Tíminn - 30.01.1976, Síða 20
20
TÍMINN
Föstudagur 30. janúar 1976.
Sfílll
GEOFF MERRICK
MALCOLM MacDONALD
Arsenal á
höttunum
eftir nýjum
leikmönnum
Forráöamenn Arsenal hafa sýnt mikinn áhuga á aö fá
tvo af aðalmönnum Bristol City yfir á Highbury. Þeir
segjast vera tilbúnir að borga 250.000 pund fyrir Geoff
Merrick og Tom Ritchie, sem hafa verið burðarásar
Bristol-liðsins í vetur, en eins og kunnugt er, er Bristol
City nú í þriðja sæti i 2. deild, og á liðið góða möguleika
á að komast í fyrstu deild að ári.
Framkvæmdarstjóri City, höttunum eftir Tony Morley
Alan Oicks, hefur sagt þvert nei
við þvi, að þeir Merrick og
Ritchie verði seldir til Arsenal,
en Bristol er, eins og fleiri lið á
Bretlandseyjum, i miklum fjár-
hagserfiðleikum, og svo gæti
farið að Dicks neyddist til að
selja þá. Bertie Mee, fram-
kvæmdastjóri Arsenal, hefur
lýst yfir þvi, að hann ætli sér að
kaupa a.m.k. einn góðan
sóknarmann fljótlega, og hefur
hann spurzt fyrir um Macolm
MacOonald hjá Newcastle, en
heyrzt hefur að hann sé óánægð-
ur þar. Þegar MacDonald frétti
að Mee væri á höttunum á eftir
sér, hætti hann við fyrirhugaða
húsbyggingu sina, meðan hann
biður eftir þvi hvernig úr mál-
um rætist.
Arsenal hefur einnig verið á
21 árs leikmanni hjá Preston.
Lundúnaliðið bauð 100 þús. pund
i þennan unga og efnilega út-
herja, og náðu félögin sam-
komulagi um þá upphæð.
Morley hélt til Lundúna glaður i
bragði — en þegar hann var bú-
inn að vera þar i tvo daga, sagði
heimþráin til sin. Honum
fannst, að hann gæti ekki yfir-
gefið ættingja og vini i Orms-
kirk i Lancashire. — Ég kann
vel við mig hér á Highbury hjá
Arsenal, en ég tek ekki áhætt-
una, sem fylgir þvi að setjast að
i Lundúnum — ef ég yrði ekki
hamingjusamur þar, þá myndi
það bitna á knattspyrnunni og
ég myndi ekki leika vel, sagði
Morley, þegar hann hélt aftur til
Preston.
Undrabarn
til Everton
— sem líkist George Best á hans
Everton hefur nælt sér i írska undrabarnið yngrí Órum
Martin Murray frá liðinu Home Farm. öll
ensku fyrstu deildar liöin voru á höttunum
eftir Murray, sem er aðeins 17 ára og mjög
likt við George Best á hans yngri árum.
Murray lct hafa það eftir sér í viðtali við
irska sjónvarpið, aö hann heföi fengið tilboð
upp á 12.000 pund frá ensku fyrstu deildar
liði, en samkvæmt lögum enska knattspyrnu-
sambandsins er ensku liðunum aðeins
heimilt að greiða 250 pund til áhugamanna,
þegar þeir skrifa undir samning. Þetta varð
til þess, að enska knattspyrnusambandið hef
ur neitaö að viðurkenna að Murray sé á skrá
yfir leikmenn Everton, fyrr cn rannsókn hef-
ur farið fram á greiðslum til hans, og verður
ákvörðun i máli hans tckin 2. febrúar.
Leikmenn
Newcastle
í vígahug
— það var mikið sungið á
St. James Park, þegar þeir skutu
Coventry á bólakaf — 5:0
Það var mikið sungið I New-
castle, og hinir tryggu áhangend-
ur Newcastle voru I sjöunda
himini á St. James Park — þar
sem dýrlingar þeirra voru I vfga-
Punktar
• BOWLES
TIL BELGÍU?
LONDONKnattspyrnukapp-
inn Stan Bowlcs, sem er á sölu-
lista hjá Queens Park Rangers,
hefur mikinn áhuga að leika
með einhverju liði i Evrópu.
Belgiska liðið Anderlecht hefur
sýnt mikinn áhuga á Bowles —
en eins og menn muna, þá vildi
þetta fræga belgiska félag
kaupa Rodney Marsh á sinum
tima — en úr þvi varð ekki, þar
sem Marsh fór fram á of miklar
tekjur.
• SIR ALF
RAMSEY
BIRMINGHAM. — Sir Alf
Ramsey, fyrrum einvaldur
enska landsliðsins, hefur gengið
i lið með Birmingham. Sir Alf
Ramsey hefur tekið sæti i stjórn
félagsins.
• CRYUFF
TIL ÍTALÍU
ÍTALIA.— ltalska meistaralið-
íð Juventus hefur áhuga á, að
kaupa hollenzka knattspyrnu-
snillinginn Johann Cruyff, þeg-
ar samningur Cruyff við
spænska liðið Barcelona rennur
út 30. júni i sumar. Italar hafa
mikinn áhuga á, að opna
markaðinn á ítatiu, fyrir er-
lendum leikmönnum —-i sumar.
