Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.01.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 18. janúar 1976 Menn 09 mákfni Bandariska radarstöðin á Stokksnesi. (Timamynd Gunnar) Tómas og Luns Það er ótvirætt, að aðgerðir þær, sem rikisstjórnin ákvað á fundi sinum 8. þ.m., hafa orðið til að vekja stóraukna athygli er- lendis á málstað íslands i þorska- striðinu. Jafnframt virðist greini- legt, að stuðningurinn við islenzk- an málstað hefur aukizt. Hinir brezku andstæðingar okkar eru lika byrjaðir að kvarta undan þvi, að Islendingarséu að sigra i upp- lýsingastriöinu. Ráðstafanir þær, sem rikis- stjórnin ákvað á áðurnefndum fundi sinum, voru þessar: 1 fyrsta lagi var sendiherra ts- landshjá Atlantshafsbandalaginu falið að krefjast fundar I fastaráði bandalagsins, og itreka þar kæru tslands og greina jafnframt frá siðustu atburðum. Þessi fundur var haldinn fáum dögum siðar, eða I2.þ.m. Fregnum,sem borizt hafa af þessum fundi, ber saman um að málflutningur Tómasar Tómassonar sendiherra hafi ver- ið með miklum ágætum. Einkum er þó rómuð framganga hans á blaðamannafundi, sem var hald- inn eftir hinn lokaða fund i fasta- ráðinu. Þar lýsti hann ákveðið yfir þvi, að tslendingar myndu taka til endurskoðunar afstöðu sina til Atlantshafabandalagsins, ef þeir fengju ekki stuðning á þeim vettvangi. Þessi yfirlýsing hefur bersýnilega vakið stór- aukna athygli erlendis á alvöru þorskastriðsins. t öðru lagi ákvað rikisstjórnin að óskaeftir þvi við Joseph Luns, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, að hann kæmi hingað til lands til viðræðna við rikisstjórnina. Luns brá skjótt við, og er komu hans hingað þeg- ar lokið. Óhætt er að segja, að þetta ferðalag hans til tslands hefur vakið verulega eftirtekt erlendis og hjálpað til að kynna málið og mikilvægi þess fyrir ts- lendinga. Það eitt er ekki litils- vert. Að öðru leyti skal ekki spáð um árangurinn af ferð Luns, en það má fullyrða, að hann hefur fullan skilning á, að hér er um stórfellt sjálfstæðismál ts- lendinga að ræða, og muni ekki liggja á liði sinu við að kynna það sjónarmið. Ferðalag Péturs I þriðja lagi ákvað rikisstjórnin að senda Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóra utanrikisráðu- neytisins sem fulltrúa rikis- stjórnarinnar til höfuðborga Atlantshafsbandalagsrikjanna i Evrópu og gera rikisstjórnum þessara landa grein fyrir þvi al- varlega ástandi, sem skapazt hefur vegna yfirgangs Breta innan fiskveiðilögsögu tslands. Ráðuneytisstjórinn hefur nú þeg- ar lokið heimsókn til flestra umræddra borga og hvarvetna verið vel tekið og ferðalag hans vakið umtal. Þess ber að vænta, að góður árangur verði af þessari för, en þegar hefur hún náð þvi marki, að vekja aukna athygli á hinum islenzka málstað. t f jórða lagi ákvað rikisstjórnin að kalla heim sendiherra tslands hjá Sameinuðu þjóðunum og i Bandarikjunum og Kanada i' þvi skyni að undirbúa frekari kynn- ingu málstaðar tslands hjá að- ildarrikjum öryggisráðsins og rikisstjórnum Bandarikjanna og Kanada. Sendiherrarnir hafa dvalizthér i nokkra daga, en jafn- framt haft samband við viðkom- andi rikisstjórnir, einkum þó rikisstjórn Bandarikjanna. 