Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 24
METSÖLUBÆKUR Á ENSKU í VASABROTI f ki SÍS-l'ÓIHJH SUNDAHÖFN f i-- N fyrir yóóan nmi ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Austur-Tímor til- heyrir Indónesíu — segja ráðamenn í Dili Reuter/Jakarta. Leiðtogar hreyf- inga þeirra á Austur-Timor, sem notifi hafa stuðnings Indónesiu- stjórnar i barúttunni um yfirráðin yfir eyjunni, lýsti þvi yfir i gær við sérlegan sendimann Samein- uðu þjóöanna, að Austur-Timor væri nú orðin hluti af Indónesíu. Arnaldo Dos Reis Araujo, sem situr i forsæti i bráðabirgða- stjórninni, sem nú fer með völdin á Austur-Timor, sagði við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Vittorio Winseare Guiccardi, gamal- reyndan diplomat, að samein- ingin við Indónesiu hefði bundið enda á nýlenduténgslin við Portú- gal. Guiccardi og Araujo ræddust við i Dili, höfuðborg Austur-Tim- or, en þangað var Guiccardi sendur af Sameinuðu þjóðunum til að rannsaka ástand mála á Austur-Timor. „Enginn þeirra flokka, sem aðild eiga að núver- andi samsteypustjórn á Austur-Timor, vill eiga framtið- arskipti við Portúgal,” er hermt, að Araujo hafi sagt. Fjórir flokkar mynda sam- steypustjórnina á Austur-Tfmor, og náðu þeir völdum i viðureign við Fretelin-sjálfstæðishreyfing- una, sem einhliða lýsti yfir sjálf- stæði Austur-Timor fyrir sjö vik- um, en Austur-Timor var sem kunnugt er portúgölsk nýlenda. Moskvuför Kissingers: SKOÐANA- ÁGREININGURINN HEFUR MINNKAÐ Reuter/Moskva — Henry Kiss- inger, utanrlkisráðherra Bandarikjanna, sem nú er i Moskvu til viðræðna við sovézka leiðtoga um möguleika á nýjum afvopnunarviðræðum miili Bandarikjanna og Sovétrikj- anna, sagði, er hann kom til há- degisverðar meö Gromyko, utanrikisráðherra Sovétrikj- anna, að árangur hefði náðst i viðræðum hans við sovézka ieið- toga. „Viðræðurnar hafa ein- kennzt af aivarleika,” sagði Kissinger, ,,en skoðanabilið hef- ur minnkað.” Viðræðunum i gær var óvænt frestað, er Bresjneff flokksleið- togi hélt fund með æðsta ráði kommúnistaflokksins, en hófust svo að þeim fundi loknum, um kl. 6. Spánn: Brátt tilkynnt breytingar Reuter/Madrid. Heimildarmenn innan spænsku stjórnarinnar skýrðu frá þvi i gær, að Carios Arias Navarro, forsætisráðherra Spánar, hefði I hyggju að kunn- gera innan tiðar áform þau, er spænska stjórnin hefur á prjónun- um um breytingar á stjórnarfari og stjórnarháttum i landinu til vestrænar fyrirmyndar. Nk. miðvikudag mun Navarro leggja eitthvað af umbótatillög- um stjórnarinnar fyrir spænska þingið, Cortes, en aðrar tillögur verða lagðar undir þjóðaratkvæði á sumri komanda. Heimildar- menn fréttarinnar tóku fram, að það væri ætlun stjórnarinnar að koma stjórnarumbótum þessum á smátt og smátt. Talið er liklegt, að umbótatil- lögur þessar felist m.a. i þvi, að þingið verði látið spegla pólitisk- an vilja þjóðarinnar meira heldur en veriðhefur, en nú er aðeins 1/5 hluti þingsins kosinn beinni kosn- ingu. Þá er óg talið liklegt, að löggjöf um starfsemi stjórnmálaflokka verði færð meira i frjálslyndisátt, starfsemi þeirra lög lögvernduð og þeim heimiluð þátttaka i kosningum. Ekki er talið liklegt, að kommúnista- flokknum verði leyft að starfa. 1 dag verður rikisstjórnarfund- ur á Spáni, og eru m.a. á dagskrá hans tillögur um að refsilöggjöf landsins verði milduð, og tillögur um úrbætur i efnahagsmálum. Líbanon: Kyrrt í Beirut en átök víða um íandsbyggðina Reuter/Beirut, Kalró — Róða- menn I Miðausturlöndum eru misjafnlega bjartsýnir á árang- ur vopnahlés þess, sem tilkynnt var, að náðst hefði með deiiuað- ilum I Libanon I gær. Mohamed Iliad, f ra m k væm da st jóri Arababandalagsins, kvaðst t.d. vona, að vopnahléð yrði fljótt virkt og kæmi I veg fyrir frekari blóðsúthellingar. Sadat Egyptalandsforseti sagði hins vegar, að ástandið I Libanon væri nú orðið þannig, að litlar likur væru á friði, og þvi sem næst hvað sem væri gæti gerzt þar i landi. Hann lagði á það áherzlu, að áform um skiptingu landsins væru ekki i þágu sameiginlegra hagsmuna Arabarikja. Flugvélar libanska flughers- ins gerðu tvisvar i gær árásir á vinstri