Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 21
Sunnudagur 18. jajiúar' 1076 ” tí«íinn' 21’" Nýtt gos yrði líklega í námunda við Leirhnúk — segja jarðfræðingar Mó -Reykjavik. — Margir velta bvi fyrír sér, hvort gjósa kunni enn meir á jarðeldasvæðunum fyrir norðan. Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur hefur sagt, að það geti gosið, — en engin vissa sé fyrir þvi. t sama streng taka Kort þetta sýnir Mývatnsclda- hraun seni rann á árunum 1727 til 1729. Smásletta kom úr Leirhnjúk 1725, en aðalgosið byrjaði 1727. Þá rann Leirhnjúkshraun. Þar voru cldar lausir til 1729. 1728 kom hraungos i Hrossadal og sama ár rann einnig það hraun, sem Kisiliðjan stendur nú á. 1746 var smágos i Leirhnjúk. Jarðfræðingar telja að hún hafi verið álíka stór og gosið i des. sl. flestir jarðfræðingar. Enginn vill heldur slá neinu föstu um hvar hugsanlegtgosbrytisthelztút. Þó virðast allir sammála um að litil sem engin hætta sé á að gjósi fyrir norðan Gjástykki. Sigurður Þórarinsson sagði, að ef til goss kæmi væri liklegast að það yrði nærri Leirhnjúk. Þó væri ekki hægt að útiloka að gysi á ein- hverjum stöðum, sem gaus á i Mývatnseldunum. Ef endilega þarf að koma gos, sagði Sigurður, er bezt að það komi sem nyrst á svæðinu milli Gjástykkis og Mývatns. Þá væri það fjærst hyggðinni.og minnst hætta á að mannvirki yrðu fyrir skemmdum. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur benti á, aðmestar sprunguhreyfingar væru fyrir norðan Hliðarfjall og þaðan norður i öxárfjörð. Hreyfingin á þessu svæði öllu er talin um einn metri, en þó sennilega meiri norður á svæðinu. Fyrir sunnan Hliðarfjall hefur hreyfing á sprungum aðeins verið fáeinir sentimetrar. D Litla kortið sýnir svæðið innan ferhyrningsins á stóra kortinu. Það sýnir hraunið, sem rann j des. sl. Litla kortið er gert af Kristjáni Sæmundssyni, en stóra kortið af Kristjáni og Sigurði Þórarinssyni. MYVATN5ELDAHRAUN THE MÝVATN FIRES' LAVA FLOWS PREHISTORIC LAVA FLOWS ^CRATER OF TABLEMOUNTAIN EXPLOSION CRATER Menntamálaráðuneytið, 13. janúar 1976. Rannsóknaaðstaða við Atómvísinda stofnun Norðurlanda fNORDITA) Við Atómvisindastofnun Norðurlanda (NORDITA) i Kaupmannahöfn kann að verða völ á rannsóknaað- stöðu fyrir islcnzkan eðlisfræðing á næsta hausti. Kanusóknaaðstöðu fylgir styrkur til eins árs dvalar við stofnunina. Auk fræðilegra atómvisinda er við stofnun- ina unnt að leggja stund á stjarneðlisfræði og eðlisfræði fastra efna. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi i fræði- legri eðlisfræði og skal staðfest afrit prófskirteina fylgja umsókn ásamt itarlegri greinargerð um menntun, visindaleg störf og ritsmiðar. Umsóknar- eyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Umsóknir (i tviriti) skulu sendar til: NORDITA, Blegdamsvej 17, DK-2100 Köbenhavn ö, Danmark, fyrir 1. febrú- ar n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.