Tíminn - 30.01.1976, Síða 2
2
TÍMINN
Föstudagur liO. janúar 1976.
Útför Hermanns Jónassonar
AAO—Reykjavík. — útför
Hermanns Jónassonar
fyrrverandi forsætisráö-
herra fór fram frá dóm-
kirkjunni í Reykjavik í
gær. Prestar viö útförina
voru hr. Sigurbjörn
Einarsson biskup og sr.
Árni Pálsson. Félagar úr
Karlakórnum Fóstbræör-
um sungu viö undirleik
Ragnars Björnssonar
dómorganista. Kristinn
Hallsson söng einsöng.
Yfir kistu hins látna
stóöu heiðursvörð félagar
úr stjórn Sambands
ungra framsóknarmanna
og lögreglumenn úr lög-
reglulíði Reykjavíkur
stóðu heiðursvörö fyrir
utan dómkirkjuna.
Líkmenn voru ólafur
Jóhannesson dómsmála-
ráöherra, Geir Hall-
grimsson forsætisráö-
herra, Ásgeir Bjarnason
f orseti sa meinaös
Alþingis, Eysteinn Jóns-
son, fyrrverandi ráö-
herra, Þórarinn
Þórarinsson alþingis-
maöur, Gylfi Þ. Gíslason
alþingismaöur, Lúövik
Jósepsson alþingismaöur
og Jón Sigurösson,fyrr-
verandi bóndi, Stóra-
Fjaröarhorni Stranda-
sýslu.
Að lokinni athöfn i
dómkirkjunni var kistan
flutt i bálstofu.
Mikill f jöldi var við út-
förina og fór hún hið
virðulegasta fram. Meðal
viöstaddra voru forseti
islands og frú, ráðherrar
og alþingismenn.
A myndinni hér til hliðar sést kista hins látna í kór Dómkirkjunn-
ar. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ræðu og félagar úr stjórn
SUF standa heiðursvörð.
A myndinni hér fyrir neðan sjást likmenn bera kistuna úr kirkju.
Eiginkona hins látna Vigdís Steingrimsdóttir og börn þeirra
bjóna Steingrimur og Pálina ganga næst kistunni.
A neðstu myndinni sést hluti kirkjugesta. A fremsta bekk sitja
likmennirnir, þá forsetahjónin siðan ráðherrar og aörir kirkju-
gestir. Timamyndir Gunnar