menn, m.a. i fjallahér- uðunum austur af Beirut, þar sem vinstri menn segja stöðu sina mjög sterka. Talsmenn hægri manna skýrðu frá þvi, að margir flótta- mannanna i Saadiyat, suður af Beirut, hefðu verið fluttir þaðan til öruggari staða, þar sem vig- staða kristinna manna er traustari. Þeir sögðu, að borg- irnar Kobyiyat og Rahbe, i Norður-Libanon, sem verið hafa á valdi kristinna manna, hefðu orðið fyrir sprengjuárásum af hálfu vinstri manna og skæru- liða. Á meðan vinstri sinnar skýrðu frá þvi, að þeir væru komnir langleiðina upp fjallshliðarnar beggja vegna skarðsins, sem þjóðleiðin frá Beirut til Austur- Libanon liggur um, var tiltölu- lega kyrrt i sjálfri höfuðborg- inni. Spenna í Portúgal — sprengjuárdsir á vinstrí menn! um hægfara Jóhann Karl konungur. Navarro forsætisráðherra. Reuter/Lissabon. Mikil spenna rikir nú I Portúgal vegna spreng jutilræða þeirra, sem mjög hafa farið i vöxt að undanförnu og beinzt gegn eigum vinstri manna. Siðasta sólarhring voru bif- reiðir i eigu vinstri manna sprengdar i loft upp viðs vegar um landið. Þá var sprengju varp- að úr bifreið á aðalstöðvar portú- galska kommúnistaflokksins i Suður-Portúgal. Manntjón varð ekki, en eignatjón mikið. í norðurhluta landsins sprungu sprengjur i tveimur bifreiðum, og auk þess á heimili og i verzlun, i eigu vinstri manna. Tveir háttsettir meðlimir portúgalska kommúnistaflokks- ins gengu i gær á fund Francisco Da Costa Gomes, og er álitið, að þeir hafi rætt við hann um sprengjutilræði þessi gegn vinstri mönnum. Concorde: Fyrsta ferdin lofar — segja brezkir ráðamenn Reuter/London.Brezka hljóðfráa risaþotan Concorde, sem i fyrra- dag fór f fyrsta áætlunarflug sitt, til Bahrain, kom i gær heim úr þeirri ferð, og segja talsmenn brezku stjórnarinnar, að sú ferð hafi styrkt þá sannfæringu brezkra ráðamanna, að Concorde verði brátt tekin i notkun á helztu flugleiðum heims. Vélin kom heiifi frá Bahrain skömmu fyrir hádegi i gær, og hafði þá verið fjórar klukku- stundir og 14 minútur á leiðinni, 37 minútum lengur heldur en á leiðinni til Bahrain, og var orsök seinkunarinnar mikill mótvindur. Iðnaðarráðherra Breta, sem var með i fyrstu fórðinni, sagði, að brezka stjórnin hefði i hyggju að reyna til þrautar, hvort ekki næðust samningar við rikis- stjórnir annarra landa um heimild til handa Concorde til yfirflugs i viðkomandi löndum. Peter Shore, samgönguráð- herra Breta sagði i viðtali i gær, að hann væri sannfærður um, að Concorde yrði brátt tekin i notkun á helztu flugleiðum til Norður- og Suður-Ameriku. „Fjárhagsleg framtið Concorde byggist á þvi, Tyrkland: Herstöðva- viðræður í febrúar Reuter/Ankara — Utanrikis- ráðherra Tyrklands fer i næsta mánuði til Bandarikjanna til viðræðna við þarlenda ráða- menn um möguleikana á þvi, að bandarisku herstöðvarnar i Tyrklandi verði opnaðar að nýju. Mikið ber á milli i skoðunum ráðamanna þessara tveggja landa um það, hversu mikið Bandarikjamenn eigi að greiða Tyrkjum i hernaðaraðstoð, verði stöðvarnar opnaðar að nýju. Stöðvunum var lokað vegna ákvörðunar bandariska þingsins um vopnasölubann til Tyrklands. Tyrkir krefjast 1,500 milljón dollara tryggingar fyrir þvi, að vopnasölu banninu verði ékki komið á aftur. Ibarruri vill flytjast til Spánar Reuter/Moskva. Hinn aldni spænski kommúnistaleiðtogi, Dolores Ibarruri, hefur farið þess á leit við spænsk stjórn- völd, að henni verði heimilað að flytjast aftur til Spánar eftir 36 ára útlegð. Ibarruri er nú 80 ára að aldri. Hún hefur að mestu dvalið i Sovétrikjunum öll útlegðarár- in og hafa engar hömlur verið lagðar á ferðarfrelsi hennar þaðan. góðu að bandariska stjórnin veiti henni lendingarleyfi i Bandarikjun- um,” sagði ráðherrann. Þá kvaðst hann og vona, að fyrirhugaðar viðræður Breta og Frakka við sovézku stjórnina um rétt til handa Concorde til að fljúga yfir Sovétrikin á leiðinni til Tókió, myndu bera árangur. Brezk blöð fóru yfirleitt viður- kenningarorðum um fyrsta fiug Concorde, en sum þeirra veltu þeirri spurningu fyrir sér, hvort hér væri um hagkvæmt fyrirtæki að ræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.