Tíminn - 23.01.1976, Side 13

Tíminn - 23.01.1976, Side 13
12 TÍMINN Föstudagur 23. janúar 1976. Föstudagur 23. janúar 1976. TÍMINN 13 <Jr afturdyrum flugvélarinnar er varpaö krukku meö lit niður á isjakana. Gæzlumennirnir skrifa stundum f gamni „kveðja frá Rauða Baróninum” á glösin. Stundum er ör með litarhylki skotið á isjakann. Liturinn gerir það að verkum að jakarnir sjást langt að. Með aðstoð þessara merkinga er hægt að reikna út leið jakanna. Fyrir utan austurströnd Bandarlkjanna flýgur flugvél bandarlsku strandgæzlunnar yfir borgarisjaka. Hann hefur að visu bráðnað mikiö en er samt enn hættulegur skipum. Flugmenn alþjóða Isvarna- sveitarinnar vara nálæg skip við. Hercules flugvélin lækkar sig hægt og hægt eins og hún ætli að lenda. 300 metrar, 250, 200 og sið- an 100 metrar. Að lokum er fjög- urra hreyfla vélin aðeins 80 metra yfir yfirborði Atlantshafsins. Þá flýgur krukka niður úr flugvél- inni. Nokkrum sekúndum seinna brotnar hún á isjaka. Innihaldið rennur niður eftir hliðunum á hvita risanum og skilur eftir eld- rauð spor sem sjást langt að. „Rauði baróninn” hefur aftur lát- ið til sin taka, segir sá sem kast- aði glasinu sigri hrósandi um leið og flugvélin hækkar sig aftur. Nokkur hundruð kilómetra i burtu er annar borgarisjaki merkturá sama tima. Varðskipið „Evergreen” hefur nálgast isjak- ann á hægri ferð. A þilfarinu mið- ar einn af áhöfninni bogaör á jak- ann, örin flýgur, hittir jakann og skilur eftir stóran litarblett. Bogaskyttan og krukkukastar- inn eru báðir i þjónustu alþjóða isvarnasveitarinnar, sem eltist á hverju ári við þær hindranir, sem enn eru þær alvarlegustu fyrir skipaferðir á Norður-Atlantshaf- inu: Borgarsisjakana. Gæzlu- svæðið er á stærð við V-Þýzka- land. Varðmennirnir og veiðimenn- irnir, sem eltast við hvitu risana ætla að komast að raun um, hvernig hin óreglulega leiö Isjak- anna liggur og komast svo fljótt að, hvar þeir eru, að hægt sé aö vara skipin við hinni þöglu hvitu hættu i tæka tið. Titanic slysið á ekki að endurtaka sig. Hið glæsilega lúxusskip Titanic rakst á ísjaka I jómfrúarferð sinni I april 1912 og sökk fyrir suðaust- an Nýfundnaland. Skipið, sem var á sinum tima stærsta far- þegaskip i heimi, fór svo norðar- lega til þess að komast til New York á sem skemmstum tima. Titanic slysið varð til þess að alþjóða Isvarnasveitin var stofn- uð, og hún tók til starfa tveimur árum seinna. Kostnaðurinn við gæzluna á þessu mesta siglinga- svæöi heims kostar 500.000 doll- ara á ári og 19 þjóðir skipta hon- unl á milli sin. Gæzlan féll i hlut bandarisku strandgæzlunnar, sem hefur bæki stöðvar sinar i New York. A is- jakatimabilinu, milli april og september, koma þangað tilkynn- ingar á degi hverjum um stærð, stað og fjölda séðra isjaka. Til- kynningarnar ásamt upplýsing- um um vindhraða og önnur veðurskilyrði eru settar I tölvu, sem siöan reiknar út stefnu jak- anna. A tólf tima fresti eru is- fréttir sendar út á stuttbylgju- sendum i Bandarikjunum, Kan- ada, Englandi og Þýzkalandi. Timabilið i árvarfrá 4. marz til 22. júni. — Það var mjög litið um jaka á þessu ári, segir Paul Scotti I strandgæzlubækistöðinni í New York. — Við töldum ekki nema 100 isjaka fyrir sunnan 48. breiddargráðu. önnur ár fara milli 300 og 400 jakar suður fyrir þessa linu. Fyrir skip, sem sigla þar fyrir