Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 23. janúar 1976, Frá sameiginlegum fundi utanrikismálanefndar og landhelgisnefndar I gærmorg- un, þar sem rætt var um boö Wilsons til Geirs Hallgrims- sonar um að Geir kæmi til London til könnunarviðræðna um landhelgismálið. Fulltrúar allra flokka, nema Alþýðu- bandalagsins, töldu rétt að forsætisráðherra tæki boðinu. A myndinni eru frá vinstri tal- ið: Guðmundur H. Garðars- son, Friðjón Þörðarson, Jó- hann Hafstein, Benedikt Gröndal, Geir Hallgrimsson Þórarinn Þórarinsson, Ólafur Jóhannesson, Matthias Bjarnason, Lúðvik Jósepsson, Tómas Arnason og Magnús Torfi ólafsson. Timamynd: G.E. Þjóðháttafræðingar í kapphlaupi við dauðann: Síðustu forvöð að skrá og varðveita ýmsan fróðleik um þjóðhætti fyrri tíðar — efnt til samkeppni meðal aldraðs fólks SJ—Reykjavik — Þjóöháttafræö- ingarhér á landi, sem raunar eru teljandi á fingrum annarrar handar, eru i kapphlaupi við dauðann. Það eru fyrir löngu orð- in siðustu forvöð að bjarga frá glötun ýmsu úr daglegu lifi og starfi fólks hér á landi, eins og það gerðist fyrir tæknibyltingu, þ.e. frá aldamótum fram yfir lok heimsstyr jaldarinnar fyrri. Nokkrir hlaupagiaðir ungir stúdentar i þjóðlifsfræðum, sögu og islenzku hyggjast nú Ieggja fram krafta sina að varðveizlu- starfi, og eru þriþættar aögeröir fyrirhugaðar i því skyni. Ætlunin er að efna til sam- keppni meðal aldraðs fólks. Ekki er endanlega ákveðið hvernig hugmyndin verður framkvæmd, en skipuð hefur verið nefnd stúdenta og fræðimanna til að vinna að framkvæmd hennar. t Noregi var efnt til sllkrar samkeppni meðal aldraðra fyrir tiu árum. Sendur var út listi yfir ýmis verkefni þjóðhátta- og þjóð- fræöikyns og fólk hvatt til að skrifa um eitt eða fleiri verkefni. Beztu svörin voru verðlaunuð og gefin út. Um 1500 svör bárust úr öllum Noregi. Þá er það hugmynd stúdenta I sagnfræði og þjóðháttafræði að gera úttekt á einu þröngu sviði innan þjóðháttafræðinnar I öllum sýslum landsins nú I sumar. Komið hefur til tals, að fráfærur yrðu teknar fyrir, en þær lögðust niður á mjólkursölusvæðum á landinu þegar upp úr aldamótum — siðast þó á Vestfjörðum um 1940. Einnig kæmi til greina að viðfangsefnið yrði peningshús, gerð þeirra, sagnir tengdar þeim o.fl. Hugsanlegt er einnig, að hvorugt þessara verkefna verði fyrir valinu, en Þórður Tómas- son, safnvörður I Skógum undir Eyjafjöllum, hefur verið fenginn til ráðuneytis um ákvörðun I mál- inu. Hugmyndin er að einn starfs- kraftur fari I hverja sýslu lands- ins til þriggja mánaða starfs næsta sumar við söfnun og úr- vinnslu um það efni, sem valið verður. Skipulagning og fram- kvæmd þessarar hugmyndar er fyrst og fremst I höndum stúdenta, en I náinni samvinnu við þjóðháttadeild Þjóðminja- safns Islands og aðrar þær stofn- anir, sem málið er skylt. 1 ráði er að tveir og tveir fari saman og taki fyrir tvær sýslur. Til að afla fjár til að standa straum af kostnaði við þetta starf, ætla stúdentarnir að leita á náðir félaga og stofnana, bæði I sýslum landsins og á Stór- Reykjavikursvæðinu. Þá er stefnt að þvi, að I sumar komist á samvinna um alhliða og sem nákvæmasta þjóðlifskönnun einhvers takmarkaðs svæðis á landinu. Það eru Sagnfræðistofn- un Hl, Stofnun Arna Magnússon- ar á Islandi, Námsbraut I þjóðfé- lagsfræði, Þjóðminjasafn Is- lands, Ornefnastofnun og Jarð- fræðiskor Hí ásamt stúdentunum, sem að þessum þrlþættu aðgerð- um standa. Undirbúningsnefnd hefur hafið störf. Gerðar- dómur kveðinn upp í Sva rts- engis- mólinu BH-Reykjavik. — Gerðardóm- ur hefur verið kveðinn upp i Svartengismálinu svo nefnda, en þar er fjallað um hitarétt- indi Hitaveitu Suðurnesja I Svartsengi, sem er skammt norðaustan við Grindavik. Dómurinn hefur ekki verið birtur opinberlega, og er það samkvæmt þeirri ákvörðun málsaðila að hafa hann til um- þóttunar um nokkurt skeið, áður en af þvi verður. Mál þetta hefur verið all- lengi á döfinni og mun greinargerðin með dómnum vera mikið og itarlegt plagg. Dómsforseti gerðardómsins var Gaukur Jörundsson laga- prófessor. Aðrir gerðardóms- menn voru Guðmundur Magnússon prófessor og Pétur Stefánsson verkfræðingur. Verða peningshús viðfangsefni stúdentanna, sem ætla að ferðast um sýsiur landsins I sumar? Myndin er frá Skaftafelli I öræfum. 