Tíminn - 07.02.1976, Síða 8
8
TÍMINN
Laugardagur 7. fcbrúar 197«.
Leikhús í
ferðatösku
Lise Ringheim og Henning AAoritzen
í leikför til íslands
Leikfélag Reykjavikur
Gestaleikur
frumsýning
Kvöld með
LISE RINGHEIM og
HENNING
MORITZEN
Undirleikari og
tónskáld
Niels Rothenborg
Klaus Rifbjerg
samdi tengingar
og fl.
Dönsku leikararnir Lise Hing-
lieim og Henning Moritzen
frumsýndudagskrá.erþau hafa
áður flutt viðsvegar um Dan-
mörku, í Iðnó siðast liðinn
þriðjudag. en þau hjón eru hér i
boði Leikfclags Reykjavikur.
Sáttmálasjóður og danska
menntamálaráðuneytið höfðu
vcitt styrk til fararinnar.
Þau Lise Ringheim og
Henning Moritzen eru hjón og
hafa um árabil verið nafntogað-
ir, fastráðnir leikarar við Kon-
unglega leikhúsið i Kaup-
mannahöfn. A siðasta vori
fengu þau leyfi frá störfum, og
hafa siðan i haust flutt þessa
samanteknu dagskrá viðsvegar
um Danmörku við ágætar
undirtektir áhorfenda, enda lik-
lega ekki á hverjum degi að svo
nafntogaðir leikarar sjást i
danska fásinninu, þótt „heims-
frægir” töframenn og söngvar-
ar leggi þangað leið sina ein-
stöku sinnum, ásamt umferða-
predikurum og ýmsum umrenn-
ingum öðrum, sem erindi eiga
við fólkið, sem erjar hina svörtu
mold.
Lise Ringheim kom á sinum
tima fyrst fram sem jasssöng-
kona og sló i gegn á Nýja Casino
i Istedgade. Það var á striðsár-
unum. Siðar stundaði hún nám i
leiklistarskóla Konunglega leik-
hússins og fékk fljótlega hlut-
verk þar, og með þeim fyrstu
mun hafa verið blues-söng-
konan i Sporvagninum Girnd
eftir Tennessee Williams, sem
einmitt er verið að sýna um
þessar mundir i Þjóðleikhúsinu.
Siðan hefur hún leikið fjölda
merkilegra hlutverka við Kon-
unglega leikhúsið.
Henning Moritzen á sér svip-
aða sögu og hefur leikið fjölda
hlutverka við Konunglega
leikhúsið, en starfar auk þess
sem leikstjóri við sama hús.
Fljótlegt hefði liklega verið að
gera betri grein fyrir leikferli
þeirra hjóna hér, en af þvi getur
naumast orðið, þar eð handbók
min um þetta efni er eldri en
tvævetla og samin fyrir þeirra
tið.
Þó má geta þess, að Lise
Ringheim mun hafa starfað i 25
ár við Konunglega leikhúsið um
þessar mundirog maður hennar
i 17. Siðasta verkefni hans þar
var einmitt að setja upp
Equus, Hestinn, sem Leikfélag-
ið sýnir um þessar mundir, en
þar fór Lise Ringheim einnig
með eitt af hlutverkunum.
Þau Lise Ringheim og
Henning Moritzen flytja tveggja
tima dagskrá. Fyrir hlé eru flutt
atriði úr leikritum, er þau flytja
saman, en i siðari hluta dag-
skrárinnar eru söngvar og
kvæði, sem þau flytja ýmist
saman, eða i sitt hvoru lagi.
Sýningunni lýkur svo með atrið-
um úr Bornhólmsreviunni frá
árinu 1975. En vikjum nú að ein-
stökum atriðum.
Fyrri hálfleikur er tekinn úr
verkum Shakespeare, Moliére,
Strindberg, Bernard Shaw og
Ernst Bruun Olsen, en þar er
fjallað um samskipti karls og
konu, giftra og ógiftra. Hinn
frægi danski rithöfundur, Klaus
Rifbjerg, hefur samið tenging-
ar, sem gefa þessum annars
sundurleitu atriðum nauðsyn-
legan heildarsvip. Leikmunir
eru aðeins nokkrir stólar og
koffort með búningum.
