Tíminn - 23.01.1976, Qupperneq 16

Tíminn - 23.01.1976, Qupperneq 16
16 TÍMINN Föstudagur 23. janúar 1976. 24 s>- ;o« ,\V Ovelkominn gestur Furðu lostin dró hún sig aðeins aftur á bak og hann sagði hægt: — Þetta var bara meint sem þakklæti. Augu hans kipruðust. — Dick er heppinn náungi...Hann horfði hugsandi á hana. — Ég vona innilega að hann valdi þér ekki vonbrigðum, en.... Það var barið harkalega á hurð- ina og George McCarthy heyrðist kalla: — Má ég koma inn? Gremjusvipur kom á andlit Neils, en svo kallaði hann glaðlega aftur: — Auðvitað. Komdu inn, George! — Neil, prakkarinn þinn...! Ö,....! Heimsókn? Ég skal hverfa eins og skot. Jane stóð upp. Hjarta hennar sló allt of hratt og hún var truf luninni fegin. — Nei, ekki fara. Ég var einmitt að fara sjálf.. — Hún er álika óstyrk og hálftömdu folarnir okkar, George. Neil horfði íbygginn á hann. — Ég var að reyna að þakka henni fyrir, en henni geðjast víst ekki að því. — Þetta var svei mér vel gert hjá þér, stúlka mín, sagði George og slengdi sér niður á stólinn við hliðina á rúminu. — Hvað í ósköpunum varstu að gera eftir að ég yfirgaf þig í gærkvöldi, Neil? — Við fórum yfir árfarveginn við rætur Grenifjalls. Merin varðallt í einu hrædd og fældist.ég lenti á tré og hún hélt áfram beint inn í runnana. Sem betur fór festist hún, annars væri ég þarna ennþá, því hún hefði farið beint heim, ef hún hefði getað... — Ertu viss um, að það hafi ekki verið f jall, sem þú lentir á? spurði George hlægjandi. — Eftir andlitinu að dæma, gæti svo hafa verið. — Nei...glettin augu Neils litu yf ir til Jane. — Og ég var heldur ekki að slást. — Vannstu veðmálið, Neil? spurði Jane. Þegar Neil var í þessu skapi, virkaði hann truf landi á hana. — Já, ég er hræddur um að ég haf i gert það, svaraði hann alvarlegur. — Það hefði kannski verið betra fyrir þig, að ég hefði ekki gert það. Hún starði undrandi á hann. Hvað í ósköpunum átti hann við núna? Neil brosti stríðnislega. — Ég skal skýra það f yrir þér seinna, Jane. Við þurf um að tala meira saman, en núna, sagði hann og leit á klukkuna — þarf ég að hitta lækninn. Ef ég þekki hann rétt, kemur hann á mínútunni. Hann var svolítið reiður við mig, bætti hann við. — Þegar ég hugsa um það, hef ég aldrei áður séð hann svona reiðan. — Það er ekkert skrítið, sagði Jane alvarleg. — Eftir að ég var búin að erf iða við að koma þér heim, var ekki hægt að gera neitt við handlegginn á þér. Neil hló. — Þú ert ekki lengi að rjúka upp, Jane. Það hlýtur að vera þetta rauða hár þitt, sem gerir það. Nokkrum mínútum síðar birtist læknirinn, dökkhærð- ur, ákveðinn ungur maður. Hann skipaði Jane og George þegar út úr herberginu. Jane sat á veröndinni ásamt David og George og fannst hún einkennilega tóm að innan. Hvað yrði hann lengi burtu? Kannski sæi hún hann ekki aftur, áður en hún færi. Það tekur oft vikur fyrir beinbrot að gróa. Hvernig átti hún að fá þessa löngu, leiðinlegu daga til að liða án hans? Frú Conway ýtti upp hurðinni og kom út með tösku Neils. Hún virtist eins og allt önnur manneskja núna, með bros á vör og ábyrgðarsvip á andlitinu. Líf ið hér úti er of viðburðasnautt fyrir hana, hugsaði Jane. Hún þarfnaðist þess að hafa fólk umhverfis sig og finna að eitthvað gerðist. Neil gekk yfir veröndina með reiðan lækninn á hælunum. Hann tók eittskref í átt til, Jane. — Upp