna er hægt að setja geisla- virka frumefnið C 14 i efnið, sem verið er að prófa. Efnið gefur þá frá sér geislun. Þetta samsæta frumefni er óskaölegt fyrir fólk, og er aðeins mælanlegt með dýrum tækjum. 1 vatni nær geislunin ekki nema einum millimetra. Með sérstakri tegund af röntgenmyndum geta visinda- mennirnir fylgzt gjörla með þvi, hvernig efnið fer um likama til- raunadýrsins. Fyrir utan rottur eru einnig notaöir Beagle-hundar og Rhesusapar við þessar tilraunir. Þessi dýr eru lika látin éta efnin með fæðunni. Eftir vissan tima eru svo tekin blóðsýni. Mælter hvenær efnið byrjar að virka, hvenær það hættir að hafa áhrif og hvenær hægt er að mæla það i blóðinu. Þessar tilraunir með lyf, sem eru „merkt” með þvi að gera þau geislavirk eru yfirleitt lokastigiðá tilraununum. Hugmyndaflug og hugvitssemi efnafræðinganna eiga frumkvæð- ið. í tilraunaglösum viðs vegar um heim eru um 100.000 efna- blöndur settar saman og prófað- ar. Þar af koma aðeins 10 til 20 á markaðinn, sem pillur eða sprautu-upplausn. — Og af þeim, segir Hans-Peter Wolf, prófessor i lyfefnafræði i Giessen, — ná aö- eins eitt til fimm almennum vin- sældum og seljast vel. Milli þessara 100.000 efna- blanda, sem fyrst veröa til og lyf janna 20, sem koma á markað- inn liggur vinna lifefnafræöinga, lyfjasérfræðinga og eiturefnasér- fræðinga. Siðan koma tilraunir meö dýr, sem taka upp undir tiu ár. Fyrsta tilraunin á dýrum sker úr um, hvort yfirleitt á að halda áfram með rannsóknir á efninu. Ef tilraunin er neikvæð, er efnið úr sögunni. Ef efnið stenzt þessa tilraun, er haldið áfram með um- fangsmiklar tilraunir, til að kom- ast að raun um gegn hvaða sjúk- dómum efnið sé heppilegt og hversu eitrað það sé. Þessar eiturefnafræðilegu tilraunir verð- ur að framkvæma á nagdýrum og öðrum dýrum. Takmark tilraun- anna er að finna dýrategundir, sem taka á móti efninu á svipað- an hátt og mannverur, og vinna úr þeim og skilja þau úr likaman- um likt og menn, og að viðbrögðin séu lik. Má nefna það sem dæmi, aö kvenapar ernmjög vel til þess fallnir að prófa getnaðarvarna- lyf, þar sem tiðir og hormóna- starfsemi eru með svipuðum hætti og hjá konum. Lyf gegn hjartaveilu er bezt að prófa á köttum, þeir eru sérstak- lega viðkvæmir fyrir hjartalyfj- um. Lyf gegn of háum blóðþrýstingi verður að prófa á hundum. Ekki er hægt að framkalla of háan blóðþrýsting hjá neinni annarri dýrategund. Til að prófa karlhormóna er bezt að nota vanaða hana. Ef kamburinn tekur að vaxa hefur hormónagjöfin komið i stað hor- mónanna, sem hanann vantar. Þegar tilraunir ná yfir langt timabil eru nákvæmar læknis- fræðilegar rannsóknir fram- kvæmdar á dýrunum með vissu millibili. Gæzlumenn, læknar, meinatæknar og oft og tiðum dýrasálfræðingar fylgjast með hegðun dýranna, vigta þau, fylgj- ast