Tíminn - 30.01.1976, Síða 9
Föstudagur 30. janúar 1976.
TÍMINN
9
Séra Árni Pdlsson:
„Vakið, standið stöðugir í trúnni,
verið karlmannlegir, verið styrkir.
Allt hjó yður sé í kærleika gjört"
Kista Hermanns Jónassonar fyrrv. forsætisráöherra í kór Dómkirkj
unnar. Kransinn viö gafl kistunnar er frá Rikisstjórn islands.
Hermann Jónasson
fyrrv. forsætisráöherra
f. 25. des. 1896
d. 22. jan. 1976.
(Texti Kór. 16. 3)
Náð sé meö yður og friöur frá
Guði föður vorum og Drottni
Jesú Kristi. —
Foringi er fallinn. Islenzka
þjóðin minnist nú eins litrikasta
stjórnmálamanns þessarar ald-
ar, manns, sem hún valdi til for-
ystu og treysti lengur og betur
til þess að fara með mál sin á
erfiðum timum, en nokkrum
öðrum allt til þessa.
Hann kveður nú saddur lif-
daga eftir langt og strangt sjúk-
dómstimabil, sem einkenndist
af æðruleysi, þakklæti og hlýju
til allra þeirra er hjúkruðu hon-
um og léttu honum stundirnar.
Þótt dauðinn sé þeim ávallt
högg, sem næstir standa, og
minni á hverfulleik jarðlifsins,
þá rikir þó ekki sorg i þessu húsi
nú heldur þakklæti og gleði yfir
þvi, að hann'sem vér kveðjum,
skyldi standast prófið allt til
enda.
Þvi koma orð postulans i hug-
ann, er hann segir i lok bréfsins
til safnaðarins i Korintuborg:
„Vakið, standið stöðugir i
trúnni, verið karlmannlegir,
verið styrkir. Allt hjá yður sé i
kærleika gjört.”
Þessi hvatningarorð voru
mælt til lýðs, sem bjó við ör-
birgð og allsleysi, en hafði áður
tekið trúna á Krist og fengið við
það nýja lifssýn, nýjan þrótt. En
alltaf var hætta á ferðum þegar
andstreymi og harðrétti var að
mæta og vildu þá margir gefast
upp, guggna, koðna niður á
reynslustund. Þvi ávallt er auð-
veldara að gefa eftir og fylgja
straumnum en standa gegn hon-
um, að hætta við að vera karl-
mannlegir, og styrkir og láta
aðra um það. Þetta vissi for-
ystumaður hinna trúuðu, sem
leiddur var af anda Guðs,
postulinn, sem ritaði eggjunar-
orðin: „Vakið, standið stöðugir,
verið karlmannlegir, verið
styrkir”. Hver og einn skyldi
persónulega opna hug sinn og
hjarta fyrir Guði sem kraftinn
gefur. Og siðan þessi orð voru
rituð tala þau til vor allra
trúaðra manna. Þau minna oss
á að kristin trú byggir ekki til-
veru sina á almennri lýðhylli
einni, viðurkenningu á fögrum
og sönnum boðskap eða þulu-
lærdómi utan bókar. Trúin lifir
og byggir á reynslu einstak-
lingsins og hvernig hann um-
breytist fyrir mátt Guðs og sýn-
ir auðmýkt, þakklæti, karl-
mennsku og kraft. Vér munum
viðvörun Krists er hann talar
um þá, sem taka við boðskapn-
um með fögnuði, trúa um stund,
en falla frá á reynslutima af þvi
að þeir hafa ekki rót.
Vér minnumst Hermanns
Jónassonar, sem óx upp úr jarð-
vegi rótgróinnar islenzkrar
bændamenningar. Að honum
stóðu sterkar ættir bænda úr
Skagafirði og Svarfaðardal.
Uppeldi hans, er varðar ytri að-
stæður, var likt og alls þorra Is-
lenzkra barna á þeim timum.
Skort leið hann ekki, en allur
munaður var óþekktur. Hann
lærði snemma að vinna með
systkinum sinum og var bráð-
þroska.
