Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. janúar 1976.
TÍMINN
15
ATLI HEIMIR SVEINSSON
og Tónlistarverðlaun Norðurlandaróðs
Atli Heimir Sveinsson tón-
skáld hlaut tónlistarverðlaun
Norðurlandaráðs, sem nema
50.000 dönskum krónum.
Atli Heimir Sveinsson fæddist
i Reykjavik árið 1938, sonur
hjónanna Kristinar Guðmunfls-
dóttur og Sveins Þórðarsonar
fv. aðaigjaidkera Búnaðar-
bankans.
Atli Heimir er þvi af hinni
kunnu Bergsætt, sem gædd er
rikulegri tónlistargáfu, og nægir
að nefna dr. Pál Isólfsson tón-
skáld i þvi sambandi, en dr. Páll
var af henni kominn.
Atli Heimir fór snemma að
fást við tónlist og stundaði tón-
listarnám hér heima, ásamt
námi i menntaskóla, og að af-
loknu stúdentsprófi hóf hann
tónlistarnám erlendis og er tal-
inn einn bezt menntaði tón-
listarmaður okkar og einn af
sárafáum, sem numið hefur
elektróniska tónlist við háskóla,
sérstaklega.
Siðan Atli Heimir lauk tón-
listarnámi sinu, hefur hann
starfað sem tónskáld og tón-
listarmaður i Reykjavik.
Hann er tónlistarkennari
Menntaskólans i Reykjavik og
hefur flutt merkilega tónlistar-
þætti i rikisútvarpið. Er hann nú
i hópi kunnustu tónskálda okk-
ar.
Þekktastur mun Atli Heimir
þó vera fyrir afskipti sin af
tónlist i leikhúsunum, en hann
hefur oft verið fenginn til þess
að semja sérstaklega tónlist
fyrir leikrit. Þá hefur hann oft
annazt tónlistarhliðina á merki-
legum uppfærslum, og má
minna á að hann sér um tónlist-
ina i Góðu sálinni i Sesúan, sem
núna er á f jölum Þjóðleikhúss-
ins, og var til ráðuneytis um
tónlist og söng i hinum fræga
tnúk, sem nú fer um allar jarð-
ir.
Þetta er ekki i fyrsta sinn,
sem Atli Heimir getur sér gott
orð á Norðurlöndum sem tón-
skáld. Flutt hafa verið verk eftir
hann, samin sérstaklega fyrir
norrænar stofnanir, og innan
skamms munu þau Snorri
Birgisson og Manuela Wiesler
flytja verk eftir hann i norrænni
kammermúsik — keppni, sem
haldin verður i Finnlandi á
næstunni.
Að þessu sinni voru lögð fram
tvö tónverk að Islands hálfu,
annað eftir Atla Heimi, en hitt
eftir Leif Þórarinsson tónskáld".
Þetta er i sjötta sinn, sem tón-
listarverðlaun Norðurlanda eru
veitt, og hlaut Atli Heimir þau
fyrir „Konsert fyrir fiautu og
hljómsveit”, sem hann samdi
fyrir kanadiska flautuleikarann
Robert Aitken, sem oft hefur
verið hér á landi, en Aitken
frumflutti verkið hér með Sin-
fóniuhljómsveitinni árið 1973.
Sem áður sagði, er þetta i
sjötta sinn, sem verðlaununum
er úthlutað. en áður hafa þessi
tónskáld hlotið þau:
Karl-Birger Blomdahl,
Sviþjóð (1965), Joonas Kokkon-
en Finnlandi (1968), Lars Johan
Werle Sviþjóð (1970), Arne Nor-
heim Noregi (1972) og Per Nor-
gaard Danmörku (árið 1974).
Að þessu sinni fjallaði dóm-
nefndin um 10 tónverk, tvö frá
hverju landi. Fulltrúar Islands i
dómnefndinni eru Árni
Kristjánsson pianóleikari og
Páll Kr. Pálsson organleikari i
Hafnarfirði.
Það fer ekki milli mála, að
mikili heiður fylgir þvi fyrir is-
lenzka tónmennt, að islenzkt
tónskáld skuli hljóta þessi verð-
laun, þvi mörg af frægustu tón-
skáldum Norðurlanda áttu verk
i keppni til þeirra. Það er lika
mál manna, að tónskáldið Atli
Heimir Sveinsson sé sérlega vel
að þeim komið. „Röðin var ekki
komin að Islandi,” eins og oft er
sagt um samnorræn verðlaun,
heldur eru verðlaunin veitt
ágætu tónskáldi fyrir frumlegt
nútima tónverk, sem hlotið
hefur aðdáun allra, sem heyrt
hafa.