norðan, eru engar Is- fréttirsendar út. Engin ábyrgð er tekin á þeim. Þegar borgarisjakarnir koma á Grand Banks svæðið suðaustur af Nýfundnalandi, hafa þeir lagt að baki þriggja ára ferðalag og 3000 km leið. Fæðingarstaður þeirra er á vesturströnd Grænlands, þar sem frá hinum gifurlegu jöklum koma um það bil 10.000 Isjakar á ári hverju. Jöklabrotin berast til að byrja með til norðurs og frjósa oft mánuðum saman föst i Baffinsflóanum. A hinu stutta pólarsumri rekur jakana svo til suðurs til Davissunds og þar hafa þeir aftur vetursetu. A þriðja ár- inu rekur isjakana áfram til suðurs með Labradorstraumn- um. Fyrir sunnan Nýfundnaland blða endalokin. Jakarnir bráðna oft innan fárra daga i heitu vatni Golfstraumsins, sem mætir Labradorstraumnum á Grand Banks svæðinu. Með venjulegum siglingahátt- um og -tækjum er tæplega hægt að taka eftir hinum hvitu hindrunum I tæka tið. Jakarnir komamjög óskýrt fram á radar- skermi og margt getur glapið augað. Eina leiðin fyrir skipstjór- ana er að velja leiðina með tilliti til ísfréttanna og halda hæfilegri fjarlægð, þvi að einungis einn átt- undi isjakanna stendur upp úr sjónum. Allar tilraunir til að eyðileggja isjakana, áður en þeir ná 48. breiddargráðu, hafa mistekizt. Til dæmis köstuðu strandgæzlu- flugvélar 1959, efnum, sem bræða Is, niður á isjaka. Árangurinn var sá að „efnasprengjurnar” fram- leiddu heilmikinn reyk og nokkr- ar svartar holur i jakana. Tundurskeytasendingar reyndust alveg eins gagnslausar og einnig jarðsprengjur, sem hent var nið- ur. Þær framleiddu aðeins ishrið. Þar sem Grænlandsjökull mun enn framleiða tugþúsundir af borgarisjökum á ári hverju, verð- ur alþjóða isvarnasveitin áfram að tryggja öryggi skipa á leiðinni yfir hafið. Isgæzlan hefur hingað til borið mjög góðan árangur. 1 ár varð aldrei árekstur við isjaka. Siðasta slysið af þvi tagi var fyrir 16 ár- um. Þá rakst danska skipið „Hans Hedtoft”, sem var útbúið fullkomnustu rafeindatækjum, á jómfrúrferð sinni á isjaka og sökk. Þetta átti sér stað rétt fyrir sunnan suðurodda Grænlands, á svæði sem isvarnasveitin hefur ekki innan sinna vébanda. (ÞýttogendursagtM.M.) Hér mælir Michael McEvoy vatnið I Tempsá við þinghúsið brezka og dæmir það súrefnisrikt og allhreint. Undrin í Tempsá MIKIÐ hefur verið skrifað um ýmiss konarmengun á siðustu ár- um, enda frá mörgu að segja, sem bæði er stórkostlegt og geig- vænlegt. Oft er um þetta talað i þeim tón að ætla mætti að upp sé kveðinn óhagganlegur dauða- dómur yfir manni og menningu. En þó að stefnt sé i voða og hættu- merkin séu mörg og glögg gildir þó enn að mikið má ef vel vill. Þvi til sönnunar verður hér birt stutt frásögn um straumhvörf til betra vegar i þessum efnum. Og þar er ekki i kot visað, heldur sagt frá umhverfi mestuborgar i Evrópu. Það eru ekki full 10 ár siðan vatnið i Tempsá var svo óhreint . og óhollt að i þvi lifði enginn fisk- ’.ur nema állinn. Fuglar sem áður höfðu haldið sig við ána sáust þar ekki. En svo var blaðinu snúið við svo að nú er þetta orðið breytt. Mörgum finnst að Bretar hafi gert kraftaverk i sambandi við sitt fræga fljót. Nú má með sanni segja að Tempsá er einhver tær- asta á i Evrópu. Hér hefur það verið sýnt og sannað að hægt er að gera hreina á þar sem áður var óþverrraflaumur. Nú veltist jafnvel selurinn i vatninu við Gravesend