í bókinni „Islenzkar ljósmæð-
ur” getur að lita merka frásögn
af móður hans, Pálinu, sem var
ljósmóðir i yfir hálfa öld. Þar er
hennisvolýst: Hún varathugul,
ráðsnjöll og handlagin, kát og
hress og kunni ekki að hræðast.
Þá lét hún brýnar þarfir eigin
heimilis sitja á hakanum fyrir
nauðsyn hins bágstadda og lét
aldrei illviðri eða erfiða færð
hefta för sina. Hún átti
óhagganlega trú, og þakkaði
gæfu I störfum þvi, að við hlið
sér væri staðið af æðri máttar-
völdum. Við kné slikrar móður
tók Hermann út þroska sinn. Og
þvi nefni ég þetta hér, að mér er
sagt af kunnugum, að Hermann
hafi likzt móður sinni mjög og
borið lika skaphöfn og hún.
Hann var staðráðinn i þvi, að
leita sér menntunar, og hlifði
sér I engu við að afla sér fjár i
erfiðri sumarvinnu til þeirrar
göngu. Hann hóf skólagönguna
á Akureyri og lauk háskólaprófi
I lögfræði árið 1924. Ari siðar
gekk hann að eiga Vigdisi Stein-
grimsdóttur úr Reykjavík og
var þeim fjögurra barna auðið
og lifa tvö þeirra. 1 hjónaband-
inu eignaðist Hermann lifsföru-
naut, sem skildi til hlitar starfs-
skyldur hans, enda mat hann
hana mikils.
Þegar fyrir skólagöngu hafði
Hermann kynnzt glimunni,
þeirri rammislenzku iþrótt, og
vann þar til æðstu verðlauna.
Mótun hans öll, bæði I iþróttum
og annarri mennt, var sótt i is-
lenzka menningararfleifð.
Hreysti og vit voru samtengd I
huga hans og hann naut þeirrar
gæfu, að fá hvort tveggja riflega
gefið og kunni vel að efla og með
að fara. Hermann var vel lesinn
i bókmenntum þjóðarinnar og
skáld 19. aldar voru honum töm
á tungu, enda var hann sjálfur
hagyrðingur góður.
Af framansögðu er ekki að
undra, þótt honum sæktist vel
gangan á. stjórnmálabrautinni
eftir að stefnan var tekin þang-
að. Hann var kosinn alþingis-
maður Strandamanna árið 1934
og þegar sama ár falin stjórnar-
myndun, og varð yngstur for-
sætisráðherra þjóðarinnar til
þessa. Rikisstjórn Hermanns
Jónassonar hafði ekki yfir að
ráða miklu fé að deila lands-
mönnum á verstu kreppuárum
þessarar aldar. En stjórnvizka
hennar kom berlega i ljós með
ýmsum nýmælum, svo sem al-
mennri lýðhjálp og heildar-
skipulagi, er stuðlaði að jöfnuði
meðal fólksins og nú þykir sjálf-
sagt. Harka stjórnmálanna var
taumlausari þá en nú og fróð-
legt var að heyra Hermann
segja frá hörkulegri andstöðu
hagsmunahópa gegn afurða-
sölulögunum, sem hann kom
fram með árið 1934. Þau voru
ekki aðeins sett til þess að
bjarga bændum i sárri neyð,
heldur juku þau skilning og sátt-
fýsi milli framl. og neytenda.
Hver viðurkennir ekki
ágæti þeirra nú og reyndar
löngu fyrr. — Þekktastur mun
samt Hermann verða i sögunni
fyrir einarða og viturlega af-
stöðu gegn ásælni Hitlers-
Þýzkalands um afnot af landinu
fyrir heimstyrjöldina miklu.
Var það mikil gæfa fyrir hann
og þjóðina, að hann skyldi hafa
svo glögga framsýni til að bera
þá. 1 hans hlut kom einnig að
gjöra vandasama samninga við
stórveldi sem hernámu landið i
stríðinu. Þar var einarðlega að
staðið og af fullri reisn.
————— ■.______
Ráðherrar komast ekki hjá
þvi, að verða fyrir röngum dóm-
um almennings, fólks, sem
hvorki þekkir málin né manninn,
sem um þau fjalla og var Her-
mann engin undantekning þessa.
