Tíminn - 30.01.1976, Qupperneq 8
ff
TÍMINN
Föstudagur 30. janúar 1976.
Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson:
Þjóðin átti traustan leiðtoga og fyrirsvars
mann þar sem Hermann Jónasson var
Frá útför Hermanns Jónassonar fyrrv. forsætisráöherra I gær. Sigurbjörn Einarsson biskup flytur
ræðu. Séra Arni Pálsson situr f kór.
Lifið var opinberað og vér
höfum séð og vottum boðum
yður lifið hið eilifa, sem var hjá
föðurnum og var opinberað oss.
Og þetta skrifum vér til þess að
fögnuður yðar geti orðið
fullkominn.
(1. Jóh. 1.)
Lif hefur slokknað, líf er
kvatt, þess vegnaerum vér hér
saman komin I dag. Ævisaga
Hermanns Jónassonar er á
enda. Sú saga var mikil.
Myndir liða fyrir hugarsjón-
ir frá liðnum tima, fastar I
minni, sterkar i dráttum,
svipmyndir af manni, sem að
burðum og li'fsþrótti var flest-
um meiri og manna atkvæða-
mestur á sviði almennra mála
langa hri'ð. Nú hafði hann verið
fjærri alfaraleiðum um árabil
og þreytt fangbrögð i einrúmi
við þann andstæðing, sem alla
leggur að lokum. Glima Her-
manns á þeim hólmi varð löng,
hið sterka vigi likamlegra yfir-
burða varðist lengi, en nú eru
úrslitin orðin. Og vér erum hér
til þess að minnast og kveðja.
En sem vér nemum staðar i
þessum húsi, þá er það ekki
dauðans kalda þögn, sem mætir
oss, heldur lifsins rödd og orð.
Svo er það alltaf þegar komið er
i kirkju, hvert sem tilefnið er.
Þar er það upprisinn höfðingi
lifsins,sem minnirá sig. Þar er
það aflið og valdið hans, sem
vér megum meta, lúta og
þiggja. Vérboðum yður lifið hið
eilifa sem var opinberað oss.
Þetta er inntak hverrar at-
hafnar i kirkju, alls sem fram
fer i Jesú nafni, allt býður það
dauðanum byrginn, allt er það
bergmál af máttarorði hans,
sem segir: Ég er lifið, upprisan
oglifið, ég lifi ogþér munuð lifa,
ég gjöri alla hluti nýja. Þú kem
ur i kirkju til þess að andvari
lifsins frá honum megi snerta
þig, veita þér birtu og bata,
meiri styrk til góðs,heilli vilja,
hlýrri hug, kraft til að heyja allt
þitt strið til sigurs. Og þó að
misjafnt sé, hversu ljósa grein
vér gerum oss fyrir þvi, þá
hnigur vor dýpsta þrá og þörf til
móts við þennan boðskap,innst
leitar vera vor að lifi, sem er
ekki af þessum heimi dufts og
tima. Vér leitum þeirrar huldu
lindar, sem rætur veru vorrar
hneigjast að og þyrstir eftir,
eins og sprotinn leitar upp úr
moldinni mót ljósi, eins og visn-
andi blað þráir dögg.
Lifið hið eilifa frá Guði föður,
sem Jesús Kristur hefur
opinberað, þetta er orð
kristinnar kirkju til þin, hvort
sem hún mælir til þin á
hamingjustund eða harmadegi.
Það er hið fyrsta sem hún segir
við hvern einstakan i heilagri
skirn, og það segir hún siðast,
þegar jarðlif er kvatt og duftið
borið til grafar. Lifið var opin-
berað, vér boðum yður lifið hið
eilifa. Þess vegna leitum vér
hingað á kveðjustund i helgi-
dómi lifsins, Krists. Vér lyftum
augum yfir heljarhúmið og sjá-
um dagsbrún páskanna,
upprisunnar, hins eilifa rikis,
sem konungur kærleikans og
friðarins hefur opinberað og
kallar oss til.Mættum vér i dag
skynja vorn þegnrétt i þvi
ljóssins riki og eignast heilaga
friðar- og náðarstund hér inni,
og þeir aðrir einnig, sem taka
þátt i þessari kveðjuathöfn viðs-
vegar um land.
