Tíminn - 30.01.1976, Qupperneq 13
Föstudagur 30. janúar 1976.
TÍMINN
13
SKÍRN Á SELTJARNARNESI
Siguröur, Þorvaröur, Garöar, Jóhannes, Gissur, Þorsteinn,
Ómar, Ingveldur, Valgeröur, Rakel. Margrét S., Margrét A.,
Vernharöur, Ragnheiöur Bergþóra J., Astriöur, Bergþóra A., og
leikstjórinn i húsbóndastólnum.
Leikfélag Þorlákshafnar:
SKIRN
eftir:
Guðmund Steinsson
Leikstjóri:
Sigurður Karlsson
Sýning á Sel-
tjarnarnesi
Formaöur L.Þ.:
Garðar Þorsteinsson
Leikfélag Þorlákshaf nar
sýndi leikritið Skirn eftir Guð-
mund Steinsson i félagsheimil-
inu á Seltjarnarnesi um helgina,
en þetta er leikrit i átta atriðum
og gerist á heimili miðaldra
hjóna, Karls og Huldu.
Leikfélag Þorlákshafnar var
stofnað árið 1970, og er Skírn
fimmta verkefni félagsins, en
leikið hefur veriö öll árin siðan
1971.
Guðmundur Steinsson, höf-
undur leikritsins, er siður en svo
neinn nýliði i leikritagerð, þótt
fremur litið hafi farið fyrir hon-
um á þvi sviði um margra ára
skeið, þar til i fyrra, að Þjóð-
leikhúsið tók Lúkas til sýningar,
en hafði þá áður sýnt Forseta-
efnið, en alls mun hann hafa
samið á annan tug leikrita, en
aðeinsfá þeirra hafa verið sýnd.
Þá hefur Guðmundur einnig
samið skáldsögur.
Guðmundur Steinsson var á
sinum tima einn af stofnendum
leikhópsins Grimu, sem sýndi
tvö verka hans, Fósturmold og
Sælurikið. Siðan komu langar
þagnir, sem að sögn áttu rætur
sinar að rekja til vonbrigða i
samskiptum við leikhúsheim-
inn, að þvi er kunnugir segja,
þar til nú, að sættir hafa tekizt
og nú eru verk höfundar sýnd
viða, til að mynda var frumsýn-
ing á Skirn uppi i Borgarfirði
sama kvöld og okkur var boðið
að sjá leikinn úti á Seltjarnar-
nesi.
En vikjum nú ögn að sjálfu
verkinu.
Skirn er um venjulega fjöl-
skyldu og dapurlegt hversdags-
mannlif, einskonar tilbrigði um
soðningu, sjónvarp, strák i
skóla og stúlku, sem hefur verið
börnuð, án þess að vera trúlof-
uð. Höfundur segir sjálfur, að
hannhafi fengið hugmyndina að
verkinu, þegar hann fór á högg-
myndasýningu i London, og þótt
það virðist langsótt skýring, þá
er hún að einu leyti auðskilin.
Höggmyndasýningin hefur ekki
söguþráð, heldur myndir, sem
raðað er upp eftir lögmálum
sjónmenntar, og það sama er
leikurinn Skirn, engin atburða-
rás i hinum venjulega skilningi,
aðeinsmyndir. Höfundur virðist
þó skrifa markvisst, hafnar t.d.
Gestaleikur
fró
Þorldkshöfn
Guðmundur Steinsson
öllu sem er „úti”, nema þá al-
heimstiðindum úr sjónvarpinu
eða Morgunblaðinu, og hann
hefur ekki veðurfarið úti i
textanum, né heldur atvinnulif-
ið, en þetta þrengir auðvitað
mikið að textanum, svo ekki sé
meira sagt.