með hvað þau éta og drekka, önduninni, húðinni, munnvatni og tárum, slimhúðum, saur og ýms- um viðbrögðum. Hjá hundum og öpum ér meira að segja fylgztmeðblóðrásinni og gerð eru hjartalinurit. Öll dýr, sem deyja — eða eru deydd — eru krufin og liffæri þeirra skoðuð i smásjá. Sérhver vottur um skaðsemi er skráður vandlega. Ef efnið til dæmis veldur einhverjum af- myndunum eða jafnvel krabba- meinshnúðum. er tilraunum með það hætt á þessu stigi og það er úr sögunni, og þeim efnum, sem leiða til skaðlegra áhrifa, er veitt sérstök athygli. En málið er ekki svo einfalt. Efni, sem veldur brjóstkrabba i músum, eða er orsök að vansköp- un kaninuunga, getur verið al- gjörlega óskaðlegt fyrir konu og barn í móðurlifi. Þetta eru einmitt helztu vand- kvæðin við tilraunir á dýrum. Samkvæmt könnun, sem gerð var 1961 voru aðeins 62 af hundraði þeirra sjúkdómseinkenna, sem komu fram hjá mönnum, sem komu einnig fram hjá rottum og hundum við tilraunir með sömu efni. Til dæmis er ómögulegt aö komast að raun um eiginleika efnis til að framkalla ofnæmi hjá mönnum með þvi að gera tilraun- ir á dýrum. Eiturefnasérfræðingurinn Dr. Harald Frohberg frá Darmstadt segir. að m.a.s. við bættar aðstæður til tilrauna verði ekki hægt að komast að öllum auka- verkunum lyfja hjá mönnum með þvi að gera tilraunir á dýrum. Þess vegna prófa lyfjasér- fræðingar ný lyf ekki aðeins á dýrum — heldur lika á mönnum — að siálfsögðu sjálfboðaliðum. — 3 H C D 2 JDL að r f greií /rir o líu 8t líti >7 rai nn /fífn tíillu Ar/a- tnajn AflOL- /er ma^H Úiflutninjs - /er ttmizt i Ú L {(<j\pU. Sióiit !>a.t af í olius, JOtS Otiu - notkun Samtals qt. í.oUu Oliut/eÁ RauMetuL. OiLavetk a.'o oiíusjoái \Eiru»q,] K* Kt Kq Kt Ki /ír Litusr Kr Kt.pt hter /<r. pr lHet l J J " t " 1 , 'fíwL fviiri/tS5e« l+o.'jya /US.3ÍS- /7/// 2.77/. V8Z - S/6.97S: 3/8.778: JU.VU: S/2,.~ Zo,2o /?sa /<?. ns 7ú>VSVo.- 83S/ / O o" 2. <?!> j. . - /SZ.JOq: /SS.S79: V/o /S 7 VS 7. - J8S> J/.VJo /lio 9H - /JZoo 2 /38. v°°. - 3i8.8ur ÍVS.9/S: //O-o 278 233: L>2°~ -• Linbctq 2J..990 QlV. V91: VifiS Í9 /S(*3.(,2Y.~. Z9I. týJS.- /V/ ý/7 i/ O /f2.mr VSór — * '~'7 "'J Siö/n 7o9.U 9r 7vn /2/2. Z/*. - LZb X j ■" /ns/o- Vz/ /v/. /oz. J67. - V - Svanur 891. 3 7/. - VVob /S/. 3.8V/. - /7o.<L>3. 76'o /?/. S»ir 2,39. - - Saljo»i SUS 3ao. 9fU: JVU SS*. 7VV,- (o s.pi>rr.- n.s77- í. fl£/Yz r/Y. 3.'3.377.- — Saurar 39 6ZV /.S71. oJo' - /blsVz z/Æ.cov. - Sói. So s.- 3/0, OVo,- 3bc. j u./Zlr 8i>7 - 7raa$ ti jv.no /39i:i9q- /VblV Z.JóV.or*.-\ VV/.US: 2,7Z.VYSr /oz 27 W77- L8V: _ l/om n /(p. II s ÍV/.itf.' 1,71,8 /. 0 1e> v/f, - 2.0V.VU- /Zbosnr !þ97 /3°./J>*.- /*7- - ...... . Samtais 2Si SVS- /0.099. SS9- /O. o > 77 ! Jua.óS/- /Íij./tir VV72 2-0/2. /l/íáal/ír í 2/SO.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.