Það er alþjóð ljóst, að sú ævi-
saga,sem núerá enda, er næsta
gildur þáttur i sögu vor allra,
sögu tslands á þessari öld. Milli
áranna 1896 og 1976, milli
fæðingar- og dánarárs Her-
manns Jónasonar, er tiðinda-
söm og örlagarik þjóðarsaga, og
hann var einn þeirra manna,
sem lengst og drýgst var við
hana riðinn. Ekkert annað skeið
að jafnri lengd allt frá land-
námi jafnast á við þetta um
stóra og minnisverða atburði og
þjóðargengi, þegar á allt er
litið. Þeir atburðir, sem hæst
ber, munu lýsa yfir ófarna
vegu þjóðarinnar, örva til
sóknar, stæla til viðnáms i
tvisýnu og nauðum. 1 návígi
daganna og i viðureign við
méira eða minna mikilvæg
dagskrármál vilja hin stóru mið
dyljast, menn greinir á um fetin
fram á daglegum vegi og deila
innbyrðis um dægurviðbrögð á
sameiginlegri för. En þegar
horft er á lengra færi yfir
farinn veg hverfa þau viðhorf
flest, sem ollu leiðaskilum á
liðandi stund. Sé það augljóst að
þessi öld hafi skilað þjóðinni
lengra fram i ytri efnum en
nokkur önnur, þá verður það
ekki heldur i efa dregið, að vér
höfum átt menn i forustuliði
þjóðmála, sem vér megum
virða og framtiðin mun þakka.
Hermann Jónasson var þar i
fremstu röð um langt skeið, i
þrjá áratugi gegndi hann for-
ustuhlutv. i stjórnmálum og
átti nána aðild að öllum þeim
málum, sem mestum tiðindum
sættu á þessu skeiði, og hafði
verulegáhrif á þjóðfélagsþróun.
Hann mótaðist ungur af þeim
lifsskoðunum, sem mörkuðu
honum stefnu. 1 uppvexti naut
hann góðra og traustra erfða
islenzkrar alþýðumenningar.
Ég átti einu sinni af hendingu
erindi i bæinn að Syðri-Brekk-
um i Skagafirði, það var fyrir
löngu, ég hitti þar móöur hins
landskunna og þá mjög um-
deilda ráðherra Hermanns.
Hún var roskin orðin, ég ræddi
við hana litla stund og hún varð
mér minnisstæð, og siðan sá ég
Hermann aldrei svo að hún
kæmi mér ekki i hug, enda var
svipur hennar yfir honum
næsta auðsær. Hún var hóglát,
og örugg i fasi, bjargtraust
manneskja, alúðleg og ræðin við
mig ungan og sagði það eitt,
sem nokkurs var vert. Ekki var
auður i búi að Syðri-Brekkum en
vökull áhugi á samtima-
hræringum og islenzkri sögu.
Systkinin 6 voru öll vel gefin en
efni heiri.ilisins leyfðu ekki
langskólagöngu annarra en
yngsta bróðurins Hermanns,
enda öllum i fjölskyldunni
einhuga um að hann ætti þann
veg að ganga og öll stóð hún
saman um og hjálpaðist að til
þess að svo mætti verða. Tvö
þeirra systkina eru nú eftir á
lifi, bæði fjarstödd. Vér vottum
þeim samúð og ég flyt hér að
beiðni þeirra sérstakar þakkir
frá þeim og vandamönnum
þeirra til bróðurins, sem þau
reyndu alla stund að hlýju þeli
og drengskap.
