Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 21. janúar 1976. Bretar eru að ræna þeirri lífsbjörg, sem framtíð þjóðarinnar byggist á Úrdrdttur úr ræðu Kristjdns Benediktssonar d borgar- stjórnarfundi 15. þ.m. Eins og Timinn hefur áður greint frá, urðu langar og snarpar umræður á siðasta fundi i borgar- stjórn Reykjavikur vegna tillögu, sem fulltrúar Framsóknar- flokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalasins fluttu sam- eiginlega og fjallaði um land- helgismálið við Breta og aðgerðir okkar i þeirri viðureign. Borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu ekki samþykkja það atriði i tillögunni, þar sem þvi var beint til rikisst jórnarinnar, að hún lýsti yfir, að Island gengi úr Atlants- hafsbandalaginu, ef Bretar kölluðu ekki herskip sin á brott. Ekki vildu þeir heldur samþykkja það orðalag til samkomulags að Island endurskoðaði afstöðu sina til aðildar að bandalaginu, yrðu herskipin ekki kölluð á brott. Felldu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins tillögu minni- hlutans og samþykktu siðan eigin tillögu, sem var mjög væglega orðuð. Ætlunin var, ef samkomulag hefði orðið um sæmilega ákveðna tillögu, að Jósepli Luns fengi hana i hendur, áður en hann færi héðan af landi brott. Meðal þeirra, sem tóku þátt i umræðum i borgarstjórn um þetta mál, var Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins. Hann talaði meðal þeirra siðustu, en margar ræður voru fluttar. Timinn birtir hér úrdrátt af ræðu Kristjáns, en rúmsins vegna var ekki hægt að birta hana f heild. Vel grunduð tillaga bar sem ég er einn af flutningsmönnum þessarar tillögu, sem valdið hefur slikum úlfaþyt, sem raun ber vitni, finnst mér skylt að gera nokkra grein fyrir afstöðu minni til hennar og þá um leið til þess máls, sem hér er veriðað fjalla um. Það er búið að halda hér allmargar ræður og sumar þeirra i nokkrum æsingi. Ég held, að það sé ágætt, að borg- arstjórn Reykjavikur ræði þetta mál eins og önnur. Ég vil strax lýsa þvi yfir, að ég gerðist flutningsmaður að þessari tillögu algerlega með opin augu fyrir þvi, hvað i henni fælist. Þess vegna visa ég frá mér öllum aðdróttunum ræðumanna um það að sumir okkar, sem flytjum þessa tillögu, gerum það fyrir á- eggjan annarra. Ég geri mér fyllilega grein fyrir þvi, hvað i þessari tillögu felst, og ég gerði mér strax grein fyrir þvi, að i henni var eitt atriði, sem e.t.v. stæði i borgarstjórnarineiri- hlutanum að samþykkja, en átti þóvoná þvi — miðaðvið allar ytri aðstæður — að hann mundi ekki setja það svo mjög fyrir sig. Ég skal fúslega viðurkenna, að það hefði verið æskilegra að leita strax samstarfs við borgar- stjórnarflokk sjálfstæðismanna um flutning þessarar tillögu. Það var ekki gert. Mér sýnist lika af þeim ræðum, sem hér hafa verið fluttar, að ekki hafi verið ýkja sterk von um samkomulag. Ef borgarstjóri héfði haftáhuga á samkomulagi i þessu máli, þá hafði hann tækifæri til þess að leita sam- komulags, áður en tillagan kom á dagskrá, þar sem allar tillögur koma fyrst til borgarstjóra, áður en dagskrá er send út. Ég vil, að það komi strax fram vegna þess, að mér finnst menn ekki hafa gefið þvi gaum, að i tillögu okkar er ekkert um það, að varnarliðið eigi að hverfa frá íslandi. Varnarliðið er hérá íslandi,sam- kvæmt sérstökum samningi við Bandarikin, þótt segja megi, að sá samningur sé afleiðing af þvi, að við erum i NATO. Hverjir leystu fyrri þorskastrið? Þetta er þriðja þorskastriðið við Breta. Hið fyrsta stóð i þrjú ár, næsta þorskastrið stóð i ár og þetta er búið að standa i rúma tvo mánuði. Menn vilja gera mikið úr þvi að NATO-rikin hafi átt stóran þátt i að leysa fyrri þorskastriðin. Ég verð að segja það, að ef NATO hefur átt þátt i þvi að leysa þorskastriðið 1961 á þann veg, sem gert var, þá á það litlar þakkir skildar fyrir. Hins vegar átti Atlantshafsbandalagið að minum dómi ákaflega litinn þátt i að leysa deiluna 1973, sáralitinn. Fyrir þessu hef ég orð manna, sem voru málum kunnugir. Og þó að þáverandi og núverandi fram- kvæmdastjóri, Joseph Luns, hafi haft dálitla tilburði i þá átt að reyna að greiþa fyrir lausn málsins, varð árangurinn meira i orði en á