Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 18. janúar 1976 15.G. og Ingibjorg í Hljóðrita hf Nútimamvnd: Gsal B.G. og Ingibjörg heimsótt í stúdíó: VÍA rpiciim minnisvaróa — því það gerir það enginn, ef við gerum það ekki sjólf Nú-tíminn ræðir við Guðna Kolbeins son, kennara sem hefur umsjón með „Daglegu móli" í hljóðvarpinu: ÓÞÖRF TÖKU- ORÐ í POPP- ÞÁTTUM 1 HLJÓÐVARPINU er stuttur þáttur nokkrum sinnum i viku hverri, scm ber heitið „Daglegt mál”. Núverandi umsjónar- manni þáttarins, Guðna Kol- beinssyni, kennara hefur að undanförnu verið tíörætt um málfar popptónlistarmanna og um skrif þeirra manna, sem fjalla um popptónlist og popp- tónlistarmenn i fjölmiölum, og þá einkum i dagblööunum. Guðni hefur bent á, að I popp- þáttunum beri alitof mikið á ýmiss konar erlendum tökuorð- um, sem óþörf séu og hefur talið þá, sem -skrifa um popp, bera litla virðingu fyrir vönduðu Is- lenzku máli. Hann hefur hvatt islenzka poppskrifara til þess að bindast samtökum til að steinma stigu við þessari óheillaþróun. Þarsem Nú-timinn telur þetta mál sér skylt, haföi umsjónar- maður Nú-timans samband við Guðna Kolbeinsson og ræddi við hann um hans gagnrýni. Nú-timinn innti Guðna fyrst og fremst eftir þvi, hvað það væri helzt i skrifurn popp- þátta, sem honum félli illa. — Það eru tyrst og fremst tökuorðin, sem notuð eru i þess- um þáttum, sem mér finnast ónauðsynleg, sagði Guðni. Sem dáemi nefni ég t.d. orðin „grúppa” og „band” sem notuð eru yfir hljómsveitir. Hins veg- ar hef ég látið það koma skýrt fram i þáttum minum, að það er ekki við ykkur eina að sakast — popptónlistarmennirnir sjálfir tala margir hverjir mjög bjagað islenzkt mál. — Það sem mér finnst eink- um vanta hjá ykkur er viðleitni til að gera betur. Ég tel, að þið ættuð að reyna að búa til íslenzk orð yfir þaö, sem þið nú notið erlend tökuorð, ellegar hvetja lesendur ykkar til að búa til is- lenzk orð yfir þessi hugtök, s.s. „beat-músic” og „sound”. — Mér er þaö fullkomlega ljóst, sagði Guðni, að þið notið erlend tökuorð, þegar islenzk orð eru ekki fyrir hendi, en hitt er miklu verra, að þið notið stundum erlend tökuorð, þegar það er óþarft og islenzk orð eru til. Ég hef orðið var við það, að þegar unglingar tala um popp og popptónlistarmenn, þá nota þeir einmitt sama mál og er á poppþáttunum, og það finnst mér miður. — En hvað um málfar ung- linga almennt? — Það er auðvitað misjafnt, en það sem mér finnst sorgleg- ast við þeirra málfar, er hvað þeir virðast hafa litinn orða- forða. Hvað fátæktin er mikil. Þeir þurfa að leita mjög mikið eftir orðum, þegar þeir þurfa að tjá sig. Ég held að ástæðan fyrir fátækt i orðaforða unglinga sé tviþætt, annars vegar lesa ung- lingar i dag miklu minna, heldur en unglingar gerðu áöur fyrr.og þáfyrst og fremst af þvi sem við köllum góðar bók- menntir. Það er til talsvert mik- ið áf þýddum reyfurum á mis- munandi góðu máli sem ung- lingarnir lesa. Hin ástæðan er sú, — og hún er kannski miklu alvarlegri — að unglingarnir læra tungutakið hvert af öðru, fullorðna fólkið er hætt að hafa tima til að tala við börnin, afarnir og ömmurnar eru á elli- heimilum, mamman og pabbinn eru úti að vinna. Og þegar fjöl- skyldan hittist á kvöldin, er sezt fyrir framan sjónvarpið i stað þess að fólkið tali saman. Guðni sagði að hann væri fús til að mæta á fundi með þeim blaðamönnum sem skrifa um popptónlist og ræða þetta vandamál. Nú-timinn vill taka undir það, sem Guðni segir um ónauðsyn- leg tökuorð i poppþáttum, og viðurkennir fúslega, að margt mætti færa til betri vegar, hvað málfar á þættinum áhrærir. Hinu er ekki að neita, að oft er erfitt um vik, þar sem engin is- lenzk orð eru til. Nú-timinn vill ennfremur taka undir orð Guðna, þess efnis, að þættir eins og Nú-timinn hvetji lesendur sina til nýyrðasmiðar — og er það hér með gert. Benda má á hugtakið „sound” (yfirleitt skrifað „sánd” i þessum popp- þætti) sem allir vita hvað merk- ir, þótt erfitt sé að lýsa þvi með einu orði. Þá má nefna orðið „instrumental” (instrumental-lag) sem merkir aðeitthvað sé einvörðungu leik- ið, þ.e