Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 21
Föstudagur 23. janúar 1976. TÍMINN 21 Til eru þeir, sem finnst strætisvagnarnir nokkuö aösöpsmiklir I umferöinni. Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR: Endurvekjum brosið í umferðinni Að undanförnu hei ur nokkuð borið á því, að eig- endur einkabíla hafa kvartað undan „yfir- gangi" strætisvagna Reykjavíkur í umferðinni. Þessum almenningsvögn- um hafa verið valin ýmis nöfn, eins og til dæmis „f organgsf iotinn" og fullyrt, að strætisvagna- stjórar leyfi sér ýmislegt, sem öðrum líðist ekki. t tilefni þessara ummæla um akstur strætisvagna Reykjavikur er rétt að þaö komi fram.aðlhinni miklu slysaöldu, sem gekk yfir i umferðinni á s.l. ári, voru strætis- vagnstjórar svo lánsamir að eiga þar ekki hlut að. 50 þúsund farþegar á dag Strætisvagnar Reykjavikur flytja um 50 þúsund farþega á hverjum virkum degi. Þessi hóp- ur fólks á sama rétt og eigendur einkabila til að komast áfram i umferðinni. Þar talar enginn um forgang, aðeins óskað eftir tillits- semi. ökumenn strætisvagnanna verða að halda áætlun: á þvi byggist stundvisi tugþúsunda manna i vinnu og fólks i skóla. Séu vagnar ekki á áætlun, baka vagnstjórar sér óánægju farþega. Auðvelt er að gera sér grein fyrir þvi álagi, sem á ökumönnum er, einkum i færð eins og hefur verið að undanförnu. Strætisvagnar þurfa oft að stöðva á leiðum sinum, og stundum gengur þeim mjög örðuglega að komast út i umferð- ina aftur, þar eð i löngum röðum einkabila sitja fáir menn, sem gefa vögnunum tækifæri til að komast út frá viðkomustöðum. Getur tekið allt að 5 mínútum að komast af stað Dæmi um erfiðléika strætis- vagnanna mætti nefna. Aður en gerðar voru nauðsynlegar breyt- ingar viö Hlemm, gat það tekið allt að 5 minútum fyrir strætis- vagn að komast inn f nær órjúfan- lega röð bifreiða. Skilningur einkabifreiðastjóra á nauðsyn reglulegra og öruggra strætis- vagnaferða virðist þó vera að aukast og er það þakkar vert. Fleiri og fleiri láta sig ekki muna um örfáar sekúndur, sem það tekur að hleypa strætisvagni frá biðstöð og út i umferðina. En til eru menn, sem finna strætisvögn- um allt til foráttu. Kalla þá „for- gangsflota” og ganga svo langt að bera þá saman við brezkar freigátur i ofbeldi þeirra gagm vart islenzkum varöskipum. En hver er forgangsf lotinn? 1 augum þeirra 50 þúsund farþega, sem nota strætisvagna á degi hverjum, má vafalaust nota orðið „forgangsfloti” um aðra bila en strætisvagna. Eða hafa þeir menn, sem bölva strætis- vögnum Reykjavikur, hugleitt aðstöðu þess fólks, sem þarf að nota vagnana. Þetta er sama fólkið, sem þarf aö klöngrast yfir skafla á gangstéttum, sem þangað hefur veriö rutt svo bilar komist óhindrað leiðar sinnar. Þetta sama fólk getur þurft að biða úti i hvaða veðri sem er, ef vögnum seinkar vegna þess, að þeir komast ekki áfram sökum mikillar umferðar. Við skulum ekki gleyma þvi, að á meðal þessa fólks er gamalt fólk og öryrkjar. Vart nefnir þetta fólk strætisvagna „forgangsflota”. Reynsla erlendis í mörgum löndum Vestur- Evrópu hefur forgangur strætis- vagna af viðkomustað út i umferð verið lögleiddur. Auk þess rikir viðast hvar sú hefö, að bilstjórar einkabila vikja og stöðva fyrir strætisvögnum, þegar unnt er að koma þvi við og þörf gerist. Þar er góð og örugg umferð al- menningsvagna mikils metin. Gagnkvæmur skilningur á gildi almenningsvagna er mikilvægur. Þeir efnaminni, þeir sem ekki hafa fjárráð til að festa kaup á einkabil, eiga engan annan kost en að ferðast með strætisvögnum. Réttur þessa fólks til að komast áfram i umferðinni veröur ekki fyrirborð borinn. Þaö er hlutverk forráðamanna SVR að hlúa að þessu fólki þeir geta þvi ekki tekiö þvi með þegjandi þögninni, þegar að stofnuninni er ráðizt með skömmum og óréttlátum aðdrótt- unum. Brosið horfið Eftir að hægri umferð tók gildi var mikið um það rætt að nú skyldu islendingar brosa i um- ferðinni. Ekki er loku fyrir það skotið, að þetta bros sé horfið af andlitum margra og i þess stað komin gretta. Væri nú ekki rétt að endurvekja þetta bros og hafa i huga, að þvi betur sem strætis- vögnunum gengur aö flytja sina 50 þúsund farþega á degi hverj- um, þvi meiri ástæöa er til að brosa! Kristinn Heigason: Bifreiðar á íslandi þurfa að vera búnar til vetraraksturs vagn og skilst mér, að valið hafi staðið á milli M. Benz og Volvo. M. Benz var valinn m.a. á þeim forsendum, að á hann var hægt að setja snjókeðjur. Hjá þess'um aðilum virðist öryggið skipta verulegu máli. Það er sifellt veriö að koma þvf að I blöðum og útvarpi, að illa búnir smábilar standi hvað mest I vegi fyrir þvi að S.V.R.