með góða skapið, gulltoppur. Þetta er ekki jarðarför. Gættu Davids vel fyrir mig. Dökki jakkinn, sem var lagður yf ir náttfatajakkann og örið á vanganum gerði það að verkum, að hann leit út eins og glæsilegasti sjóræningi, hugsaði Jane og brosti lítið eitt. Neil snerti við vanga hennar með löngum f ingri. — So long, sagði hann við hin, kleif inn í aftursæti bílsins og eftir nokkrar mínútur var hann horfinn. Aðeins rykský lá í loftinu að baki bílsins. i 6. kafli. Jane hafði auðvitað hugsað sér að Dick tæki við stjórn búgarðsins, meðan Neil væri á sjúkrahúsinu. Hann hafði nú verið að heiman í tvo daga til að huga að veikum dýr- um í úthögunum, svo hann vissi ekkert um það, sem i gerzt hafði. Þegar hann kom heim aftur, daginn eftir að frændi hans var farinn á sjúkrahúsið, andmælti hann j ekki, þegar David taldi, að George ætti að taka að sér ! stjórnina. Hann spurði aðeins hvað Neil yrði lengi burtu og var síðan þögull. Hann virtist dapur og hugsandi og var meira að segja stuttur í spuna, þegar móðir hans tal- ! aði til hans. iUIm lii I FÖSTUDAGUR 23. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunieikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristin Sveinbjörns- dóttir les „Lisu eða Lottu” eftir Erich Kastner (15). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. tlr hand- raðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Kreutzersónatan” eftir Leo Tolstoj Sveinn Sigurðs- son þýddi. Arni Blandon Einarsson les sögulok (9). 15.00 Miðdegistónleikar- 15.45. Lesin dagsrká næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Bróðir minn, ljóns- hjarta”, eftir Astrid Lind- grenÞorleifur Hauksson les 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 „Fáir vita ómáia mein” Helgi Þorláksson sagnfræð- ingur og Sigriður Dúna Kristmundsdóttir mann- félagsfræðingur lesa kafla úr bók Jóns Steffensens prófessors, Menningu og meinsemdum. 20.10 Sinfóniuhljómsveit ís- lands leikur í útvarnssai 20. 5 „Vitaljóð” Hjörtur Páls- son les nýjan ljóðaflokk eftir Óskar Aðalstein. 21.05 Kórlög eftir Carl Nielsen Park-drengjakórinn syng- ur, Jörgen Bremholm stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Morg- unn”, annar hluti Jóhanns Kristófers cftir Homain Rolland i þýðingu Þórarins Björnssonar Anna Kristin Arngrimsdóttir leikkona les lokalestur (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dvöl. Þáttur um bókmenntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.50 Afangar 23.40 Fréttir i stuttu máli. HIMIBI II FÖSTUDAGUR 23. janúar 1976 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Svala Thorlacius. 21.25 Dauðinn og stúlkan. Frönsk verðlaunamynd, byggð á þætti úr samnefnd- um strokkvartett eftir Schu- bert. 21.40 Skemmdarverk. (Sabo- teur). Bandarisk biórhynd. Leikstjóri er Alfred Hitch- cock, en aðalhlutverk leika Robert Cummings og Pri- cilla Lane. Myndin gerist i Bandarikjunum, er siðari heimsstyrjöldin stendur sem hæst. Eldur kemur upp i flugvélaverksmiðju. Einn starfsmanna, Barry Kane, er að ósekju grunaður um i- kveikju. Hann hefur leit að sökudólgnum. Myndin er gerð árið 1942 og ber merki sins tima. Hins vegar hefur hún öðlast sess i sögu kvik- myndanna fyrir lokaatriðið, sem gerist i Frelsisstyttunni i New York. Þýðandi Jón Thor Haraldssom. 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.