Leikurinn gerist allur á einu
sviði, heimili Karls og Huldu,
sem þar búa með börnum sinum
tveim, og svo fæðist barnið, og
presturinn er fenginn til þess að
skira, og það er haldin skirnar-
veizla með öllum þeim vand-
ræðagangi, sem þvi fylgir, þeg-
ar menn eiga að nærast heilt
kvöld, án þess að hafa sjónvarp
sér til stuðnings, og þvi er lýst
hvernig manneskjan hefur glat-
að hæfileikanum til samneytis
við annað fólk og hvernig
heimilin einangrast.
Siguröur Karlsson og fjölskylda
Það skal játað strax, að þetta
verk, þrátt fyrir takmörkin,
sem höfundur setur þvi i sjálfu
sér, er einkar vel gert og kemur
þægilega á óvart. Ég hafði að
visu ekki séð leikrit eftir Guð-
mund Steinsson fyrr, en mér er
ijóst, að þarna er rithöfundur,
sem vel kann til verka, og i upp-
færslu hinna óvönu leikenda úr
Þorlákshöfn var þetta ágæt
skemmtun. Ekki sizt fyrri hluti
leiksins, og ég held að allir hafi
skemmt sér vel.
Um siðari hluta verksins er
það að segja, að hann er öllu
vandasamari i meðförum, eink-
urp seinasti þátturinn, og varð
hópnum ofviða. Einnig kann það
að vera, að sá þáttur gæti verið
betri frá hendi höfundar, en um
það treysti ég mér ekki til að
fullyrða, þvi rétt eins og á högg-
myndasýningu, þá verða
myndirnar misgóðar, þótt sýn-
ingin sem slik hafi heppnazt.
Eftir situr einhver mýnd, sem
þú berð á herðunum heim.
Alls koma um 25 manns fram i
sýningunni. Aðalhlutverkin
leika þau Vernharður Linnet og
Bergþóra Arnadóttir,sem leika
hjónin Karl og Huldu. Margrét
Aðalsteinsdóttir og Gissur
Baldurssnn leika börn þeirra
Kalla.
hjöna, Diddu og Sigurð, en þetta
eru veigamestu hlutverkin i
leikritinu. Þau, og einkum hjón-
in, stóðu sig ágætlega. Um aðra
leikendur verður ekki fjallað
hér, en margt var vel gert, eink-
um var þó skirnarveizlan vel
heppnuð með öllum sinum
vandræðagangi, sem þvi fylgir,
þegar slökkt er á sjónvarpinu.
Mér er til efs, að atvinnuleikar-
ar hefðu hentað betur i öll þau
atriði, svo einlægt var margt
sem þarna var gert.
Leikstjórn Sigurðar Karlsson-
arvar fremur góð, en ef vikið er
sérstaklega að siðari atriðum
leiksins, er erfitt að sjá, hvort
það var leikstjórinn eða leik-
endur, sem náðu ekki fullu vaidi
á verkinu, nema hvortveggja
hafi verið — nema að partýin
séui raun og veru svona, eins og
sýnt var.
Það virðist sem félagsheimil-
ið á Seltjarnarnesi sé þegarorð-
ið ab einskonar landsbyggðar-
senu fyrir Stór-Reykjavikur-
svæðið, en leikhópnum var boð-
ið að sýna þar að þessu sinni.
Þetta er lofsvert og áhugavert i
alla staði, þvi að þetta auðgar
leiklistarlifið og menningu alla.
og mætti gjarna verða framhald
þar á, þvi viða um land er verið
að sýna margvisleg leikrit af
hinum fjölmörgu áhugaleikhús-
um, sem starfa meðan gangur
sólar er skemmstur. Leikurinn
var sýndur fyrir fullu húsi, og
sýnir það, að ekki vantar áhuga
manna hér að koma i leikhús
landsbyggðarinnar.