Cruyff hefur sagt, að hann hafi
mikinn áhuga að fara til ttaliu,
til að hjálpa ttölum við að rétta
við knattspyrnuna á ítaliu, sem
hefur verið á niðurleið undan-
farin ár.
• EDDY TIL
COSMOS
SHEFFIELI). — Sheffield Unit-
ed hefur samþykkt, að seija
fyrirliða sinn — Keith Eddy —
til New York Cosmos. Kcn
Furphy, fyrrum framkvæmda-
stjóri United-liðsins, sem var
rekinn frá féiaginu i vetur, er
nýr þjálfari Cosmos-liðsins —
það var hann sem bauð Eddy að
koma til New York, en Furphy
keypti Eddy til Sheffield United
1972 frá Watford.
hug, og hreinlega tættu leikmenn
Coventry I sig. 44 þús. áhorfendur
sungu sig hása — þegar leikmenn
Newcastie hömruðu knöttinn 5
sinnum i netamöskva Coventry-
liðsins, án þess að iiðinu tækist að
svara fyrir sig.
— Við erum ákveðnir i að vinna
titil fyrir hina tryggu áhangendur
okkar, sem eru þeir beztu á Bret-
landseyjum, sagði Geoff Nulty,
fyrirliði Newcastle-liðsins, sem
er búið að tryggja sér farseðilinn
á Wembley i deildarbikarkeppn-
inni og stefnir sömu leið i bikar-
keppninni. Malcoim MacDonald
var á skotskónum — hann skoraði
2 mörk, en hin mörkin gerðu þeir
Alan Gowling, Mick Burns og
Tom Cassidy.
Stoke-liðið vann sigur (1:0) yfir
Manchester City i sögulegum leik
á Victoriu-leikvellinum i Stoke.
Bakvörðurinn Mike Pejic var
rekinn af leikvelli i byrjun siðari
hálfleiksins — fyrir að brjóta
gróflega á Denis Tueart, sem er
kominn úr ieikbanni. Þetta hafði
engin áhrif á Stoke-liðið — þeir
léku eins og þeir væru 12, en ekki
\
JIMMY GREENHOFF...skoraði
sigurmark Stoke.
lOinn á, sagði þulur B.B.C. Þegar
10 min. voru til leiksloka — var
einn leikmaður City-liðsins, Willis
Donachie.rekinn af leikvelli, eftir
brot á Jimmy Robertsson. Aðeins
min. eftir það, skoraði Jimmy
Greenhoff, fyrirliði Stoke, sigur-
mark leiksins og leikmenn City
sátu eftir með sárt ennið.
En nú-skulum við lita á úrslit
leikja i bikarkeppninni:
MIÐVIKUDAGUR:
Stoke — Man. City.......1:0
Newcastle — Coventry....5:0
ÞRIÐJUDAGUR:
Wolves — Ipswch.........1:0
Charlton — Portsmouth....3:0
Bobby Gouid skoraði sigur-
mark Úlfanna gegn Ipswich. Ips-
wich-liðið átti meira i leiknum en
liðinu tókst ekki að skora. Bobby
Robson, framkvæmdastjóri Ips-
wich, var fljótur að yfirgefa völl-
inn — vonbrigðin leyndu sér ekki
hjá honum.
ANDRES I
HLUTVERKI
„SKUGGA"
— var Idtinn elta Björn Pétursson. Það
þoldi Gróttu-liðið ekki og FH sigraði 24:18
GRÓTTU-liðið brotnaði niður, þegar FH-ingar létu „skugga” elta
Björn Pétursson — hinn skotfasta leikmann Seltjarnarness-Iiðsins,
hvert sem hann fór. Staðan var 15:12 fyrir Gróttu, þegar FH-ingar létu
Andrés Kristjánsson i ,,skugga”-hlutverkið — við það urðu hinir leik-
menn Gróttu ráðvilltir og FH-ingar voru sterkari á lokasprettinum og
sigruðu öruggiega — 24:18.
Viðar Simonarson var drýgstur hjá FH-ingum i leiknum — hann
skoraði lOmörk. Geir Hailsteinsson var einnig góður, hann verður allt-
af betri og betri með hverjum ieik — og fer örugglega fljótlega að gefa
kostásérilandsliðið. Björn Péturssonog Arni Indriðason — voru beztu
menn Gróttu.
Mörkin i leiknum, skiptust þannig: FH: — Viðar 10 (4 viti), Geir 6,
Þórarinn 3 (1), Guðmundur Árni2, Sæmundur 1 og Arni 1. GRÓTTA: —
Björn 6 (2),Hörður Már 5, Arni 3, Gunnar 2 og Magnús 2.
...
IAN URE
TIL FH
Skotinn IAN URE — þjálfari FH-
liðsins i knattspyrnu, er mjög
ánægður með þær aðstæður, sem
FH-ingar hafa upp á að bjóða.
Urc, sem hefur lcikið með Dun-
dee, Arsenal, Manchester United
og skozka landsliðinu, hélt til
Skotlands i morgun, eftir að hann
hafði gengið frá samningi við FH-
inga i gærkvöldi. Ure kom hér til
aö ræða við FH-inga og kynnast
aðstæðum og aðbúnaði hjá þeim.