Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.01.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. janúar 1976. TÍMINN 5 mmmmmmimmmmmmmm Landbúnaðar- óætlun Pagur á Akureyri gerir landshlutaáætlun fyrir Norö- ur-Þingeyjarsýslu að um- ræðuefni i leiðara nýlega. Blaðið segir: ,,A siðasta ári lauk Fram- kvæmdastofnun rikisins við landshlutaáætlun fyrir Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Fyrir frumkvæði Gisla heitins Guð- mundssonar, samþykkti Al- þingi þingsályktun um þessa áætlun. Aætlunin hefur verið unnin i samráði við heima- menn og fjórðungssamband. A siöasta sumri voru haidnir i sýslunni kynningarfundir um áætlunina. Þar komu fram ábendingar sem eftir er að vita hvort fengið hafa náð i endanlegri áætianagerð. Svo inikið er vist að nú er ákveðið að ráöast i sérstaka land- búnaðaráætlun, ef könnun leiðir i ljós að hennar sé þörf. Norður-Þingeyjarsýsluáætlun er sú fyrsta sinnar gerðar hér á lándi og þarf i reynd vafalaust endurskoðunar við, þegar hún komur til framkvæmda.” Forsendur endurdkoðaðar? Siðan spyr Dagur: „Hvað dvclur endanlega af- greiðslu áætlunarinna r? Heyrzt hefur að áætlunin hafi legið um all langt skeið hjá rikisstjórninni, sem iögum samkvæmt þarf að fullgilda hana. Það er að vonum, aö Norður-Þingeyingar séu orðn- ir langeygir. Sú spurning hlýt- ur að vakna eftir hinar mikiu náttúruhainfarir i Kclduhvcrfi og viö Axarfjörö, hvort ekki sé nauðsynlegt að endurskoða forsendur áætlunarinnar frá grunni, meö hliðsjón af þvi mikla endurreisnarstarfi . sem kaliar aö i þessum byggð- um. Þvi verður ekki á móti mælt, að isýslunni eru tvii sér- stök félags- og verslunar- svæði, vestan og austan Axar- fjaröarheiðar, sem verður að taka tillit tii. Beynslan liefur sýnt að samgöngutengslin eru algjört frumskilyrði byggða- þráunar. Það er l'organgs- verkefni nú. að hraða vega- gerð um Sléttu og hyggja upp veginn i Kelduhverfi, vegna vetrarsamgangna.'V Loks segir Pagur: „Landshlutaáætlunin þarf að vcra tviþætt. Bráðabirgða- áætlun til að koma i veg fyrir búseturöskun i kjölfar jarð- skjálftanna, sem njóti sér- stakrar fjárhagsfyrirgreiðslu frá Byggðasjóði og rikissjóði. Jafnframt vcrði gerð heildar- áætlun, sem stefni að þvi að treysta framtiðargrundvöli byggðar i sýslunni. Land- húnaöurinn verði viðurkennd- ur, sem kjölfesta búsetunnar og undirstaöa eflingar þétt- býlisstaðanna. Þess er að vænta að sú töf, sem hefur orðið á fullgildingu Norður- Þingeyjarsýsluáætlunar leiði til raunhæfrar endurskoðunar og verði ekki til þess að tefja uppbvggingarstarfið. Þess er einnig að vænta að áætlunin komi þegar til framkvæmda jafnhliöa endurskoðun ein- stakra þátta i Ijósi breyttra aðstæðna. Nú er einstakt tæki- færi til að sýna i raun, hve þýðiugarmikið ta'ki áætlunar- gerö er i uppbyggingarstarfi og b.vggðaþróun, ef stutt er aö þvi þróltmikla einstaklings- og félagsframtaki, sem stcnd- ur á giiiiiluiu merg i sýsl- uiini." — a.þ. Yfirlýsing frá verðlagsstjóra VEGNA viðtals, er blað yðar átti við Björn Pétursson, fram- kv.stj. Karnabæjar, og birtist 22. janúar s.l„ óska ég að taka fram eftirfarandi: 1. Við könnun á vöruverði, sem gerð var i tizkuverzlunum, sem og öðrum verzlunum i desembermánúði sl„ þá reynd- ust allmargar verzlanir bjóða vörur sinar til sölu á of háu verði. Þessum verzlunum var fyrirskipað að lækka vöruverð til samræmis við álagninga- reglur verðlagsnefndar. For- svarsmenn verzlananna brugð- ust i flestum tilfellum, skjótt og vel við og iækkuðu verðið sam- kvæmt fyrirmælum. Þó sá verð- lagsstjóri ástæðu til að senda verðlagsdómi nokkrar kærur og voru tizkuverzlanir ekki undan- skildár. 2. Á siðast liðnu hausti voru teknir upp breyttir starfshættir við verðlagseftirlit, sem m.a. felst i þvi, að eigendum verzl- ana ber nú að hafa á hverjum tima gögn i verzlunum sinum, þannig að verðlagseftirlitsmenn geti fyrirvaralaust sannreynt réttmæti verðlagningar. 