Það er einu sinni stærsti veik-
leiki mannlegs eðlis, að dæma
allt út frá sjálfum sér, eða eins
og maður kýs sjálfur að vera.
Skerðist hagur fárra fyrir til-
verknað rikisvalds er ekki
spurt: Hvers vegna? Heldur
dæmt, jafnvel þótt slikt sé gert
til þess að bæta hag margra
manna. Vér þekktum stjórnar-
athafnir Hermanns Jónassonar
og þær munu þola birtu dag-
anna. Hann gekk i fylkingar-
brjósti þjóðar sinnar og stóð þar
lengi. En hver þekkti manninn
að baki stjórnmálunum? 1 hon-
um sló viðkvæmt hjarta, sem
fann til með þeim, sem bágt
áttu, og oft titraði það af reiði
yfir ranglætinu. Hann hafði sér-
stakan næmleik fyrir fegurð og
glæsileik Islenzkrar náttúru.
Sjálfur ræktaði hann skóglendi
hér i Fossvogi og upp i Borgar-
firði sér til unaðar, og einnig
vegna þess, að hann trúði á
gróðurmátt moldarinnar. Hann
þekkti raddir söngfuglanna og
hlustaði eftir þeim, þótt enginn
tæki eftir sem hjá honum stóðu.
Islands er það lag, sem hann
unni.
„Verið karlmannlegir, verið
styrkir. Allt hjá yður sé I kær-
leika gjört”.
Hermann fékk að reyna tim-
ana tvenna. Þessi glæsilegi og
hrausti leiðtogi tók þá veiki fyr-
ir tæpum áratug, að hann varð
undan að láta og falla niður á
beðinn fyrir tæpum fimm árum
siðan, þótt hann héldi nærri
óskertum sálarkröftum allt til
loka. Þessi ár urðu hvað ris-
mesti kapítuli i lifi hans. Þá
kom viljinn, sjálfsögunin og
sjálfstjórnin hvað skýrast i ljós,
þvi aldrei var bilbug á honum að
finna, aldrei kvartaði hann. Þá
opnaðist hjarta hans fyrir
mörgum, sem áður voru honum
ókunnir og vissu ekki hvaða
mann hann hafði að geyma hiö
innra. Fólkið rómaði sálarró
hans, en hann þakkaði öllum af
kærleika hjálpina við sig.
Lengst af dvaldi hann á heimili
sinu I návist frú Vigdisar, sem
lofar nú Guð fyrir þann styrk,
sem henni var gefinn, að geta
hjúkrað ástvini sinum til hinztu
stundar. Hún hlaut bænheyrsl-
una — „Ó, faðir gjör mig styrk-
an staf, að styðja hvern sem
þarf”. —
Þannig fékk hún að þjóna
maka sinum, svo sem hún áður
þjónaði þjóðinni við hlið hans.
Fegurst er fórnarlundin og
hin æðsta ræktun mannsins hér I
heimi er aö gefa af sjálfum sér.
Ganga fram af karlmennsku og
styrk, en láta aðra njóta ávaxt-
anna.
Kæru vinir, frú Vigdis, Stein-
grimur, Pálina, tengdabörn og
barnabörn. Þið öll hafið mikið
þegiö og hafið þvi mikils að
sakna. En lofið Guð fyrir gæzku
hans, og leyfið oss öllum að
geyma með ykkur i minning-
unni hina skæru og litriku mynd
hins fallna foringja.
Vér skulum svo sameina hugi
vora i bæn til hans, sem gefur og
tekur aftur og vakir yfir oss.
— Almáttugi eilifi faðir. Þökk
sé þér fyrir það, að þú lætur
manninn vita um þig og þinn
kærleiksrika heim og leysir
hann úr viðjum sjúkdómsins og
leiðir hann inn i þjáningarlaus-
an heim miskunnar þinnar. Vak
þú yfir ekkjunni og fyll hið
tóma rúm af birtu þinni, blessa
ástvini alla, þjóðina og fóstur-
jörðina. Heyr þessa bæn i Jesú
nafni. Amen.