Á uppvaxtarárum sinum varð
Hermann mjög snortinn af ung-
mennafélagshreyfingu þeirra
ára, hugsjón hennar um
frjóvgun þjóðlegra verðmæta,
ættjarðarást, sem yrði virk i
ræktun lands og lýðs, mótaði
hann til frambúðar. Samvinnu-
hreyfingin féll i sama farveg i
huga hans og mótaði þjóðmála-
viðhorf. Snemma mun hann
hafa verið einráðinn i þvi, hvar
oghvernighann skyldi hasla sér
vettvang, ef hann léti til sin
taka i stjórnmálum. En þess
var skammt að biða að hann
væri kominn þar i fremstu vig-
linu, ungur, nýkjörinn á þing
eftir sögulegan kosningasigur,
tókst hann þá ábyrgð á hendur
að mynda rikisstjórn. Það var
ekki auðvelt hlutskipti að taka
við stjórn landsins þá, heims-
kreppan grúfði yfir, afkomu-
horfur landsm. erfiðari en i
annan ti'ma, átök og ýfingar á
stjórmálasviðinu að undan-
förnu höfðu verið með
svæsnasta móti og horfði ekki
friðvænlega á næstunni. Her-
mann skorti ekki kjark né á-
ræði. Hann var ekki aðeins
glæsilegt þrekmenni að vallar-
sýn og svo iþróttum búinn, sem
bezt má. Hann var foringi að
upplagi, einbeittur átaka-
maður, gæddur ótviræðu, and-
legu atgervi, hæfileikum og
skapgerð. Menn fundu að hann
var til forustu fallinn sakir
áhuga, þreklyndis og vitsmuna.
Gerðin var mikil, viljinn
sterkur, framkoman hiklaus.
Hann var djarfráður en forsjár-
maður mikill jafnframt, hvert
mál og hvert verk lagði hann
rækilega niður fyrir sér, ihugaði
málavexti frá öllum hliðum en
fylgdi siðan fast fram þeirri
ákvörðun, sem tekin var. Geðs-
munir voru stórir og kappsemi i
hvers kyns viðureign en höfuð-
einkenni baráttumannsins var
yfirveguð karlmennska.
Það var ekki ágreiningsmál,
hvorki innan flokks né utan, að
Hermann hefði marga þá yfir-
burði til að bera, sem forustu-
maður i stjórnmálum þarf á að
halda. Að sjálfsögðu var deilt
um hann og á hann með hörku,
enda fæst óumdeilanlegt á lið-
andi stundu af þvi, sem dægur-
barátta stjórnmála snýst um.
En ég hygg að það hafi verið
næsta almenn og vaxandi
tilfinning i landinu, meðan hann
var i lykilsstöðu, að þjóðin ætti
traustan leiðtoga og fyrirsvars-
mann þar sem hann var, hvað
sem liði hverfulum hitamálum
dagsins. Og óhætt er að segja
það við leiðarlok að hvatinn að
baki baráttunnar var fölskva-
laus ættjarðarást og einlæg hug-
sjón um gróandi þjóðlif. Og þess
skyldum vér jafnan minnast,
svo mjög sem menn kunna i
gegn að gangast i pólitiskum
sviptingum, að þetta er það
sem sameinar góða menn yfir
allar flokkslinur.
Það kom i hlut Hermanns að
fá slik mál til úrlausnar, sem
fylktu þjóðinni nær einhuga að
baki honum, alltjent þegar
menn yöfðu áttað sig á mála-
vöxtum. Þegar blikur
styrjaldarinnar færðust nær og
siðan yfir landið báru menn
traust til hans, vissu að hann
var vandur að virðingu lands og
þjóðar, giöggur á rök og fastur
fyrir. Það var að sönnu sam-
staða meðal stjórnmáiamanna
vorra um það að visa ismeygi-
legu bónorði Þjóðverja á bug,
þegar þeir vildu seilast hér til
itaka nokkrum mánuðum áður
en þeir hófu styrjöldina, en það
var Hermann er þessu átti að
svara fyrir þjóðarinnar höndog
hann sem mótaði hin opinberu
viðbrögð og verður sú gipta
seint ofmetin.