ekki sungið. Um þetta vantar tilfinnanlega eitt gott is- lenzkt orð. Mörg önnur tökuorð mætti nefna. Við óskum eftir að lessndur taki sig til og spreyti sig á smiði nýyrða. — Gsal. Skilafrestur til 25 jan. VESTFIRZKA hljóm- sveitin B.G. og Ingi- björg hafa að undan- förnu dvalizt i salar- kynnum Hljóðrita hf. í Hafnarfirði við hljóð- upptöku á nýrri LP-plötu — þeirri fyrstu sem kemur út frá hljómsveitinni. tJt- gefandi plötunnar er Steinar hf. Nú-timinn heimsótti meðlimi hljómsveitarinnar i stúdióið fyrir nokkru og átti stutt spjall við þá, en hljómsveitina skipa, Baldur Geirlaugsson, hljóm- borðsleikari og saxofónleikari (B.G. sjálfur) Samúel Einars- son, bassaleikari, Ingibjörg G. Guðmundsdóttir, söngkona, Karl Geirmundsson, gitarleik- ari, ólafur Guðmundsson, gitarleikari og söngvari, og Rúnar Vilbergsson, trommu- leikari. B.G. og Ingibjörg hafa gefið út þrjár tveggja laga plötur, sem allar hafa orðið vinsælar, og eins átti hljómsveitin tvö lög á Hrif 1, sem kom út 1974. — Hljómsveitin leikur raunar bara yfir sumartimann, þ.e. þrjá mánuði á hverju ári, sagði Baldur, þar sem þrir hljóm- sveitarmeðlimir eru i skóla og að vetri til og og hópurinn sundrast þvi alltaf. Hins vegar hef ég og tveir aðrir úr hljóm- Sveitinni rekið trió yfir vetrar- timann og leikið á þorrablótum og öðrum samkomum á Vest- fjörðum. — Það er að mörgu leyti ágætt að starfrækja hljómsveit Ut á landsbyggðinni, sögðu þau. — Það er ágætt upp úr þessu að hafa, en auðvitað erum við hálf- gerð atvinnuhljómsveit yfir þessa þrjá mánuði sem við leik- um. — Hvað er langt siðan hljóm- sveitin B.G. og Ingibjörg var stofnuð? — Það eru 7 eða 8 ár siðan Ingibjörg byrjaði að syngja með hljómsveitinni, en hljómsveit ,B.G. er orðin tvitug að aldri. — Nú hefur þú ekki alltaf leik- ið með sömu hljóðfæraleikurun- um, Baldur, — hefurðu tölu á þvi, hvað margir hljóðfæra- leikarar hafa verið i hljómsveit þinni. — Nei, það hef ég ekki, en ég gæti gizkað á, að þeir væru ekki undir þrjátiu. — Hann hefur leikið með öll- um verstfirzkum hljóðfæraleik- urum, sagði Samúel. — Hvað er það sem heldur þér við þetta starf svona ár eftir ár? — Bara ánægjan. Mér þykir mjög gaman að þessu, og sú er ástæðan. Engin önnur. 5áreru liðin frá þvi fyrsta lag hljómsveitarinnar var gefið út á plötu, og var það tekið upp i Rikisútvarpinu, svo og næstu tvær tveggja laga plötur. Lögin á Hrif 1 voru hins vegar tekin upp i HB stúdiói. Á þeirri plötu sem hljómsveitin vinnur að um þessar mundir, eru 5-61ög frum- samin (ekki fastákveðið hversu mörg þau verða, þegar þetta er skrifað) og eru flest þeirra skýrð i höfuðið á höfundinum(!) s.s. Sammasamba (eftir B.G. sjálfur Samúel) Kallalag (eftir Karl) og Baldursbrá (eftir Baldur). önnur lög plötunnar eru erlend, og eru þau fengin úr ýmsum áttum. — Við höfum það eitt að markmiði, að platan verði létt og skemmtileg, sögðu þau. —■ Hugmyndin i upphafi var sú, að gefa út plötu, sem gæfi yfirlits- mynd af hljómsveitinni, eins og hún er i raun og veru, — og við höldum okkur við þá hugmynd. — Við erum i raun og veru að reisa okkur minnisvarða, enda gerir það enginn, ef við gerum það ekki sjálf. — Já, það er mikill munur að leiká fyrir segulband en fólk á dansleikjum, sögðu þau að lok- um. O Nú-timinn efnijTiú öðru sinni til vinsældarkosningar um beztu plötu ársins og væntir sem fyrr al- mennrar þát'ttöku lesenda sinna. t fyrra bárust rúmlega 300 atkvæðaseðlar og þá var plata Steve Wonder's Fulfillingness First Finale kosin bezta platan. Sem fyrr má greiða jafnt islenzkum sem er- lendum plötum atkvæði og þess skal getið að plöturnar þrjár sem þið nefnið fá allar eitt atkvæði hver. Það skiptir þvi ekki máli i hvaða röð þið skrifið þær á atkvæðaseðilinn. SENDIÐ ATKVÆÐA- SEÐLANA STRAX 1 DAG. Utanáskriftin er: Nú-timinn, Edduhúsinu v/Lindargötu. Vinsældakosning Nú-tímans Atkvæðaseðill 1_________________________ 2_________________________ 3_________________________ Nafn:_____________________ Heimili:__________________ Aldur:____________________

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.