011 ástæða er til að ætla, að Banda- rikjastjórn sé að verða ljósara, hve mikilvægt þetta mál er fyrir tslendinga. •Ef til vill kunna einhverjir gagnrýnendur rikisstjórnarinnar að segja, að ekkert af þessu ráði úrslitum i þorskastriðinu. Areiðanlega er þó ekkert væn- legra til sigurs, ásamt baráttu varðskipanna, en að vekja sem mesta athygli erlendis á þorska- striðinu og mikilvægi þess fyrir sjálfstæði Islands, að Bretar eyði- leggi ekki þorskstofninn. Steingrimur Hermannsson, rit- ari Framsóknarflokksins, birti grein i siðasta sunnudagsblaði Tirnans um landhelgina og Atlantshafsbandalagið. Hann sagðist i grundvallaratriðum vera þeirrar skoðunar, að ekki ætti að blanda saman landhelgis- málinu og þátttöku okkar i Atlantshafsbandalaginu. Sú þátt- taka væri okkur hins vegar einsk- is verð, ef efnahagslif landsins væri lagt i rúst. Siðan sagði Steingrimur: „Þær aðgerðir, sem rikis- stjórnin hefur nú ákveðið, eru góðra gjalda verðar, svo langt sem þær ná. Hins vegar efast ég um árangur fyrr en harðar er á tekið. Að minu mati verður þetta bezt gert með þvi. 1. að tilkynna án tafar, að sendi- herrar okkar, ekki aðeins i London, heldur einnig hjá At- lantshafsbandalaginu, verði kvaddir heim, ef áframhald verður á tilraunum Breta til ásiglinga, og 2. að tilkynna Atlantshafsbanda- laginu, að við munum taka þátttöku okkar i bandalaginu til endurskoðunar, og jafnframt að sjálfsögðu dvöl varnarliðs- ins hér á landi, ef brezk herskip hverfa ekki af Islandsmiðum innan tiltekins tima. Sumir segja, að styrkur okkar liggi i þátttöku i Atlantshafs- bandalaginu. Litill styrkur er að þvi vopni, sem aldrei má beita. Litill styrkur er að þátttöku i bandalaginu, ef ekkert getur hróflað við okkar setu þar. Sumir segja: Þetta má ekki gera, þeir láta okkur fara. En hvers virði-er seta i Atlantshafsbandalaginu, ef efnahagsgrundvöllur landsins er lagður i rúst. Vonandi kemur aldrei til greina að við seljum hemaðaraðstöðuna, og fórnum þannig fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.” Álit vísindamanna t áðurnefndri sunnudagsgrein Steingrims Hermannssonar sagði enn fremur: ,,A alþjóðlegum vettvangi er ég sannfærður um, að bezta vörn okkar og sókn felst i skýrslum fiskifræðinganna. Niðurstöður þeirra um ástand fiskstofnanna þurfum við að kappkosta að kynna. Það verður að gera langt- um betur en gert hefur verið til þessa. Til dæmis kemur mér i hug, að rétt væri að bjóða hingað til lands til fundar nokkrum við- urkenndum visindamönnum á þessu sviði frá þjóðum við Norður-Atlantshafið. Við megum ekki hika við að leggja fram út- reikninga fiskifræðinganna.” Hér er tvimælalaust hreyft at- hyglisverðri tillögu. Það væri okkur á allan hátt mikill styrkur að fá álit sem flestra fiskifræð- inga um þessi mál, þvi að megin- rök okkar i landhelgisdeiiunni við Breta byggjast á þvi, að vemda þurfi þorskstofninn. Brezk óskhyggja Af hálfu brezkra stjórnvalda er reynt að túlka viðbrögð islenzku rikisstjórnarinnar við ásiglinga- tilraunum brezkra herskipa sem þreytumerki, sprottin af þvi, að islenzku varðskipunum hafi ekki tekizt um nokkurt skeið að klippa á togvira togaranna, sem hafi haldið sig innan verndarsvæðis brezkra flotans. Islenzka rikis- stjórnin óttist, að tslendingar séu að biðaósiguri þorskastriðinu, og þvi gripi hún til örþrifaráða. Hér skal ekki dæmt um, hvort þessi túlkun brezkra stjórnvalda stafar fremur af sjálfsblekkingu eða óskhyggju, en hvort tveggja væri jafnrangt. Islendingar hafa gert sér ljóst frá upphafi þorska- striðsins, að það gæti orðið langt, og þvi búið sig undir það, að striðsgæfan gæti ýmist verið hlið- holl Islendingum eða Bretum. Þetta skiptir ekki höfuðmáli, þegar upp verður staðið, heldur hitt, hver úrslit lokaþáttarins verða. Hann ætla íslendingar sér að vinna, og verða að vinna, ef li'f- vænlegt á að vera á íslandi i framtiðinni. Þess vegna er það þrautseigjan og úthaldið, sem skiptir öllu máli i þorskastriðinu. Sá verður sigurvegari, sem þolir bezt að þreyja þorrann og góuna. Þráinn í íslendingum Brezk stjórnvöld skulu ekki telja sér trú um, að þau séu að vinna i þorskastriðinu eða að Is- lendingar séu að gefast upp. Þau