-vagnar geti komizt áfram og haldið áætlun sinni þegar ófærð er. Heyrzt hefur i útvarpi áskorun til smábilaeig- enda um aðskilja bila sina eftir heima vegna ófærðar, nema þeir séu þvi betur búnir til akst- urs i snjó. Þetta er rétt ábending — Strætisvagnar Reykjavíkur ekki undanskildir Þegar hin óhugnanlega slysa- alda gekk yfir hér á landi fyrr i vetur gerðist það ótrúlega, að hraðinn i umferðinni minnkaði það mikið, að vegfarendur urðu verulega varir við þessa breyt- ingu. Hver var svo ástæðan fyrirþessum minnkandi hraða? Ég held að allir geti verið sammála um að ástæðan var, að á þessu slysatimabili var vart hægt að opna svo dagblað, að ekki væri minnzt á svo og svo marga árekstra, stórárekstra með alvarlegum meiðslum og siðast en ekki sizt dauðaslysin. Fólk varð hrætt — svo von var — og minnkaöi hraðann. Rétt áðuren.ófærðin i umferð- inni byrjaði i desembermánuði s.l., sem hefur haldizt si'ðan, fannst mérhraðinn vera að auk- ast að nýju og eru fleiri sama sinnis. Verður þvi áreiðanlega fylgzt vel með þvi af almenn- ingi, hvort lögreglu, umferðar- nefndum og umferðarráði tekst að nýta það forskot, sem þessir aðilar fengu frá vegfarendum sjálfum, — þar á ég við minni hraða i umferðinni. Ef þessir aðilar ráða ekki við vandann, verður að endurskoða „kerfið”, þ.e. slysavarnir umferðarmála i heild. Raunar er kveikjan að þess- um greinarstúf það sem haft er eftir forstjóra S.V.R. i Timan- um fyrir nokkrum dögum. Á sama tima og lögreglan og umferðarráð eru að upphugsa allar mögulegar leiðir til að koma i veg fyrir umferðarslys, upplýsir forstjóri S.V.R. Timann um að það sé ekki hægt að nota snjókeðjur á strætis- vagnana vegna útstigsins úr vögnunum og loftfjaðrabúnaðar þeirra. Með öðrum orðum til ts- lands eru keyptir tugir strætis- vagna fyrir hundruð milljóna króna, sem ekki er hægt að setja keðjur á! Hvað kemur svo næst? Jú, i samráði við gatnamálastjóra var ákveðið, að negla ekki hjól- barða vagnanna i vetur, heldur strá salti á göturnar, sem þeir fara um. Það er nú það. Hvort skyldi nú gatnamálastjóri hlaupa með saltið eftir duttlungum veðurguðanna eða veðurguðirnir fari að óskum gatnamálastjóra. Ég held að undanfarið hafi veðurguðirnir sannað, að þeir láta enga ráða sinum gjörðum. Eins og dæmin sanna er það háskaleikur, að ætla sér að aka almenningsvögnum (og halda áætlun) án snjókeðja eða negldra dekkja. Enda hafa strætisvagnastjórar lagt niður vinnu vegna ófullnægjandi öryggis vagnanna i hálku. Þeim er ljóst, að þeirra er ábyrgðin ef illa fer, en ekki gatnamála- stjóra eða ráðamanna S.V.R. Mér hefur verið tjáð, að fyrir skömmu hafi Strætisvagnar Kópavogs keypt nýjan strætis- Umferðarerfiðleikar á vetrardegi i Revkjavík. og getur maður þá vonandi treyst stundvisi S.V.R. og skilið fararskjótann eftir heima. Eitt vil ég benda á i þessu sambandi, sem við verðum að sætta okkur við. Ofærð og illveð- ur geta skollið á fyrirvaralaust hér á landi eins og allir þekkja. Þvi þurfa allir að hafa sinar bif- reiðar vel búnar til „fótanna” — og eni þá S.V.R.-vagnar ekki undanskildir. Það sem liggur á bak við sam starf forstj. SVR og gatnamála stjóra i þessu máli eru hags- munasjénarmið fyrirtækja þeirra, sem þeir stjórna — sem i sjálfu sér er lofsvert. Raunar hefur heyrzt, að saltausturinn sé sizt hagkvæmari en nagla- dekkin. Spurningin er bara, hvar eiga hagsmunasjónarmið- in og öryggissjónarmiðin að mætast? Mér finnst hallast á öryggissjónarmiðin i þessum málum. Ætli nokkur staðar i heiminum séu jafn tið veðra- brigði og I Reykjavik. Á sama sólarhringnum skiptast á frost og hláka, en slikt skapar mjög óörugg akstursskilyrði. Fróðlegra hefði verið að geta gefið upp hve margir árekstrar og/eða slys ættu sér stað i hálku. Þvi miður voru slikar tölur ekki handbærar hjá lög- reglunni. Ég tel ekki ósennilegt. að hálka sé ein með stærri slysa- völdum hér á landi að vetrar- lagi. Er þvi nokkur goðgá. að ætl- ast til að komið verði upp æfingarsvæði eða einhvers kon- ar aðstöðu til aksturs i hálku. Þeir, sem hafa sýnt áhuga á þessu efni hafa talað fvrir held- ur daufum evrum þeirra. sem áhrif hafa i þessu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.