Þrátt fyrir auman sviðsbúnað
verður þeim hjónum mikið úr
hlutverkum sinum, og þá sér-
staklega úr baróninum og
barónessunni i Strindberg og i
Táningaástum Ernst Bruun
Olsen. Erfitt er að gera upp á
milli atriða, en rétt er þó að
nefna þessi tvösérstaklega. Orð
er lika gerandi á áðurnefndum
„tengingum” Klaus Rifbjergs,
sem eru kapituli út af fyrir sig,
ogekki minna virði en sjálf leik-
brotin.
Siðari hluti sýningarinnar eru
gamanvisur og kvæði. Þetta var
skinandi skemmtilegt á að
heyra, og þá ekki sizt hin ágætu
kvæði Benny Andersen, en
flutningur þeirra gæti ef til vill
hróflað við Islenzkum leikurum
og þeim fjalikonustil, sem
leggst svo yfirþyrmandi á flest-
an ljóðalestur á Islandi. Seinast
eru svo leikatriði og söngvar úr
Borgundarhólmsreviunni 1975.
en sú revia var fyrsta verk
þeirra hjóna, eftir að þau voru
látin laus úr Konunglega, skil-
orðsbundið, eftir 25 og 17 ára
starf.
Að lokum svaraði fólkið kalli
og söng aukavisur fyrir áheyr-
endur, sem aldrei ætluðu að
sleppa hinum ágætu listamönn-
um af sviðinu.
Textar i Borgundarhólms-
reviunni eru eftir Klaus Rif-
bjerg, Leif Panduro, Benny
Andersen og Henning Moritzen,
en tónlist eftir Niels Rothen-
borg, sem jafnframt er undir-
leikari þeirra hjóna og tón-
smiður á ferðalaginu mikla.
Það er á stundum hlutverk
gagnrýnenda að bera það veika
út i sólina. En þoka öðru út i
rökkur gleymskunnar. Sú kenn-
ing fær þó á hinn bóginn ekki
staðizt, að leiklist eigi lif sitt
undir blaðagreinum eftir ein-
hverja menn úti i bæ. Þess
vegna er það út i hött að fjalla
mikið um þessa sýningu með lif-
daga hennar fyrir augum. Gest-
irnir verða flognir fyrir löngu,
er þessar linur birtast á prenti,
og hraðferðin til islands er að
baki. Ef til vill má öðrum þræði
lita á sýninguna sem námskeið i
þvi hvemig leika má atriði úr
heimsbókmenntunum af fullri
reisn, þrátt fyrir litinn
farangur, og maður sér i' anda
islenzka torfærubila fulla af
mublum, tjöldum og mygluðum
leikbúningum urga i grjóti og
leirblautum fjallvegum með bil-
veikan leikflokk i framsætum.
Leikhús þeirra hjóna er and-
staðan, kemstfyrir i ferðatösku,
eða allt að þvi, og stendur fyrir
sinu samt. Af þessu getum við
mikið lært, og við eigum marga
góða leikara, sem gætu með
þessum hætti lagt land undir fót.
Þó má segja sem svo, að við
séum ekki óvön fábrotnum
sviðsbúnaði á miklum sýning-
um, og nægir að minna á
finnska leikílokkinn, sem hér
sýndi Umhverfis jörðina á 80
dögum, en sá flokkur notaði ein-
mitt borðstofustóla i staðinn'
fyrir lest. Á þetta er minnt, eins
og áður segir, til þess að af þvi
megi læra talsvert um ferðir
leikhópa.
Sýningar þeirra Lise Ring-
heim og Henning Moritzen
verða að þessu sinni aðeins fjór-
ar, þrjár i Iðnó og ein svo i
Austurbæjarbiói, en sú siðasta
verður til ágóða fyrir nýja
borgarleikhúsið, sem Leikfélag
Reykjavikur og borgarsjóður
hafa á prjónunum, og er það
einkar góður stuðningur við
leiklistarmálin, bæði táknrænn
og f járhagslegur. Er þá ekkert
annað eftir en þakka fyrir frá-
bæra sýningu og ágæta
skemmtun.
4.2. 76.1ónas Guðmundsson