og höfr- ungar leika sér glaðir framan við Big Ben. Það er vitað að 70 teg- undir fiska lifa góðu lifi i Tempsá þar sem byggðin er þéttust i Lundúnaborg. Fiskibátar fara nú aftur um ósa Tempsár. Þúsundum saman hafa andir og vaðfuglar frá Sovétrikj- inum og Norður-Evrópu nú á nýj- an leik vetrarsetu við ána. Sum- ar þær tegundir höfðu ekki sézt þar i 70 ár. Þeir sem stunda skemmtisigl- ingar eru farnir að kvarta um það að þeir þurfi si og æ að vera að skrapa báta sina. Lifið og grósk- an I ánni segir til sin. Það. var öðru visi áður i dökkgráu og daunillu skolpinu. En þeir sem leika sér á vatnaskiðum setja ekki fyrir sig að veltast i vatninu. Englendingar segja með stolti að hér eigi þeir hreinasta stórfljót álfunnar sem aðrar stórár með mikilli umferð svo sem Rin, Dóná og Volga þoli ekki samanburð við. Það hreinsunarstarf sem hér hefur verið unnið vekur athygli og vinnur sér frægð um allan heim. Takeo Miki, varaforsætisráð- herra Japana, heimsótti London. Hann kom með sinar kurteisis- kveðjur i Buckinghamhöll og Downingstræti 10, en fór ekki dult með að hann langaði mest til að sjá strax að þvi loknu sorpeyð- ingu og hreinsistöðina i Mogden sem tekur við öllu úr skolpræsum stórborgarinnar. Hann vildi sjá hvernig kraftaverkið væri gert. Forstjóri Tempsárvatnsins, L.B. Wood, svarar þvi til að áin er hrein af þvi að menn vildu hafa hana svo og sáu ekki eftir að borga það sem það kostaði. Siðustu 15ár lætur nærri að lagt hafi verið i þetta hreinsunarstarf 90 milljarðar islenzkra króna og til að fullkomna skolpleiðslukerfi borgarinnar i samræmi við það. Nú liggur hvergi nein skolpleiðsla óhreinsuð i ána,_en hún er 336 km á lengd og búa margar milljónir manna á vatnasvæði hennar. London sjálf, sem mest þótti til óþrifa, spjó daglega 2200 milljónum litra úr skolpleiðslum sinum i ána. Verksmiðjur og orkustöðvar hafa ána ekki lengur fyrir frá- rennsli.. Það liggja háar sektir við að sulla oliu eða rusli i fljótið. Hreinsunarmenn fjarlægja 7000 tonn af spýtum og öðru rekarusli úr ánni árlega. Allir húsbátar og ferjubátar á fljótinu verða að hafa kemisk salerni. Tvisvar i viku hverri rannsaka efnafræðingar vatnið viðs vegar i fljótinu. Til þess hafa þeir sér- stakan vélbát. Formaðurinn, sem heitir Anderson, segir að ekki þurfi smásjá til að merkja mun- inn, sem orðinn er á Tempsá. Aður var áin svört en nú er hún græn og ilmar af ferskum sjó i hverju flæði, segir hann. Jafnframt þvi sem áin hefur verið hreinsuð hafa verið fjar- lægðar margar gamlar og óglæsi- legar byggingar. Brýr og aðrar byggingar hafa verið hreinsaðar og málaðar og komið upp flóðlýs- ingu. Garðarnir hafa fengið and- litssnyrtingu og lagðir göngustig- ar þar sem sér á fljótið. Jafnframt þessu hefur tekizt að létta af borginni hinni illræmdu mengun 'sem kennd var við Lundúnaþoku og talin bera ábyrgð á dauða 4000 manns árið 1952. Hreinsun loftsins hefur ekki beinlinis haft veruleg áhrif á vatnið i ánni en hún hefur orðið hvöt til að þvo og hreinsa margar sögufrægar byggingar borgar- innar meðfram ánni. Tempsá á upptök sin i Gotswold-hæðum i Gloucester- skfri. Hún fellur gegnum eða meðfram 10 fylkjum að London meðtalinni. Sjávarfalla gætir 40 km upp fyrir London en 48 flóðgáttir og 138 stiflugarðar tempra rennslið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.