borði. Við þurfum þess vegna ekki að krjúpa á kné núna og vera með hástemmt lof um það, að Atlantshafsbandalagið hafi leyst deiluna 1973. Það gerði Ólafur Jóhannesson með för sinni til London i umboði þáverandi rikisstjórnar, er hann samdi við Jreta svo sem kunnugt er. Meiri harka núna Við tslendingar eigum fárra kosta völ i þvi striði, sem nú er háð á miðunum. Menn furða sig kannski á þvi, þar sem þetta þorskastrið hefur aðeins staðið i rúma tvo mánuði, hversu óþolin- móðir íslendingar eru. Meira er um harðorð mótmæli en áður, og menn eru miklu harðari i afstöðu sinni. Þetta er ofur skiljanlegt af tvennum ástæðum. I fyrsta lagi hafa Bretar sýnt miklu meiri ósvifni og yfirgang núna en þeir gerðu i hinum tveimur þorska- striðunum. Þeir hafa ekki einasta sentmiklu fleiri og stærri togara hér inn á þorskmiðin okkar en hér voru áður samkv. samningi, er þá gilti, heldur hafa þeir sent hingað fjölda dráttar- báta og herskipa og stunda að staðaldri njósnaflug. Þá hafa þeir get itrekaðar tilraunir til að sigla á varðskipin og meira að segja verið að áreita hafrannsóknar- skipið, Arna Friðriksson. Þá þurfum við ekki að nefna þann þáttinn, hvernig þeir afflytja þessi mál öll i rikisfjölmiðli sin- um, BBC. Það sýnir okkur vel, hvemig þessar stóru þjóðir eins ogBretarhaga málflutningi sin- um, þegar þær eiga i höggi við smáþjóð. Hverjir eru vinir okkar? Um það er talað, að við eigum marga vini meðal Atlantshafs- bandalagsþjóðanna. Ég skal ekki draga dul á það, að við eigum þar einhverja vini. En vissulega kæmi sér vel, að þessir vinir okkar gæfu sig fram núna og veittu okkur lið i þeim erfiðleik- um, sem við eigum i. Sann- leikurinn er sá, að við tslendingar höfum reynt ýmislegt mótlæti af þessum svokölluðu vinaþjóðum okkar sem við erum með i Atlantshafsbandalaginu. 1 hópi þeirra eru einmitt sömu þjóðirnar, sem beita okkur viðskiptaþvingunum istórum stil. Þegar til kastanna kemur, er hægt að telja þær þjóðir á fingr- um annarrar handar, sem láta sig málefni og velferð okkar ts- lendinga nokkru skipta. Við þurf- um þvi ekki að vera með neinar hjartnæmar ræður um það, að þetta séu allt miklir vinir okkar, sem við eigum einhverja skuld að gjalda. Rányrkja undir vernd herskipa Nú er það auðvitað augljóst, að við vinnum aldrei þetta þorska- strið á miðunum. Það strið hlýtur að enda með þvi, að einhverju af varðskipum okkar verður sökkt eða þau verða löskuð alvarlega. En það er fleira alvarlegt i þessu máli. Þar er hin ástæðan fyrir þvi, hve tslendingar eru harðir og einbeittir. Nú eru menn búnir að gera sér grein fyrir þvi,, hvernig þorskstofninn okkar er, og nú er mönnum að skiljast að Bretar geta með þvi að stefna togaraflota sinum hingað á ts- landsmið og láta hann veiða hér undir herskipavernd, eyðilagt það litla, sem eftir er af þorsk- stofninum á einu til tveimur ár- um. betta er staðreyndin i málinu. Undir herskipavemd eru Bretar að taka bróðurpartinn af þeim þorski, sem hér er eftir.Og þeir hæla sér af þvi, sem harðastir eru i þeirra hópi, að þeir geti fiskað hér allt að 150 þús. tn. með þviað beina togurum sinum hingað og hafa nægilegan fjölda herskipa. Þetta er heldur óskemmtileg staðreynd og þetta horfði ekki eins við i fyrri þorska- striðum. Varhugaverður leiðari Borgarstjóri talaði um slys i sambandi við flutning á tillögu okkar. Þar er um algjöran mis- skilning að ræða hjá honum. Hins vegar var leiðari blaðs hans, Morgunblaðsins, i gærdag mikið slys fyrir islenzkan málstað. Sama daginn og framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins kemur hingað og við þurfum á öllu okkar að halda til að sannfæra hann um alvöru þessa máls, hefur þetta viðlesnasta blað landsins það helzt að segja, að þótt Bretar séuslæmir, þá sé At- lantshafsbandalagið gott, og þaðan munum við aldrei hverfa ótilneyddir, hvernig sem einstakar b.ióðir i bandalaginu leiki okkur. Framkvæmda- stjórinn geti þvi verið rólegur. Vitanlega áttum við að nota okkar sterkustu vopn við fram- kvæmdastjórann og segja honum, og það átti málgagn borgarstjóra lika að gera, að við værum staðráðnir i að beita öllum tiltæk- um ráðum til að koma i veg fyrir, að Bretar eyddu þorskstofninum við tsland. Jafnvel aðild okkar að NATO væri i hættu. Haldi þetta á- fram eins og verið hefur á miðun- um, ræður engin rikisstjórn á ts- landi við ástándið. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir þessu. Það er sama, þótt rikis- stjomin hafi 42 þingmenn á bak við sig, jafnvel þó að mynduð væri þjóðstjórn. Það mun engin rikisstjórn ráða við ástandið til lengdar vegna þess, að ts- lendingar bera svo mikinn ugg i brjósti út af þorskstofninum og rányrkjunni. Og hvað ef hér verða mannskaðar á varðskipun- um? Mótmæli við varnarstöðvarnar: Það sem gerðist i Grindavik, Hornafirði og Keflavik um daginn getur gerzt aftur og af meiri hörku, Og hvað á þá að gera? Á rikisstjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna að senda lög- regluna i Reykjavik suður á Keflavikurflugvöll til þess að berja þar á sjálfstæðismönnum, sem vilja ná sér niðri á varnar- liðinu vegna framferðis Breta? Næsta aðgerð gæti orðið sú, að þessir framtakssömu menn i Keflavik lokuðu aðkeyrslunni að flugvellinum. Þá er annað tveggja, löggæzlumenn Islands yrðu að gri'pa i taumana eða varnarliðið sjálft að brjóta sér leið úr herkvinni. Við höfum i raun ekki nema eitt vopn i þessari baráttu. Þvi vopni eigum við að beita. Við eigum að gera rikjum Atlantshafsbandalagsins það skiljanl., að ofbeldi, rányrkja og yfirgangur Breta hér á miðunum hlýtur, ef ekki verður breyting á fljótlega, að veikja stöðu varnar- liðsins og leiða til endurskoðunar á aðild okkar að bandalaginu. Telji þessar þjóðir, að tsland sé jafnþýðingarmikið fyrir banda- lagið og þær vilja vera láta, verða þær sjálfrar sin vegna að sjá til þess, að eitt stærsta og voldugasta riki þessa bandalags ræni okkur ekki þeirri lifsbjörg, sem framtið okkar i land- inu byggist á meira en nokkru öðru. Óhagstæð tíð til lands og sjávar á Höfn í Hornafirði Sigríður E. AAagnúsdóttir syngur fyrir Mosfellinga t TILEFNI af 10 ára starfsafmæli Tónlistarskóla Mosfellshrepps verða haldnir tónleikar i Hlégarði laugardaginn 24. þ.m. kl. 14.30. Sigriður Ella Magnúsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson munu þá flytja ljóðalög eftir Monte- verdi-Orff, Schumann, Leif Þórarinsson, Brahms og Hugo Wolf. Allir Mosfellingar eru vel- komnir til þessara tónleika á meðan húsrúm leyfir. I Tónlistarskólanum eru i vetur 110 nemendur, fleiri en nokkru sinni. Kennarar eru 8 að tölu. AA—Höfn I Itornafirði. — Það sem af er árinu hefir tið verið fremur óhagstæð bæði til lands og sjávar. Bátar hafa litið getað að- hafzt, en héðan munu verða gerð- ir út 13 bátar á vetrarvertið. Þrir eru þegar byrjaðir með linu, og hefur afli þeirra verið frá 3 til 10 lestir i róðri. Þeir bátar, sem stunda togveiðar, hafa litið getaö aðhafzt, og hefir afli verið tregur. Skuttogarinn SKINNEY er búinn að fara eina veiðiferð, og var afli mjög góður, enda fór hann á Vest- fjarðamið og fékk fullfermi á 2-3 dögum. Tveir bátar munu fara á loðnuveiðar. Ef ennþá tiðkaðist að reka sauðfé á beit, þá hefðu menn talið jörð mjög illa gerða til þeirra hluta þessa dagana. En nú er öld- in önnur. öllu fé er gefið inni, hvernig sem viðrar, og bændur láta sér i léttu rúmi liggja hvað veðurguðirnir aðhafast að þvi leyti, en allir munu þó lita vonar- augum til hækkandi sólar og hlýrra vordaga. Skemmtanalifið hér á Höfn hefir verið með svipuðu sniði og oft áður, dansleikir, kvikmynda- sýningar og árshátiðir. Leikfélag Hornafjarðarsýndi fyrir jólin, og er reyndar ennþá að sýna sjónleikinn ,,Ertu nú ánægð kerl- ing”. Mjög góð aðsókn hefir verið að leiknum, sem hefir verið sýndur bæði á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Kirkjubæjar- klaustri, og á þetta ágæta áhuga- fólk þakkir skildar fyrir vel unnið starf. Eins og að likum lætur hefir lit- ið verið hægt að vinna að byggingarframkvæmdum i svona tiðarfari, en þó hefir timinn verið notaður við að innrétta og múra innanhúss og ganga frá ýmsu I þvi sambandi. Unnið hefir verið af kappi við frágang i hinu stóra og glæsilega frystihúsi kaup- félagsins, þannig að hægt verði að taka á móti fiski þar til vinnslu að einhverju leyti, og einnig loðnu til frystingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.