skulu ekki heldur telja sér trú um að brezkum sjómönnum þyki fýsilegt að veiða undir herskipa- vernd á mjög takmörkuðu svæði. Það þýðir ekki heldur að halda þvi fram að Islenzku varðskipin valdi ekki truflun á veiðum Breta, þótt ekki sé alltaf verið að klippa á togvira. Fyrir islenzka sjómenn er það ekki heldur litilsvert að verndarsvæði herskipanna er ekki nema litill hluti þess svæðis, þar sem brezkir togarar gátu áð- ur veitt óhindrað. Að sjálfsögðu geta Bretar náð einhverjum afla með þessum hætti, en áreiðan- lega stórum minni en ella. Brezkum stjórnvöldum skal þvi sagt i mesta bróðerni, að Is- lendingar eru fjarri þvi að gefast upp. Georg Brandes sagði einu sinni um íslendinga, að þrennt væri mest á íslandi, eldurinn i iðrum jarðar, snjórinn á jöklun- um og þráinn i Islendingum. Það munu brezk stjórnvöld lika fá að reyna, ef þau halda áfram að reyna að eyðileggja lifsafkomu Islendinga. Treystum okkur sjálfum Óskhyggja Breta um uppgjaf- arhug Islendinga kann eitthvað að stafa af þvi, að sumir stjórnar- andstæðingar hafa verið að krefj- astþess, að Atlantshafsbandalag- ið eða Bandarikin leystu deiluna við Breta á einni viku. I þessu fel- ast vissulega nokkur merki um óþreyju. Sjálfsagt er að reyna á stuðning þessara aðila til hins itr- asta. En þrátt fyrir það er nauð- synlegt að hafa hugfast, að fyrst og fremst verðum við að treysta okkur sjálfum og halda óhikað áfram, þótt einhverjar vonir bresti. Ef þorskastrlðið á að vinn- ast, verður það fyrst og fremst að vera verk íslendinga sjálfra. Timinn til hafréttarráðstefnunn- ar styttist lika, og þá skapast nýr möguleiki til að heyja striðið á nýjum vettvangi. Tvær orustur Bretar vitna oft til orustunnar um Bretland sem eins frækileg- asta atburðar sögu sinnar. Orust- an um Bretland snerist um það, hvort Þjóðverjum tækist svo ger- samlega að leggja brezkar borgir og brezkt atvinnulif i rúst, að Bretar ættu sér ekki viðreisnar- von um langan aldur. Bretar börðust þá við hið mikla þýzka ofurefli af aðdáunarverðum hetjuskap. Þó var þrautseigja þeirra og úthald aðdáunarverð- ast. Hið þýzka ofurefli beið ósigur fyrir úthaldi og þrautseigju brezku þjóðarinnar. Þvi striði sem nú er háð á fiski- miðum tslands, svipar sem betur fer ekki til orustunnar um Bret- land, nema að einu leyti. Það snýst um tilveru sjálfstæðs Is- lands, alveg eins og orustan um Bretland snerist um tilveru sjálf- stæðs Bretlands.Ef þorskstofninn á tslandsmiðum verður eyddur að mestu eða öllu, er fótum kippt undan efnahagslega sjálfstæðu þjóðfélagi á íslandi. Án efnahags- legs sjálfstæðis er pólitiskt sjálf- stæðioftastekki nema nafnið eitt. Undir slikum kringumstæðum, er fyllsta hætta á að tsland verði ný- lenda stórveldis I vestri eða austri. Svo mikilvægt er striðið, sem nú er háð á tslandsmiðum. I rauninni er ekki ofmælt að kalla það orustuna um tsland. Sigur þrautseigjunnar I þessum örlagariku átökum er gott fyrir tslendinga að hafa i huga fordæmi brezku þjóðarinnar i orustunni um Bretland fyrir 35 árum. Ofurefli Þjóðverja varð al- gert um skeið. En Bretum tókst með þreki og þrautseigju að hrinda árásinni. Ef tslendingar hyggja á sigur i þorskastriðinu, verða þeiraðbúa sig undir þáð að sýna engu minna úthald en brezk- ur almenningur gerði i orustunni um Bretland. Islendingar /hafa ekki möguleika eða tækifæri til að sigra brezka flotann i skyndisókn. En þeir geta með stöðugum skæruhernaði, þrautseigju og þolinmæði hnekkt hinu brezka ofurefli. Það er eina leiðin til að vinna orustuna um Island, alveg eins og Bretar unnu orustuna um Bretland á sinni tið. — Þ.Þ. Viðvörunarorð Steingríms

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.