Jónas Guömundsson
Nýlega er komin út bókin
„Bæjarlýsingar og teikningar”
eftir Jónas Rafnar lækni. Sögu-
félag Eyfirðinga gaf út og er
þetta 3. rit „eyfirzkra fræða”. f
eftirmála ri'tar höfundur á þessa
leið: ,,Á sólbjörtum sumardegi
1937 varð mér gengið frá Krist-
neshæli út og upp að Hjálmars-
stöðum, sem áður varnæsti bær
við Reykhús, en hafði þá verið i
eyði um alllangt skeið. Öll þök
bæjarhúsanna voru þá rifin eða
fallin inn, en eftir stóðu opnar
tóftir, signir og skældir veggir,
næsta ömurlegir á að lita og
biðu þess eins að verða jafnaðir
við jörðu. Viðsýni er frá Hjálm-
arsstöðum, og i hvaða átt sem
ég horfði, sá ég að gömlu torf-
bæirnir voru horfnir eða i þann
veginn að hverfa, steinhús voru
risin upp á rústum þeirra eða
gömlu tóftirnar jafnaðar við
jörðu með spöðum og jarðýtum.
Þá flaug mér i hug að fróðlegt
yrði að komandi kynslóðum að
vita nákvæmlega, við hvaða hi-
býlakost forfeður þeirra hefðu
búið á ofanverðri 19. öld og allt
þar til er sementssteypan út-
rýmdi torfinu og grjótinu. Ég
mældi þvi og teiknaði upp bæjar-
rústirnar á Hjálmarsstöðum og
skömmu siðar á Grisará, sem
þá var einnig komin 1 eyði.
Meðan ég var að fást við þetta
þróaðist smátt og smátt sú
hugsun með mér, að nauðsyn-
legt væri að teikna upp alla
gömlu bæina i firðinum og það
mætti alls ekki dragast á lang-
inn eða þangað til enginn myndi
neitt um legu bæjarhúsanna.
Þetta var að visu ekkert
áhlaupaverk, þvi að bæirnir
töldust mér vera 140 i þremur
hreppum framan Akureyrar, og
Stórfróðleg bók
ég átti sizt heimangengt frá
daglegum störfum i hælinu
(Kristneshæli). Samt réðst ég
að þessu verki — og er þvi nú
loksins lokið eftir 22 ár.”
Jónas skoðaði, mældi og
teiknaði, notfærði sér úttektar-
bækur hreppanna á árunum
1882ogfram yfir aldamót. Hann
talaði við fjölmarga kunnuga,
og gátu sumir þeirra gert
fullnægjandi frumdrætti að hús-
unum er þeim voru gefin mál-
in. Alla bæina teiknaði Jón
Þrisvar. Sýnir allt þetta elju
hans, og miklu hefur hann
bjargað frá glötun með verki
sinu.
Bæirnir gömlu hafa verið
furðu fjölbreytilegir að stærð og
húsaskipun. Ungtfólk furðarsig
þar á mörgu, m.a. þvi, að i
gömlu bæjunum lágu göngin
hvarvetna upp á móti og sá
bratti var viða ótrúlega mikill.
Stóð baðstofan oftast innst og
hæst og voru þar þrep upp að
ganga. Þetta mun aðallega hafa
verið gert til að verjast kulda,
kalt loft er þyngra en hlýtt og
leiðir þá fram og niður bæjar-
göngin, en upphitun var viðast
litil, eða jafnvel engin. Á sum-
um stöðum yljuðu kýr undir
palli baðstofuna. Torfveggirnir
voru þykkir og skjólgóðir.
Fyrstu steinhúsin voru köld
og illa einangruð, svo vafasöm
bót var að þeim. Allt öðru máli
gegnir um hin vönduðu^vel ein-
angruðu og upphituðu steinhús
vorra tima, þau taka gömlu
torfbæjunum langt fram.
Hér er birt ein blaðsiða i bók-
inni, sem sýnishorn, og fjallar
um Möðruvelli i Eyjafirði. Þar
var spitali fyrr á öldum.
Mestur húsakostur var jafn-
aðarlega á prestssetrunum
..íísó—.*/..// . *//,<../*t..j ./*/**<./*/> < „-.v.
r’’— pc ■*.*'*•**. £'***•* *
ix**.:••*
Pi*Oí AZ*&yr*~***s*~****r(4*' ^**.,* /S77 - *‘)c/
t*J — O ,'*tS.1 Sty t\, ,
C*i /: 2oo .Y-
O.. /,**/** rrOy O
h $*■"*//.