3. Það er misskilningur, sem fram kemur i greininni, að verðlagsstjóri setji álagninga- reglur fyrir verzlunina. Það gerir verðlagsnefnd. Hins vegar er það einn þáttur i starfi verð- lagsskifstolunnar að fylgjast með þvi, að þessum reglum sé fram fvlgt. 4. Að gelnu tilefni skal það tekið fram, að við verðlagseftir- lil i desember s.l. i verzlunum Karnabæjar komu fram atriði, sem gáfu tilefni til athuga- semda. Verðlagsstjóri Islenzk Réttarvernd islenzk Réttarvernd.nefnast ný landssamtök, sem nýlega voru stofnuð i Reykjavik. Stofnfundir urðu reyndar tveir þar sem mál- gleði mikil rikti á þeim fyrsta og ekki reyndist unnt að ljúka dag- skrá. Á framhaldsfundinum voru samtökin formlega stofnuð og voru stofnfélagar 150 talsins. Stjórn var kosin, og hefur hún þegar hafið margvíslegan undir- búning að starfsemi samtakanna, m.a. með skipun nefnda og vinnu- hópa, sem starfa munu með stjórninni að hinum ýmsu mál- um. 1 lögum samtakanna segir, að markmið þeirra sé að berjast fyrir mannréttindum og veita þeim réttarvernd sem órétti eru beittir. Þessum markmiðum hyggst félagið ná m.a. með þvi, að veita einstaklingum siðferði- lega og fjárhagslega aðstoð til þess að ná rétti sinum, og hafa milligönguum lögfræðilega fyrir- greiðslu. Einnig mun það beita sér fyrir endurbótum á lögum, reglugerðum og starfsháttum réttarkerfisins, að vinna að þvi að aígreiðslu dómsmála verði hrað- að, og berjast fyrir þvi að koma á fullnægjandi upplýsingaskyldu stjómvalda. Þá segir einnig i lögum félags- ins: Félagið leggur áherzlu á við- tæka samstöðu fólks úr öllum at- vinnustéttum, stjórnmálaflokk- um og öðrum þjóðfélagshópum, sem vill berjast fyrir og vinna að markmiðum samtakanna. Stjórn félagsins skipa Bragi Jósefsson formaður, Inga Birna Jónsdóttir varaform., Gunnlaug- ur Stefánsson ritari, Hulda Björnsdóttir gjaldkeri, en auk þeirra eru einnig i stjórninni: Alfreð Gislason, Gisli G. tsleifs- son, Páll Skúli Halldórsson, sr. Sigurður Haukur Guðjónsson og Sigvaldi Hjálmarsson. Fyrst um sinn, meðan félagið hefur ekki sett á fót skrifstofu, geta þeir sem áhuga hafa á mark- miðum félagsins, skrifað til Is- lenzkrar Réttarverndar, pósthólf 4026,Reykjavik,ogfengið þarall- ar almennar upplýsingar úm starfsemi og áform félagsilis. Aldurstakmark er 18 ár og ár- gjald kr. 500.00. ’M f?;.( J . V. Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis við Endurhæfingadeild, Grensásdeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Laun skv. kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf skulu sendar yfirlækni deildarinnar, Grensásvegi 62, fyrir 15. febrúar n.k. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 20. janúar 1976. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar. m %ú m &■: 0 ÍVf A-'! RÍKISSPÍTALARNIR Verzlanir og iðnaðarmenn sem ekki hafa framvisað reikningum á rikisspitalana vegna viðskipta á árinu 1975 eru hér með áminntir um að gera það sem fyrst, eða ekki seinna en 31. janúar n.k. Reykjavik, 22. janúar 1976. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 sjálflokandi viðgerðarhlekkir fyrir snjókeðjuþverbönd Ef keð juband slitnar, er sjalllokandi viðgerðarhlckkur settur i slaðhins brotna. L'iekkurinn iokast af þunga bilsins og keðju- handið er þarmcð lagfært. — Nauðsynlegt þeim, sem nuta snjókeðjur. — 8 stykki i pakka. — Póstsendum umalll iand. k A ^ ~ -H JT ARMULA 9 - SIMI 84450 Matvöru- deild Húsgagna- deild SÍMI 86-1 1 1 SÍMI 86-1 12 Hvéiti 5 Ib. 278 Skrif borð Flórsykur1/2 kg 99 Kommóður Strásykur 1 kg 144 Stakir hvíldarstólar Egg, 1 kg 390 Sænsk sófasett Maggy súpur 89 mjög ódýr Ora fiskbollur 1/1 183 Svefnbekkir með Grænar baunir skúffu Ora 1/1 151 Járnrúm, svört Ritz kex 120 eða hvít Jacops tekex 85 Sani WC pappír 25 r. 1.286 Opið til kl. 8 í kvöld og 10-12 laugardag tækjadeild SIMI 86-112 Electrolux Ryksugur, hrærivélar, eidavélar, uppþvottavélar, kæliskápar og frystiskáp- ar. Fjórir litir: Brúnt, rautt, Ijósgrænt og gult. Vefnaðar- vörudeild SÍMI 86-113 Sængurfatnaður, sængur og koddar. Vðrumarkaðurinn lif.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.