Þegar þetta bar til tiðinda
var skammt að biða stórra at-
burða fleiri. Landið var her-
numið. Flestum varljóst, að þvi
mátti eftir atvikum vel una,
miðað við annað verra, en is-
lenzk stjórnvöld áttu þó vissu-
lega miklum vanda að gegna og
mikið var i húfi um það, hvemig
á málum væri haldið af islenzkri
hálfu þá og næstu árin. Þar
mæddi mjög á Hermanni og það
ætla ég, áð hann hafi i hvivetna
unnið sér tiltrú út á við meðal
landsmanna i þessum á-
byrgðarmiklu aðstæðum. Að
sjálfsögðu átti hann sinn þátt i
lyktum sjálfstæðisbaráttunnar,
þóttekki væri hann i rikisstjóm,
þegar þvi marki var náð. Ot-
færsla landhelginnar i tólf milur
gerðist hins vegar undir forsæti
hans. Þetta, sem nú var sagt, er
engin upprifjun á atburðarikri
sögu stjórnmálamannsins, hún
er meiri en svo að rakin verði
hér eða annars staðar i stuttu
máli. En ég mæli hér i orðastað
þjóðar, sem er að kveðja einn
þeirra manna, sem hæst ber i
sögu hennar á örlagaskeiði og
við moldir hans mun mega
staðhæfa það að svo muni
sagan meta og dæma að hann
hafi til þakkar unnið, átt farsælt
frumkvæði að margvislegum
nytja- og heillamálum og með
góðri forsjá og giptu verið i
fyrirsvari og forustu, þegar
mikið var i húfi. Þess ber mér
að minnast, að Hermann var
lengstum kirkjumálaráðherra,
þegar hann var i rikisstjóm.
Ekki gerði hann þar allt svo að
öllum mætti lika fremur en
neinum er ætlandi, en hann
hafði skilning á hlutverki
kristinnar kirkju i þjóðlifinu og
mat það og sá skilningur var ná-
tengdur almennum mannlifs-
hugsjónum hans. Hann stóð að
gerð nokkurra kirkjulegra laga
og ráðstafana, sem horfðu til
framfara, en rikast er mér i
huga i þessu sambandi að
minnast þess, að hann átti
frumkvæði að þvi, að rikisvaldið
hóf að láta til sin taka um
endurreisn Skálholts og fórst
stórmannlega i þvi efni, að þvi
er til hans kom. Þessa var
minnzt i þakkarhug á fyrstu
prestastefnu samtimans i
Skálholti á s.l. sumri og viður-
kenning i ljós látin.
Um einkalif mun annar ræða
nú á eftir, en áður en ég skilst
hér við, vil ég segja það, að
minnisstæðastur er mér Her-
mann Jónasson á sjúkrabeði,
þegar ég kom þar og ljóminn
breiddist yfir andlit hans. Hann
mátti ekki mæla en augnatillit
og yfirbragð sögðu meira en
orð. Það var ekki bugaður
kappi, sem hvildi þar, það var
sigrandi sál, þrátt fyrir
helgreipar, fastar og sárar.
Þá sá ég Hermann mestan
og bjartastan. Og það get ég
borið að þeir sem hjúkruðu hon-
um gleyma honum ekki,
gleyma ekki þolinmæði hans
undir þyngsta oki, þakklæti
hans fyrir hvert viðvik, né hinni
hlýju gleði frá hljóðum barmi.
Og þeir sem minnast hans
þannig sjá einnig fyrir sér i
sömu andrá konuna styrku, Vig-
disi, sem i sinni yfirlætislausu
reisn bar þessi örlög með hon-
um eins og öll önnur. Hún hafði
verið gæfan hans mest i öllu lifi
og bar þó frá um það, hver hún
var honum i þvi langa og harða
striði. Henni votta ég virðingu
og þökk i nafni alþjóðar og
þeirra góðu börnum, tengda-
og barnabörnum. Drottinn
blessi Hermann Jónasson og
alla sem hann unni.