C. />/****■/.* <y />j." .**/**t»
*/.. „ ./'/>* /**■/* ** ** .
* . .Hr j* -
ý. m■
3’ 7}*Ýr.
i+s
<*. .
j -- X' -Z.
2a uóími m.L-
KlijiÍM úHrkt tii,
ÍMirsU'iuxi l'dissim. »ct»t .íiti liritna í Miiðiu--
iit!) líiTO 77. w?S r svu liír.
..Voni ÍUst {>>»• liolvkurn vrsiinti sta'Ai-
U-í.’;. «>:t v«>«íi ))«> »um .vvaj'öinti!. t. «}. tvuir
sk.íUt!-. siim h\om nutjiíu bínjársiyfa. Vtií
vkátinn húíur Uklugii voii«\ hyggðut ifrir
midja l<i. «ilií. í liA Ata íiigmatms. Eru til
útskoiuar fjaíír tir jjiljum skáltms i fotn-
mnnjasitfuiuu t Huvkjavík. Slomlur sk.iU
}<t'v.áí t'titi tijijii í Mi>fNn.tít*Ht f 1920). Syðri
skíilinn vat ntiklti vngrí. Kr hajgt að ttegja.
aft' stiiiikvamU tiútiðiirtíjfkn hafi httmt vorið'
<u>t<i>lufim. Var tiumi })ilj;tðt»r ofiwt rnað
lang|)iljuni nían á miðjítr trtoAii. Rytsifjol
áiti að iu'ita ofan á Janghömium. og oinnig
vut loft ofan á bítum i pailí.skáliuiti. í skála
|n*s.sum var geyunhit allur kormnaitir. kjöl>
ílát, t«Vjg, jimjor <>. II." ')
Torfgolí var i skálamtm.
>) JWi. JátuiSttr lUlttttr «*;>. G-UM) i tJétttíwkjaí.tííírsinn
á AkúéíÁi>.
Grund, Hrafnagili, Múnka-
þverá, Laugalandi o.s.frv. og
svo á nokkrum störbýlum. Kotin
lögðu litið land undir hús — og
svo er allt þar á milli. margar
stærðir og gerðir, peningshús
sums staðar sambyggð bæjun-
um.
Þetta er mjög forvitnileg bók
ogskemmtilegt að blaða i henni.
Hafi höfundur og Sögufélag
Eyfirðinga þökk fyrir hana.
Bæjaskrá þykir mér vanta. Bæ-
irnir eru taldir i sömu röð og i
bókinni „Byggðir Eyjafjarðar”
er út kom 1973. Bæjalýsingarnar
hefjast i' Hrafnagilshreppi og er
byrjað nyrzt og haldið inn eftir
héraðinu — og svo áfram hring-
inn um Saurbæjar- og önguls-
staðahrepp og endað á Varðgjá
er stendur á sýslumörkunum
austan fjarðar.
Bolli Gústafsson prestur i
Laufási hefur teiknað tvo bæi á
bókarkápu og gefur sú teikning
hugmvnd um hið vtra útlit bæj-
anna: Torfþök. klömburveggi
og bæjarþil. Hefðu fleiri slikar
útlitsteikningar eða ljósmyndir
gjarnan mátt fylgja sem bókar-
auki. Æskilegt hefði og verið
stutt greinargerð um byggingu
torfbæja. einkum gerð veggja.
Þeim mönnum fækkar óðum
sem unnið hafa að bvggingu
torfbæja — og kunna full skil á
þvi efni.
„Sjaldan fellur eplið langt frá
eikinni" segir máltækið. Jónas
Rafnar er sonur séra Jónasar á
Hrafnagili. mannsins. sem rit-
aði bókina „islenzka þjóð-
hætti”.
Revkjavík 25. janúar 1976
Ingólfur Daviðsson
i