100 ára BS-Hvammstanga — Sigriður Brandsson varð 100 ára á þriðjudaginn var. Sigriður er elzti Ibúi V.-Húnavatnssýslu og dvelur nú I heilsugæzlu- stöðinni á Hvammstanga. SENDIHERRA ISLANDS I LONDON: HANDBOK BÆNDA 1976 KOMIN ÚT BÚNAÐARFÉLAG Islands hefur nú i 26. sinn gefið út Handbók bænda. Handbókin er vinsælasta búfræðirit, sem gefið er út hér á landi. Fastir áskrifendur eru 3.700, auk þess er lausasala um 300 eintök. Ritstjóraskipti urðu við Handbókina nú. Agnar Guðnason, sem hefur verið rit- stjóri undanfarin 15 ár, lét af þvi starfi, en við tók Jónas Jónsson, ritstjóri Freys. Fyrsti ritstjóri Handbókarinnar var ólafur Jóns- son, fyrrv. ráðunautur á Akur- eyri. Handbókin hefur breytt verulega um svip frá þvl, sem hún var siðast liðin ár. I formála stendur þetta m.a.: ,,....það var meining min, að Handbókin breyttist nokkuð frá þvi, sem hún hefur verið að und- anförnu, ög yrði llkari þvi, sem hún var framan af árum. Þar yrði meira um beinar handbókarupp- lýsingar og upptalningar stað- reynda og þess, sem bezt er vitað um hvert og eitt atriði, sem lik- legt er, að bændur og annað land- búnaðarfólk kunni að vilja fletta upp á.” Efni Handbókarinnar er mjög aðgengilegt. Hún er prentuð á vandaðan pappir og ný leturgerð notuð. Samtals eru 65 greinar I bókinni. Þar af 42 faggreinar um flesta þætti landbúnaðarins. Að þessu sinni hafa 24 höfundar lagt til efni I bókina, sem er 376 bls. Setning, prentun og bókband var unnið af prentsmiðjunni Guten- berg. Handbókina er hægt að fá hjá flestum formönnum hreppa- búnaðarfélaga og hjá Búnaðarfé- lagi lslands I Bændahöllinni. Verð kr. 900,-. Ræðir hugsanlegt samkomulag til tveggja ára — Aðeins persónulegar skoðanir hans — SEGIR ÓLAFUR JÓHANNESSON, RÁÐHERRA FJ-Reykjavik — Reuter?frétta- stofan hefur það eftir Niels P. Sigurðssyni, sendiherra I London, i gær, að nýtt samkomulag milli íslands og Bretlands gæti orðið til tveggja ára, og að þeim tima liðn- um gæti svo farið, að hlutur Breta yrði aukinn. Timinn bar þessi ummæli undir ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra. — Sé þetta rétt eftir haft, sagði Ráðherrann, þá eru þetta persónulegar skoð- anir sendiherrans sjálfs. Hann hefur ekki fengið nein fyrirmæli frá utanrikisráðuneytinu um þetta. Frétt Reuters er svohljóðandi: Niels P. Sigurðsson, sendiherra Islands i London, sagði frétta- mönnum I dag, að Island gæti ekki undir neinum kringumstæð- um boðið betur en þau 65 þúsund tonn, sem áður hefðu verið boðin Bretum. Sendiherrann sagði hins vegar, að málamiðlun væri hugsanleg, og þá á þann veg, að Bretar fengju heimild til að veiða meira af öðrum fisktegundum. Ef Bret- ar gætu ekki sjálfir nýtt þann afla, mætti alltaf selja hann I V- Þýzkalandi, en Islendingar myndu þá selja Bretum þann þorsk, sem þá vantaði. — Við getum ekki leyft Bretum að veiða meiri þorsk, sagði sendiherrann. Það er ekki um meiri þorsk að ræða. Nlels P. Sigurðsson sagði, að nýtt samkomulag gæti tekið til að minnsta kosti tveggja næstu ára, og að þeim tima liðnum væri hugsanlegt að auka hlut Breta. Þegar þar að kemur, munu Bretar sjálfir hafa tekið sér 200 mllna efnahagslögsögu, og Island gæti þá aukið hlut Breta á Is- landsmiðum gegn Ivilnun Breta á móti. En sú Ivilnun þyrfti ekki að vera á sviði fiskveiða, sagði sendiherrann. Bretland gæti að- stoðað Islendinga við að auka fjölbreytni efnahagslifsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.