Island á mjög góð tónskáld
núna, menntaða, framsækna
hæfileikamenn á sviði tónlistar,
og það er enginn vafi á þvi að
þessi verðlaunaveiting mun
verða þeim mikil hvatning.
Jónas Guðmundsson
Guðmundur
Björgvinsson
JNGUR Reykvikingur, Guð-
nundur Björgvinsson, heldur um
essar mundir sýningu á teikn-
ngum, þ.e. túss og kolmyndum, i
ýningarsai Arkitektafélags is-
ands við Grensásveg I
leykjavik.
Guðmundur er 21 árs, sonur
jónanna Dagrúnar Þorvalds-
óttur og Björgvins Guðmunds-
onar, skrifstofustjóra i
iðskiptaráðuneytinu.
Við hittum Guðmund að mali og
íituðum fregna af myndlistar-
tarfinu. Sagðist honum frá sem
ér greinir:
Leggur stund á
sálarfræði i USA
— Það er orðið nokkuð siðan ég
byrjaði að sinna myndlist, byrj-
aði tiltölulega snemma, en mynd-
listarnám var þó stopult lengst af.
— sýnlr teikningar
í sýningarsal AFÍ
við Grensdsveg
Eg hef stundað nám i sálarfræði
við Redland-háskólann i Kali-
forniu i Bandarikjunum i eitt ár,
og þar tók ég myndlistina sem
hliðargrein — eins og reyndar
alltaf — en þó varð þetta til þess
að ég fór að sinna myndlistum
með skipulögðum hætti.
-Er myndlistin skyld sálar-
fræðinni?
— Ekki veit ég það,
en viss atriði liggja eflaust ljós-
ara fyrir, ef menn kunna góð skil
á hvoru tveggju. Það er að
minnsta kosti áhugavert að fást
við hvort tveggja.
— Hvað eru margar myndir á
sýningunni?
— Þær eru , um 40 talsins,
pennateikningar, kolateikningar
og pastel.
Lærdómsrikt að
halda sýningu
— Hvernig hafa menn tekið
þessu?
— Ljómandi vel. Auðvitað
hefur stórviðri liðinna daga
dregið nokkuð úr aðsókn, en samt
hefur hún verið góð, og fjórðung-
ur myndanna hefur selzt. Það
hefur visst gildi fyrir mig að
hengja myndirnar upp, það
glöggvar stöðuna, þvi sumar
teikningarnar hefur maður i
rauninni aðeins séð á teikni-
borðinu. Ég hef ekki áður sýnt
myndir opinberlega, nema hvað
teikningar eftir mig hafa verið
birtar i timariti i Kaliforniu. Það
var einnig viss upplifun, þannig
séð. Mér er það auðvitað ljóst, að
árangur i myndlist nær ekki
nema með langri þjálfun, og viss
reynsla fæst með sýningum, þvi
þú skynjar viðbrögð þeirra er
koma, þótt þeir segi kannski fátt,
og þú átt þeSs kost að heyra álit
manna, sem þú berð traust til.
— Hvað tekur svo við?
— Ég fer aftur vestur og tek til
þar sem frá var horfið, sagði
Guðmundur Björgvinsson að lok-
um.
Það er mál manna, að sýning
þessi sé mjög athyglisverð, að
iistamaðurinn sé góðum hæfileik-
um gæddur.
Sýningu hans lýkur á sunnu-
dagskvöld, en sýningin er opin
daglega frá kl. 14 til 22.
Fyrsti skuttogari
Slippstöðvarinnar
K.S. Akureyri,— I Slippstöðinni
á Akureyri er nú verið að vinna
að smiði fyrsta skuttogarans
þar. Togarinn er smiðaður fyrir
Rafn hf. i Sandgerði, og er áætl-
að að hleypa honum af stokkun-
um um miðjan febrúar. Tog-
arinn verður um 470 brúttólest-
ir, og er hafin smiöi annars
skuttogara, sem er jafnstór.
Smiði hans á að ljúka i janúar
1977.
Meðfylgjandi myndir eru frá
smiði fyrsta skuttogara Slipp-
stöðvarinnar. Timamyndir:
Karl Steingrimsson.
Vörubíll til sölu
Vörubill, Benz 1513 árgerð 1971, með
túrbinu. — Simi 5-15-76 eftir kl. 19.